Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENTVIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF CONDOLEEZZA Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, leitaði eftir sáttum við Evrópuríki í ræðu sem hún flutti í frönskum háskóla í gær. Rice lagði áherslu á að tími væri kominn til að snúa baki við „deilum fortíðarinnar“ og hefja „nýjan kafla“ í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópulanda. Rice fjallaði um stefnu Banda- ríkjastjórnar í utanríkismálum, eink- um málefnum Evrópu, Íraks og Mið- Austurlanda, í ræðu í stjórn- málafræðiháskólanum Sciences Po í París. Hún ákvað að flytja ræðuna í Frakklandi vegna harðrar andstöðu þarlendra stjórnvalda við innrásina í Írak. „Óviðunandi kyrrstaða“ í arabalöndum Utanríkisráðherrann hvatti til við- ræðna milli Bandaríkjanna og Evr- ópulanda um samstarf sem byggðist á „sameiginlegum tækifærum“, ekki aðeins á sameiginlegum ógnum eins og hryðjuverkastarfsemi eða út- breiðslu kjarnavopna. „Þegar öllu er á botninn hvolft mun sagan ekki dæma okkur af gömlum deilum, heldur af nýjum afrekum okkar.“ „Hvað eftir annað í sameiginlegri sögu okkar hafa Bandaríkjamenn og Evrópubúar náð mestum árangri, í þágu okkar sjálfra og annarra, þegar við höfum neitað að sætta okkur við óviðunandi kyrrstöðu, en þess í stað framfylgt gildum okkar í þágu frels- is.“ Rice bætti við að „óviðunandi kyrrstaða“ væri í arabaheiminum og áréttaði að Bandaríkjastjórn einsetti sér að breiða út frelsi og lýðræði. Hún kvaðst þó gera sér grein fyrir því að Bandaríkjamenn gætu ekki þröngvað frelsi upp á aðrar þjóðir, þær yrðu að vilja það sjálfar. Rice sagði að Bandaríkjamenn hefðu aðeins hag af samstarfi við öfl- ugra Evrópusamband. „Það er kom- inn tími til að snúa baki við deilum fortíðarinnar. Nú er kominn tími til að hefja nýjan kafla í samskiptum okkar, nýjan kafla í bandalagi okk- ar.“ París var sjötti viðkomustaður Rice í fyrstu ferð hennar til Evrópu og Mið-Austurlanda eftir að hún tók við embætti utanríkisráðherra. Áður hafði hún farið til Bretlands, Þýska- lands, Póllands, Tyrklands, Ísraels, svæða Palestínumanna og Ítalíu. Hún fer síðan til Belgíu áður en hún heldur aftur til Bandaríkjanna á morgun. Heimsóknin til Parísar er álitin mikilvægust fyrir Rice sem er sögð hafa látið þau orð falla árið 2003 að Bandaríkjastjórn ætti að „refsa Frökkum, hunsa Þjóðverja og fyr- irgefa Rússum“ vegna andstöðu þeirra við innrásina í Írak. Mikil andstaða hefur verið innan Sciences Po við utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Um 500 nemar við háskólann og menntamenn hlýddu á ræðuna og Rice svaraði síðan spurn- ingum þeirra. Boðar kaflaskil í sam- skiptum við Evrópu Condoleezza Rice hvetur til þess að Bandaríkin og Evrópulönd snúi baki við „deilum fortíðarinnar“ París. AP, AFP. AP Condoleezza Rice flytur ræðu um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar í París. MENN velta nú vöngum yfir því á Ítalíu og víðar hvort Jóhannes Páll II páfi kunni að vera að hug- leiða afsögn. Tilefnið eru ummæli næstráðanda páfa, Angelo Sodano kardínála, í fyrradag en þau virt- ust til marks um að þessi mögu- leiki væri til umræðu í Páfagarði. Er þetta í fyrsta sinn sem hátt- settur embættismaður í Páfagarði ljær máls á slíku, afstaða manna til þessa hefur alltaf verið sú að páfar ríki þar til þeir falli frá. Jóhannes Páll hefur legið á sjúkrahúsi í Róm í viku og lítið er vitað um heilsufar hans. Á mánu- dagskvöld var Sodano kardínáli, sem fer með samskipti Páfagarðs við erlend ríki, spurður að því hvort páfi hefði síðustu daga hug- leitt afsögn. Vakti mikla eftirtekt að Sodano hafnaði hugmyndinni ekki alger- lega eins og þeir, sem fylgjast grannt með atburðum í Páfagarði, hafa mátt venjast. „Við skulum leyfa páfanum að eiga það við samvisku sína,“ sagði Sodano kardínáli aðspurður. Ummæli hans voru til umræðu í flestum fjölmiðlum í Róm í gær. Sagði dagblaðið Correre della Sera m.a. að „spurningin sem eng- inn hefur mátt spyrja“ væri nú á hvers manns vörum. „Furðu lostinn“ yfir svarinu Flest ítölsku dagblaðanna fjöll- uðu um málið á forsíðu í gær en vöruðust þó að gera of mikið úr orðum Sodanos, en hann hafði áð- ur farið fögrum orðum um störf páfa og lýst stuðningi við hann. La Stampa lýsti þó furðu sinni á ummælum Sodanos. „Ætlar páfinn að segja af sér? Hann getur það, kirkjulög heim- ila það, en hver er skoðun nán- ustu ráðgjafa hans? Hvað ætl- aðist utanrík- isráðherra Páfa- garðs, Angelo Sodano kardín- áli, fyrir með ummælum sín- um í gær [á mánudag] eftir að hann hafði átt fund með páfa? Einungis að afsögn sé möguleiki, eða að hún sé hugs- anlega yfirvofandi?“ Sagði blaðið að vangaveltur sem þessar væru tilgangslausar, margoft hefði komið fram að páfi myndi aldrei segja af sér. Benti það m.a. á að páfi hefði notað tækifærið sl. sunnudag, þegar hann blessaði lýðinn úr glugga herbergis síns á sjúkrahúsi í Róm, til að fullvissa kaþólikka hvarvetna að hann væri fullfær um að sinna störfum sínum, þrátt fyrir veikindi. Blaðið The Irish Independent hafði eftir Marco Politi, sérfræð- ingi í málum Páfagarðs, að hann væri „furðu lostinn“ yfir svari Sodanos en það var Politi sem spurði Sodano spurningarinnar í fyrrakvöld sem vakti umræðurn- ar í gær. „Ég átti von á því að hann myndi koma sér undan að svara,“ sagði Politi. Vangaveltur um að páfi hugleiði afsögn Angelo Sodano Jóhannes Páll páfi Páfagarði. AFP. FULLVÍST þykir að Howard Dean, fyrrum forsetaframbjóðandi, verði kjörinn formaður bandaríska Demó- krataflokksins. Kjörið fer fram á laugardag en á mánudagskvöld lýsti eini keppi- nautur Deans, Tim Roemer, fyrrum þingmað- ur frá Indiana, yf- ir því að hann hefði ákveðið að hætta við fram- boð. Roemer sagði að demókratar yrðu að horfast í augu við þann „al- gjör ósigur“ sem þeir hefðu beðið í kosningunum vestra í nóvember. Demókrataflokkurinn hefði tapað kosningunum í 97 af þeim 100 sýslum Bandaríkjanna þar sem fólksfjölgun væri örust. Fráleitt væri að stilla mál- inu upp með þeim hætti að demókrat- ar hefðu beðið lægri hlut í forseta- kosningunum í Ohio-ríki. Demókrat- ar yrðu að horfast í augu við að repúblikanar hefðu ekki verið svo öfl- ugir vestra frá því í byrjun liðinnar aldar. Sjálfur teldi hann að demókrat- ar yrðu að taka upp meira afgerandi stefnu í öryggismálum. Dean, sem er fyrrum ríkisstjóri Vermont, leitaðist í fyrra við að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann vann að- eins einar forkosningar og dró sig í hlé. Framganga hans þótti á köflum óhefluð og trúverðugleiki hans var dreginn í efa. Dean sýndi hins vegar mikinn dugnað við fjáröflun sem þyk- ir afar mikilvægur eiginleiki þegar embætti flokksformanna í Bandaríkj- unum eru annars vegar. Dean formaður demókrata? Washington. AP. Howard Dean FLUGLEIÐIR hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli hf. og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyr- irtækjanna nemur samtals 3,8 millj- örðum króna, auk þess sem Flugleið- ir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu eða um 37% á ári síðastliðin 2 ár. Heildarumsvif Flugleiðasamstæð- unnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári, að því er fram kemur í til- kynningu frá Flugleiðum. Þar er haft eftir Hannesi Smárasyni, stjórnar- formanni Flugleiða, að kaupin séu í samræmi við þá stefnu félagsins að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á al- þjóðamarkaði. Hann segir að tals- verðra samlegðaráhrifa fari að gæta í flugrekstrinum strax á þessu ári. Þá er í tilkynningunni haft eftir Þórarni Kjartanssyni, framkvæmda- stjóra og eins aðaleiganda Bláfugls, að félögin verði sterkari saman og stefnan sé sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði. Þórarinn mun áfram starfa sem framkvæmdastjóri Bláfugls. 80% starfseminnar erlendis Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Starfsmenn Bláfugls eru nú um 50, þar af um 30 flugmenn. Fyrirtækið starfar að mestu samkvæmt samn- ingum við alþjóðleg flutningsmiðlun- ar- og fraktflugfélög, s.s. UPS, og Cargolux, en er auk þess með eina flugvél sem flýgur með frakt milli Ís- lands og Evrópu. Flugflutningar starfa á sviði flutn- ingsmiðlunar fyrir íslensk og erlend fyrirtæki. Félagið býður í samvinnu við Cargolux, UPS Air Cargo og LTU þjónustu til flestra áfangastaða heims bæði með fraktflugi og land- flutningum. Flugleiðir kaupa Bláfugl Morgunblaðið/ÞÖK Samningurinn handsalaður Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Bláfugls, Einar Ólafsson, stjórnarformaður Bláfugls, Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands (VÍS) hefur keypt öll hlutabréf KB banka í Lýsingu hf., en bankinn átti 100% hlutafjár í félaginu. Kaupverð- ið er 6,1 milljarður króna. Í tilkynn- ingu frá KB banka segir að sölu- hagnaður bankans sé áætlaður 3 milljarðar. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að engin breyting sé fyrirhuguð á starfsemi Lýsingar. Lýsing hf. var stofnað árið 1986 og voru KB banki (þá Búnaðarbanki Ís- lands) og VÍS á meðal stofnenda. VÍS var með fulltrúa í stjórn Lýs- ingar til 2001 þegar Búnaðarbankinn keypti hluti meðeigenda sinna. Hagnaður Lýsingar á síðasta ári nam 590 milljónum króna eftir skatta. Heildareignir félagsins námu 34 milljörðum króna í árslok 2004 og eigið fé 3,1 milljarði króna. Í tilkynningu KB banka segir að áfram verði náið samstarf á milli Lýsingar og KB banka og að bank- inn muni áfram fjármagna félagið að mestu leyti. Þá segir að KB banki muni kaupa eignarhlut Lýsingar í fasteignafélaginu Eik fyrir 790 millj- ónir króna, en hlutdeild Lýsingar í hagnaði þess nam 170 milljónum króna á árinu 2004. Ekki hluti af kjarnastefnu Haft er eftir Hreiðari Má Sigurðs- syni, forstjóra KB banka, í tilkynn- ingu bankans, að rekstur fjármögn- unarfélags eins og Lýsingar sé ekki hluti af kjarnastefnu KB banka og í kjölfar tilboðs VÍS hefði verið talið rökrétt að selja. „Við teljum verðið mjög viðunandi og erum þess fullviss að félagið muni eflast og dafna í eigu VÍS. Þá teljum við að á milli VÍS og Lýsingar séu talsvert meiri samlegð- aráhrif en á milli bankans og Lýs- ingar,“ segir Hreiðar Már. VÍS kaupir Lýsingu fyrir 6,1 milljarð ÚTFLUTNINGSRÁÐ heldur morgunverðarfund á Grand hóteli í tilefni af komu viðskiptasendi- nefndar frá Úkraínu hinn 10. febr- úar nk. kl. 8.30–10.30. Framsögu- menn á fundinum verða frá Úkraínu og Íslandi og fjalla þeir um viðskiptatækifæri, efnahags- vöxt landsins, fjármálageirann og samstarfsmöguleika Íslendinga og Úkraínumanna. M.a. fjallar Kostyantyn Malovanyy, aðalræð- ismaður Íslands í Úkraínu, um möguleika á tvíhliða viðskipta- samstarfi landanna tveggja, Mar- geir Pétursson, stjórnarformaður MP verðbréfa, lýsir reynslu sinni af viðskiptum í Úkraínu, dr. Ludmila Rasputnaya, stjórnarfor- maður Kreditprombank, fjallar um fjármálamarkaðinn í Úkraínu og Óli Rúnar Ástþórsson hag- fræðingur fjallar um erlendar fjárfestingar í Úkraínu. Fundar- stjóri verður Jón Gunnar Zoëga, ræðismaður Úkraínu á Íslandi. Tækifæri í Úkraínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.