Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Skákúrslit | Tómas Veigar sigraði á 10 mínútna móti Skákfélags Akureyrar sem fram fór um helgina, hlaut 4,5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Sigurður Ei- ríksson, einnig með 4,5 vinninga, og í þriðja sæti varð Haki Jóhannesson með 4 vinn- inga. Mótið var nokkuð jafnt, en reikna þurfti í nokkrum tilfellum stig til að skilja á milli manna. Gylfi Þórhallsson sigraði í jan- úarhraðskákmótinu í síðustu viku, hlaut 15 vinninga af 18 mögulegum. Þór Valtýsson og Unnar Þór Bachmann urðu jafnir í 2.–3. sæti með 11 vinninga. Næsta mót er minn- ingarmótið um Jón Björgvinsson, en það fer fram helgina 11.–13. febrúar nk. Hægt er að skrá sig, og skoða skráða þátttakendur á heimasíðu félagsins, www.skakfelag.is. Blaðamannaverðlaun | Birgir Guð- mundsson flytur fyrirlestur á félagsvís- indatorgi í dag, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 12, í stofu L201 á Sólborg. Hann nefnist: Á að verðlauna blaðamenn? Tilkynnt verður nú á laugardag hverjir hafa hlotið blaða- mannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands. „Samkeppnin er hörð enda mikið um vand- aðar og góðar umfjallanir í íslenskum fjöl- miðlum á liðnu ári, sem sýnir – öfugt við það sem oft er haldið fram – að fjölmiðlar fjalla almennt af vandvirkni og metnaði um um- fangsmikil og erfið fréttamál, s.s. fjölmiðla- mál, forsetamál og líkfundamál,“ segir í frétt um fyrirlesturinn en Birgir mun fjalla um verðlaunin ogmikilvægi þeirra fyrir ís- lenska fjölmiðlun. Birgir Guðmundsson er aðjunkt við Félagsvísinda- og lagadeild Há- skólans á Akureyri. Birgir var í tæp 20 ár blaðamaður og starfaði ýmist sem ritstjóri eða fréttastjóri á Tímanum, Degi og DV. Samhygð | Séra Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju verður gestur á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á fimmtudagskvöld, 11. febrúar. Fundurinn verður í safnaðarsal Akureyrarkirkju og hefst kl. 20.30.          Ferðakynning | Ferðafélag Akureyrar efnir til kynningar á nýjum ferðabæklingi á þeim ferðum sem farnar verða á vegum fé- lagsins nú í ár. Kynningin verður í Íþrótta- höllinni við Skólastíg, 2. hæð á mið- vikudagskvöld, 9. febrúar og hefst kl. 20. Aðgangseyrir er 500 kr. Akureyri | „Hún vakti rosalega mikla at- hygli,“ segir Margrét Magnúsdóttir sem á öskudaginn árið 1966, þá 10 ára gömul, hélt niður í bæ ásamt öskudagsliði sínu klædd í kápu sem móðir hennar, Kristín Hólmgríms- dóttir, saumaði handa henni. Kápan, sem gengur undir nafninu Morgunblaðskápan, er eins og nafnið gefur til kynna gerð úr Morg- unblaðinu. „Mamma hefur lagt mikið upp úr þessum saumaskap, tekið gamalt lak eða sængurver og penslað það með hveitilími og lagt svo úrklippur úr blaðinu yfir og síðan sniðið kápuna,“ segir Margrét. Kraginn var svo úr snjóbuxnaefni og loks voru tölur úr gamalli flík af móðurinni settar í. Með fylgdi svo þessi fíni hattur og þá var allt tilbúið. „Það hefur eflaust verið þó nokkuð verk að búa þetta til, en á þessum árum var ekki hægt að fara út í búð og kaupa grímubún- ing, það var allt saumað heima og hug- myndaflugið látið ráða,“ segir Arndís systir hennar, en þær reka saman verslunina List- fléttuna í miðbæ Akureyrar. Þær voru í óða önn síðdegis í gær að setja sælgæti í poka, enda eiga þær von á fjölda barna í heimsókn og eins gott að vera viðbúinn öllu. Hafa sæl- gætispokana til þegar öskudagsliðin byrja að streyma syngjandi inn í búðina. Þriðja syst- irin og sú yngsta, Þórey, naut líka góðs af Morgunblaðskápunni, en þær notuðu hana allar, ár eftir ár. „Það var mjög mikið lagt upp úr öskudeg- inum,“ rifja þær systur upp. Krakkarnir komu sér saman um hverjir ætluðu að vera saman í liði og svo var byrjað að æfa, „það var alltaf æft í að minnsta kosti hálfan mán- uð, það var engin smáræðis alvara á bak við þetta,“ segir Arndís og setur þrist og sleikjó því nokkur blaðanna eru með þeirri dagsetn- ingu. Í einni fréttanna segir frá bítla- hljómsveitinni Engir frá Akureyri, sem leggja ætli land undir fót og trylla lýðinn í höfuðborginni með leik sínum. Í þessari ágætu sveit voru Haukur Ingi- bergsson, Egill Eðvarðsson, Reynir Adolfsson og Júlíus Fossberg. í poka, en ljósmyndarinn fær karamellu. „Pabbi vann í mjólkursamlaginu og við skunduðum auðvitað þangað til að syngja fyrir hann. Það leið ekki á löngu þar til vinnufélagar hans höfðu hópast að mér, allir að lesa fréttirnar í blaðinu,“ segir Margrét. Leiða má að því líkur að móðir þeirra hafi farið að undirbúa verkefnið 4. janúar 1966, Grófu upp nær 40 ára gamlan öskudagsbúning sem systurnar notuðu allar Morgunblaðskápan vakti alltaf umtalsverða athygli Morgunblaðið/Kristján Öskudagsbúningur Systurnar Margrét og Arndís Magnúsdætur með Morgunblaðskápuna, hattinn fína og fullt af öskudagsnammi fyrir daginn í dag. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu úrslitin send í símann þinn Seltjarnarnes | Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness, afhenti Geirjóni Þórissyni, yf- irlögregluþjóni hjá lögreglunni í Reykjavík, á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt lögreglu- umdæmi. Þetta eru þeir Ingimundur Helgason og Sæmundur Pálsson og voru þeir viðstaddir afhendinguna ásamt núverandi varðstjóra lög- reglustöðvarinnar á Eiðistorgi, Eiði Eiðssyni. Þeir Ingimundur og Sæmundur störfuðu á Seltjarnarnesi í samtals rúmlega 50 ár og eru mörgum íbúum bæjarins minnisstæðir og kærir fyr- ir vel unnin störf og alúðlega fram- komu við Seltirninga. Í máli bæj- arstjóra kom fram að Seltirningar hefðu í gegnum tíðina notið þess að hafa góða lögregluþjóna og væri þeirra gjarnan sárt saknað er þeir létu af störfum. Geirjón Þórisson þakkaði fyrir framtakið og sagði ánægjulegt þeg- ar samskipti lögreglu og borgara gengju eins vel og verið hefði á Sel- tjarnarnesi. Hann sagði að mynd- irnar yrðu varðveittar á lögreglu- stöðinni á Eiðistorgi þar sem þær myndu sóma sér vel sem minnis- varði í sögu löggæslu í landinu. Myndir afhentar Frá vinstri eru Eiður Eiðsson, Ingimundur Helgason, Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri, Sæmundur Pálsson og Geirjón Þór- isson sem tók við myndunum. Lögreglumenn í rúmlega 50 ár Mosfellsbær | Félagsmiðstöðin Mosskeggur, félagsmiðstöð fyrir fatlaða í Mosfellsbæ, hefur tekið til starfa. Mosskeggur er til húsa í félagsmiðstöðinni við Varmárskóla og verður framvegis opin milli 19 og 22 á fimmtudagskvöldum. Að sögn Eddu Davíðsdóttur, tómstundafulltrúa hjá Mosfellsbæ, var ákveðið að hittast yfir kaffi og kökum í gærkvöld og kynna starf- semina. Skort hefur félagsmiðstöð fyrir fatlaða í bænum og hafa þeir einstaklingar sem sóst hafa eftir m.a. heimsótt Hitt húsið í Reykja- vík tvisvar í viku. Að sögn Helgu Pálínu Sigurð- ardóttur, sem haldið hefur hug- myndinni á lofti um opnun fé- lagsmiðstöðvar, hefur hún staðið í bréfaskrifum við Ragnheiði Rík- harðsdóttur bæjarstjóra um málið um allnokkurt skeið. Hugmyndin hafi kviknað fyrir 2–3 árum, en 14. janúar sl. dró til tíðinda þegar hún fór á fund Ragnheiðar og samþykkt var að opna fé- lagsmiðstöð fyrir fatlaða í húsa- kynnum félagsmiðstöðvarinnar við Varmárskóla. Helga Pálína er með Williams Syndrome og hefur sjálf sótt fé- lagsstarf í Hinu húsinu. „Mér fannst ekki réttlátt að heilbrigðir og gamalt fólk ættu fé- lagsmiðstöðvar en fatlaðir ekki,“ segir Helga Pálína, sem sagðist myndu sjá til þess að Mosskeggur væri kominn til að vera. Morgunblaðið/Þorkell Ný miðstöð Helga Pálína Sigurðardóttir hugmyndasmiður, Edda Ragna Davíðsdóttir tómstundafulltrúi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri. Mosskegg- ur tekur til starfa Grafarvogur | Umhverfisráð Reykjavíkurborgar frestaði því á fundi sínum á mánudag að taka af- stöðu til tillögu Kjartans Magnús- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, að leitað verði leiða til að opna að nýju móttöku- og endur- vinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi sem lokað var nýverið. Ráðið samþykkti bókun þar sem lýst er áhyggjum af lokun stöðvarinnar. Í greinargerð með tillögu Kjart- ans Magnússonar segir að óviðun- andi sé að loka einu móttöku- og end- urvinnslustöðinni í Grafarvogs- hverfinu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Kjartan hafa fengið kvartan- ir frá íbúum sem að meðtöldum íbú- um í Grafarholtshverfinu eru um 25 þúsund. Telur hann það skjóta skökku við að loka stöðinni á sama tíma og borgarbúar séu hvattir til að skila úrgangi til endurvinnslustöðva. Segir borgarfulltrúinn að stöðin við Sævarhöfða sem íbúum hverfisins er vísað á anni illa auknu álagi auk þess sem aðkoman að stöðinni sé ekki greið. Næsti fundur umhverfisráðs er ráðgerður á mánudag. Áhyggjur af lokun endurvinnslustöðvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.