Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 1
Mynd um snjóflóðin Einar Þór Gunnlaugsson vinnur að tveimur kvikmyndum | Menning Íþróttir í dag Stjarnan og Grótta/KR í bikarúrslit  Handboltinn aftur á ferðina  Arnar tennisleikari vikunnar STOFNAÐ 1913 38. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Foreldrar með kornabörn í ungbarnaleikfimi | Daglegt líf Ungviðið þarf örvun „NÝR tími friðar og vonar blasir við,“ sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, er hann og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýstu yfir í gær, að bundinn yrði endi á blóðug átök Ísraela og Palestínu- manna á síðustu árum. Samkomulagi leiðtoganna, sem þeir gerðu með sér á fundi sínum í Sharm el- Sheikh í Egyptalandi, hefur verið fagnað víða um heim. Condoleezza Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að um væri að ræða „besta tækifærið“ lengi til að koma á friði í Mið-Austurlöndum og Jav- ier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, hrósaði leiðtogunum fyrir hug- rekki. Það gerði líka Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sem bar einnig lof á Rice og Bandaríkjastjórn fyrir sitt framlag. Voru viðbrögð annarra þessu lík. Heita samvinnu við lausn ágreiningsefna Í yfirlýsingum þeirra Sharons og Abbas sagði, að blóðugum átökum Ísraela og Pal- estínumanna væri lokið en þau hafa staðið í fjögur ár og kostað þúsundir mannslífa. Kváðust þeir mundu vinna saman að lausn ágreiningsefna. „Í fyrsta sinn í langan tíma eygjum við von um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn,“ sagði Sharon og bætti við, að Ísraelar vildu að Palestínumenn fengju sjálfstæði. „Við viljum ekki skipa ykkur fyrir verkum.“ Reuters Sharon og Abbas takast í hendur fyrir fundinn í Sharm el-Sheikh í gær. „Nýr tími friðar og vonar“ Sharm el-Sheikh. AP, AFP.  Nýtt fyrirheit/17 ORSÖKIN fyrir því að Jökulfellinu hvolfdi og það sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld er sú að farmurinn færðist skyndilega til í lest skipsins. Þetta hafa skipverjar sem komust lífs af sagt áhöfn danska herskipsins Vædderen, að sögn Felix Ebbestad, skipherra skipsins. Jökulfell var að flytja um 2.000 tonn af stáli frá Liepaja í Lettlandi til Reyðarfjarðar. Allt var með eðli- legum hætti þar til skömmu fyrir slysið en eftir að skipið byrjaði að halla ískyggilega á aðra hliðina liðu innan við fimm mínútur þangað til því hvolfdi, segja skipverjarnir. Samkvæmt þessu er því ljóst að skipverjarnir höfðu afar lítið ráð- rúm til að yfirgefa skipið. Þeir sem björguðust voru allir í flotgöllum en Ebbestad hafði fregnir af því að þeim, sem fundust látnir, hefði ekki tekist að klæðast flotgöllunum til fulls. Það hefði þeim sem björguð- ust á hinn bóginn tekist. Þá hefðu skipbrotsmennirnir greint frá því að einhverjir skipsfélagar þeirra hefðu setið fastir í braki við skips- hlið. Aðstæður á slysstað voru afleit- ar þegar þyrla Vædderen kom þangað skömmu fyrir ellefu í fyrra- kvöld, mikil ókyrrð í lofti og hauga- sjór. Ebbestad sagði ljóst að áhöfn þyrlunnar hefði unnið afrek með björgun mannanna. Versnandi veður Vædderen er væntanlegt til Þórshafnar í Færeyjum á tíunda tímanum í dag með skipverjana fimm sem komust lífs af. Allir í ell- efu manna áhöfn skipsins voru bú- settir í Eistlandi en þrír með rúss- neskan ríkisborgararétt. Af þeim sem björguðust voru fjórir Eist- lendingar og einn Rússi. Lík fjög- urra skipverja fundust á floti í sjónum í gær og er því tveggja enn saknað. Um 2.000 metra dýpi er þar sem Jökulfellið sökk. Veður fór versnandi eftir því sem leið á gærdaginn, vindstyrkur var um 20–25 m/s og ölduhæð 5–6 metrar. Leit var hætt um sólsetur í gær og sigldu Vædderen og fær- eysku varðskipin tvö af svæðinu áleiðis til Þórshafnar, samkvæmt upplýsingum frá Björgunarmið- stöðinni í Þórshöfn. Ákvörðun um hvort leit verði haldið áfram verður tekin í dag. FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar leitaði á 500 fer- kílómetra hafsvæði í gær, en mikil ölduhæð og erf- iðar aðstæður gerðu leitina erfiða. Auðunn F. Krist- insson, stýrimaður og leiðangursstjóri sem hér horfir yfir hafið, segir að úr vélinni hafi sést nokkrir gámar og annað brak, auk þess sem björgunarhring- ur og björgunarvesti sáust. Hann segir að ólíklegt sé að finna skipverjana sem saknað er á lífi. Morgunblaðið/Golli Erfiðar aðstæður til leitar Segja farminn hafa færst til í lest skipsins  Jökulfellinu hvolfdi á örfáum mínútum  Lík fjögurra skipverja fundin, tveggja saknað  Ákvörðun um frekari leit tekin í dag  Sjóslysið/4, 6, 7 RÍKISSTJÓRN borgara- flokkanna undir forystu Anders Fogh Rasmussens hélt meirihluta sínum í kosningunum í Danmörku í gær. Venstre, flokkur Rasmussens, tapaði þó fjór- um þingsætum en á móti kom, að Íhaldsflokkurinn bætti við sig þremur mönnum og öllum á óvart bætti Danski þjóð- arflokkurinn við sig tveimur þingsætum. Stóru tíðindin að öðru leyti eru annars vegar mikill ósigur jafnaðarmanna og hins vegar glæsilegur sigur Radikale Venstre. Venstre, flokkur Rasmus- sens forsætisráðherra, fékk nú 29% atkvæða í stað 31,2% fyrir fjórum árum og 52 þing- menn í stað 56. Var leiðtog- anum ákaft fagnað er hann kom á kosningavöku flokksins í gærkvöld en þrátt fyrir nokkurt tap eru úrslitin mjög söguleg fyrir hann. Er þetta í fyrsta sinn í heila öld, sem Venstre-forsætisráðherra er endurkjörinn og í öðrum kosningum í röð er flokkurinn stærstur á þingi. Íhaldsflokkurinn fékk 10,3% á móti 9,1%, bætti við sig þremur mönnum og er nú með 19. Danski þjóðarflokk- urinn, sem stutt hefur stjórn- ina og tryggt henni meiri- hluta á þingi, fékk nú 13,2% og bætti við sig tveimur mönnum þvert ofan í spár. Hefur hann nú 24 þingmenn alls. Saman hafa því flokk- arnir þrír 95 af 179 þingsæt- um alls. Jafnaðarmenn fengu 25,9% atkvæða, töpuðu 3,2 pró- sentustigum og fimm mönn- refsa stóru flokkunum, sem hafi reynt að stilla baráttunni upp sem einvígi á milli þeirra Rasmussens og Lykketofts. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk 11 í stað 12 áður en Ein- ingarlistinn bætti við sig tveimur og hefur sex. Hvorki Miðdemókratar né Minni- hlutaflokkurinn komu manni að og þá gerðist það, að Kristilegir demókratar náðu ekki 2% og misstu þar með sína fjóra menn. Kjörsókn var 84,4%, um þremur prósentu- stigum minni en 2001. um. Hafa nú 47. Er þetta versta útreið, sem þeir hafa fengið um áratugaskeið. Það kom því ekki óvart er Mogens Lykketoft, leiðtogi jafn- aðarmanna, tilkynnti, að hann myndi ekki leiða flokkinn í næstu þingkosningum. Stóru flokkunum refsað Mesti sigurvegari kosning- anna er Radikale Venstre, sem fór úr 5,2 í 9,2% og með þingmannatöluna úr níu í 16. Segja dönsku fjölmiðlarnir, að kjósendur hafi verið að Dönsku borgaraflokkarnir áfram við völd Reuters Anders Fogh Rasmussen fagnar með sínu fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.