Morgunblaðið - 09.02.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 09.02.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SJÓSLYSIÐ AÐSTÆÐUR til þyrlubjörgunar við Jökulfellið voru gríðarlega erf- iðar, mikil ókyrrð í lofti og ólgu- sjór. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Felix Ebbestad, skip- herra Vædderen, að það hefði ver- ið mikið afrek hjá þyrluáhöfn skipsins að bjarga fimmmenning- unum. „Veðrið var hræðilegt. Aðstæður voru þolanlegar þegar þyrlan tók á loft en þegar hún kom yfir slys- staðinn voru aðstæður til flugs af- leitar. Það var mikil ókyrrð í lofti og hnútasjór þannig að sigmað- urinn var meira eða minna á kafi í sjó meðan á þessu stóð. Þyrlu- bjarganir eru alltaf hættulegar en ég verð að segja að þetta var mjög átakamikið og miðað við aðstæður var það mikið afrek hjá áhöfn þyrlunnar að ná að bjarga svona mörgum,“ sagði hann. Gámar og brak allt í kring Þegar þyrlan kom á slysstað skömmu fyrir ellefu í fyrrakvöld voru fjórir skipverjar í hnapp skammt frá skipinu og einn flaut þar einsamall skammt frá. Þegar þarna var komið sögu höfðu skip- verjarnir verið tæplega þrjár klukkustundir á floti í sjónum. Um tugur gáma og alls kyns brak flaut í kringum þá. Eftir að fimmmenningarnir höfðu verið hífðir um borð flaug þyrlan yfir slysstaðinn en áhöfnin kom ekki auga á fleiri menn í sjónum. Skipbrotsmennirnir voru allir ágætlega á sig komnir miðað við aðstæður og gátu allir gengið óstuddir frá þyrlunni, að sögn Ebbestad. Í áhöfn Jökulfells voru Rússar og Eistlendingar. Nokkrir sjóliðanna um borð í Vædderen eru frá Eystrasaltslöndunum og gátu þeir túlkað orð skipbrots- mannanna en að læknisráði gáfu þeir ekki kost á viðtölum í gær. Ebbestad sagði að skipbrots- mennirnir hefðu greint frá því við áhöfn Vædderen að orsök slyssins hefði verið sú að farmurinn hefði skyndilega færst til í lestinni. Allt hefði verið með eðlilegum hætti þar til skömmu fyrir slysið og skipið vaggað til og frá með venju- bundnum hætti. Úr einni veltunni hefði skipinu ekki tekist að rétta sig af heldur haldið áfram að halla á aðra hliðina og eftir tæplega fimm mínútur hefði það lagst á hliðina og því hvolft. Vædderen tók þátt í leitinni að skipverjunum sem enn er saknað fram undir myrkur. Veður hafði þá versnað, vindur var af suðvestri, um 20–25 m/s og 5–6 metra öldu- hæð, að sögn Felix Ebbestad. Hann sagði að samvinna leitar- manna á færeysku varðskipunum Brimli og Tjaldri, norsks og rúss- nesks togara og flugvélar Land- helgisgæslunnar hefði gengið afar vel. „Við höfum lagt mikla vinnu í þessa leit og reynt mikið til að finna þá sem enn er saknað,“ sagði hann.                            !  !" !  ## $"% &'(  ! & )  ! * +   ,-        ! " #    $ !% &   + ('  '(    )$ * "  ""+ ,$     - $ !% &  .- /$00&- (   & $- 1( %-&  *$ %/  2$&&%      - $ !% &  .-  $    3- ' $  *  $ $ 45 3% 6  5 3 $  *  7  0&,%  /8 ( 3  63 !% &  -  9 %  7%- &  % - ( !  ! 3   & $/-  .-  "  & $- .  /*&'(  $( ,4 :0&; 9 &$8 /8  < (&5  3  ! 3 !%- &   - $  (6 /-   & $- .-  0( 0& $ (= * /- *$ % .-  $0 !9 ()2 /   > (  ?9 Skipherra Vædderen segir aðstæður við björgun skipverja af Jökulfellinu hafa verið gríðarlega erfiðar Afrek hjá þyrluáhöfninni að bjarga mönnunum Morgunblaðið/Golli Danska varðskipið Vædderen öslar sjóinn á leitarsvæðinu norðan við Færeyjar. Skipbrotsmönnunum fimm var bjargað um borð við erfiðar aðstæður. Sigmaðurinn meira eða minna á kafi í sjó meðan á björgun stóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.