Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ hefur verið gasprað um meint geðræn einkenni í umræðun- um um málefni Bobbys Fischers að undanförnu. Samt get- ur nú í raun verið mjög vandasamt að greina hvar skilur með feigum og ófeigum í því efni og stundum næsta óger- legt. Sumir líta svo á að persónuleiki og hátta- lag manna í víðri merk- ingu séu samofin úr og mótuð af þeim aðferð- um sem sálarlífið og mannshugurinn lærir og þróar með sér strax frá öndverðu til að styrkja og verja sinn „innri mann“, viðkvæmt tilfinninga- líf, sjálfsvitundina og hæfni hennar til sjálfsstjórnar, raunveruleikatengsla og tjáskipta á lífsleiðinni. Skapgerð og geðheilsa hvers og eins mótast þannig af fjölda samofinna þátta þar sem samsetning þeirra, styrkur og „magn“ skipta sköpum hvað varðar geðheilbrigði eða skort á því, en um eiginlegan eðlismun er ekki að ræða. Það er alkunna að eftir því sem meira afli og tíma er varið til sérhæf- ingar á þröngum sviðum þá getur slíkt stundum virst á kostnað ann- arrar þjálfunar og þekkingar – og stórmeisturum skákarinnar sem öðr- um getur þá fatast á stóra skákborði mannlífsins – þótt líklega nái rætur vandans oftast dýpra. Einhyggja, viljastyrkur og stífni geta bæði eða ýmist leitt til glæstra afreka og/eða hörmulegra ófara, sorgar í kjölfar sigurs. Veldur hver á heldur. Ekki er allt sem sýnist. „Höpp og slys bera dularlíki“. Dæm- um af gætni. Leikir Bobby Fischers á stóra skákborði lífsins hafa verið misjafnir. Góðar stöður hafa hrunið. Sigið á ógæfuhliðina. Dæmi um slíka fing- urbrjóta hans á síðari árum teljast mjög svo hvatvísleg og betur ósögð ummæli hans í garð bandarískra stjórnvalda – svo og Gyðinga – hversu réttmæt sem tilefnin kunna að hafa verið í hans augum. En ætla mætti að skákmaðurinn Fischer væri einn virtasti álitsgjafi heims í stór- pólitískum efnum í ljósi hinna öfga- kenndu viðbragða stjórnvalda og einkum dómskerfis í heimalandi hans, svo sem að gera hann út- lægan með grimmileg- um hótunum, rústa eig- um hans og leita enn í dag hefnda með lúa- legum hætti. Hafi Fischer verið erfiður – og þá ekki síst sjálfum sér – og hafi hann sálræn eða geð- ræn einkenni, sem alls ekkert er verið að reyna að hrekja í skrifi þessu, hvað má þá segja um misbeitingu eða ofbeitingu valdsins á hinum kant- inum? Eru bolabrögð ofureflisins, jafnvel hin „löglegu“, og hefnd- arþorsti og refsiþráhyggja ekki fyrst og fremst birtingarform frumstæðra varnarhátta sem endurspegla sjálfs- upphafningu minnimáttarkenndar, innri glundroða, hræðslu og aðsókn- arkennd þótt slíku sé jafnan harðlega afneitað? Ömurlegheitin gagnvart sjálfum Chaplin á sínum tíma og ofbeldið gegn Ezra Pound koma í hug. Fleira mætti tína til. Mættum við kannski biðja um menningar- og samfélags- sálgreiningu? Hver er sjúkur þegar upp er staðið? Hvað sem líður margumtöluðum samskiptavanda, hleypidómum og öfgafullum ummælum Fischers í gegnum tíðina, þá er í raun ekki vitað til að hann hafi nokkru sinni gert flugu mein. Betur hefði hann þrasað minna við forystumenn skákheimsins á sínum tíma, en altalað er að við skákborðið var hann ætíð drengilegur og sann- gjarn og skáklistinni sem slíkri sýndi hann mikla hollustu, þótt í ýmsum framkvæmdaratriðum væru og verði mörg viðbrögð hans talin óheppileg. Líkt og Mozart og Einstein á sín- um sviðum lista og vísinda var Bobby Fischer einstæður afreksmaður í sinni grein. Hann lyfti skákíþróttinni á hærra svið vinsælda og virðingar, þótt hann megnaði ekki að fylgja því eftir eins og vænst var. En hann veitti og veitir enn með arfleifð sinni ómældum fjölda skákiðkenda ótelj- andi ánægjustundir við taflborðið. Hér á landi er án efa hvað mest „þéttni“ (concentration) velunnara Fischers og hér á hann einn sinn nánasta persónulega vin og líklega þann traustasta, Sæmund Pálsson. Bobby Fischer hefur nú beðið Ís- lendinga ásjár. Hér er góður viðbún- aður til að veita honum viðtöku. Hrakhólatilvera og nú síðast fárán- leg fangelsun Fischers er orðin lengri en nokkurn óraði fyrir. Mál hans hefur eðli sínu samkvæmt al- gjöra sérstöðu meðal umsókna um landvist hér og ríkisfang. Fischer er nú ennfremur greinilega orðinn mjög þrekaður til líkama og sálar og þolir ekki öllu meira álag. Þessari kúgun verður nú að linna. Staðan er slík að um bráðatilvik er að ræða. Við Íslendingar eigum nú næsta leik og þá sýnist mér að Japanir geti enn bjargað heiðri sínum „í horn“ á elleftu stundu – í þessum ójöfnu átökum. Ég vil því fyrir hönd allra velunnara Bobby Fischers skora á Allsherjarnefnd Alþingis og aðra sem málið varðar að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt strax. Brimbrjóturinn, Davíð Odds- son, hefur nú með eftirminnilegum hætti skipað sér í sveit með þeim sem beita sér fyrir lausn málsins. Á hann heiður skilið. – Nú hlýtur þetta að hafast! Bobby Fischer sætir valdníðslu Magnús Skúlason fjallar um mál Bobbys Fischers ’Fischer er núennfremur greinilega orðinn mjög þrekaður til líkama og sálar og þolir ekki öllu meira álag. Þessari kúgun verður nú að linna.‘ Magnús Skúlason Höfundur er yfirlæknir Réttar- geðdeildarinnar á Sogni. HÁSKÓLI Íslands er stærsti vinnustaður landsins og þar starfa tæplega 10.000 manns. En þrátt fyrir gífurlegt umfang skólans skipar hann ekki stóran sess í dægurmálaumræðunni. Sterkur og gagnrýninn háskóli er ein af grundvallarstoðum lýðræð- issamfélags og á hann að vera vett- vangur skoðanaskipta og nýsköp- unar. Greinar eins og íslenska, sagn- fræði, fornleifafræði og guðfræði eru greinar sem eru aðeins kenndar við HÍ og eiga seint upp á pallborðið hjá öðrum skólum sem bjóða upp á afar takmarkað úrval náms sem ódýrt er að kenna. Í stórum og vinsælum fögum við t.d. Háskólann í Reykjavík og Bif- röst er hægt að kenna stórum hóp- um nemenda í senn og getur því einn kennari séð um mun stærri hóp nemenda en í hinum smáu, en mik- ilvægu, fögum sem kennd eru við HÍ. Einkareknu háskólarnir inn- heimta há skólagjöld og fá samhliða því framlög frá ríkinu á hvern nem- anda. Síðastliðin fjögur ár hefur HÍ tek- ið við fleiri nemendum en fjárhags- rammi fjárlaga gerir ráð fyrir, enda þótt öllum hafi verið ljóst að fjöldi nemenda við skólann myndi aukast. Þetta þýðir að skólinn fær ekki greitt fyrir alla virka nemendur og því hefur hlutur skólans undanfarin ár rýrnað og skuldahalinn lengist á hverju ári. Það er því deginum ljósara að Há- skóla Íslands er mismunað af stjórn- völdum. Ríkisstjórnarflokkarnir sam- þykktu frumvarp þar sem fest var í lög að svokölluð skráningargjöld við ríkisháskólana hækka um 40% á komandi skólaári. Þessi hækkun er í engu samræmi við al- menna verðlagsþróun og það sem meira er, LÍN lánar ekki fyrir skráningargjöldunum. Fjárskortur, pláss- skortur, aðstöðuleysi, óréttlát samkeppn- isstaða og bág fjár- hagsstaða nemenda eru aðeins nokkur af þeim málum sem bet- ur mega fara í Há- skóla Íslands. Fjárskorturinn er þegar farinn að bitna á gæðum námsins. Deildir fá ekki leyfi háskóla- yfirvalda til að ráða í stöður þar sem prófessorar hætta eða fara á eftir- laun og á endanum mun það bitna á náminu. Háskólayfirvöld og Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafa verið al- gjörlega andlaus í baráttunni fyrir bættum hag skólans og skólinn skip- ar ekki sess í þjóðfélagsumræðunni þrátt fyrir að vera stærsti vinnu- staður landsins. Röskva vill blása til sóknar og breyta brag stúdentastjórnmálanna og gera stúdenta að virkum og virt- um samfélagshópi. Snúum vörn í sókn Gunnar Örn Heimisson og Ásgeir Runólfsson skrifa vegna kosninga til Stúdentaráðs HÍ ’Varla þarf að takafram að þessi hækkun er í engu samræmi við almenna verð- lagsþróun.‘ Gunnar Örn Heimisson Gunnar er stúdentaráðsliði Röskvu og Ásgeir skipar 1. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs í ár. Ásgeir Runólfsson É g velti því stundum fyrir mér hvernig okkur, þessum kyn- slóðum, sem nú eru uppi, verður lýst í framtíðinni. Hvað verðum við nefnd? Neyslukynslóðirnar? Kyn- slóðirnar sem fengu allt upp í hendurnar? Kynslóðirnar sem ekki þurftu að hafa fyrir neinu? Skuldsettu kynslóðirnar? Ég velti þessu enn á ný fyrir mér er ég les niðurstöðu nýlegrar rannsóknar, á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, á lífsstíl ungs fólks á Norðurlöndunum. Rannsóknin var byggð á viðtölum við ungt fólk á Norðurlöndunum á aldrinum átján til þrjátíu ára. Greint var frá niðurstöðum hennar í Morg- unblaðinu á mánudag. Af rannsókninni má sjá að ungt fólk lifir hátt og fjármagnar neyslu sína með lánum og yf- irdrætti. Það eyðir í merkjavöru, skemmtanir, GSM-síma, góðan mat, tölvur, húsbúnað og fleira. Það vill m.ö.o. njóta líðandi stundar til hins ítrasta, en hefur minni áhyggjur af morgundeg- inum og skuldunum sem bíða handan hornsins. En auðvitað kemur að skuldadögum fyrr eða síðar. Tíminn á náttúrulega einn eftir að leiða í ljós hvaða merkimiða börnin okkar eiga eftir að gefa okkur. Það er hins vegar for- vitnilegt að velta því fyrir sér hvernig við skilgreinum okkur sjálf. Við erum jú ágætlega dug- leg við það, enda má ef til vill til sanns vegar færa að það sé í eðli mannsins að flokka og skilgreina. Þannig höfum við líka vaðið fyrir neðan okkur. Í því sambandi má dvelja við tilhneigingu okkar til að skil- greina heilu kynslóðirnar. Hver hefur t.d. ekki heyrt um hippa- kynslóðina, uppa-kynslóðina, x-kynslóðina, @-kynslóðina, GSM-kynslóðina og þumal- puttakynslóðina? Nýjasta dæmið er svo krúttkynslóðin. Þannig spretta upp nýjar kyn- slóðir eða réttara sagt nýjar skil- greiningar á kynslóðum með reglulegu millibili. Því má bæta við að við flokkum ekki bara mannfólkið eftir kyn- slóðum. Við tölum um nýja kyn- slóð bíla, svo dæmi sé nefnt, og nýja kynslóð farsíma. En það er annað mál. En lítum nánar á hvernig þess- um kynslóðum hefur verið lýst í grófum dráttum. Byrjum á eft- irstríðsárakynslóðinni, eins og hún hefur verið nefnd. Þeir sem tilheyra henni eru fæddir á ár- unum 1945 til 1960. Henni fylgir auðæfi og vöxtur, hún er bjart- sýn, hún hefur sterk tengsl við vinnustað sinn, hún leggur áherslu á efnisleg gæði og leggur rækt við kjarnafjölskylduna. Þá er það x-kynslóðin. Þeir sem tilheyra henni eru fæddir á árunum 1961 til 1976. (Þessi kyn- slóð hefur að mínu mati ekki fengið neitt sérstaklega uppörv- andi lýsingar – svo vægt sé til orða tekið.) Stundum hefur verið talað um hana, sem tómu kyn- slóðina eða gleymdu kynslóðina. Einhvers staðar las ég líka að hún væri svartsýn, óræðin, kald- hæðin og rótlaus. Enda ekki kennd við x að ástæðulausu. Auk þess metur hún lítið kjarnafjöl- skylduna og skilur gjarnan við maka sinn. Því næst kemur @-kynslóðin. Þeir sem tilheyra henni eru fæddir á árunum 1977 til 1992. Henni fylgir auðæfi og vöxtur, eins og eftirstríðsárakynslóðinni, og svo er hún líka bjartsýn. Hún er þó sjálfhverf og vill starfa sjálfstætt. Hún leggur ekki endi- lega áherslu á kjarnafjölskylduna en ræktar börnin því meira. Þumalputtakynslóðin er svo enn eitt fyrirbærið, en í sama flokk fellur sennilega gemsa- kynslóðin og @-kynslóðin. Heitið dregur nafn sitt af því að fólk notar þumalfingurinn mikið þegar það sendir smáskila- boð (SMS) úr gemsanum sínum. Vísindamenn fundu út, fyrir fá- einum árum, að unga fólkið væri með sterkari og fjölhæfari þum- alfingur en áður gerðist, einfald- lega vegna þess að það notaði hann meira, svo vitnað sé í grein Morgunblaðsins um þetta efni, í mars 2002. „Sumir eru hættir að nota vísifingurinn til að benda eða hringja dyrabjöllu, þeir nota þumalfingurinn,“ sögðu vís- indamennirnir, er þeir skil- greindu þumalputtakynslóðina. Að lokum vil ég nefna krútt- kynslóðina, sem nú virðist vera að ryðja til rúms, að minnsta kosti að nafninu til. Sú kynslóð á víst að vera fædd á níunda áratugnum og síðar. Einhver sagði mér að tónlistarmenn eins og Mugison og strákarnir í Sigur Rós, væru holdgervingar þessarar kyn- slóðar. „Voða krúttlegir strákar,“ sagði mér ung kona, sem er búin að kynna sér þessi mál. Unga konan sagði mér líka að „krútt-strákarnir“ væru and- stæður „metrósexúal karlanna“ en það eru víst karlar sem víla það ekki fyrir sér að vera farð- aðir, í bleikum skyrtum, með hneppt niður á bringu. (Er mér tjáð af þeim sem gerst þekkja.) Einhvern tíma var mér sagt að ég tilheyrði x-kynslóðinni. Alltént er ég fædd á hennar tímabili. Vissulega kannast ég líka við margt sem lýsir henni. Ég kann- ast líka við margt úr @-kynslóð- inni og þumalputtakynslóðinni. Krúttkynslóðina læt ég þó liggja milli hluta. Hvaða kynslóð tilheyri ég þeg- ar allt kemur til alls? Já, það vantar ekki skilgrein- ingarnar. Um leið og ný tækni eða nýr lífsstíll kemur til sög- unnar búum við til merkimiða. En erum við kannski komin út í öfgar í þeim efnum? Erum við komin allt of langt í því að end- urskilgreina okkur aftur og aft- ur? Eru þessar „ofurskilgrein- ingar“ kannski lýsandi fyrir rótleysi okkar? Höfum við það of gott? Erum við í tilvistar- kreppu? … Kannski ég láti öðr- um eða ef til vill komandi kyn- slóðum um að dæma um það. Hvernig erum við? „Hver hefur t.d. ekki heyrt um hippa- kynslóðina, uppa-kynslóðina, x- kynslóðina, @-kynslóðina og þumal- puttakynslóðina? Nýjasta dæmið er svo krúttkynslóðin.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.