Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR 60% afsláttur eða meira Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Lagersala 1. - 12. febrúar 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Fermingarmyndartökur Óhefðbundnar myndatökur Fjölskyldumyndatökur Pantið tímanlega Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 www.ljósmynd.is iðunn tískuverslun Seltjarnarnesi Lagersala Lagersala Lágmark 50% afsláttur Aðeins á Seltjarnarnesi Glæsibæ, sími 588 4848 tískuvöruverslun Útsölulokin nálgast – Nýjar vörur streyma inn Frábært verð – Komið og sannfærist Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Erum að taka upp nýjar vörur frá Ágústa Pétursdóttir Snæ-land, auglýsingateiknariog listakona með meiru,er níræð í dag. Ágústa er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1915. Foreldrar hennar voru Pétur Hall- dórsson, bóksali og síðar þingmaður og borgarstjóri, sem átti og rak bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar um árabil, og Ólöf Björns- dóttir, dóttir Björns Jenssonar, en Jens var Sigurðsson og bróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Ágústa ólst upp á Túngötu 38 frá þriggja ára aldri og bjó þar áfram eftir að hún stofnaði fjölskyldu. Hún er tvígift, átti einn son úr fyrra hjónabandi og þrjá syni með síðari eiginmanni sínum, Pétri V. Snæ- land, fyrrv. forstjóra og stofnanda svampverksmiðjunnar, en hann lést árið 2002. Síðustu ár hefur hún búið á Litlu-Grund í Vesturbæ, skammt frá æskuslóðunum, og unir hag sín- um vel, að eigin sögn. „Ég er búin að elska þrjá menn“ Ágústa var brautryðjandi á sínu sviði. Hún lærði fyrst Íslendinga auglýsingateiknun í Kunstværker- skolen í Kaupmannahöfn þar sem hún dvaldi í þrjú ár en hún var jafn- framt fyrsta konan sem lauk námi í faginu. Að loknu námi sneri hún aft- ur til Íslands og stofnaði teiknistofu í Aðalstræti 12 ásamt Halldóri Pét- urssyni bróður sínum. Það var þó ekki fyrr en börnin uxu úr grasi sem Ágústa fór að sinna faginu af alvöru. Á ferlinum hefur hún hannað fjöldann allan af merkjum sem hafa greypst í vitund þjóðarinnar og nægir að nefna merki Listahátíðar og Landsvirkjunar. Þá hefur hún unnið ýmiss konar handverk, s.s. kríurnar frægu sem gerðar voru úr fiskbeinum og fjörulalla, úr fjöru- grjóti, auk þess að mála myndir, teikna og yrkja ljóð. Ágústa er ern og sinnir hugð- arefnum sínum, þrátt fyrir háan aldur. „Ég er alltaf að, ég væri dauð ef ég væri ekki að gera eitthvað,“ seg- ir hún sposk á svip. Ágústa segist yrkja en er hætt að mála myndir núorðið. Þá er hún að sýsla við að raða saman minningarbrotum, ljós- myndum og ljóðum sem hún orti þegar hún var yngri, í „ævisögu“ fyrir sjálfa sig og afkomendur sína. „Ég er öll í sjálfri mér. Ég hef verið að fara yfir líf mitt síðan ég kom hingað. Ég er búin að elska þrjá menn og þetta er allt komið í eina sögu, skulum við segja, í continuity (samhengi), sem er fal- legt. Þetta er þroskasaga mín og allra annarra sem hafa komið við á minni lífsleið,“ segir Ágústa, og flettir þykkri möppu fullri af hand- skrifuðum blöðum, úrklippum og ljósmyndum. Vildi ekki verða borgarstjóri Faðir Ágústu, Pétur Halldórsson, var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1932–40 og borgarstjóri frá 1935 til dánardægurs, 1940. „Hann var yndislegasti maður sem til er,“ seg- ir Ágústa hugsi. Þrátt fyrir pólitísk- an feril hans líti hún fyrst og fremst á sig sem dóttur Péturs Halldórs- sonar bóksala, en ekki „borgar- stjóradóttur“. Ágústa minnist þess að Ólafur Thors forsætisráðherra, sem var náinn vinur Péturs og giftur frænku hans, hafi í dánargrein við andlát föður hennar, minnst þess með sam- viskubiti hvað þeir félagar hans hefðu lagt hart að honum að verða borgarstjóri. „Hann vildi ekki vera borgarstjóri. Fyrir fjölskylduna var það disaster (stórslys). Við misstum hann alveg og við vissum að hann var veikur.“ Pétur var þá bæði þjáð- ur í baki, hafði ofreynt sig sem ung- lingur norður í landi, auk þess sem hann var með lungnakrabba, að sögn Ágústu. Ágústa segir föður sinn hafa verið mikinn heimsmann sem kom berlega í ljós þegar hann var erlendis. Heima á Íslandi voru erfiðir tímar þau ár sem Pétur gegndi borgarstjórastarfi. Fátækt var mikil og pólitíkin harðskeytt. Ágústa minnist þess þegar hún var á leið heim til Íslands í sum- arleyfi með skipi er hún var við nám í Danmörku, þá 18 ára, að í Ed- inborg rakst hún á gamla vinkonu, Gerði Jónasdóttur, dóttur Jónasar frá Hriflu, sem var með henni á skipinu. „Við stöndum og tölum saman þegar karlinn kemur inn og spyr hvaða stúlka þetta sé og bendir á mig. „Þetta, pabbi minn, er Ágústa Pétursdóttir, dóttir Péturs Hall- dórsonar,“ lýsir Ágústa með til- þrifum og síðan hvernig Jónas strunsaði út úr káetunni þegar hann heyrði hverra manna hún var. „Svona var pólitíkin þá,“ segir Ágústa, sem ætlar að fara út að borða í hádeginu með nokkrum barnabarna sinna og um kvöldið út að borða með bestu vinkonu sinni. Þá hyggst fjölskyldan halda henni boð um helgina. Ágústa P. Snæland auglýsingateiknari og listakona er níræð í dag Morgunblaðið/ÞÖK „Ég er alltaf að,“ segir Ágústa Pétursdóttir Snæland sem hefur búið á Litlu-Grund í Vesturbæ síðustu sex ár. Ágústa með föður sínum, Pétri Halldórssyni bóksala, síðar þingmanni og borgarstjóra, á Túngötunni. Myndin er tekin 1930 en þá er Ágústa 15 ára. Pólitíkin harðskeytt í þá daga kristjan@mbl.is Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.