Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. NÝFALLINN snjór lá yfir kirkjugörðum Reykjavíkur í gær og jók á friðsældina sem þar ríkir. Starfsmenn kirkjugarðanna voru að snyrta í kringum leiði, t.d. klippa runna. Greinar trjánna voru eins og sjá má hvítar undan snjónum sem á þær féll í logninu og ekkert hljóð heyrðist, nema í vélknúnu verkfæri sem notað er við að saga trjágrein- arnar af. Morgunblaðið/ÞÖK Trén snyrt í nýföllnum snjó BRANDUGLA heimsótti íbúa í húsi við Sil- ungakvísl í vikunni og sat dágóða stund á veröndinni. Ævar Petersen, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir ekki óalgengt að branduglur bregði sér í bæ- inn. Hann segir að líkt og aðrir ránfuglar sitji þær oft á sama stað langtímum saman á meðan þær eru að melta matinn eða á höttunum eftir nýrri bráð. Ævar segist nýverið hafa heyrt af ann- arri branduglu í borginni, sú sat á vél- arhlíf á bíl í Breiðholti heillengi. Branduglustofninn er ekki stór hér á landi, um 200 pör, að sögn Ævars. Fuglinn verpti fyrst hér fyrir um öld og er nú að mestu staðfugl. Uppáhaldsfæða brand- uglunnar er mýs og smáfuglar. Morgunblaðið/Árni Torfason Brandugla í bæjarferð ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera tilraun með tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna, en það felur í sér að ríkisstarfsmenn geta farið tímabundið milli ráðuneyta og rík- isstofnana, en snúa að því loknu til baka til fyrra starfs síns. Er út frá því gengið að samkomulag sé um flutninginn af hálfu starfsmannsins og þeirrar ríkisstofnunar sem hann fer til. Fjögur ráðuneyti og stofnanir á vegum þeirra taka þátt í tilrauninni, sem gert er ráð fyrir að standi yfir næstu 2–3 árin, en að þeim tíma loknum verður farið yfir reynsluna af því hvernig til hafi tekist og teknar ákvarðanir um framhaldið. Ráðu- neytin eru iðnaðarráðuneytið, fjármála- ráðuneytið, menntamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þeirra. Þannig getur til að mynda mennta- skólakennari farið að vinna tímabundið á skattstofunni svo dæmi sé tekið, sam- kvæmt upplýsingum Ragnheiðar Árnadótt- ur, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. Hámark eitt ár Reglur um auglýsingu starfa gera það að verkum að óbreyttu að vistaskiptin geta að hámarki staðið yfir í eitt ár. Bæði starfs- menn og stjórnendur geta haft frumkvæði að vistaskiptunum og gert er ráð fyrir al- mennt að starfsmaður hafi verið í þrjú ár í starfi sínu áður en hann getur farið fram á vistaskipti. Sérstakur samráðshópur ofangreindra ráðuneyta hefur verið settur á laggirnar til að tryggja sem best framgang verkefnis- ins, en hlutverk hans er að vera sameig- inlegur vettvangur á meðan á tilrauninni stendur. Tilraun með tímabundin vistaskipti ríkisstarfs- manna HALLDÓR Ásgrímsson for- sætisráðherra sagði á viðskipta- þingi Verslunarráðs Íslands í gær að Landsími Íslands yrði seldur í einu lagi, þ.e. að grunn- net Símans verði ekki skilið frá fyrirtækinu. Halldór sagði um- ræðuna um aðskilnað grunnnets- ins frá Símanum ekki nýja af nálinni, hún hefði einnig átt sér stað í fyrra söluferli fyrirtæk- isins fyrir þremur árum. „Síðan þá liggur fyrir heimild Alþingis um að selja fyrirtækið óskipt. Það er hið pólitíska um- boð, það er óbreytt og eftir því er unnið,“ sagði Halldór. Að sögn Halldórs eru veigamikil rök fyrir því að selja Símann í einu lagi. Í fyrsta lagi hafa langflest ríki Evrópu einkavætt fjar- skiptafyrirtæki og hvergi hefur grunnnet verið aðskilið. Í öðru lagi myndi aðskilnaður skapa aukna óvissu um sölu Símans og draga úr verðmæti hans. Í þriðja lagi þurfa rekstrarað- ilar grunnnetsins sífellt að að- lagast aukinni þróun og kröfum og að mati Halldórs er líklegra að þjónustufyrirtæki sem á allt sitt undir neytandanum bregðist skjótar við en ríkið. Í fjórða lagi gerir lagaum- hverfið á Íslandi, líkt og annars staðar í Evrópu, ráð fyrir sam- keppni í rekstri grunnneta. Rík- ið á ekki að standa í samkeppni í rekstri fjarskiptaneta. Í fimmta lagi á lagaumhverfið að tryggja keppinautum Símans greiðan aðgang að grunnnetinu á sama verði og Sím- inn greiðir. Löggjöfin hér á landi er í sam- ræmi við þá löggjöf sem ríkir í Evrópu. Eftirlitsaðilar hér á landi hafa úrræði til þess að grípa inn í ef með þarf að sögn Halldórs. Í máli Halldórs kom fram að undirbún- ingur á sölu Símans gengur vel og eru for- sendur fyrir að hægt verði að ráðast í sölu hans á vormánuðum. Markaðsaðstæður nú eru hagstæðar og er að hans sögn mikill áhugi á fyrirtækinu meðal fjárfesta. Útrás lýsir heimóttarskap Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í ræðu sinni á viðskiptaþinginu að sú viðleitni að kalla tilraunir íslenskra fyrirtækja til þess að stækka markað sinn erlendis útrás lýsti heimóttarskap. „Þetta sjónarhorn er ástæðulaus tvíhyggja eyjarskeggja þar sem okkur er stillt upp gegn þeim,“ sagði Björgólfur Thor og sagði það hvorki vera útrás né innrás þegar íslensk fyrirtæki leituðu nýrra markaða, það væri einfaldlega eðlileg framrás. Forsætisráðherra á viðskiptaþingi Verslunarráðs um grunnnet Símans Aðskilnaður myndi skapa aukna óvissu um sölu Símans  Íhuga breytingar/10 Halldór Ásgrímsson STJÓRNIR Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stefna að sameiningu sjóðanna frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá hafa stjórnir Samvinnulífeyris- sjóðsins og Lífeyrissjóðsins Líf- iðnar gert með sér samkomulag um að kanna möguleika á samein- ingu sjóðanna. Í bréfi til sjóðfélaga í Lífeyris- sjóði lækna og í Almenna lífeyr- issjóðnum segir að tilgangurinn með sameiningu sjóðanna sé að lækka kostnað og auka áhættu- dreifingu. Sameinaður sjóður verði 6. stærsti lífeyrissjóður í landinu með um 24 þúsund sjóð- félaga og heildareignir um 51 milljarð króna. Í tilkynningu frá Samvinnulíf- eyrissjóðnum og Lífiðn segir að til- gangur hugsanlegrar sameiningar sé að auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur, ásamt því að efla eignastýringu og viðhalda sterkri tryggingastöðu. Ætla megi að heildareignir sameinaðs sjóðs nemi 50–55 milljörðum króna. Áður hefur verið greint frá því að unnið sé að því að kanna mögu- leika á sameiningu Lífeyrissjóðs sjómanna og Framsýnar, annars vegar, og Lífeyrissjóðs Suður- lands og Suðurnesja, hins vegar. Margeir R. Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ætla megi að þetta sé bara byrjunin á sameiningarferli innan lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðir ræða sameiningu HLUTFALL kvenna í stjórnum fyr- irtækja sem skráð eru á hlutabréfa- markaði hefur ekkert breyst frá árinu 2003. Þá voru rúmlega 5% stjórnarmanna konur og er það óbreytt. Í stjórnum tólf af stærstu lífeyrissjóðum landsins er hlutfall kvenna 19% þó svo að mikill meiri- hluti sjóðfélaga í stærstu sjóðunum sé konur. Kom þetta fram á fundi fjögurra fagfélaga kvenna í gær. Enn fáar kon- ur í stjórnun  Konur/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.