Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 23
að Háskólanum yrði skipt upp í nokkra sjálfstæða skóla. Deildir gætu haft meiri sjálfstjórn og haft fleiri verkefni en nú er. Viðraði hann þá hugmynd að Háskóli Íslands ætti að verða regnhlíf fyrir alla háskóla hérlendis. Endurskoða þyrfti lögin um Háskóla Íslands og háskólalögin sjálf. Jón Torfi sagði Háskóla Íslands mynda sterka heild með sterka ásýnd. Skólinn nýtti þó ekki allt- af þann kraft sem í honum byggi. Því sagðist hann vilja breyta. Virkja þyrfti betur þann þrótt sem byggi í ólíkum starfseiningum Háskólans. Stíga þyrfti til þess tvö skref, að gera starfseiningar sýnilegri og sjálfstæðari og endurskipuleggja verkferla í stjórnsýslu. Hann sagði að breytingin á háskólaráði hefði ekki verið til bóta. Reynsla sín í ráðinu fyrrum kenndi sér að náin tengsl hefðu myndast milli deildanna og skólans í heildinni. „Þessi róman- tíska draumsýn um að hafa utanaðkomandi stjórnendur virkar ekki.“ Spurning þrjú Einar sagði jafnrétti vera mikilvægt fyrir Há- skólann, starfsfólk hans, kennara og nemendur. Stofnun sem mismunaði á grundvelli kynþáttar, kynferðis og trúarbragða væri að svíkja sjálfa sig um að njóta bestu einstaklinganna, um leið og hún bryti á rétti þeirra. Háskóli Íslands skyldi ætíð hafa jafnrétti nemenda og starfsmanna í háveg- um. Á margan hátt hefði skólinn náð ágætum ár- angri í jafnréttismálum. Ágúst rifjaði upp áhersluatriði Háskólans í jafn- réttismálum, þ.e. að jafna aðstöðu og kjör karla og kvenna, jafna aðild kynjanna að stjórn skólans og tryggja jafna aðstöðu kvenna og karla til náms og vinna gegn kynferðislegri áreitni. Jafnrétti fælist m.a. í því að samþætta það öllu starfi í Háskól- anum, jafnrétti kynjanna þyrfti að vera á öllum sviðum. Ágúst sagði vilja fjölga konum í stjórnendastöð- um og ábyrgðarstöðum skólans. Launajafnrétti væri meðal akademískra starfsmanna, prófessor- ar með sömu laun, konur sem karlar, dósentar og lektorar. Kynbundinn launamunur væri hins veg- ar í öðrum störfum í skólanum, líkt og á almennum vinnumarkaði. Jón Torfi sagði sérstöðu Háskólans vera mikla, hann væri þjóðskóli, gerði öllum jafnhátt undir höfði og starfræktur af samfélaginu án skóla- gjalda, á grundvelli jafnréttissjónarmiða. Skólinn væri hvarvetna í fararbroddi, hann væri fram- vörður. Jón Torfi sagði það ekki ljóst hvort skólinn stæði undir þessu nafni, enn væri verk að vinna. Uppræta þyrfti alla mismunun og gæta þess að stefnan væri í takt við tíðarandann hverju sinni. Stefnan væri þó til lítils ef henni væri ekki fylgt. Meta ætti og umbuna fólki á grundvelli færni, ekki á grundvelli kynferðis, kynhneigðar eða líkam- legrar fötlunar. Kristín sagði jafnréttismál ekki bara snúast um jafnrétti kynjanna. Í sínum huga væri þetta víð- tækara og snerist um markvissa vinnu til að tryggja að réttindi, laun og þátttaka væru jöfn og óháð kyni, fötlun, kynhneigð, þjóðerni, litarhætti, efnahag og stjórnmálaskoðun. Mikilvægt væri að grípa til aðgerða þar sem jafnrétti ríkti ekki. Gera þyrfti úrbætur með markvissum hætti og viður- kenna vandann ef hann kæmi upp. Sagðist Kristín styðja heilshugar drög að stefnumótun í jafnréttismálum skólans, sem kynnt hefði verið nýlega. Vildi hún beita sér fyrir því að allir fyndu sig velkomna í Háskóla Íslands. Til þess skorti fjármagn til að bæta aðgengi og auka þjónustu við fatlaða nemendur. Spurning fjögur Ágúst sagðist vera andvígur fjöldatakmörkun- um á nemendum við skólann, umfram það sem nú væri. Meginreglan væri sú að fólk með stúdents- próf eða sambærilega menntun ætti kost á há- skólamenntun að eigin vali. Það væri uppgjöf fyrir vilja ungs fólks til menntunar að takmarka fjölda nemenda. Lykillinn að framtíðinni og bættum lífs- kjörum jarðarbúa væri aukin menntun, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Háskóli Íslands ætti framar öllu að vera rann- sóknarháskóli. Í því væri sérstaða hans fólgin. Auka þyrfti rannsóknir með auknu fé beint til rannsókna og auknu fé í rannsóknasjóði. Sagði hann Háskólann ekki hafa verið spurðan álits við samruna Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands ásamt stofnun verkfræði- deildar. Hnýtt hefði verið í verkfræðideild HÍ við þessa sameiningu, bestu deild skólans sem náð hefði afburðaárangri. Hún gæti útskrifað fleiri verkfræðinga en ekkert samráð hefði verið haft við Háskólann við þessa sameiningu. Ágúst sagði þetta sanna áhrifaleysi Háskólans við ákvarðana- töku í ráðuneytum og hjá stjórnmálaflokkum. Enginn flokkur setti málefni Háskólans í fremstu röð og þessu þyrfti að breyta. Jón Torfi sagði Háskólann verða að vera hluta af íslensku samfélagi í heild sinni. Þess vegna væri sífellt verið að breyta kröfum til nemenda og ann- arra starfsmanna. Tók hann sem dæmi að há- skólastúdentum hefði sífellt fjölgað á seinni árum, ekki síst í lok 20. aldar. Háskólinn hefði verið grunnmenntaskóli 20. aldarinnar en strax í upp- hafi 21. aldar væri hann að færast yfir í framhalds- menntunina og rannsóknarstarf í auknum mæli. Jón Torfi sagðist vera andvígur fjöldatakmörk- unum inn í Háskóla Íslands. Framvindukröfur ættu þó að vera ákveðnari í öllum deildum skólans. Ef nemendur stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru til þeirra þegar í skólann væri komið, ættu þeir að snúa sér að öðru. Kristín sagðist ekki vilja skólagjöld, hvorki í grunnnámi né framhaldsnámi. Háskóli Íslands ætti að vera þjóðskóli sem byði alla velkomna sem hefðu áhuga og getu. Þetta væri jafnréttismál. Sanngjarnt væri á móti að gera kröfu til nemenda um að vera virkir í námi. Tekjur skólans byggðust á þreyttum einingum og því væri ljóst að óvirkir nemendur kostuðu fé og illa væri farið með fjár- muni sem fengjust til skólans. Einar sagði að skýr framtíðarsýn um alþjóð- legan rannsóknarháskóla í fremstu röð kallaði á stefnumótaða stjórnun. Ef óskað væri eftir stuðn- ingi stjórnvalda við metnaðarfull markmið ætti skólinn að gera metnaðarfullar kröfur til sjálfs sín. Gera þyrfti alþjóðlegar kröfur til kennara skólans og leggja áherslu á alþjóðlega samkeppnishæft vísindastarf. Íslenskur háskóli hlyti einnig að leggja áherslu á fræðigreinar sem sérstaklega snerta íslenska menningu og náttúru. Kennslumál til endurskoðunar Þegar rektorsefni höfðu svarað spurningunum fjórum gafst þeim tækifæri til nokkurra lokaorða. Jón Torfi var fyrstur og sagði hann samstöðu vera sér efst í huga varðandi Háskóla Íslands. Ná þyrfti góðri samstöðu allra sem að skólanum kæmu. Ágúst sagði kosningarnar snúast um að velja þann einstakling sem væri hæfastur til að leiða starf til eflingar Háskóla Íslands. Hann sagð- ist vilja skapa það umhverfi þar sem starfsfólki og nemendum liði vel og skólinn yrði í forystuhlut- verki. Til þess þyrfti öflugan forystumann. Kristín sagði að í tíð Páls Skúlasonar hefði margt gott verið gert innan skólans og nú þyrfti að halda því starfi áfram. Hún sagði að innan skólans færi fram mikil og metnaðargjörn vinna, stundum langt umfram væntingar. Þessi vinna færi oft fram í hljóði en hún skilaði sér til nemenda og út í þjóðfélagið. Einar sagði að draumarektorinn ætti að eiga sér draum. Hann sagðist hafa mikinn metnað fyrir hönd skólans. HÍ hefði alla burði til að verða fremsti rannsóknarháskóli Norðurlanda. Innan skólans ættu að starfa vísindamenn sem kæmu til greina til Nóbelsverðlauna. Þjóðin þyrfti að hafa öflugan rannsóknarháskóla og skynsam- legt væri fyrir stjórnvöld að fjárfesta í Háskóla Ís- lands. í gær með fjórum prófessorum sem keppast um að verða næsti rektor skólans aukið fé til skólans en ndvígir skólagjöldum Morgunblaðið/ÞÖK Fráfarandi rektor, Páll Skúlason, heilsar léttur í bragði upp á þá prófessora sem keppast um að taka við af honum, þau Einar Stefánsson, Ágúst Ein- arsson, Jón Torfa Jónasson og Kristínu Ingólfsdóttur, við upphaf málfundarins í hátíðarsal HÍ í gær. Sjálft rektorskjörið fer fram 10. mars nk. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 23 PÁLL Skúlason rektor vitnaði í lok ræðu sinn- ar til orða bandarísks rektors í bók frá árinu 1963 um hvernig draumarektorinn ætti að vera. Sagðist hann á stund- um hafa gripið í þessa bók þegar hann hefði verið orð- inn þreyttur í starfinu. Samkvæmt bókinni er þess vænst að háskólarektor sé m.a. vinur stúdentanna, kollegi í deildinni, góður fé- lagi hollvina, traustur stjórnandi háskólaráðsins, góður talsmaður við al- menning, klókur samn- ingamaður við stofnanir og fyrirtæki, stjórnmálamaður gagnvart ríkis- valdinu, vinur atvinnulífsins, sannfærandi diplómat gagnvart þeim sem gefa fé til skól- ans, málsvari menntunar almennt, stuðnings- maður starfsstétta (sérstaklega í lögfræði og læknisfræði), talsmaður gagnvart fjölmiðlum, fræðimaður á eigin forsendum og opinber starfsmaður sem vinnur í þágu ríkis og þjóðar. Draumarektorinn þarf einnig að vera jafn- hrifinn af óperu og fótbolta, heilbrigð mann- eskja, góður eiginmaður og faðir og virkur þátttakandi í kirkjustarfi. Hann þarf að njóta þess að ferðast í flugvélum, borða máltíðir á almannafæri og vera viðstaddur opinbera við- burði. Síðan segir í bókinni: „Enginn getur verið allt þetta og sumum tekst ekki að vera neitt af þessu.“ Mús heima hjá sér en ljón annars staðar Draumarektorinn á einnig að vera ákveðinn en samt mildur, næmur fyrir öðrum, ónæmur fyrir sjálfum sér, horfa til fortíðar og fram- tíðar en standa samt föstum fótum í nútíðinni, vera bæði hugsjónaríkur og raunsær, alúðleg- ur en samt íhugull, þekkja verðgildi dollarans og vera meðvitaður um að ekki er hægt að kaupa hugmyndir. Jafnframt þarf hann að vera óhræddur við að gagnrýna ástandið eins og það er, leitandi sannleikans þar sem sannleikurinn er ekki of sár, vera óspar á opinberar yfirlýsingar þegar þær koma sér ekki illa fyrir hans eigin stofn- un. Loks á hann að vera eins og mús heima hjá sér en eins og ljón annars staðar. Hvernig á drauma- rektorinn að vera? 1. Fjárveitingar til Háskólans á hvern nem- anda hafa lækkað að raungildi frá árinu 1999 þegar reiknilíkan var tekið upp. Bágur fjárhagur er ein helsta ógnunin við faglega þróun skólans. Hvernig vilt þú vinna að því að styrkja fjárhagsstöðu Háskólans og bæta vinnuskilyrði og kjör félagsmanna FH og FP? 2. Staða háskóladeildanna og stofnana þeirra í stjórnskipulagi Háskólans og tengsl eða tengslaleysi akademískra starfs- manna við stjórnsýslu skólans hafa verið til umræðu að undanförnu. Hverju viltu breyta í stjórnskipulagi eða stjórnsýslu skólans? 3. Jafnréttismálin hafa verið talsvert til umræðu innan Háskólans á undanförnum misserum. Hvað eru jafnréttismál að þínu mati og hvernig viltu beita þér í jafnrétt- ismálum innan skólans? 4. Því hefur verið haldið fram að til að efla Háskólann sem rannsóknarháskóla er standist alþjóðlegan samanburð þurfi að gera auknar kröfur til nemenda og kenn- ara/sérfræðinga um inntöku eða ráðningu og faglega framvindu. Hver er afstaða þín til þessa og hverju vilt þú beita þér fyrir? Fjórar spurn- ingar til rektorsefna Páll Skúlason flutti ávarp við upphaf málfundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.