Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 17
ERFIÐARA verður fyrir marga út- lendinga að fá atvinnu- og dval- arleyfi í Bretlandi samkvæmt áætl- un sem breska stjórnin hefur kynnt. Talið er að málefni innflytjenda og hælisleitenda verði á meðal helstu deilumálanna í þingkosning- um sem búist er við að verði haldn- ar í Bretlandi eftir þrjá mánuði. Íhaldsflokkurinn sagðist í síðasta mánuði ætla að setja þak á fjölda þeirra sem fá hæli í Bretlandi kæmist hann til valda í kosning- unum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst vera andvígur því að settur yrði slíkur kvóti á fjölda innflytjenda. „Hvort fjöldi þeirra, sem setjast hér að, eykst eða minnkar á milli ára á að ráðast af þörfum landsins,“ sagði Blair í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC. Samkvæmt áætlun stjórnarinnar verður auðveldara fyrir sérmenntað fólk – svo sem lækna, hjúkrunar- fræðinga og kennara – en ófaglært fólk að fá atvinnu- og dvalarleyfi í Bretlandi. Charles Clarke, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði þegar hann kynnti áætlun stjórnarinnar á þinginu á mánudag að tekið yrði upp punktakerfi við mat á því hverjir ættu að fá landvistarleyfi. Verður þá m.a. tekið tillit til mennt- unar umrædds innflytjanda. „Við ætlum að koma á kerfi, sem tekur mið af fagkunnáttu, hæfileikum og getu þeirra, sem vilja dvelja og starfa hér á landi, tryggja að þegar þeir koma hingað hafi þeir fengið störf og að þeir geti lagt af mörkum til efnahagsins,“ sagði Clarke. Ráðherrann bætti við að stefnt væri að því að koma þessu kerfi á ekki síðar en árið 2008. Allir sem fengju dvalarleyfi þyrftu að gang- ast undir próf í ensku og tekin yrðu fingraför þeirra. Þá vill stjórnin að allir innflytjendur fái persónuskil- ríki. Clarke sagði ættingjar útlend- inga, sem fengju dvalarleyfi í Bret- landi, fengju ekki sjálfkrafa rétt til setjast þar að. Hvað hælisleitendur varðaði fengju flóttamenn aðeins tímabundið dvalarleyfi fyrstu fimm árin. Þeir fengju síðan varanlegt hæli að þeim tíma liðnum að því til- skildu að ástandið í heimalöndum þeirra hefði ekki batnað. Keppni milli flokkanna? Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að tveir af hverjum þremur Bretum séu óánægðir með frammi- stöðu stjórnarinnar í málefnum inn- flytjenda. Sir Bill Morris, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, gagnrýndi tillög- urnar og sagði að svo virtist sem Verkamannaflokkurinn og Íhalds- flokkurinn væru farnir að keppa um hvor þeirra væri með harðari stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Habib Rahman, framkvæmda- stjóri samtaka innflytjenda í Bret- landi, sagði að tillögur stjórnarinn- ar væru slæmar fyrir efnahag landsins. „Lítið atvinnuleysi er hér í Bret- landi og við þurfum nauðsynlega að geta keppt á heimsmarkaði um besta vinnuaflið, hvort sem það er með mikla eða litla fagmenntun.“ Innflytjendur með ráðningar- samninga fái atvinnuleyfi Stjórn Sósíalistaflokksins á Spáni hefur hafið herferð sem miðast að því veita um það bil hálfri milljón ólöglegra innflytjenda dvalar- og atvinnuleyfi í landinu. Samkvæmt áætlun stjórnarinnar þurfa innflytjendurnir að vera með ráðningarsamninga og að hafa starfað í landinu í a.m.k. hálft ár. Þá þurfa þeir að sanna að þeir hafi skráð sig hjá spænskum yfirvöldum og að þeir séu ekki á sakaskrá. Frestur fyrirtækja til að leggja fram ráðningarsamninga rennur út 7. maí. Fyrirtæki, sem ráða inn- flytjendur án atvinnuleyfis, eiga yf- ir höfði sér sekt að andvirði allt að 60.000 evra, sem samsvarar 4,8 milljónum króna, á dag á hvern starfsmann.Talsmenn samtaka, sem berjast fyrir réttindum flóttafólks, hafa gagnrýnt áætlunina og segja að stjórnin vanræki þá innflytjend- ur sem búa við erfiðustu aðstæð- urnar, til að mynda flóttafólk frá Afríku og stríðshrjáðum löndum. Margir þeirra geti ekki aflað nauð- synlegra gagna og séu jafnvel ekki með vegabréf. Talið er að um millj- ón manna sé á Spáni án dvalarleyf- is. Flestir þeirra eru frá Ekvador, Kólumbíu, Rúmeníu, Marokkó, Argentínu, Búlgaríu og Úkraínu. Á ári hverju reyna þúsundir manna að komast til Spánar frá Norður- og Vestur-Afríku. Breska stjórnin hyggst herða innflytjendalög London, Madrid. AFP. Stjórn Spánar ætlar að veita allt að hálfri milljón ólöglegra innflytjenda dvalar- og atvinnuleyfi HOLLENSKA stjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að allir sem vilja flytjast bú- ferlum til Hollands þurfi fram- vegis að standast eins konar „að- lögunarpróf“, þ.e. standast kröfur um tungumálakunnáttu og taka próf í hollenskri menningu og siðum. Kynningarmyndband fyrir væntanlega innflytjendur hefur verið framleitt í tengslum við lagasetninguna en þar er um- sækjendum gerð grein fyrir helstu þáttum hollenskrar menn- ingar; er m.a. lögð áhersla á sögu landsins og siði og jafnframt út- skýrt að í þessu sextán milljón manna samfélagi sé löng hefð fyrir því að taka við innflytj- endum. „En mótmæli gegn þeim fjölda útlendinga sem hér búa hafa færst í aukana,“ segir síðan í myndbandinu en sem kunnugt er hefur spenna farið vaxandi í sam- skiptum múslíma og kristinna í Hollandi í kjölfar morðanna á stjórnmálamanninum Pim Fort- uyn og kvikmyndagerðarmann- inum Theo Van Gogh. Gert er ráð fyrir að um fjórtán þúsund manns muni árlega und- irgangast aðlögunarprófin svo- nefndu, einkum frá Tyrklandi, Marokkó og Surinam. Vænt- anlegir innflytjendur myndu fyrst þurfa að standast stutt tungu- málapróf í gegnum símann, sem tölva mun sjá um, og síðan myndu þeir þurfa að taka próf í hollenskri sögu og siðum í sendi- ráðum landsins á erlendri grundu. Áhugasamir munu geta tekið prófið eins oft og þeir vilja en þurfa að greiða 350 evrur í hvert sinn, um 28 þúsund ísl. kr. Íbúar Evrópusambandsríkjanna verða undanþegnir þessum kröfum skv. lögunum, eins og Íslendingar, Svisslendingar, Norðmenn, Kan- adamenn, Bandaríkjamenn, Ástr- alir, Ný-Sjálendingar og Japanar. Innflytjendur í Hollandi standist „aðlögunarpróf“ Haag. AFP. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 17 ERLENT ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leið- togi Palestínumanna, lýstu í gær yf- ir, að átökum síðustu fjögurra ára, sem kostað hafa um 4.700 mannslíf, væri lokið. Kváðust þeir vona, að nýr tími friðar væri að renna upp í Mið-Austurlöndum. „Við höfum orðið ásáttir um að binda enda á allt ofbeldi, gegn Ísr- aelum og gegn Palestínumönnum,“ sagði Abbas á fréttamannafundi en fundur þeirra Sharons var haldinn í egypska bænum Sharm el-Sheikh við Rauðahafið. Undir það tók Sharon, sem sagði, að á þessum degi hefðu Ísraelar og Palestínu- menn ákveðið að vinna saman að betri framtíð „og friði í Mið-Aust- urlöndum“. Hann varaði þó við því, að um væri að ræða tækifæri, sem auðveldlega gæti farið forgörðum. „Öfgaöflin“ vildu gjarnan koma í veg fyrir frið. Sharon staðfesti einnig, að til að auka traust milli Ísraela og Palest- ínumanna myndi ísraelskt herlið fara frá fimm borgum á Vestur- bakkanum á næstu þremur vikum auk þess sem hundruðum palest- ínskra fanga yrði sleppt. Þá ítrekaði hann, að allar gyðingabyggðir á Gaza yrðu lagðar af og fjórar á Vesturbakkanum. Á heimboð hjá Sharon Fundur þeirra Sharons og Abbas er fyrsti leiðtogafundur Ísraela og Palestínumanna í meira en fjögur ár og Raanan Gissin, talsmaður Sharons, upplýsti, að Sharon hefði boðið Abbas til sín á búgarð sinn í Ísrael. Virtist fara mjög vel á með leiðtogunum á fundinum en hann sátu einnig þeir Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, og Abdullah II, konungur Jórdaníu. Kom það fram hjá Ahmed Abdul Gheit, utan- ríkisráðherra Egyptalands, að sendiherrar Egyptalands og Jórd- aníu í Ísrael myndu snúa þangað aftur á næstunni. Voru þeir kallaðir heim til að mótmæla hernaði Ísr- aela gegn Palestínumönnum. Þrátt fyrir bjartsýnina, sem á fundinum ríkti, sneiddu leiðtogarnir hjá ýmsum erfiðum ágreiningsefn- um, eins og til dæmis um landa- mæri væntanlegs ríkis Palest- ínumanna og palestínska flótta- menn. „Besta tækifærið“ Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í París í gær, að Ísraelar og Palestínumenn hefðu nú „besta tækifærið“ í langan tíma til að semja um sátt sín í milli. Sagði hún, að Bandaríkjastjórn myndi gera allt til að hjálpa þeim á þessari braut en Rice átti tveggja daga viðræður við þá Sharon og Abbas nú í vikubyrjun. Ýmsir þjóðarleiðtogar og aðrir frammámenn fögnuðu í gær yfirlýs- ingu þeirra Sharons og Abbas sem upphafi nýs tíma í Mið-Austurlönd- um en talsmaður Hamas-hreyfing- arinnar sagði, að hún væri óbundin af yfirlýsingu palestínsku heima- stjórnarinnar. Sagði hann, að Hamas myndi meta afstöðuna til vopnahlésins út frá aðgerðum Ísr- aela. Nýtt fyrirheit um frið í Mið-Austurlöndum Ariel Sharon og Mahmoud Abbas lýsa yfir vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna á leiðtogafundi og lofa því að vinna saman að betri framtíð Sharm el-Sheikh. AP, AFP. Reuters Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, takast í hendur á fundi sín- um í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í gær. Þar ákváðu leiðtogarnir að binda enda á blóðug átök síðustu ára. AÐ minnsta kosti 29 manns biðu bana í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær, þar af minnst fimmtán í sjálfsmorðsárás í Bagdad. Samtök sem lúta forustu Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis lýstu tilræðinu í Bagdad á hendur sér. Atburðurinn átti sér stað við her- stöð í vesturhluta Bagdad. AFP- fréttastofan hafði eftir embættis- manni að tilræðismaðurinn hefði komið sér fyrir í hópi fólks við inn- gang herstöðvarinnar. Tveir íraskir hermenn hefðu fallið og þrettán óbreyttir borgarar, sem þarna voru saman komnir til að skrá sig í her- inn. Í annarri árás sátu vopnaðir skæruliðar fyrir bílalest íraska stjórnmálamannsins Mithal al-Alusi í Vestur-Bagdad og drápu tvo syni hans. Á mánudag dóu a.m.k. 25 í árásum manna Zarqawis í borg- unum Mosul og Baquba. Fjórir Egyptar sem teknir voru í gíslingu í Bagdad á sunnudag eru hins vegar lausir úr prísundinni. Réðust bandarískir og íraskir her- menn til inngöngu í vígi mannræn- ingjanna og leystu þar tvo Egypt- anna úr haldi, hinum tveim tókst hins vegar að flýja. Einn mannræn- ingjanna er í haldi, að sögn emb- ættismanna. Reuters Mohammed al-Saadi og Sayed Shaaban, Egyptar sem rænt var í Írak, voru frelsinu fegnir í gær. Minnst 29 féllu í Írak Fjórir Egyptar lausir úr haldi mannræningja Bagdad. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.