Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞEGAR ÞÚ SEGIR SVONA NIÐURLÆGJANDI HLUTI UM MIG ÞÁ LANGAR MIG HELST BARA TIL ÞESS AÐ BROTNA SAMAN OG GRÁTA HÚN ER AÐ SEGJA NIÐURLÆGJANDI HLUTI BROTNAÐU ÞÁ SAMAN OG GRÁTTU ÉG LÆRÐI SVOLÍTIÐ Í SKÓLANUM Í DAG HVAÐ VAR ÞAÐ? ÉG GET EKKI SETT SNÚNING Á BAUNAPOKA MIÐBORG TOKÍÓ GODZILLA! Risaeðlugrín © DARGAUD PFF! VIÐ RÉTT SLUPPUM JÁ, SVAKALEGT ÞETTA HEFÐI ALDREI KOMIÐ FYRIR EF ÞÚ HEFÐIR EKKI FARIÐ SVONA NÁLÆGT HREIÐRINU HENNAR. MÓÐUREÐLIÐ ER AÐ VERNDA EGGIN SÍN HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR ALLT Í LAGI. ÉG SKAL PASSA MIG BETUR NÆST ÞAÐ ERFIÐASTA ER AÐ KOMAST ÚT HELDURÐU AÐ HÚN BÍÐI EFTIR OKKUR MJÖG LENGI? NEI, HÚN FER AFTUR AÐ GÁ AÐ EGGJUNUM SÍNUM EN HELLIRINN ER BEINT Á MÓTI HREIÐRINU ÞANNI AÐ.... VIÐ ERUM FASTIR! VIÐ VERÐUM AÐ FINNA AÐRA ÚTGÖNGULEIÐ. BÚUM TIL KYNDLA OG FÖRUM INNAR Í HELLINN ERTU ALLTAF FYRIR AFTAN? JÁ framhald ... Dagbók Í dag er miðvikudagur 9. febrúar, 40. dagur ársins 2005 Víkverji fór óvart aðhorfa á umræður frá Alþingi í Sjónvarp- inu. Þetta var meira fyrir tilviljun en ein- skæran áhuga á stjórnmálum. Fyr- irspurnatími var í gangi og eftir nokk- urra mínútna hlustun fór Víkverji að velta fyrir sér hvort útsend- ingin væri frá réttum stað eða hvort þetta væri dagdraumur. Hið óvenjulega við útsend- inguna var að það voru allir þingmenn svo yfirmáta háttvísir í tali. Það var sama hvort menn voru í stjórnarlið- inu eða stjórnarandstöðu, allir voru svo gott sem sammála. Efnislega var umræðan þó af skornum skammti. Þingmenn kepptust við að koma í ræðustól, vildu „þakka“ fyrirspyrj- anda og „fagna“ frumkvæði hans í að hreyfa við „mikilvægu“ máli. Að öðru leyti höfðu flestir þingmenn ekkert til málanna að leggja. x x x Hvað hefur orðið um beinskeyttskoðanaskipti og ágreining? Til hvers að hafa tvö lið á Alþingi ef allir eru svona sammála? Víkverji á kannski ekki svör við þessum spurn- ingum en að gamni sínu datt honum í hug að fara í orðaleit í ræðum þingmanna. Á síðustu tveimur þingum hefur orðið „mikilvægt“ komið 2.050 sinnum fyrir í ræðum þingmanna, 1.066 sinnum hafa þeir viljað „þakka“ fyrir eitthvað og 1.047 sinn- um hafa þeir „fagnað“. Ásamt „gott“, sem hefur 1.645 sinnum komið fyrir, virðast þessi orð vera efst í hugum þingmanna. „Brýnt“ hafa þeir sagt 476 sinnum, „fróðlegt“ 455 sinnum og „mótmæli“ 233 sinn- um. Þingmenn virðast spara stóru orðin, bæði jákvæð og neikvæð, því á síðustu tveimur þingum hafa þeir 173 sinnum talað um „áhyggjuefni“, 172 sinnum hafa þeir viljað „harma“ eitthvað og 171 sinni hafa þeir lagt orðið „slæmt“ sér í munn. Svo við höldum nú áfram með þessa orða- greiningu hefur þeim 86 sinnum fundist eitthvað „dapurlegt“, aðeins 47 sinnum hefur eitthvað verið „áríð- andi“, „frábært“ hafa þeir eingöngu sagt 31 sinni og „dásamlegt“ hafa þeir aðeins sagt fimm sinnum. Vík- verja finnst þessi litla vísindalega könnun sanna hans mál um orðafá- tækt þingmanna, sem þeir þurfa að ráða bót á. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Skeifan | Í dag gengur í garð ár hanans samkvæmt kínversku tímatali, en ár apans liggur nú að baki. Í tilefni af áramótunum býður kínverska heilsulindin Heilsudrekinn til sérstakrar kynningar á leikfimi og kín- verskri heilsumeðferð. Meðal þess sem Heilsudrekinn býður upp á eru tímar í tai chi og kung fu auk teygjuleikfimi. Í dag getur fólk á öllum aldri prófað þessar áhugaverðu og heilsusamlegu íþróttir og fengið ráðgjöf um heilsuna. Þessir krakkar æfa kung fu hjá meistara Zhang, sem hefur stundað íþróttina í þrjátíu og fimm ár. Morgunblaðið/Þorkell Apinn kveður, haninn heilsar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4, 23.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.