Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILDARMYND Michaels Moore Fahrenheit 9/11 var ein um- talaðasta mynd síðasta árs, bæði um- deild mynd og lofuð en þar ræðst Moore af fullum – og að margir töldu óvægum – krafti gegn Bush Banda- ríkjaforseta, ríkisstjórn hans og framgöngu hennar í utanríkismálum. Hefur verið brugðist við þeirri mynd á allnokkrum víg- stöðvum, skrif- aðar bækur og gerðar heimild- armyndir. Fahr- enhype 9/11 er ein þeirra en Samband ungra sjálfstæðismanna sýnir þá mynd í Háskólabíó, sal 3, í kvöld kl. 19.30. Telur Hafsteinn Þór Hauksson, formaður SUS, að mynd Moores hefði átti nokkurn þátt í því að móta skoðanir Íslendinga á stjórnvöldum í Bandaríkjunum, að því er fram kem- ur í tilkynningu. „Fahrenhype 9/11 lýsir öndverðu sjónarmiði við mynd Moores og er ætlað að leiðrétta rangfærslur í mynd hans. Ungir sjálfstæðismenn telja mikilvægt að gefa fólki kost á að kynna sér allar hliðar málsins.“ Í Fahrenhype 9/11 er rætt við marga sem komu fram í mynd Moore sem og marga „áhrifamikla þátttakendur í bandarískum stjórn- málum“. Helsta má nefna Zell Mill- er, fyrrverandi öldungadeildarþing- mann demókrata frá Georgíufylki, Edward I. Koch, fyrrverandi borg- arstjóra í New York, David Frum, fyrrverandi ráðgjafa G.W. Bush og Dick Morris, fyrrverandi ráðgjafa Bill Clinton. Að lokinni sýningu myndarinnar verða umræður um efni hennar og munu Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður, og Hafsteinn Þór Hauksson, lögfræðingur og formað- ur SUS, stýra þeim. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að SUS hafi sýnt myndina 13. janúar síðastliðinn og síðan þá hafi eftirspurnin verið það mikil að SUS hafi ekki séð sér annað fært en að endursýna hana. Kvikmyndir | Fahrenhype 9/11 sýnd í Háskólabíói Það sem Moore „lét ósagt“ Fahrenhype 9/11 er sýnd í Há- skólabíói, sal 3, í kvöld kl. 19.30. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Einar Þór er núna að hefja tök-ur á tveimur myndum; heim-ildamynd um snjóflóðin á æskustöðvum hans fyrir tíu árum og leikinni mynd með Guillaume Depar- dieu í aðalhlutverki. Gerard, faðir hans, hefur lýst yfir áhuga á að taka þátt í gerð myndarinnar, „þótt maður vilji helst ekki vera með svoleiðis yf- irlýsingar fyrr en búið er að undirrita samning. En hann hefur áhuga,“ seg- ir Einar Þór. Tökur á heimildamyndinni um snjóflóðin á Flateyri eru í þann mund að hefjast, en þó eru sjö ár liðin síðan Einar tók fyrstu myndirnar fyrir hana. „Þá stóðu ennþá rústir, sem ekki hefði verið hægt að mynda seinna. Ég hef verið að safna efni sem hefur sögulegt gildi á síðustu árum. Við erum að klára þetta tæknilega ferli; gagna- og heimildasöfnun, en byrjum núna á hinum mannlega þætti, þ.e.a.s. viðtölum við eftirlif- endur.“ 26. október verða tíu ár liðin frá því að tuttugu manns fórust í snjóflóð- unum á Flateyri. Einar Þór segist hafa þekkt alla þá sem létust, nema eina aðflutta fjölskyldu. „Þetta var at- burður sem hafði djúpstæð áhrif á allt mannlíf á staðnum; atvinnulíf og fé- lagslíf, viðhorf fólks, t.a.m. gagnvart jarðgöngunum og hvaða not væru af þeim.“ Ekki hugmynd uppi í sófa Ákveðinn tími varð að líða frá at- burðinum þar til hægt væri að taka viðtölin. „Á sínum tíma, fyrir átta ár- um, var ljóst að það þyrfti að líða tími þar til hægt væri að hefjast handa. Þó er það auðvitað þannig að erfitt er að segja að einhver tími sé „réttur“ í heimildamyndagerð,“ segir Einar. „Heimildamyndagerð,“ segir Ein- ar, „snýst um að segja frá atburðum, hvort sem þeir eru viðkvæmir eða ekki og hvort sem langt er um liðið eða ekki. Ekki má líða of langur tími frá því atburðir verða þar til myndin um þá er gerð. Stór hluti heim- ildamyndagerðar felst í að eiga sam- skipti við samfélagið; menn sitja ekki uppi í sófa heima hjá sér og fá hug- mynd, heldur hlera samfélagið og vinna eftir því,“ segir hann. Hann býst fastlega við því að erfitt verði að taka viðtölin, enda viðfangs- efnið viðkvæmt. „Það er eiginlega ekki hægt að segja frá árinu, 1995, nema nefna öll snjóflóðin sem urðu á því ári, og þess vegna er líka fjallað um flóðin í Súðavík og Tungudal í myndinni, þótt þau verði ekki í for- grunni. Þetta er hluti sögu þessa landshluta á þessum tíma,“ segir Ein- ar Þór. Hin myndin sem Einar Þór hefur á prjónunum heitir Grunsamlega venjulegur. Aðalleikari hennar er Guillaume, sonur hins heimsfræga Gerards Depardieu. „Guillaime hefur verið frá vinnu þetta misserið, í heilsubætandi fríi eftir slys sem hann lenti í fyrir einu og hálfu ári. Hann er byrjaður að vinna aftur; lék í end- urgerð á gömlum frönskum fram- haldsþáttum, en tökum á þeim er reyndar ekki enn lokið. Við bíðum bara rólegir og sinnum öðrum verk- efnum á meðan.“ Mikilvægt að fá fræga leikara Einar Þór segir að þegar frægir leikarar fáist í verkefni eins og þetta hafi það tvíþætta þýðingu. „Annars vegar hjálpar það við fjármögnun myndarinnar og sölu hennar. Hins vegar eru þeir einfaldlega góðir leik- arar. Í þessu tilfelli er um hvort tveggja að ræða. Auk þess er ég bú- inn að þekkja Guillaume í tvö ár og samband okkar er á frekar hvers- dagslegum nótum. Hann var ekki ráðinn í gegnum umboðsmann,“ segir Einar. „Við erum til dæmis ekkert endi- lega bara að ræða kvikmyndir. Hann var núna síðast að reyna að sannfæra mig um að Lyon væri besta liðið í frönsku knattspyrnunni og að allir bestu frönsku fótboltamennirnir væru komnir til Bretlands. Ég sagði honum að Frakkar gætu bjargað franskri knattspyrnu með því að flytja inn íslenska knattspyrnumenn í stórum stíl,“ segir Einar Þór. Að sögn Einars er um svokallaða „konsept“-mynd að ræða. Leikstjór- inn styðst við beinagrind og vinnur í kringum hana með leikurunum. „Ég veit ekki hvað skal segja um umfjöll- unarefnið. Þetta er ástarsaga, sett fram með háði. Við notum meðvitað ýmsar klisjur úr kvikmyndum, til að segja sögu sem allir þekkja með okk- ar eigin stíl,“ segir hann, „það er al- veg frábærlega skemmtilegt að vinna svona í rólegheitunum með aðalleik- aranum. Þá er ekki lengur þessi 9–5 stemning, heldur frekar 12–12.“ Myndin verður tekin upp í Ungverja- landi og Englandi. Gerard vill vera með Gerard Depardieu, faðir Guillaum- es, er búinn að lesa handritið og líst vel á. „Ég þori varla að segja frá því á meðan það er ekki staðfest skriflega, en hann vill vera með. Ef hann verður laus þegar tökur fara fram verður hann með.“ Meint átök þeirra feðga voru mikið í fréttum fyrir u.þ.b. einu ári. „Þessar fréttir voru töluvert ýktar, held ég. Kjaftasagan var að Guillaume hefði ógnað manni með byssu og Gerard síðan slitið öllu sambandi við son sinn þegar hann frétti af því. Mér skilst hins vegar að málið hafi verið þannig vaxið að bresk blaðakona, frá Daily Telegraph, hafi tekið viðtal við hann og hann mætt með byssu í buxna- strengnum. Byssan var víst aðeins leikfang og Guillaume að stríða henni. Svo getur vel verið að Gerard hafi lát- ið þessi ummæli falla í einhverri stundarbræði þegar hann heyrði kjaftasöguna,“ segir Einar Þór. Guillaime sendi svo frá sér bók í mars í fyrra, sem var eins konar upp- gjör hans við föður sinn. „Þeir hafa alltaf talað saman, þótt sambandið hafi á stundum verið stirt. Ef einhver getur sýnt mér hina fullkomnu fjöl- skyldu, þar sem allir tala alltaf sam- an, á sá hinn sami skilið mann- fræðiverðlaun,“ segir Einar Þór. „Þeir eru báðir miklir ástríðumenn, en alveg ofsalega kurteisir og al- mennilegir í alla staði.“ Milli London og Parísar Einar Þór var í fríi hér á landi í síð- ustu viku, en hann býr í London „og í Eurostar-lestinni,“ segir hann. „Mað- ur er alltaf á þvælingi á milli London og Parísar. Ég er að hugsa um að reyna að fá að leigja herbergi í lest- inni.“ Einar var hér til að hitta fólk sem vinnur við undirbúning að snjó- flóðamyndinni, auk þess að hitta vini sína og borða þorramat. „Það er al- veg rosaleg þrekraun að borða hvorki þorramat né annan íslenskan mat í heilt ár.“ Kvikmyndir | Mynd um snjóflóðin á Flateyri og önnur með Guillaume Depardieu Enginn tími er „réttur“ fyrir heimildamynd Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðar- maður hefur mörg járn í eldinum, eins og Ívar Páll Jónsson komst að í stuttu spjalli. ivarpall@mbl.is Reuters Gerard Depardieu hefur að sögn Einars Þórs mikinn áhuga á að vera með í næstu mynd hans. Morgunblaðið/RAX Einar Þór segist búa í London og Eurostar-lestinni. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 3.45 B.i. 10 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I SIDEWAYS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára WWW.BORGARBIO.IS   Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit il f i r til . . . t , l i tj ri rit Óskarsverðlauna „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. 5T.V. Kvikmyndir.is tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 11. B.i. 14 ára Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l fl tt i t r i i j it if r r r Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 áraSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 Sýnd kl. 5.50 LEONARDO DiCAPRIO Frá fram leiða nda Tra ining day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! kl. 5.30, 8 og 10.30. tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit  Ó.Ö.H. DV    Frumsýnd 11. Febrúarr . r r Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 6 H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA!  7  MMJ kvikmyndir.com Ó.H.T. Rás 2 SV Mbl. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Yfir 30.000 mannsfir .    Ó.Ö.H. DV Vinsælasta myndin á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.