Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 33 DAGBÓK Tónlist Pravda | Sessý og Sjonni leika kl. 22. www.sessy.net. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir sýnir vídeóverk. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita og olíumálverk. Hafnarborg | Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er myndhöggvari febrúarmánaðar í Hafn- arborg. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafn- istu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menn- ingarsal. Kaffi Sólon | Óli G. Jóhannsson sýnir óhlut- læg verk. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning Kjarvals í austursal. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenningarhússins og Skólavefjarins. Sýning á verkum Braga í veitingastofu og kjallara. Dans Borgarleikhúsið | Íslenski dansflokkurinn kynnir verk eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin. Þetta er sýning fyrir hermenn í friðargæslu, fyrir þá sem láta sig lífið varða og þá sem stendur á sama. Miðapantanir í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 eða midasala@borgarleikhus.is www.id.is. Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús að Álfabakka 14a kl. 20.30 í kvöld og annan hvern miðvikudag. Gömlu dansarnir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Tónlistararfur Ís- lendinga. Handritin. Þjóðminjasafnið á fyrri hluta 20. aldar. Heimastjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er skáld mán- aðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár. Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaður Félagsheimilið Leikskálar | Miðvikudaginn 9. febrúar verður hið árlega grímuball hald- ið í Leikskálum kl. 19.15–21. Aðgangseyrir 300 kr. fyrir grímuklædda. Veitt verða verð- laun fyrir flottustu, frumlegustu, hóp og fal- legustu búningana. Félagsmiðstöðin OZ. Fréttir Kínaklúbbur Unnar | Í dag hefst nýtt ár skv. kínverska almanakinu, ár hanans. Í tilefni þess verður Kínaklúbbur Unnar með uppá- komu hjá Sævari Karli, í Bankastræti, kl. l5. Allir fullorðnir velkomnir. Þá verður Unnur Guðjónsdóttir með sýningu á kínverskum búningum í glugga verslunarinnar í dag og næstu tvær vikur. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað í síma 551 4349 þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. netfang. mnefnd@mi.is. Fundir Geðhjálp | Fundir fyrir félagsfælna í Tún- götu 7 öll miðvikudagskvöld í vetur kl. 20. Hótel Bjarg | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund á morgun kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður. Höllubúð | Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heldur aðalfund á morgun kl. 20. Að aðalfundastörfum loknum verður boðið upp á þorramat. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Félagsvísindatorg kl. 12, í stofu L201 Sólborg við Norðurslóð. Birgir Guðmundsson fjallar um mikilvægi verðlauna BÍ fyrir íslenska fjölmiðlun. Til- kynnt verður hverjir hljóta verðlaunin laug- ardaginn 12. febrúar. Birgir Guðmundsson er aðjunkt við Félagsavísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Háskóli Íslands | Daniel Chartier, kennari og fræðimaður (Université du Québec à Montréal), flytur opinn fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi. Titill fyrirlestrarins: „Norh as an aesthetic: northern perspectives on Québec culture and identity.“ Háskóli Íslands | Anne Maria Sparf heldur fyrirlestur um lokaverkefni sitt til meist- araprófs í umhverfisfræðum: Samanburður á frammistöðu í umhverfismálum: Um- hverfisviðmiðun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í norrænni ferðaþjónustu. Fyr- irl. er kl. 16.15, í stofu N–132, í Öskju. Kennaraháskóli Íslands | Samuel Lefever fjallar um þætti sem varða framtíð- arhlutverk tungumálanáms og tungumála- kennslu í fjölmenningarsamfélagi í Kenn- araháskólanum kl. 16.15–18. Rætt verður um nýtt hlutverk tungumálakennslu sem stuðlar að aukinni menningarfærni og þroska einstaklingsins. Sögufélag | Kristín Einarsdóttir heldur fyr- irlestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist „Er ein- hvers að sakna? Öskudagssiðir Íslendinga frá sveit í borg.“ Verkfræðideild Háskóla Íslands | Bergþór Ævarsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvu- verkfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16, í stofu 158 í VR–II, húsakynnum verk- fræðideildar Háskóla Íslands og nefnist: Svaranir línulegra kerfa og bestunarverk- efni. Kynning Hitt húsið | FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur – heldur kynningarkvöld kl. 20–22, á möguleikum ungs fólks með þroskahömlun til þátttöku í námi, leik og starfi á erlendri grund. Fatlaðir og aðstand- endur þeirra hvattir til að koma og kynnast þeim möguleikum sem bjóðast. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Sigrún Kjartansdóttir, forstöðumaður markaðs- og sölusvið Íslandsbanka, kynnir niðurstöður rannsóknar á því hvort fyrirtæki á íslensk- um hlutabréfamarkaði séu að skrá, meta og upplýsa um þekkingarverðmæti sín í mál- stofu viðskipta- og hagfræðideildar kl. 12.20, í Öskju, stofu 132. Börn Greiningarstöð ríkisins | Öskudagsgleði kl. 15.30–17. Kötturinn sleginn úr tunnunni. All- ir velunnarar, bæði börn og fullorðnir vel- komnir. Mætum öll í búningum. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Köllum þá kvislinga VORIÐ 1940 gerðu Þjóðverjar inn- rás bæði í Danmörku og Noreg, lönd sem hvorugt hafði óskað eftir þýskum hernaði og svo var ábyggi- lega um fleiri lönd sem hernumin voru. Strax í upphafi hernámsins fór að bera á andstöðu við Þjóðverja meðal þessara þjóða. Norðmenn leyndust í skógum og ekki síður í fjalllendi, þar sem þeir voru vel kunnugir. Þaðan gerðu þeir leift- ursóknir á þýska herinn sem var ókunnugur öllum staðháttum. Sama var upp á teningnum í Danmörku. Þar læddust menn um skógana, þar voru þeir kunnugastir, og biðu Þjóðverjar mikið afhroð í árásum þar. Í báðum þessum löndum voru þessir andspyrnuhópar kallaðir frelsishetjur. Ekki hryðjuverka- menn eins og nú er tíska. Líkt og í Írak kom innrásarherinn upp lepp- stjórn sem var þeim þóknanlegur. Í Osló var dubbaður upp forsætisráð- herra, maður þeim þóknanlegur, Quisling að nafni. Hér heima var talað um kvislinginn. Þegar tímar liðu varð kvislinga- nafnið samheiti á öllum föðurlands- svikurum sem studdu innrásarheri á Norðurlöndum. Væri því ekki ágætt að láta þetta nafn haldast yfir þá sem vinna fyrir erlenda innrás- arheri, hverjir og hvar sem þeir eru? Köllum þá kvislinga. Fordæmið er til staðar. Sigursteinn Ólafsson, Grænumörk 5, Selfossi. Úrræðin eru engin ÉG VIL taka undir orð Helga Áss Grétarssonar sem hefur, ásamt konu sinni og börnum, þurft að þola áreiti og ofbeldishótanir geðsjúks manns síðustu ár. Úrræðin í svona málum eru engin þrátt fyrir kærur, nálgunarbann og dóma. Maður sem gerir svona er greinilega veikur á geði og þarfnast hjálpar en ekki fangelsisdóm. Lögreglan tekur mis- alvarlega á svona málum og væmir jafnvel fórnarlambið um móðursýki. „Hvað segir þú og gerir sem æsir manninn svona upp,“ segir lög- reglan, sérstaklega ef málið varðar fyrrverandi/núverandi sambýlisfólk eða annarra tengdra aðila. Anna Káradóttir. Grimmhildur er týnd GRIMMHILDUR hefur ekki sést heima hjá sér að Mjóstræti 2, 101 Reykjavík, síðan þann 3. febrúar síðastliðinn. Hún er alveg svört, fyr- ir utan örfá hvít hár á bringunni og er frekar smávaxin. Hún er merkt með rauðri hálsól. Þeir, sem vita eitthvað um ferðir hennar, hafi vin- samlegast samband í síma 899 8855. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS SMURT BRAUÐ veisla í hverjum bita ferming 2005 Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út laugardaginn 5. mars. Fermingarblaðið hefur verið ein af vinsælustu sérútgáfum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað veður um allt sem tengist fermingunni svo ekki láta þetta blað framhjá þér fara. Hvað vilja fermingarbörnin? Maturinn Tískan Hárgreiðslan Skreytingarnar Myndatakan Þekktu fermingarbarnið Myndaleikur með glæsilegum verðlaunum auglýsingar 569 1111 Umsjón: Hildur Loftsdóttir Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir sími 568 1139 Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 mánudaginn 28. febrúar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos „GEFJUNAR-sýningarnar 1942 – Jónas frá Hriflu og sönn íslensk myndlist“ er yfirskrift fyrirlestrar sem Guðni Tómasson listsagn- fræðingur flytur í Lista- safni Íslands í dag kl. 17.30 í tengslum við sýninguna Íslensk myndlist 1930— 1945. Í fyrirlestrinum mun Guðni segja frá myndlistar- sýningum Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu á vormán- uðum árið 1942, hinni svokölluðu háðungarsýn- ingu og einnig því sem Jón- asi þótti frekar við hæfi þegar kom að íslenskri myndlist. Sagt verður frá tilraunum þessa merkilega stjórnmálamanns til að hafa áhrif á framþróun íslenskrar myndlistar sem formaður menntamálaráðs Alþingis og hörðum viðbrögðum listamanna við þeim tilraunum. Einnig verður fjallað um stýringartilburði ráðamanna í Þýskalandi nasismans til að „bæta“ þýska myndlist og samanburður gerð- ur á þessum tveimur tilraunum til þjóðnýtingar listanna. Fyrirlestur um myndlist og Jónas frá Hriflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.