Morgunblaðið - 09.02.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.02.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá á fjórða hundrað fund- argestum í Stapa í fyrrakvöld þegar Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra gaf vilyrði fyrir því að tvöföldun næsta áfanga Reykjanesbrautarinn- ar, frá þeim kafla sem nú hefur verið tvöfaldaður og að Njarðvík, verði flýtt og hann verði boðinn út í vor. Boðað var til fundarins af Áhuga- hópi um örugga Reykjanesbraut og til hans mætti fjöldi þingmanna, auk þriggja ráðherra, fjölda bæjarfulltrúa og á fjórða hundrað almennra gesta. Góð stemning var á fundinum eftir yf- irlýsingu samgönguráðherra, og mál manna að sjaldan hefði sést jafngóð samstaða meðal þingmannahóps kjördæmisins. „Ég hef tekið þá ákvörðun, að höfðu samráði við fjármálaráðherra og formann og varaformann sam- göngunefndar Alþingis, að verkið verði boðið út nú í vor þegar sam- gönguáætlun liggur fyrir og þá í heilu lagi. Verklok munu ráðast af þeim til- boðum sem berast,“ sagði Sturla, og hlaut gríðarlegt klapp að launum. Síðasti áfanginn frá þeim stað þar sem tvöföld Reykjanesbraut endar í dag og allt til Njarðvíkur er um 10,5 km, og sagði Sturla að kostnaður við tvöföldun á þessum kafla yrði að lík- indum tæpir tveir milljarðar króna, en inni í þeirri tölu er kostnaður við mislæg gatnamót. Spurður um hvar ætti að fá fé til þess að flýta fram- kvæmdunum sagði Sturla að það mundi koma betur í ljós þegar sam- gönguáætlun yrði samþykkt, en hún er nú í vinnslu. Ekki langt að bíða Sturla sagði hagkvæmast að bjóða út allan 10,5 km kaflann í einu, og meta framkvæmdahraðann á grund- velli þeirra tilboða sem berast. „Fáist hagstæð tilboð verður þess ekki langt að bíða að við getum fagnað verklok- um.“ Í ræðu sinni sagði Sturla Böðvars- son samgönguráðherra að það hefði síður en svo komið honum á óvart að sjá slíkan mannfjölda á fundinum, það endurspeglaði áhuga á bættu öryggi í umferðinni. „Betra vegakerfi er stór þáttur í umferðaröryggi og engum dylst að í þeim efnum skiptir miklu máli hvernig staðið er að uppbygg- ingu og endurbótum á Reykjanes- braut.“ Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur samgöngunefndar Alþingis, sagði að erfitt væri að toppa yfirlýsingu ráðherra, en sagðist fagna henni, og því að verklok yrðu fyrr en áætlað hefði verið. Hann sagði kaflana þar sem tvöföld braut breyttist í einfalda hættulega ef athygli ökumanna væri ekki við aksturinn og því brýnt að þar yrði bætt úr. Samstaða Suðurnesjamanna vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar varð Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að umræðuefni og sagði hún afar ánægjulegt að sjá að menn tækju höndum saman um mál sem þetta, bæði almenningur og þing- menn kjördæmisins. „Þingmanna- hópurinn hefur verið afskaplega sam- stæður og samhuga í þessu verki. […] Við munum svo sannarlega beita okk- ur fyrir því að halda ráðherra og vegamálastjóra við efnið, hálfnað er verk þá hafið er, verkinu verður lokið, skóflan er tilbúin og vel brýnd. Tím- inn er mannslíf.“ Vantar 1 milljarð króna Jón Gunnarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, fagnaði því að verkið verður boðið út í heild sinni í vor. „En ég saknaði þess að heyra hvaða fjár- muni ráðherra mun leggja til að tekn- ir verði til hliðar í þetta verkefni, mér sýnist að það vanti um það bil 1 millj- arð króna miðað við þau tilboð sem við höfum séð undanfarna daga, og miðað við þær fjárhæðir sem til eru í þetta á þessu ári og því næsta. Eitt er að bjóða út og annað að eiga fyrir því þegar tilboðin koma.“ Þriðji áfangasigurinn að því að Reykjanesbrautin öll verði tvöfölduð vannst á fundinum, að mati Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknar- flokks og varaformanns samgöngu- nefndar. Fyrstu tveir áfangasigrarnir voru að ná viðurkenningu á verkinu inn á samgönguáætlun, og að taka þann hluta sem nú er tvíbreiður í notkun á síðasta ári. „Þriðji áfanginn vannst í kvöld með yfirlýsingu samgönguráðherra um að verkið yrði með vordögum boðið allt út,“ sagði Hjálmar. „Það þarf enginn að efast um stuðning allra þing- manna, hvar í flokki sem þeir standa, við þetta. […] Vilji ríkisstjórnarinnar liggur hér fyrir, því hér talar sam- gönguráðherra sem fulltrúi ríkis- stjórnar, og um vilja þingsins þarf ekki að efast.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, fagnaði yfirlýsingu ráðherra, svo langt sem hún náði. Hann benti á að skera ætti vegafé verulega niður á næstu árum og vildi fá skýrari svör frá ráðherra um hvaðan ætti að taka það fé sem fara ætti í að flýta tvöföldun Reykja- nesbrautar. Ráðherra svaraði spurn- ingum þingmannsins en sagði ekki hægt að segja nákvæmlega til um fjármögnun fyrr en samgönguáætlun yrði samþykkt, sem gerðist á vordög- um. Brautin upphituð með hjólastíg og reiðstíg Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að erfitt væri að slá við yfirlýsingu samgönguráðherra, nema þá kannski með því að segja að Reykjanesbrautin yrði ekki bara upp- lýst, heldur einnig upphituð og hjól- reiða- og göngustígur öðrum megin við brautina og reiðstígur hinum meg- in og hlaut að launum hlátrasköll fundargesta. Hann sagði að rökin fyr- ir því að breikka brautina væru frekar tengd öryggi vegfarenda en umferð- arþunga og fagnaði orðum sam- gönguráðherra um að útboðinu yrði flýtt enda með því verið að ráðast í framkvæmd sem yrði varanleg. Á fjórða hundrað sótti borgarafund um tvöföldun Reykjanesbrautar í Stapa í fyrrakvöld Næsti áfangi verð- ur boðinn út í vor Morgunblaðið/Árni Torfason Yfirlýsingarfundur Fundargestir á fjórða hundrað voru að vonum ánægð- ir með yfirlýsingu samgönguráðherra og þingmanna á fundinum. Morgunblaðið/Árni Torfason Fékk skófluna Steinþór Jónsson, formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut, afhenti sam- gönguráðherra skóflu til að fram- kvæmdir gætu hafist sem fyrst.LEIKHÓPURINN Voxarena úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja gladdi fund- armenn með því að dreifa bollum, kaffi og gosdrykkjum fyrir fundinn, enda bolludagur á mánudag. Krakkarnir voru allir klæddir í trúðsbúninga, og sagði Máni Ingólfsson það tengjast leikriti sem hópurinn ætlar að frum- sýna í 88-húsinu á föstudag. Leikritið sem hópurinn ætlar að sýna er verkið Er tilgangur, en hópur- inn mun leika nokkuð aðra útgáfu af verkinu en þá alvarlegu uppsetningu sem sett var upp fyrir um 15 árum í Keflavík. „Við erum búin að setja dans og söngva og trúða inn í verkið. Við köllum þetta sirkus-söngleik með stór- hættulegum áhættuatriðum,“ segir Máni, áður en hann heldur aftur af stað í að taka á móti gestum. Stórhættuleg áhættuatriði brjann@mbl.is 0 1 2 3 4 5 106%  2  %     $!! 3    2 +  0." 456,7/ 78 + ,- (  &        9* "! !    3   - ! **+ &         + &! !!  7." %   8 "                                   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.