Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 18
Suðurnes | Höfuðborgin | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Leiðsögumenn læra | Nám fyrir verð- andi svæðisleiðsögumenn er hafið á Austur- landi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt nám fer fram í fjórðungnum. Námskeiðið er samstarfsverkefni framhaldsskólanna og Fræðslunetsins og kennt er samkvæmt námskrá Leiðsöguskólans. Kennt er í gegn- um fjarfundabúnað og sitja nemendur í tím- um í Neskaupstað, á Fáskrúðsfirði, á Egils- stöðum og á Hornafirði. Frá þessu er sagt á vef Fræðslunetsins, fna.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Öryggi í fyrirrúmi | Íþróttamiðstöð Bol- ungarvíkur barst á dögunum myndarleg gjöf er kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík gaf stofnunni hjartarafstuðtæki. Búnaður til að gefa raf- stuð ef um hjartaáfall er að ræða hefur hingað til nær eingöngu verið inni á sjúkra- húsum og í sjúkrabílum. Nú er komið á markað tæki sem auðveld eru í notkun og geta skipt sköpum þegar bregðast þarf við hjartaáfalli enda hafa við- brögð og góður búnaður mikið að segja fyrstu mínúturnar, þangað til þjálfað hjálp- arlið kemur á vettvang. Tækið er þannig búið að það leiðbeinir hjálparmanni með tali og textaskjá hvað beri að gera. Með tilkomu þessarar gjafar slysavarna- kvenna er búnaður í Íþróttamiðstöð bæjar- ins til að bregðast við slysum og áföllum með allra besta móti en þar á bæ hefur ver- ið markvisst unnið að bættum slysavörnum með ýmsum hætti og hefur kvennadeild slysavarnafélagsins komið myndarlega að málum. Strandamaður ársins | Sverrir Guð- brandsson á Hólmavík var kjörinn Stranda- maður ársins 2004 með nokkrum yfirburð- um í kosningu sem fréttamiðlarnir Fréttirnar til fólksins og strandir.is stóðu fyrir nú í upphafi nýja ársins. Var tilkynnt um úrslit á Spurningakeppni Stranda- manna, að því er fram kemur á strandir.is. Sverrir sem gaf út æviminningar sínar fyrir síðustu jól í bókinni Ekkert að frétta, tók þar við viðurkenningu og blómvendi, auk verðlaunagrips. Það var Sparisjóður Strandamanna sem styrkti kosninguna á Strandamanni ársins. Til stendur að haldaþriggja daga langa ráðstefnu um áhrif útlend- inga á Austurlandi í gegn- um tíðina. Verður hún haldin á Eiðum fyrstu helgina í júní og standa að henni Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóð- fræðinga á Íslandi, auk heimamanna. Fyrirlestrar munu m.a. fjalla um síldveiðar Norð- manna, Kolskegg fróða og landnám á Austurlandi, virkjanir og náttúrusýn, kynni Norðfirðinga af mönnum af framandi slóð- um, sögu Eiðastóls og er- lend áhrif í þjóðsögum á Austurlandi. Ráðstefnur af þessum toga hafa reglu- bundið verið haldnar á landsbyggðinni frá árinu 1999. Útlendingar Félag íslenskra bókaút-gefenda hefur gefið eina milljón kr. til hjálp- arstarfs ABC-barnahjálp- ar vegna hamfaranna í Indlandshafi. Sigurður Svavarsson og Benedikt Kristjánsson afhentu Guð- rúnu Margréti Pálsdóttur gjöfina sem notuð verður til að koma upp bókasafni á El Shaddai-barnaheim- ilinu við Chennai á austur- strönd Indlands. For- stöðukona heimilisins hefur verið beðin um að taka við munaðarlausum börnum í kjölfar flóð- bylgjunnar. Áfram er unnið að uppbyggingu heimilisins og er reikn- ingur vegna söfnunar til þess 515-14-280000, kt. 690688-1589. Styrkja hjálparstarf ABC Davíð Hjálmar Haralds-son er með slungnari limrusmiðum landsins. Hann yrkir um Lárus: Lárus var ljómandi djókari, lunknari flestum og klókari. Úr skensi hann dó, þá skríkti og hló skrattinn, sá nákvæmi bókari. Hann yrkir um Njál: Misvitran nefndu menn Njál, nýsinn og sleipan sem ál, ók skarni á hóla, var alltaf að spóla því helvítis drullan var hál. Og að síðustu yrkir Davíð Hjálmar Haraldsson um ís- öldina: Um ísöld menn ýmislegt vita, þá öllum var nauðsynleg fita, menn komu upp búðum úr beinum og húðum með heimtaugargjöldum og hita. Af limrum og ísöld pebl@mbl.is Fljót | Heimilisfólkið á Mið-Mói í Fljótum varð þess vart á dög- unum að fjölgað hafði hrossunum á bænum. Að morgni bóndadags hafði ein hryssan kastað og þannig bæst við lítið folald í hóp- inn. Hefur því verið gefið nafnið Þorri og er hann að öllum lík- indum fyrsta folald ársins 2005. Eigandi Þorra er Guðmundur Pálsson, lögregluþjónn á Sauð- árkróki, en hann er með nokkur hross á jörð foreldra sinna í Fljótum. Vart þarf að taka fram að afar fátítt er að folöld fæðist um hávetur. Það vildi hins vegar svo heppilega til að tveim dögum eftir að folaldið leit dagsins ljós gekk í hlýindi og hláku þannig að nú er nánast allur snjór á bak og burt og þannig hefur veðráttan verið afar hagstæð fyrir ung- viðið. Guðmundur sagðist vonast til að tíð verði það góð hér eftir að ekki þurfi að taka folaldið og móður þess á hús. Hrossin á Mið- Mói sem raunar eru ekki mörg eru á fullri gjöf og hafa auk þess aðgang að húsi sem þau geta far- ið inn í ef veður er vont. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fékk folald á bóndadaginn Þorri Bláskógabyggð | Byggingarnefnd skóla í Bláskógabyggð hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Þverás ehf. um byggingu nýs leikskóla á Laugarvatni. Framkvæmdir hefjast á næstunni. Þá voru í gær opnuð til- boð í stækkun Grunnskóla Bláskógabyggð- ar í Reykholti. Leikskóli Bláskógabyggðar á Laugar- vatni er í gömlu húsnæði sem fullnægir ekki kröfum sem gerðar eru í dag, að sögn Sveins A. Sæland, oddvita sveitarstjórnar. Var ákveðið í sveitarstjórninni á síðasta ári að byggja nýjan leikskóla. Niðurstaðan var að byggja hann við það húsnæði sem Grunn- skóli Bláskógabyggðar hefur yfir að ráða á Laugarvatni. Fær grunnskólinn um leið nýjan inngang. Verkið var boðið út í alútboði og komu fimm tilboð. Langlægsta tilboðið var frá Þórðarsveig ehf., 76 milljónir kr. Næstu til- boð voru frá Þverási ehf., 96 milljónir kr., og Hagleiksmönnum ehf. upp á 98 milljónir. Sveinn segir að þessi þrjú tilboð hafi jafn- framt fengið bestu umsagnirnar um teikn- ingar og fyrirkomulag í matsferli útboðsins. Hann segir að Þórðarsveigur hafi ekki haft forsendur til að standa við tilboð sitt og fallið frá því og því hafi verið ákveðið að ganga til samninga við Þverás. Framkvæmdir hefjast fljótlega og þeim á að ljúka fyrir 1. september í haust. Í leikskólanum eru nú um 25 börn og 50 til 60 í grunnskólanum á Laugavatni. Sveinn segir að með því að byggja leikskólann við grunnskólann vonist sveitarstjórnin til að ákveðið hagræði náist í rekstri skólanna. Hluti starfsmanna nýtist í þágu beggja skól- anna og jafnvel verði unnt að nota sumar kennslustofurnar fyrir báðar stofnanirnar. „Þá teljum við okkur fá skemmtilegt vinnu- umhverfi fyrir starfsfólk og nemendur,“ segir oddvitinn. Lægsta tilboð í grunnskóla Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur einnig ákveðið að stækka húsnæði grunn- skóla sveitarfélagsins í Reykholti. Maggi Jónsson arkitekt hefur teiknað liðlega 300 fermetra viðbyggingu fyrir sex kennslustof- ur og tvö vinnuherbergi. Tilboð í verkið voru opnuð í gær. Selás- byggingar ehf. áttu lægsta tilboð, 41,4 millj- ónir kr. sem er um 300 þúsund kr. undir kostnaðaráætlun. Tvö önnur tilboð bárust, bæði um 47 milljónir kr. Sveinn kvaðst ánægður með tilboðin. Framkvæmdir eiga að hefjast fljótlega og er gert ráð fyrir að viðbyggingin verði tekin í notkun um áramót. Fjölgað hefur í grunn- skólanum og var farið að vanta skólastofur. Liðlega 130 börn eru í skólanum, hluti þeirra úr Grímsnes- og Grafningshreppi. Nýr leikskóli á Laugarvatni og skólastofur í Reykholti w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali Stóriteigur - Mosfellsbæ Mjög vel staðsett einbýli á einni hæð með sambyggðum bílskúr, alls 206 fm. Íbúð 156,5 fm og bílskúr 50,0 fm. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og byggt árið 1979. Fjögur til fimm herbergi, stofa, borðstofa og rúmgott eldhús. Tvær snyrtingar eru í húsinu og rúmgott þvotta- hús. Endalóð í jaðarbyggð í rólegu umhverfi. Verð 32 millj. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir eigna á söluskrá. Við getum boðið mjög sanngjarna söluþóknun fyrir fulla þjónustu. Lán endurfjármögnuð | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að heimila endurfjármögnun á óhagkvæmum lánum sveitarfélagsins, allt að 550 milljónum króna og að hafinn verði útboðsferill á end- urfjármögnun. Lánsheimildir ársins eru rúmar 725 milljónir króna og ótekin lán frá fyrra ári tæpar 253 milljónir, alls tæpar 978 milljónir króna.          Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.