Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 27
þeirra lá hálf í flutningnum. Hann var fulltrúi munnlegrar sagnahefðar. Sagnahefðar sem lifir hjá þeim sem listina kunna og er sýnileg aðeins þeim sem á hlýða. „Íslendingasögur í ljósi munnlegrar hefðar“ varð síðar rannsóknarefni Gísla og í formála doktorsritgerðar sinnar þakkar hann föður sínum að hafa opnað sér skiln- inginn á frásagnarlistinni í því fjöri sem fylgdi Sigurði og félögum hans. Sagnaheimur Sigurðar var merk heimild um skringilegheit á horfinni öld. Sá heimur líður hálfur undir lok við fráfall hans. Dauðinn gárar við afstöðu hugar til heims. Um stund sjáum við lífsgildin í skýru ljósi. Dauðinn er sár og minn- ingar um fyrri harm bæra á sér. Kveðjan er djúp og mikil. Ómur af viðlagi og stefjum mun fylgja okkur áfram. Blessuð sé minning Sigurðar Baldurssonar. Guðrún Hólmgeirsdóttir. Siggi afi skemmti fólki hvar sem hann kom og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Hann lagði mikið upp úr því að vera með ákveðin númer og var með safn af sögum og atriðum sem voru miðuð við mismunandi til- efni og aldurshópa. Við afabörnin hans nutum þeirra forréttinda að fá barna- og unglingadagskrána sem var kapítuli út af fyrir sig. Fyrir yngstu börnin lék hann leik- inn týndur-fundinn af mikilli snilld, stangaði bö og brýndi goggana. Ýmsa muni átti afi í fórum sínum, eins og skopparakringlu, skott af Kölska og leikbrúðu sem steppaði, og skemmti hann okkur mikið með þessu. Þegar við urðum aðeins eldri sýndi hann okkur stundum fagurlega skreytta bjórkönnu (vínarkannan) sem spilaði þegar lokinu var lyft af og tók af sér þumalputtann við mikla undrun. Siggi afi kenndi okkur að kalla sig ,,afa skafa“ og bætti sundum við ,,afi skafi á bólakafi“ eða ,,afi skafi tómatsafi“, enda mikið fyrir þann drykk. Okkur fannst ekkert betra en að sitja með afa í körinni eins og hann kallaði hægindastólinn sinn. Við syst- urnar sátum sín hvorum megin við hann á stólörmunum meðan hann las fyrir okkur löngum stundum úr stóru ævintýrabókinni sinni um Sæmund fróða, prinsessur, álög og furðuverur. Oftar en ekki voru gerð hlé á lestr- inum og boðið upp á ísblóm, sem allt- af mátti treysta á að væru til hjá þeim Lilju. Afi lagði mikið upp úr því að of- dekra barnabörnin sín og þegar hann passaði okkur máttum við gera hvað sem við vildum. Við fengum ís og nammi eins og okkur lysti, enda var afi mikið fyrir sætindi sjálfur. Svo spurði hann alltaf þegar við komum í heimsókn hvort við værum nú ekki örugglega efst í bekknum og gaf lítið fyrir þær útskýringar að svoleiðis metingur tíðkaðist nú ekki lengur. Þó að hann hafi dekrað afabörnin sín og sagt sögur eins og afar gera, átti hann engan sinn líka. Siggi afi var mjög sérstakur afi og við munum sakna hans sárt. Brynja, Anna og Sigurður. Ég ólst upp við fótskör Sigurðar móðurbróður míns. Ég held það hafi varla liðið sá dagur að hann kæmi ekki á heimili foreldra minna – eða eitthvert okkar á heimili hans og Önnu í Karfavoginum í Reykjavík. Þar bjó líka amma mín Maren í skjóli þeirra hjóna og aðdáunarverðu sam- býli við þau. Siggi var líklega ekki fyrirmynd- armaður í venjulegum skilningi. Hann „hefði eflaust getað orðið“ dug- legri lögmaður eða jafnvel vísinda- maður á sviði lögfræði eða bók- mennta. En hann kaus einfaldlega að lifa eins og hann gerði. Hann naut lífsins með góðum vinum. Sumir þeirra komu saman á skrifstofu hans á Laugavegi 18 í hádeginu þegar veg- ur hans var með hvað mestum blóma, og síðar á Klapparstíg og Túngötu. Ég kom á tímabili, ungur stúdent, inn í þetta hádegissamfélag, og þeir kar- akterar sem þar voru saman komnir líða manni ekki úr minni. Þeir sögðu sögur, skrítnar sögur, tókust á um hugstæð og skáldleg efni og horfðu gjarnan á heiminn og samtímann í gegnum rauðleit gleraugu. Stundum, einkum á föstudögum, gat þetta farið aðeins úr böndunum. Þá átti Siggi það til að hringja í virðulega lands- bókaverði og senda þá inn á lestr- arsal Landsbókasafnsins til að segja mér að koma upp á Laugaveg 18 og aka sér heim. Þar fékk ungi maður- inn mikilvæga æfingu í að keyra rússneskan bíl. Reyndar hjólaði Siggi um miðbæ- inn á vinnutíma. Stundum komst hann ekkert áfram því hann þekkti hvern mann og allir vildu heilsa hon- um og tala við hann. Ég sá þetta oft, og auðvitað var ég montinn af að eiga svona frænda. „Ertu frændi hans Sigga Bald?“ spurði fólk. Mér fannst eins og hann fylgdi mér hvert sem ég fór; hann skrifaði mér bréf í sveitina í Skagafirði í gamla daga og heimsótti mig jafnvel þar. Síðar skrifaði hann mér til útlanda árum saman. Þetta voru ekki hefð- bundin fréttabréf af heilsufari í fjöl- skyldunni heldur furðusögur úr hversdagslífinu. Eitt sinn heimsótti hann mig þegar ég var við nám í München. Þar hópuðust íslensku stúdentarnir og þýskir félagar þeirra að honum á kránni okkar á hverju kvöldi. Hann varð að fresta heimferð um nokkra daga. Svona var Siggi: óborganlegur snillingur. Hver dagur var hátíð í augum hans – og í návist hans. Skýr- ust er myndin af honum við skrif- borðið í stofunni í Karfavoginum á sunnudagsmorgnum. Þegar gestinn bar að garði hafði húsbóndinn verið að glugga í Benedikt Gröndal, Þór- berg, Tómas eða Kiljan. Þetta voru hans menn. Frú Anna var búin að koma sér fyrir við borðstofuborðið þar sem hún vann að matreiðslubók- inni góðu sem síðar fékk nafnið Við matreiðum og nú sómir sér í eldhús- um landsmanna. Frændi fór að skemmta okkur. Nafni minn settist öfugur á píanóbekkinn en básúnan hans beið eftir honum á gólfinu; hann var að verða of seinn á lúðrasveita- ræfingu en hlaut að doka við. Gísli lét lítið fyrir sér fara enda ekki hár í loft- inu en fylgdist grannt með því sem fram fór. Amma var ekki komin í upphlutinn en kom niður á morgun- sloppnum til að sækja Moggann sinn. „Skárra er það, eintóm fyndni,“ gæti hún hafa sagt. „Meistari“ hvatti „lærisveina“ sína á sinn hátt, t.d. með bókagjöfum. Eitt sinn gaf hann mér biblíuna á latínu, sennilega þó ekki til að innræta mér guðsótta. Eftir það sátum við oftsinn- is saman í Karfavogi og stautuðum okkur fram úr fremur þunglamaleg- um textum gamla testamentisins – og alltaf hugsa ég til frænda þegar ég tek mér Vulgataþýðinguna í hönd. Allt breytist, og skyndilega vorum við Siggi orðnir nágrannar í Vestur- bænum. „Meistari“ var kominn á Meistaravelli. Hann sat í stofunni með Gröndal í hendi og Lilja fór að hita kaffi. Allt var orðið rólegra en áður. Það hafði fækkað í „hirðinni“ eins og verða vill þegar veldi og um- svif minnka. Við fengum okkur snafs. Gömlu snilldartaktarnir voru á sínum stað. Lilja kom með kaffið og bar með sér ilm af sígarettu úr eldhúsinu. Stofan var skreytt gersemum úr ætt- arbúi hennar. Þeim leið vel þarna, Sigga og Lilju. Og nú er þetta allt saman búið. Þessi litríki lögmaður og öðlingur er genginn með sinni leiftrandi kímni- gáfu og furðulegum tilsvörum. Mað- ur þakkar fyrir sig og kveður frábær- an og góðan frænda. Kannski botnaði ég aldrei neitt í þessum manni. En fá- ir hafa haft meiri áhrif á mig og reynst mér betur en hann. Baldur Hafstað. Siggi Bald frændi minn er látinn eftir nokkurra ára vanheilsu. Við lát hans rifjast upp sameiginlegar æsku- minningar okkar frænda, Sigga og Kristins bróður hans. Þeir voru næstir mér í aldri af okkur systra- börnunum og mikill samgangur á milli heimila okkar þar sem afi minn og stjúpafi þeirra bjó í sama húsi og þær systur Ólafía og Maren. Oftast var talað um þá bræður í einu lagi, enda hvor á sínu árinu. Þó að þeir væru ólíkir voru þeir samrýndir og fylgdust að. Baldur Sveinsson faðir þeirra féll frá er Siggi var níu ára. Hann var blaða- og hugsjónamaður, góður kennari og hafði mikil áhrif á samferðamenn. Eftir fráfall hans bjó Maren áfram með börnum sínum á Laugavegi 66 í sambýli við Ólafiu systur sína og Bjarna stjúpa þeirra og var umboðsmaður Happdrættis Háskólans. Sigurður var snemma mikill sagnamaður og sagði vel frá, en það þótti móður hans mikill kostur hjá öðru fólki. Hann ákvað að verða lög- fræðingur, þrátt fyrir áhuga sinn á sögu og íslensku. Sigurður vildi helst skemmta fólki með góðum sögum án allrar meinfýsni. Fyrir vikið fór mik- ið af dýrmætum tíma frá lögfræðinni. Fyrsta háskólaár Sigga fór í að lesa Laxness með þeim afleiðingum að hann varð mjög róttækur í skoðun- um, og frændi okkar, sem hann vann hjá, studdi hann í því. Sigurður var ritari læknaráðs. Starfið var illa launað, en Sigurði þótti gaman að því og þurfti því oft að heimsækja mig og aðra meðlimi ráðs- ins til að ganga frá úrskurðum. Hann stóð jafnan lengi við, sagði sögur og skemmti mér m.a. með tilvitnunum í Laxness og Heljarslóðarorustu Benedikts Gröndal. Þessi sagnagleði reyndi á þolinmæði sumra kollega minna í ráðinu, sem ekki höfðu jafn gaman af sögunum. „Vinstri villa“ Sigurðar skapaði nokkra gjá milli hans og sumra frænda okkar, en vinátta hélst þó að samfundum fækkaði. Við höfðum þann sið að hringja hvor í annan á af- mælum. Alltaf var hann jafn hnyttinn og skemmtilegur og tók sér ríflegan tíma í spjallið. Það er söknuður að slíkum frænda, en mestur þó sona hans, systur og eiginkonu. Tómas Helgason. Sigurður Baldursson var í heiminn borinn það snemma á nýliðinni öld að skömmu áður en skáldið Stephan G. Stephansson var allur tókst honum að senda Sigurði kornungum tvær fallegar vísur vestan frá Klettafjöll- um alla leið heim til Íslands. Undir ævilok hygg ég að hinn síðarnefndi hafi um nokkurt skeið verið sá eini sem eftir lifði af þeim stóra hópi sem Klettafjallaskáldið sæmdi slíkum gjöfum. Í vísunum tveim leit Stephan til liðinna tíma og framtíðar, og í Andvökuútgáfum eru þær nú meðal margs annars til vitnis um aldarlang- an trúnað föður Sigurðar, Baldurs Sveinssonar, og afkomenda hans, við merkan þátt íslenskra bókmennta og tungu sem kenna má við Klettafjöllin og Stephan G. Er þess skemmst að minnast að enda þótt Sigurður gerði sér lögfræði að ævistarfi var íslensk tunga honum sífellt hugðarefni sem hann ræktaði „daglangt og árlangt“ með frásögnum og fágætum orða- leikjum. Á þeim vettvangi hafði hann yfirburði. Ekki skrifaði hann hvað- eina upp á blað en var um fram allt fulltrúi hinnar munnlegu hefðar. Af þeim brunni miðlaði hann samferða- fólki óspart. Kurteisi og fágun fylgdu allri hans orðræðu án undantekning- ar. Sögurnar voru skemmtilegar og nýsköpun í orðafari nær óstöðvandi. Stundum lék Sigurður sér að því að betrumbæta skjalfestar ambögur og hefja þær svo til vegs að þær verð- skulduðu þegnrétt í klassískum orða- bókum framtíðarinnar. Stundum held ég að hann hafi sjálfur búið til ambögur til þess að betrumbæta og skapa með þeim hætti æskilega fjöl- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 27 MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSEY S. HELGADÓTTIR, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. febrúar kl. 15.00. Rafn Kr. Kristjánsson, Helgi Rúnar Rafnsson, Arngunnur R. Jónsdóttir, S. Svava Rafnsdóttir, Pálmi Finnbogason, Margrét Rafnsdóttir, Sæmundur Hólmar Sverrisson, Kristján Rafnsson, Íris Ösp Birgisdóttir, Auður Rafnsdóttir, Hreinn Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANBORGAR TRYGGVADÓTTUR, Aðalstræti 8, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 11.00. Jarðsett verður frá Hellnum. Hreinn Steinsson, Sigríður Heiða Bragadóttir, Ágúst Jörgensson, Rut Bragadóttir, Markús Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA TÓMASDÓTTIR frá Reykjabakka, Hrunamannahreppi, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðviku- daginn 2. febrúar, verður jarðsungin frá Hruna- kirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Tómas Þórir Jónsson, Einar Jónsson, Þröstur Jónsson, Sigrún H. Pálsdóttir, Reynir Jónsson, Sólveig Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Búlandi 8, Djúpavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 6. febrúar. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. febrúar kl. 11. Jarðsungið verður frá Djúpavogskirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14. Sævar Lýðsson, Valgerður Jónsdóttir, Björg Ásgeirsdóttir, Magnús Benediktsson, Emma Ásgeirsdóttir, Ívar Björgvinsson, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Ásbjörn Ásbjörnsson, Elín Sturlaugsdóttir, Þorsteinn Ásbjörnsson, Kristín Ásbjörnsdóttir, Hrönn Ásbjörnsdóttir Kristján Ragnarsson, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR KRISTINSDÓTTIR, Brautarholti, Kjalarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Jónsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Helga Guðrún Johnson, Björn Jónsson, Herdís Þórðardóttir, Jón Bjarni Jónsson, Emilía Björg Jónsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.