Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Bald-ursson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1923. Hann lést á Grund við Hring- braut í Reykjavík að morgni föstudagsins 28. janúar síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Maren Ragn- heiður Friðrika Pét- ursdóttir kennari, húsmóðir og um- boðsmaður Happ- drættis Háskólans, f. í Engey 2. júlí 1884, d. í Reykjavík 9. janúar 1974, og Baldur Sveinsson skólastjóri á Ísafirði, blaðamaður og síðar rit- stjóri Vísis, f. á Húsavík 30. júlí 1883, d. í Reykjavík 11. janúar 1932. Önnur börn þeirra eru Ragnheiður, f. 5. júlí 1915, d. 17. nóv. 1918; Kristjana, f. 10. októ- ber 1916, d. 14. apríl 1917; Ragn- heiður Kristjana húsmóðir og kennari, f. 20. október 1919; og Kristinn Magnús lögfræðingur, f. 8. febrúar 1924, d. 2. júní 2002. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Lilja Bernhöft skrifstofumað- Yngri sonur Sigurðar og Önnu er Gísli, vísindamaður á Árnastofn- un, f. 27. september 1959, kvænt- ur Guðrúnu Hólmgeirsdóttur menntaskólakennara, f. 12. mars 1965, og eiga þau dæturnar Jón- ínu Þorbjörgu Saswati, f. 16. jan- úar 2000 og Önnu Pratichi, f. 12. maí 2003. Sigurður ólst upp á Laugavegi 66, varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1942 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1948. Hann fékk réttindi sem hér- aðsdómslögmaður árið 1949 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1960. Hann var fulltrúi hjá Ragn- ari Ólafssyni hrl. í Reykjavík 1948–67, er hann stofnaði eigin lögfræðiskrifstofu í Reykjavík sem hann rak fram yfir sjötugt. Af félags- og trúnaðarstörfum má nefna að Sigurður var ritari læknaráðs 1952–84, endurskoð- andi Stúdentafélags Reykjavíkur um áratuga skeið, formaður Ís- lenzk-þýzka menningarfélagsins (síðar Félagið Ísland-DDR) 1966– 72 og í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1967–87. Árið 1971 var Sigurður sæmdur gullstjörnu Stúdenta- félags Reykjavíkur og ári síðar gullmerki Liga für Völkerfreund- schaft der DDR. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ur, f. 18. október 1938. Foreldrar henn- ar voru Anna Magn- úsdóttir Bernhöft (1905–1985), og Vil- helm Ólafur Bernhöft (1890–1967). Fyrri eiginkona Sigurðar er Anna Gísladóttir kennari, f. 30. desember 1924. Foreldrar hennar voru Kristín Einars- dóttir (1899–1992) og Gísli Ólafsson (1898– 1991). Sigurður og Anna eiga tvo syni. Eldri sonur þeirra er Baldur, dósent í ís- lensku við Kennaraháskóla Ís- lands, f. 8. september 1952, kvæntur Evu Benediktsdóttur, dósent í líffræði við Háskóla Ís- lands, f. 17. september 1950. Börn þeirra eru Brynja verkfræðingur, f. 4. mars 1976, gift Jóni Guðna Ómarssyni verkfræðingi; Hólm- fríður Anna upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, f. 27. desem- ber 1977, í sambúð með Frey Eyj- ólfssyni dagskrárgerðarmanni; og Sigurður, f. 14. október 1987. „Rúllirúlliræ, ehehe.“ Tæpri viku áður en hann dó var þetta eitt eftir í sagnalindinni: „Rúllirúlliræ, ehehe“ og svo sveiflaði hann hendinni eins og hann væri snúa bíl í gang. En það kom ekki meira. Sagan sem hann var að segja með þessum hætti var af Sigurði skólameistara á Akureyri. Hann hafði spurt söngkennara sinn einu sinni: „Þú ert nú svo vel að þér í músík, eftir hvern er lagið sem end- ar svona: „Rúllirúlliræ“, er það ekki eftir Schubert?“ En þessa baksögu gátu óskyldir áheyrendur hans ekki vitað neitt um. „Oft kaupir sér í litlu lof“, segir í Hávamálum. Það reyndust orð að sönnu á Grund þar sem hann átti heima síðustu misserin og gat ekki lengur dóminerað eins og hann vildi. „Ég sofna ef ég fæ ekki að dóm- inera“ fengum við oft að heyra og það karaktereinkenni hélst til hinstu stundar. Hann naut sín í hinu fjöl- þjóðlega samfélagi starfsmanna sem hann gat þó ekki kynnst nema með ákaflega takmörkuðum hætti. Fólk frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Kúbu var sjálfkrafa í náðinni hjá honum, af pólitískum ástæðum, að maður tali nú ekki um þau sem litu út fyrir að geta verið frá löndum á borð við Kína, Kóreu og Víetnam, og hann gat meira að segja verið innan handar um að útvega orðabækur. Gladdist líka mjög að hlýða á eft- irlætiskvæði sitt um Stenka Razín í flutningi einnar rússnesku starfs- konunnar – og gat þá enn tekið undir á hennar máli. Var þó farinn að ryðga í íslensku textasafni sínu; „Á afmæli kattarins“ var orðið mjög brotakennt, Gerpla og Tómas alveg horfin, en við gátum slípað „Nunnu- sönginn úr Stykkishólmi“ til flutn- ings frammi á gangi þar sem fólk vissi ekki fyrst hvaðan á sig stóð veðrið; hafði lítt vanist við slík „kringilyrði og kómískt hjal“ – sem Kristján Eldjárn orti um að Helgi Jósep hefði kosið sér „fyrir spesíal“ og heillaði Sigurð alltaf sem við- fangsefni. Eða hvernig er öðru vísi hægt að lýsa Nunnusöngnum sem byrjar svona: „Tveir eftir svartir halar, tveir eftir spúmbodí, meisi svarti klúmbodí …“? Á efri árum vann hann vandaða rannsókn á þessu kvæði með aðstoð Péturs frænda í Stykkishólmi, grófst fyrir um uppruna þess og birti niðurstöð- ur sínar á fæðingardegi Stalíns í af- mælisriti Þorleifs Haukssonar. Málstolið hafði herjað á hann frá því að hann fékk fyrst alvarlegt áfall seint á níunda áratugnum. Og þegar heyrnin sljóvgaðist urðu samskiptin alltaf stirðari. Maður sem hafði notið þess mest að segja sögur í góðra vina hópi og smjatta á einstökum orðum fann þau nú ekki lengur jafn hratt og flutningurinn krafðist – og heyrði varla í öðrum heldur. Stílöryggið hélst þó áfram þegar hann las okkur bræðrum fyrir hægt og rólega, eftir að hann hætti að geta skrifað sjálfur og fól okkur að setja saman fyrir sig greinar. Í yfirlestri hreinsaði hann síðan burt innskotsorð og samtengingar sem við höfðum bætt inn til skýr- ingar og lagaði allt að sínum hætti. Þar kom að vindhviða feykti honum um koll á milli háhýsa við Suður- landsbraut þar sem hann hafði skrif- stofu sína síðast í skjóli Jóhannesar Ásgeirssonar – og mölbraut á honum lærlegginn. Þegar það hafði jafnað sig nokkuð, eftir ágæta vist við æf- ingar á Reykjalundi, skellti hring- hurðin í Kringlunni honum í gólfið þannig að hann varð nánast karlæg- ur upp frá því. Glíman við Elli kerl- ingu var þannig löng og ströng, neyðarmóttökur sjúkrahúsanna fengu hann oft til sín – og sendu hann heim aftur þar sem hann sat áfram í sæmd sinni þangað til ekki var lengur um annað að ræða fyrir heilbrigðiskerfið en taka við honum til fullrar þjónustu á Landakoti á meðan beðið var eftir aðstoð frá Grund. Það var nokkuð sérstök reynsla að fylgjast með honum ganga í gegnum svipugöng þessa kerfis árum saman og hlusta á pólitíska umræðu um heilbrigðismál á meðan; sérstaklega um nauðsyn þess að efla kostnaðar- vitund sjúklinga, rétt eins og heila- blæðingar, hjartabilanir, innanmein, „beinbrot og önnur skemmtan“ herji á menn til þess eins að þeir geti haft fé út úr hinu opinbera. Þessi reynsla hefur sýnt að þótt bráðamóttakan sé í besta lagi í landinu eru meðferð- arúrræði til endurhæfingar alltof fá og óaðgengileg fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Eins og kerfið sé ekki skipulagt með þarfir þeirra sem verða veikir fyrir augum. Eftir þessa löngu göngu var það sérlega ánægjuleg lausn fyrir hann að komast í öruggan stað á Grund – þótt aðstæður í herbergi með tveim öðrum hafi ekki litið vel út á ytra borði. En þarfir manns sem þarf að- stoð til allra verka, smárra og stórra, eru aðrar en okkar hinna. Helst að hann gæti sjálfur borið staup að vörum – þá sjaldan að færi gafst. Þurfti hjálp við allt annað. Starfsfólkið sinnti honum augljós- lega af mikilli alúð og hafði gaman af uppátækjum hans, spéskap og góðri lund sem hélst áfram óbreytt. Hann lagði sig alltaf fram um að gera lukku, fanga athyglina eins og hann hafði iðkað frá ungum aldri – og kannski fullkomnað þegar hann smyglaði öllum vinahóp sínum inn í partý á stúdentsárunum með því að hella bensíni í hattkúf sem hann hafði á hausnum, kveikja svo í og ganga þannig inn óáreittur með strolluna á eftir sér. Það getur varla verið auðvelt að horfa svona upp á heimilismenn sem eru ekki lengur nema eins og veikt blik af sjálfum sér, þegar þær auð- lindir sagna og kvæða sem áður virt- ust óþrjótandi eru uppurnar – þegar ekki er annað eftir en „rúllirúlliræ“ og „ehehe“ – og hafa um leið gáfur og mannskilning til að finna snilldina og persónueinkennin sem þó glittir í. Það er guðsþakkarvert að fólk eigi kost á slíkri vist og umönnun. Og þótt byggingar megi auðveldlega stækka og bæta með fjárframlögum í íslenskum framkvæmdastíl er það gott hjartalag fólksins sem sér um hin daglegu störf sem hefur úrslita- áhrif á líðan heimilismanna. Það var sannarlega í ágætu lagi á Grund og fyrir það er vert að þakka af heilum hug. Gísli Sigurðsson. „Finnst þér ég ekki vera kyndug- ur?“ Þannig ávarpaði Sigurður Bald- ursson mig þegar ég hitti hann í fyrsta sinn á lögmannsskrifstofunni á Klapparstíg. Ég var á leið til fund- ar við Gísla sem var við nám á Ír- landi, þá leynilega trúlofuð, og átti að fá gögn hjá Sigurði að flytja Gísla. En það varð bið á að ég fengi gögnin því Sigurður gekk rakleiðis að skjalaskápnum og dró þar ýmislegt annað fram og byrjaði að skemmta mér. Jú – mér fannst hann skrýtinn – þótt það tæki mig mörg ár að skilja hversu kyndugur hann raunverulega var. Sigurður var hlýr og góður. Skemmtilegur og fróður. Frænd- rækinn og vinamargur. En merkast í fari Sigurðar fannst mér hinn full- komni skortur á illgirni. Sögur hans voru fyndnar. Og þær voru sagðar á góðlátlegan hátt af virðingu sem er ekki of hátíðleg. Vitaskuld kom fyrir að honum líkaði ekki eitthvað, en þá bandaði hann því frá sér með orð- unum: „Æ – ég nenni ekki að tala um það.“ Og einhvern veginn varð allt elskulegt í munni hans, öll merking snerist við. Þannig varð setningin „jæja þá frekjan þín“ hljómandi gæluyrði – jafn stuðandi og hún lítur út á prenti. Staðfesta í skoðunum var ættar- fylgja Sigurðar. Hann var uppi á tímum þegar hugmyndafræðilegar átakalínur voru kaldar og skarpar. Sýn hans á réttlátan heim átti frem- ur fylgismenn í austari hluta álfunn- ar og því lagði hann sig fram við rússneskunám og þýsku – jafnvel esperanto – jafn ákaft og hann snið- gekk enska málið. Einhverju sinni var ég að kveðja á Meistaravöllum og langaði að stríða gamla mannin- um þar sem hann lá í „körinni“ – en svo var hægindastóll heimilisins kallaður um áratuga skeið. Ég hrópa úr dyrunum hina ensku kveðju „Bæ, bæ“. Og ekki stóð á svari. Til baka fékk ég: „Borg, borg.“ Sigurður sagði sögur. Merking SIGURÐUR BALDURSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Funalind 13, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 11. febrúar kl. 13:00. Guðni B. Guðnason, Gunnar Guðnason, Erna Olsen, Þórólfur Guðnason, Sara Hafsteinsdóttir, Guðni B. Guðnason, Ásta Björnsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGNÝ SVEINSDÓTTIR, Laugarásvegi 7, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 29. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrín Selja Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Björn Gunnarsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, MAGNEA DAGMAR TÓMASDÓTTIR, Engihjalla 19, Kópavogi, lést á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Rúnar Þórhallsson, Þórhallur Rúnar Rúnarsson, Guðrún Vigdís Jónasdóttir, Tómas Rúnarsson, Hrefna Jónsdóttir, Lísa Margrét Rúnarsdóttir, óskírð Tómasdóttir. Eiginmaður minn og stjúpfaðir, PÁLL PÁLSSON frá Smiðsgerði, Gilstúni 16, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sunnudaginn 6. febrúar. Ástdís Stefánsdóttir, Örn Jónsson. Elskulegur faðir okkar, afi og bróðir, JÓN GUÐJÓNSSON frá Vestri-Dysjum, Garðabæ, lést á dvalarheimilinu Fellsenda mánudaginn 7. febrúar. Elísabet Eygló Jónsdóttir, Jóna Gréta Jónsdóttir, Dagbjört Erla Kjartansdóttir og systkini hins látna. Okkar ástkæri, BOLLI ÁGÚSTSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Ási. Fyrir hönd aðstandenda, Ellen Daníelsdóttir, Þorkell S. Árnason, Guðbjörg C. Árnadóttir, Guðmundur Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.