Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT Fö 11/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 13/2 kl 14 Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÍÐASTU SÝNINGAR VERÐA Í APRÍL AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA STENDUR YFIR Í BORGARLEIKHÚSINU Kennarar: Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Su 13/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 Íslenski dansflokkurinn sýnir: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Í kvöld kl 20 Fi 10/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20 - LOKASÝNING SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin 15:15 TÓNLEIKAR - BENDA NÝTT EFNI Lau 12/2 kl 15:15 Í Borgarleikhúsinu Sýning í kvöld Aðrar sýningar: Fim. 10 feb. kl. 20:00 Fös. 11 feb. kl.20:00 sími 568 8000 eða midasala@borgarleikhus.is Eftir Ernu Ómarsdóttir og Emil Hrvatin Við erum öll Marlene Dietrich FOR geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT”EB DV • Föstudag 18/2 kl 21 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 2. sýn. 13. feb. kl. 19 örfá sæti laus - 3. sýn. 18. feb. kl 20 örfá sæti laus 4. sýn. 20. feb. kl. 19 nokkur sæti laus – 5. sýn. 25. feb. kl. 20 nokkur sæti laus 6. sýn 27. feb. kl. 19 – 7. sýn. 4. mars kl. 20 – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – 9. sýn. 12. mars kl. 19 Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. feb. kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt, Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, sembal flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld “ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 UPPSELT Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Ath! Sýningum lýkur í febrúar LEIKFÉLAG Selfoss hefur á sinni löngu starfsævi glímt við ýmis stórvirki úr leikbókmenntunum, en líka lagt sig eftir að skemmta bæj- arbúum og öðrum með hreinrækt- uðu gríni, gjarnan úr smiðju heimamanna. Náttúran kallar er sýning sem má líta á sem nokkurs konar bræðing úr þessum hefðum. Hér er hreinræktað skop á ferð- inni, en alvaran sem felst í leiðinni, hinni krefjandi aðferð sem beitt var við gerð sýningarinnar, mun efla og styrkja leikhópinn svo um munar. Hér er sem sagt um sýningu unna í spuna að ræða. Langur að- dragandi og æfingaferill þar sem leikararnir, lífsreynsla þeirra ekki síður en leikreynsla, eru virkjuð sem sköpunarafl. Viðfangsefnið er tjaldmenning landans í öllum sín- um óhugnanlega mikilfengleik, og um leið auðvitað ýmis einkenni fjölskyldu- og mannlífs sem birtast við þessar aðstæður í skýru ljósi eins og tjaldsvæðið sé einhvers konar tilraunastofa þar sem sam- félagið er skoðað í smækkaðri mynd og helstu klisjur viðraðar. Afraksturinn er alveg stór- skemmtileg sýning hjá leikfélaginu og þarf afar staðfastan og sann- færðan fýlupoka til að njóta henn- ar ekki. Rót skemmtilegheitanna er, eins og gjarnan þegar spunavinna er annars vegar, í persónunum og einföldum samskiptum þeirra. Því miður hefur hópurinn leiðst út í það að reyna að smíða gamanleiks- fléttu utan um efni sitt, og þar bregst þeim stundum illa boga- listin. Atburðarásin er enda að mestu óþörf þar sem lífið sem kviknar á sviðinu stendur algerlega fyrir sínu án farsabrellna. Eins heppnast illa nokkrar tilraunir til að klófesta alvöruna innan um gal- gopalegt og ýkjuskotið grínið. Allir leikendur ná að skapa sannfærandi og skemmtilegar per- sónur. Margir þátttakendur eru lítt reyndir og má reikna með að vinn- an við þessa sýningu skili þeim dýrmætum höfuðstóli til frekari af- reka. Þrátt fyrir þennan almenna góða árangur er ómögulegt annað en að tilgreina nokkra sem koma sýningunni á sérstakt flug með innlifun sinni og sköpun. Bjarni Stefánsson og Íris Árný Magn- úsdóttir eru algerlega dásamleg sem nýríku hjónin Lárus og Guð- finna. Líkamstjáning og raddbeit- ing beggja óviðjafnanlega skýr og hlægileg. Líka sögu er að segja af þeim Stefáni Ólafssyni og Erlu Dan Jónsdóttur sem yngra parið. Sérstakt hrós á Erla skilið fyrir stórskostlega frammistöðu í því sem samkvæmt leikskrá er frum- raun hennar. Leikmyndin er snjöll, litlu tjöld- in frábær hugmynd og vel útfærð, og hljóðmynd Eyjólfs Pálm- arssonar skemmtilegt krydd, sér- staklega áhrifshljóðin, sönglögin hefðu að mínum smekk mátt missa sín. Náttúran kallar er metn- aðarfulllt skemmtiverk, alvörugefin tilraun til að búa til galgopalegt listaverk. Sigrún Sól Ólafsdóttir sýnir enn og aftur að hún er með öflugustu listrænu stjórnendum sem íslenskum áhugaleikhúsum standa til boða. Það má reikna með að árangur þessarar sýningar verði ekki einungis fjöldi ánægðra áhorf- enda heldur eldmóður og sjálfs- traust í röðum félagsmanna. Segiði svo að græskulaus grínleikrit skilji ekkert eftir sig! LEIKLIST Leikfélag Selfoss Spunaverk unnið af leikhóp og leikstjóra, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur. Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi, 25. janúar 2005. Náttúran kallar Troddu þér nú inn í tjaldið … Þorgeir Tryggvason LEIKGERÐ Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magna- son var frumsýnd vestanhafs í síð- ustu viku, í Lorraine Kimsa- ungmennaleikhúsinu í Toronto. Sýn- ingin hlaut mikla athygli og afar góða dóma í dagblöðum ytra, eins og greint hefur verið frá hér í Morgun- blaðinu. Standandi klapp Höfundurinn sjálfur, Andri Snær, var viðstaddur frumsýninguna og segir sýninguna í alla staði vel heppnaða og viðtökur með ólík- indum góðar. „Þetta gekk alveg rosalega vel, standandi klapp og læti,“ segir hann en segist ekki hafa farið upp á svið, enda tíðkist það ekki í leikhúsum í Kanada. „Ég sá líka nokkrar skólaforsýningar þar sem var fullur salur af 11–15 ára krökkum. Þar sér maður líka hvort það virkar eða ekki og það var mjög mikil stemmning.“ Andri Snær segist mjög hrif- inn af uppsetn- ingunni eins og hún var gerð þarna úti. „Það var mjög merki- legur, áttræður Svíi sem bjó til flug- búnaðinn fyrir sýninguna,“ segir Andri Snær, en í henni er flogið um allan salinn. „Hann starfaði sem hreindýrahirðir í Lapplandi og norð- urhéruðum Kanada áður en hann sneri sér að því að búa til flugbúnað fyrir nútímadans.“ Sýningin verður sýnd 1–2 sinnum á dag fram til 20. mars. „Leikhúsið hefur selt upp skólasýningarnar á virkum dögum að mestu, en síðan er búist við almennum áhorfendum um helgar,“ segir Andri Snær. Sagan um Brimi og Huldu hefur því greini- lega farið vel í kanadískt leikhúsfólk, sem marka má af áhuga á sýning- unni og góðum dómum sem birst hafa í fjölmiðlum. Andri Snær segir þó einn gagnrýnanda hafa tekið henni mjög illa. „Sýningin hittir á mjög viðkvæma tíma í pólitík, vegna þess að nú er umræða um gróður- húsaáhrif mikil, kosningar í Banda- ríkjunum nýafstaðnar og stríðið í Írak yfirstandandi. Sumir halda að sýningin fjalli um þetta og sé ein- faldlega skrifuð sem viðbrögð við þessu. Þessi gagnrýnandi tók þann pól í hæðina,“ segir hann. Bjartsýnn á útgáfu Andri Snær segist bjartsýnn á að bókin með Sögunni af Bláa hnett- inum komi út í Kanada á næstunni. Hún hefur þegar komið út í fjórtán löndum, en ekki neinu enskumæl- andi enn. Greint var frá því í kan- adíska dagblaðinu Globe and Mail fyrir skemmstu að útgefandi nokkur í Toronto hefði verið fús til að gefa bókina út, en með nokkrum skil- yrðum. Andri Snær staðfestir þetta. „Það eina sem var eftir var að und- irrita samninginn, en þá þurfti ég að samþykkja að þeir myndu fjarlægja alla seli og alla snertingu milli krakkanna úr bókinni,“ segir hann. „Mér fannst það frekar skrýtið og hálfkjarklaust eitthvað. Þannig að ég ákvað að bíða bara eftir öðrum út- gefanda, og þegar þessi grein birtist höfðu mörg stór forlög samband við mig. Ég er að tala við þau núna.“ Ekkert er í höfn ennþá í útgáfu- málum bókarinnar, en Andri Snær er vongóður. „Í raun er uppfærslan á leikritinu miklu meiri vinna en að gefa út eina bók. Það eru þrjátíu manns að vinna við hana á hverjum degi í tvo mánuði og ef menn eru til- búnir að leggja það á sig, er ég sann- færður um að einhver vilji prenta eina bók.“ Andri Snær hefur verið úti í Kan- ada um nokkurn tíma og fylgdist með lokaferlinu í æfingum fyrir leik- ritið. „Ég þurfti lítið að grípa inn í, enda þurfti engan varðhund yfir þeim, því þau skildu þetta alveg. Ég gat því notað tímann líka til að skrifa,“ segir hann að lokum, en hann hefur í vinnslu bók sem vænt- anlega kemur út á næstu mánuðum. Bókmenntir | Blái hnötturinn nýtur velgengni í Kanada Standandi klapp og læti Sagan af bláa hnettinum hefur greinilega farið mjög vel í kanadískt leik- húsfólk, en það má marka af áhuga fyrir sýningunni og góðum dómum. Andri Snær Magnason ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.