Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 10
„ÉG HELD að hann hafi drepið refinn sjálfur,“ sagði Erlingur Jóhannesson múrari frá Sauðárkróki, sem sá fyrir skömmu haförn með hvítan ref í klónum. Erlingur var að koma frá Akureyri árla dags og var efst á Öxnadalsheiði við svokallaða Giljareiti þegar hann kom auga á örninn. Hann sagðist hafa hægt ferð- ina og horft á örninn í góða stund í aðeins um 25 metra fjarlægð. „Refurinn var alveg heill að sjá; hvergi blóð að sjá á honum. Örninn sat á honum þegar ég kom að.“ Erlingur sagði að þetta hefði í verið fullvaxinn haf- örn, með gulan háls og gult nef, en það bendir til þess að hann sé ekki orðinn mjög gamall. „Þetta var greini- lega mikill jaxl,“ sagði Erlingur þegar hann var beðinn að lýsa erninum. Erlingur sagðist telja að örninn hefði drepið refinn sjálfur frekar en að hann hefði t.d. orðið fyrir bíl. „Þeg- ar hann flaug með refinn upp þá lafði höfuðið og skott- ið niður. Tófan var því ekki stirðnuð þrátt fyrir að það væri frost á heiðinni.“ Erlingur sagði að fuglafræð- ingar sem hann hefði rætt við hefðu sagt sér að afar sjaldgæft væri að ernir dræpu refi sér til matar. Það hefði þó fundist hræ af ref í arnarhreiðri á Grænlandi og einnig væru þekkt dæmi frá Kanada. Þess má geta að sjald- gæft er að sjá erni í Skagafirði, en Erlingur sagði hins vegar að nóg væri af tófu í Skagafirði. Hann sagðist hafa séð mikið af tófusporum á ferð sinni. Einar Guðmann, á veiðistjórnunarsviði Umhverfis- stofnunar á Akureyri, sagði að refir væru yfirleitt inn- an við þrjú kíló og ernir ættu því að ráða vel við þá. Örn með ref í klónum 10 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  100 daga áætlun Baugs í Bretlandi Útrásin heldur áfram á morgun KOSTIR dreifðs eignarhalds í fyrir- tækjum eru ofmetnir að mati Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Í máli hans á Viðskiptaþingi í gær kom fram að hann teldi að öflugir kjöl- festufjárfestar væru meðal þess sem íslensk fyrirtæki ættu sameiginlegt í framrás sinni. „Öll eru þessi fyrir- tæki drifin áfram af öflugum stjórn- endum í mikilli náinni samvinnu við sterkan kjölfestufjárfesti, sem er ekki einungis stór hluthafi, heldur leggur félaginu til sérþekkingu og reynslu sem skipt getur sköpum,“ sagði Björgólfur og hélt áfram: „Hin síðari ár hefur á Vesturlönd- um komið æ betur í ljós nauðsyn þess að eigendur fyrirtækja veiti stjórnendum þeirra aðhald og stuðn- ing og taki forystu í stefnumótun. Því miður getur það reynst erfitt í fyr- irtækjum þar sem eigendur eru margir og eiga lítið. Með sterkum kjölfestufjárfesti geta smærri hluthafar hins vegar treyst á að hann tryggi að stjórnendur félaganna hafi ávallt hagsmuni fjárfesta að leiðar- ljósi.“ Máli sínu til stuðnings benti Björg- ólfur Thor á nýlega samantekt tíma- ritsins The Economist þar sem bent er á að öll stærstu stjórnunar- hneyksli í stórfyrirtækjum á síðasta aldarfjórðungi hafi orðið „í félögum þar sem eignarhald hefur verið dreift, kjölfestan veik og enginn stór fjárfestir, sem á mikið undir velferð fyrirtækisins, hefur verið í stafni“. Eftirlit varhugavert Í kjölfar þessara hneykslismála hafa reglugerðir orðið strangari og eftirlit á mörkuðum aukist að sögn Björgólfs Thors. Hann nefndi fund Heimsviðskiptaráðsins í Davos í síð- ustu viku, sem hann sat, en að hans sögn virtust menn á fundinum sam- mála um vaxandi tilhneigingar gætti til að setja íþyngjandi reglur á við- skiptalífið. „Eitt dæma af þessu tagi er reglur af ýmsum toga um stjórnarhætti fyrirtækja – svokallað corporate govern- ance, sem mikið er rætt um í dag. Þar er í raun verið að setja reglur um athæfi sem tekið er á í almennum hegningarlögum og þarf þess vegna ekki frekari reglna við,“ sagði Björgólfur Thor. Í máli sínu lagði hann mikla áherslu á að viðskipti byggjast á trausti og sagði hann að það vantraust sem væri áberandi í við- skiptum í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept- ember virkaði hamlandi á viðskipti. Þess vegna hefur það gerst á síðustu árum að fjárfestar hafa hætt að festa fé sitt í skráð- um fyrirtækjum og leitað á mið óskráðra fyrirtækja að sögn Björgólfs Thors. Einnig varaði hann við því að auknar reglugerðir heftu frumkvæði, auk þess að auka kostnað fyrirtækja. „Viðskipti eiga sér stað vegna þess að eigendur sem treysta hvor öðrum skiptast á verðmætum og þeir telja hag sínum betur borgið á eftir. Öflugt eftirlitskerfi skapar ekki traust. Ég treysti nágranna mínum ekkert betur bara vegna þess að lögreglan er fjölmenn í ná- grenninu,“ sagði Björgólfur Thor. Kjölfestufjárfestir gegnir mikilvægu hlutverki Morgunblaðið/Þorkell Björgólfur Thor Björgólfsson lagði í máli sínu ríka áherslu á að eftirlit færi ekki úr böndunum. VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs Íslands fór fram á Nordica hóteli í gær. Á þinginu, sem bar yfirskriftina 15% landið Ísland, var fjallað um skattastefnu hér á landi auk eftirlits í viðskiptum. Fjallað var um tillögur Verslunarráðs um flatan 15% skatt hér í Morgunblaðinu í gær en á þinginu sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að þörf væri á að breyta enn frekar efnahagsumhverfi þjóðarinnar. Hann sagði það eitt helsta verkefni stjórnvalda á næstu árum að tryggja áframhaldandi góða þróun íslensks fjármálalífs og að búa enn frekar í haginn fyrir aukna útrás íslenskra fyrirtækja. Einnig sagði hann mikilvægt að skapa skilyrði fyrir auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. „Ég tek því heils hugar undir þau meginsjónarmið sem fram koma í skýrslu Verslunarráðs Íslands sem hér hefur verið lögð fram um að stjórnvöld hugi að frekari breyting- um á því efnahagsumhverfi sem við búum við. Það á ekki bara við um skattaumgjörðina, heldur einnig eft- irlitsþáttinn og almennt um reglu- gerðarumfangið,“ sagði Halldór. Enn fremur sagðist hann taka undir sjónarmið Verslunarráðs um mikilvægi þess að innlendir fjárfest- ar hafi eignarhald sitt í innlendum eignarhaldsfélögum. Hann sagði það skipta miklu að „jafna aðstöðu milli innlendra og erlendra fyrirtækja og freista þess að styrkja samkeppnis- stöðu okkar og laða hingað erlend fyrirtæki í ríkari mæli en nú er og skapa þannig spennandi og vel laun- uð störf. Með það í huga finnst mér eðlilegt að fara vandlega ofan í saumana á tilhögun skattlagningar á arði og söluhagnaði erlendra fyrir- tækja sem stofna dótturfélög hér á landi,“ sagði Halldór. Halldór sagði svigrúm til skatta- lækkana ekki ótakmarkað en sagðist geta tekið undir þau sjónarmið að álagning stimpilgjalda væri barn síns tíma og að ástæða væri til að taka hana til endurskoðunar. Það sama gildir að hans sögn um álagn- ingu vörugjalda. „Ég tel einsýnt að þessi atriði verði tekin til endurskoð- unar fyrr en síðar þegar frekara svigrúm til skattalækkana skapast,“ sagði Halldór. Í lok ræðu sinnar sagðist Halldór eiga sér þann draum að Ísland verði í framtíðinni þekkt sem alþjóðleg fjár- málamiðstöð. „Ég er þeirrar skoð- unar að með samstilltu átaki getum við gert þann draum að veruleika,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Morgunblaðið/Þorkell Aldrei hafa fleiri mætt á viðskiptaþingið. Steingrímur Ólafsson og Björni Ingi Hrafnsson fylgjast með. Íhuga breytingar á skattaumhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.