Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók við nýju kennsluefni sem nefnt er SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) fyr- ir hönd grunnskóla landsins á Al- þjóðlega netöryggisdeginum sem haldið var upp á í 27 löndum í gær. Kennsluefni SAFT er unnið á vegum Heimilis og skóla – lands- samtaka foreldra og er hannað til að aðstoða og styðja kennara við að fræða nemendur um örugga og ábyrga notkun á Netinu. Sam- kvæmt upplýsingum Heimilis og skóla er búist við að SAFT verði notað í upplýsingatæknikennslu en einnig að það nýtist við almenna kennslu, þar sem farið er yfir þætti á borð við leitartækni, heimilda- gagnrýni og fleira. Ráðherra tók við SAFT-kennslu- efninu við hátíðlega athöfn í Hlíða- skóla sem Heimili og skóli hafði veg og vanda af. Fjallað um eðli Netsins Kennsluefni SAFT var útbúið í samstarfi sjö aðila í fimm löndum í SAFT-verkefninu sem unnið var 2002–2004. Starfsfólk Námsgagna- stofnunar fór yfir íslensku útgáfuna og verður henni dreift í möppu sem inniheldur geisladisk með efninu ásamt kennsluleiðbeiningum. Kennslueiningarnar eru fimm talsins og í stuttu máli er byrjað á umfjöllun um Netið, eðli þess og hvernig best sé að leita að upplýs- ingum. Því næst er farið yfir heim- ildagagnrýni og bent á hvað þurfi að skoða til að vera viss um að upp- lýsingarnar sem náð er í séu réttar og rætt um höfundarétt. Því næst er farið yfir hvað séu persónulegar upplýsingar sem ekki er óhætt að gefa upp á spjallrásum, sem og ýmsar hættur sem þar kunna að leynast. Því næst er farið í heimaverkefni sem ætlast er til að foreldrar vinni með börnum sínum. Þar er listi með 15 heilræðum sem raða skal upp eftir mikilvægi þeirra. Að lokum gefur að líta myndræna framsetn- ingu á tölvusamskiptum þar sem börnin eru beðin um að ráðleggja netvini um hvað gera skuli í til- teknum aðstæðum. Lokaverkefni er samningur um notkun Netsins sem barnið, foreldrar og kennari skrifa undir. Heimili og skóli hafa einnig tekið að sér að vinna verkefni um örugga netnotkun barna og unglinga á Ís- landi. Verkefnið er unnið innan ramma Safer internet Action-áætl- unar ESB og er samningsaðili þess menntamálaráðuneytið sem hefur falið Heimili og skóla að annast út- færslu verkefnisins sem á að ljúka 1. október 2006. Þá var í gær hleypt af stokkunum sögusamkeppni í þátttökulöndunum 27 hjá 9–16 ára grunnskólanemum. Tilgangur keppninnar er að fá full- orðna og börn til að ferðast saman um Netið og gera þar uppbyggilega hluti jafnhliða því að örva sköp- unargleði og ímyndunarafl. Nýtt netkennsluefni afhent á Alþjóðlega netöryggisdeginum 8. febrúar Börnum kennd ábyrg netnotk- un með SAFT-kennsluefninu Morgunblaðið/Þorkell Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók við fyrsta eintaki SAFT úr hendi Maríu Kristínar Gylfadóttur, formanns Heimilis og skóla. TENGLAR ..................................................... www.saft.is FORSÆTISNEFND Vestnorræna ráðsins hefur samþykkt að ráða Þórð Þórarinsson framkvæmda- stjóra ráðsins frá og með 15. febr- úar nk. Þórður Þór- arinsson er 37 ára og hefur undanfarin tvö ár starfað fyrir upplýsingadeild Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefnd- arinnar. Hann hefur lokið BA-prófi í stjórnmálafræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla og vinnur nú að lokaritgerð til meistaraprófs frá sama skóla. Þórður tekur við starf- inu af Ernst S. Olsen, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri undanfarin fjögur ár. Nýr fram- kvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins Þórður Þórarinsson Í TILEFNI af öskudeginum er börnum boðið frítt í Smárabíó í dag kl. 13 á meðan húsrúm leyfir. Sýnd- ar verða nokkrar barnamyndir sem hægt er að velja á milli. Myndirnar sem sýndar verða eru; Grettir, Búi og Símon, Pétur Pan og Dogeball. Fram að bíósýningunni geta börnin fengið andlitsmálun í boði No- Name-skólans. Börnum boðið í Smárabíó ÍSLENSKA óperan og Landsbank- inn hafa gert með sér samstarfs- samning um fjárstuðning bankans við uppsetningu Óperunnar á verk- inu Tosca eftir Puccini, sem verður frumsýnt á föstudaginn, 11. febr- úar. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri innsigluðu samninginn á blaðamannafundi í gær. Bjarni vill ekki tjá sig um stærð samningsins, enda sé erfitt að meta fjárhæðina. „Samningurinn er þannig samansettur. Hann gerir ráð fyrir fjárframlagi bankans og mótframlagi okkar í formi kynn- ingar, en inni í honum er líka kynn- ing á Óperunni sem Landsbankinn stendur fyrir, í auglýsingum frá sér. Það er nýtt fyrir okkur,“ segir hann. Framlög að aukast Spurður um þýðingu samnings- ins fyrir Íslensku óperuna segir Bjarni hana vera geysimikla. „Það er í rauninni lykilatriði í rekstri Óperunnar, að hafa gott samstarf við önnur fyrirtæki atvinnulífsins. Íslenska óperan er sjálfseignar- stofnun sem varð til að frumkvæði tónlistarfólks, með stuðningi at- vinnulífsins, og frá byrjun hefur verið gert ráð fyrir því að framlög fyrirtækja nemi um 10% af rekstr- artekjum Óperunnar,“ segir hann. „Við höfum kannski ekki náð því hlutfalli að undanförnu, en umræða um kostunarsamstarf hefur verið á fljúgandi ferð síðustu ár og við er- um vongóð um að ná þessu hlutfalli senn.“ Bjarni segir að samningum af þessu tagi hafi fækkað mjög veru- lega, en þeir hafi stækkað að sama skapi. „Fyrir fimm árum vorum við með 40–50 litla samninga, sem gengu í reynd út á að senda gíró- seðla einu sinni á ári. Síðan hefur þetta færst yfir í formlega samn- inga, þar sem fjallað er um framlag og mótframlag. Ég hygg að við séum komin niður í tíu slíka,“ segir Bjarni. Færri en stærri stuðningsaðilar Hann segir að Óperan sé alltaf opin fyrir fleiri samningum af þessu tagi, „en hins vegar verður að taka tillit til þess, að þótt starf- semi okkar sé töluvert umfangs- mikil erum við ekki í fréttum á hverjum degi. Við viljum gjarnan að það séu færri en stærri stuðn- ingsaðilar, því þá fá allir meira út úr samstarfinu en ella. Í svona samningagerð felst gífurleg vinna og eins er ákveðin hætta á að stuðn- ingsaðilinn týnist, ef upptalningin er of löng.“ Undanfarið misseri hefur Óperan gert kostunarsamninga um einstök verkefni, frekar en starfsemina í heild. „Það hefur að mörgu leyti skilað okkur betri árangri en hitt, en óskir kostunaraðilanna eru allt- af mismunandi,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart Rætt um sönginn að lokinni undirskrift: Halldór J. Kristjánsson, Björgólfur Guðmundsson, Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans, Bjarni Daníelsson og sjálf Tosca sem leikin er af Elínu Ósk Óskarsdóttur. Landsbankinn og Íslenska óperan gera með sér sam- starfssamning um stuðning við uppsetningu á Toscu Lykilatriði í rekstri Íslensku óperunnar KRISTÍN Snæfells höfundur bókarinnar Sporin í sandinum, sem út kom fyrir jólin 2003, af- henti í gær forsvarsfólki Dyngj- unnar, áfangaheimilis fyrir kon- ur sem lokið hafa áfengis- meðferð, 800 þúsund krónur að gjöf, en peningarnir eru ágóði af sölu bókarinnar. „Þær trúðu bara ekki sínum eigin augum, að þetta hefði komið út úr bók sem ég gaf út sjálf og skrifaði sjálf og gerði sjálf og fékk þetta allt á krít,“ segir Kristín um viðtök- urnar, þegar hún afhenti pen- ingana í gær. Kristín var upphafsmaður að stofnun Dyngjunnar. „Ég hringdi upphaflega í fjórar kon- ur og spurði hvort þær vildu koma með mér í þetta.“ Félagið var stofnað 1. mars 1987 og hét þá Líknarfélagið K.O.N.A.N. Í júní sama ár ákvað borgarráð að kaupa hús undir starfsemi félagsins. Fyrir valinu varð hús í Snekkjuvogi þar sem heimilið er enn til húsa, en starfsemin hófst í apríl 1988. Í húsinu er aðstaða fyrir 14 konur sem dvelja þar frá þrem- ur upp í níu mánuði. Hver þeirra greiðir húsaleigu og fyrir hálft fæði á meðan á dvölinni stendur, auk þess sem ýmsir að- ilar hafa í gegnum tíðina styrkt starfsemina með framlögum. Alls hafa 750 konur leitað til Dyngjunnar frá því heimilið tók til starfa. Að sögn Kristínar er þó nokk- uð af útistandandi greiðsluseðl- um sem sendir voru fólki með bókinni Sporin í sandinum og vill hún brýna fyrir fólki sem hefur týnt eða gleymt seðlinum að hægt er að greiða fyrir bók- ina í Minningarsjóð Dagmeyjar, nefndur eftir langömmu hennar, sem stofnaður var í kringum út- gáfu bókarinnar. Reikningurinn er í KB bamka nr. 313, höfuðbók 26 og reikningsnúmerið 3770. Þá geta áhugasamir pantað bókina á heimasíðunni, www.- kristinsnaefells.com. Gaf 800 þúsund til Dyngjunnar Morgunblaðið/Þorkell Kristín Snæfells afhendir Eddu V. Guðmundsdóttur, forstöðukonu Dyngjunnar, körfu fulla af tvö og fimm þúsund króna seðlum og blómum. Hluti stjórnar Dyngjunnar fylgist með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.