Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 22
Kennarar, nemendur og aðrir starfs-menn Háskóla Íslands fjölmenntu í há-tíðarsalinn í gær á opinn málfund semFélag prófessora (FP) og Félag há- skólakennara (FH) efndu til með fjórum rektors- efnum. Kosning fer fram 10. mars næstkomandi og í kjöri eru prófessorarnir Ágúst Einarsson í viðskipta- og hagfræðideild, Einar Stefánsson í læknadeild, Jón Torfi Jónasson í uppeldis- og menntunarfræði og Kristín Ingólfsdóttir í lyfja- fræðideild. Í upphafi fundarins flutti Páll Skúlason, fráfar- andi rektor, ávarp. Páll rakti þau markmið sem skólinn hefði sett sér með sérstakri aðgerðaáætl- un árið 2001, þ.e. að gera HÍ að enn öflugri rann- sóknarháskóla, auka fjölbreytni náms og efla al- þjóðleg samskipti og bæta starfsskilyrði í háskólasamfélaginu. Páll sagði ágætlega hafa gengið að framfylgja þessu en eitt helsta verkefni nýs rektors væri að leiða nýja áætlun til næstu fimm ára. Úttekt á skólanum sýndi að hann væri á fullri ferð við að byggja upp öflugan rannsókn- arháskóla, á fáum árum hefði nemendum í rann- sóknarnámi fjölgað úr 100 í 1.500 og starfsskilyrði verið bætt á sumum stöðum, m.a. með Öskju, og að framkvæmdir við Háskólatorg myndu hefjast innan tíðar. Slagsmál við ríkisvaldið Páll sagði stjórnskipulagið hafa tekið breyting- um, deildir skólans hefðu fengið aukið sjálfstæði og aukna ábyrgð en mikilvægasta breytingin væri stofnun svonefnds háskólafundar, samráðs- og stefnumótunarvettvangs háskólasamfélagsins. Fundurinn hefði ekki skipað sér nógu góðan sess og þar væri brýnt verkefni fyrir nýjan rektor að bæta úr. Varðandi jafnréttismál sagði Páll mikið hafa áunnist í Háskólanum en enn mætti gera betur. Tekist hefði að fjölga konum í hópi kennara úr 20% árið 1997 í 29% árið 2004. Hlutfallslega hefði orðið mest fjölgun kvenna meðal prófessora skól- ans, úr 6% í 14%. Páll sagði skólann njóta trausts meðal nemenda og þjóðarinnar allrar en mörg brýn úrlausnarefni biðu nýs rektors. Mikilvægt væri að auka fjárveitingar til kennslu vegna fjölg- unar nemenda, launastikuna þyrfti að leiðrétta, fjárveitingar til rannsókna þyrftu að verða jafnhá- ar fjárveitingum til kennslu með árangurstengd- um rannsóknasamningi og bæta þyrfti aðstöðu í skólanum, ekki síst fyrir meistara- og doktors- nema. Þá sagði Páll það vera „lífsnauðsynlegt“ að fá auknar heimildir til fjáröflunar. Það væri „óþol- andi“ fyrir skólann að geta ekki aflað tekna til að standa undir rekstrinum. Þetta væri búið að margítreka við stjórnvöld en ekki með miklum ár- angri. „Þetta eru slagsmál við ríkisvaldið sem við þurf- um að halda áfram og sífellt að rökræða við menntamálaráðherra og starfsmenn í mennta- málaráðneytinu,“ sagði Páll og beindi orðum sín- um til rektorsefnanna. Fjórar spurningar voru síðan lagðar fyrir rekt- orsefnin af fundarstjóra, Önnu Agnarsdóttur dós- ent, fyrir hönd aðstandenda fundarins. Þær eru birtar sérstaklega hér í opnunni en rektorsefnin fengu fimm mínútur hvert til að svara spurning- unum. Spurning 1 Jón Torfi sagði fjármögnun vera meginvið- fangsefni allra háskóla. Háskóli Íslands hefði for- ystu í rannsóknum í landinu og til þessa verkefnis yrði að tryggja aukið fé. Rökstuðningur skólans fyrir auknu fé yrði þó að vera í samræmi við breyttar áherslur skólans og samfélagsins. Sagði hann skólann verða að hafa skýrar hug- myndir um að hverju hann vildi stefna og hverju hann vildi breyta. Málflutningur Háskólans yrði m.a. að snúast um mikilvægi háskólastarfsins en einnig þyrfti að minna stjórnvöld á mikilvægi fjöl- breytninnar. Málflutningur Háskólans yrði einnig að snúast um sérstöðu greina og sérstakar að- stæður einstakra greina. Sem dæmi nefndi Jón Torfi að íslenskukennsla væri ekki sérvandamál íslenskuskorar eða hugvísindadeildar. Hún væri sameiginlegt verkefni íslensks samfélags. Með þessum nýju áherslum yrði að ganga til nýrra samninga við ríkisvaldið. Kristín sagði umhverfi Háskólans hafa gjör- breyst á stuttum tíma. Í stað þess að vera í vernd- uðu umhverfi ætti skólinn nú í samkeppni við aðra skóla um fjármagn og athygli. Háskóli Íslands hefði sérstöðu, hefði gert margt afburðavel fyrir afburðalítið fé. Það væri alveg ljóst að fjárframlög hefðu ekki fylgt þróun Háskólans og framlagi hans til samfélagsins á undanförnum árum. Kristín sagði að styrkja þyrfti fjárhag skólans í stefnumótunarvinnu í samvinnu við stjórnvöld. Í því skyni þyrfti að kynna betur starfsemi skólans, bæði fyrir stjórnvöldum og almenningi. Einar sagði fjárskort vera meginvanda Háskóla Íslands. Fjárskorturinn kæmi fram á marga vegu, m.a. í of lágum launum, ósamkeppnisfærum mark- aði, of fáum kennurum, of miklu kennsluálagi, hús- næðisskorti, aðstöðuleysi og litlu rannsóknafé. Hann sagði nýlegar skýrslur Ríkisendurskoðunar og OECD staðfesta hve „geigvænlegur“ fjárskort- urinn væri og hve illa væri búið að skólanum. Sam- anburður við sambærilega skóla erlendis kæmi illa út fyrir íslenska háskóla. Hann sagði auka þyrfti tekjur skólans, ekki væri hægt að leysa vandann með frekari sparnaði. „Þegar þjóð og ráðamenn eru búin að fallast á okkar markmið, að Íslendingar verði að eiga rann- sóknarháskóla í fremstu röð í okkar heimshluta, þá er björninn í raun unninn. Það er auðvelt að sýna fram á það að Háskóli Íslands er sterkur grundvöllur undir slíka stofnun og í raun eini skynsamlegi grundvöllur alþjóðlegs rannsóknahá- skóla á Íslandi,“ sagði Einar. Sagði hann skólann ekki eiga að lenda í þeirri stöðu að aðrir háskólar gripu frumkvæðið, seldu stjórnvöldum sínar áætlanir og settu skólann í þá stöðu að vera á móti. Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri hefði tekist vel að selja ráðamönnum sín framtíðarmarkmið, þó að þau byggðust á „veigalitlum grunni og lítilli vísinda- starfsemi“. Framtíðarsýn HÍ væri trúverðugri og byggð á traustari grunni. Ágúst sagði meginmálið í fjárhag skólans vera það að verja þyrfti jafnmiklu fjármagni til há- skólastigsins og á öðrum Norðurlöndum. Nýjustu tölur OECD sýndu að einungis væri varið um 1% af landsframleiðslu til háskólastigsins hérlendis af hálfu hins opinbera. Sambærilegar tölur fyrir Danmörku, Noreg, Finnland og Svíþjóð væru frá 1,3 til 1,8%. Eitt prósent af landsframleiðslu okkar væri um átta milljarðar og því sæist vel hve gíf- urlegt fjármagn skorti enn til þess að Íslendingar stæðu jafnfætis öðrum Norðurlöndum. Sagðist Ágúst vilja þrjá samninga við ríkisvaldið, þ.e. um kennslu í grunnnámi, framhaldsnámi og um rann- sóknir. Hann hafnaði alfarið skólagjöldum í grunn- námi. Hófleg skólagjöld gætu þó átt við í fram- haldsnámi í félagsvísindum sem væru í innlendu samkeppnisumhverfi, enda hefðu bæði viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild farið fram á slíka heimild. Skólagjöld ættu hins vegar ekki við í framhaldsnámi í raunvísindum og heilbrigðisvís- indum. „Eitt dyggilegasta verkefnið er hins vegar að bæta samstarf og efla stöðu skólans gagnvart ráðuneytum fjármála og menntamála og gagnvart stjórnmálaflokkum. Háskólinn hefur nú veika stöðu í pólitískri umræðu innan allra flokka og hagsmunasamtaka. Eigi Háskólinn að eflast er það lykilatriði að þessari þróun verði snúið við. Það er því forgangsmál af minni hálfu að skiln- ingur á mikilvægi Háskóla Íslands aukist meðal ráðamanna,“ sagði Ágúst m.a. Spurning 2 Kristín sagði að stöðugt þyrfti að endurskoða stjórnskipulag skólans til að meta hvort kerfið sem slíkt gæfi bestu mögulegu niðurstöðu eða hvort gera mætti betur. Nú væri komin átta ára reynsla á núverandi stjórnskipulag og tími kom- inn til að staldra við. Skipulagið einkenndist af jafningjastjórnun sem hefði þann kost að vera lýð- ræðislegt, margir kæmu að ákvarðanatöku og það hlyti að vera jákvætt. Á móti kæmi að hlutverka- skipti væru frekar óskýr og það lýsti sér m.a. í því að rektor væri á sama tíma formaður háskólaráðs og sá sem ætlað væri að framfylgja stefnu há- skólaráðs. Einar sagðist vera sammála því að auka stjórn- skipulegt sjálfstæði deildanna. Þær væru hinar eiginlegu rekstrareiningar skólans og æskilegt að þær tækju sjálfar ákvarðanir um akademísk og rekstrarleg málefni, væru sjálfráða í fjármálum og tækju fulla ábyrgð á innri málum. Í þessu sam- bandi væri mikilvægt að efla stöðu deildarforseta, sem hefði verið úthýst úr háskólaráði með breytt- um háskólalögum fyrir átta árum. Deildarforsetar ættu að setjast í háskólaráð á ný og eiga þannig beina aðild að æðstu stjórn skólans. Ágúst sagðist vera talsmaður valddreifingar og þess að vald og ábyrgð færu saman. Hann vildi því auka sjálfstæði deilda Háskólans og færa meira starf til þeirra. Hann væri hins vegar andvígur því a s f a h H h a v b þ s v e k Málfundur í hátíðarsal Háskóla Íslands Vilja fá eru an F a Frambjóðendur til rektors- kjörs við Háskóla Íslands leggja allir áherslu á að skólinn fái aukið vægi sem rannsókn- arháskóli og fái til þess aukið fjármagn frá stjórnvöldum. Hafna þeir skólagjöldum í grunnnámi sem tekjuöfl- unarleið, að því er fram kom á framboðsfundi í gær. 22 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTATILLÖGUR VERZLUNARRÁÐS Verzlunarráð Íslands hefur lagtfram athyglisverðar tillögur umróttækar breytingar á skattkerf- inu. Þær felast í því að samræma ýmsa helztu skatta, s.s. tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja og virðisaukaskatt í sömu tölu; 15%. Í viðtali við Jón Karl Ólafsson, formann Verzlunarráðs, í Morgunblaðinu í gær, segir hann að ráðið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hækka eigi skatta, sem í dag eru lægri en 15%, t.d. fjár- magnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri ráðsins, bendir hins vegar á það augljósa í blaðinu í gær: „Í löndum sem hafa tekið upp flat- an skatt er ákveðið grundvallaratriði að allar tekjur séu skattlagðar með sama hætti.“ Það vekur óneitanlega athygli hversu mikill samhljómur er með þessum tillög- um Verzlunarráðsins og skattatillögum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem lagðar voru fram vorið 2003. Þar var gert ráð fyrir að tekjuskattar einstak- linga og fyrirtækja, svo og fjármagns- tekjuskattur, yrðu samræmdir í 20%. Ög- mundur Jónasson, formaður samtak- anna, benti þá á að kjaramisrétti í landinu fælist ekki fyrst og fremst í þeim launum, sem væru greidd, heldur í því að fjár- magnstekjur auðmanna væru skattlagð- ar með öðrum hætti en launatekjur. Verzlunarráð nálgast málið frá öðru sjónarhorni og bendir á kosti þess að hafa sem einfaldast skattkerfi. Ráðið vill að um leið og skatthlutföll verða samræmd, verði endurgreiðslur, afslættir, styrkir og bætur frá hinu opinbera endurskoðuð og skattstofn virðisaukaskattsins breikk- aður. Rökin eru meðal annars þau að ein- falt skattkerfi dragi úr skattsvikum og undanskotum, sé aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og að hægt sé að lækka mjög jaðarskatta, sem letji fólk til vinnu. Verzlunarráð horfir því einkum á já- kvæð áhrif samræmingar skatthlutfalla á hagkerfið, en BSRB fremur á sanngirnis- og réttlætisrökin. Þótt nálgunin sé þann- ig ólík og jafnframt gert ráð fyrir ólíku skatthlutfalli, bendir samhljómurinn með tillögum Verzlunarráðs og BSRB þó til að hugmyndir um samræmingu skatthlut- falla og einföldun kerfisins geti orðið grundvöllur að endurskoðun á skattkerf- inu, sem breið samstaða gæti ríkt um. Morgunblaðið hefur oftlega tekið und- ir þau sjónarmið, að sanngirnisrök hnígi að því að skattleggja launatekjur og fjár- magnstekjur með sama hætti. Hins vegar hefur blaðið líka bent á þann raunveru- leika, að það er auðveldara að skattleggja launatekjur en fjármagnstekjur, því að launþegar eru ekki eins hreyfanlegir á milli landa og fjármagnið. Verzlunarráð leggur fram ýmsar fleiri tillögur til skattbreytinga í skýrslu sinni, sem gefin var út í gær í tilefni viðskipta- þings. Þar á meðal er að söluhagnaður móðurfélags vegna sölu á dótturfélagi verði undanþeginn skattskyldu, með svipuðum hætti og í ýmsum nágranna- löndum. Núverandi reglur hafa ýtt undir að menn stofni erlend eignarhaldsfélög um hluti í íslenzkum fyrirtækjum. Jón Karl Ólafsson benti á það í ræðu sinni á viðskiptaþingi í gær að erlendu eignar- haldsfélögin væru nú um 200 talsins, en auðvelt ætti að vera að ná þeim aftur til landsins með einföldum skattabreyting- um. Athygli vakti að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greip þessar hugmynd- ir á lofti og tók undir með Verzlunar- ráðinu um að endurskoða þyrfti þessa skattlagningu. „Ég tel að ekki síður sé mikilvægt fyrir ykkur, forkólfa atvinnu- lífsins, að fá þarna tækifæri til þess að auka gagnsæi á markaðnum og eyða tor- tryggni sem getur og hefur skapast þeg- ar upp spretta erlend eignarhaldsfélög eins og gorkúlur og eignarhald á venju- legu meðalstóru fyrirtæki er farið að minna á ofvaxið ættartré í Íslendinga- bókinni hans Kára Stefánssonar,“ sagði forsætisráðherra. Ef hægt er með tiltölulega einföldum breytingum að ná eignarhaldsfélögunum aftur inn í landið, er það stór kostur fyrir bæði innlendar eftirlitsstofnanir á fjár- málamarkaði og hinn almenna fjárfesti, sem fær þá skýrari mynd af eignarhaldi félaga á hlutabréfamarkaðnum. EFLING ÞEKKINGAR Á LÝÐRÆÐI Hingað til hefur kosningaþátttaka áÍslandi verið góð, en hún er vita- skuld táknræn fyrir áhuga almennings á því að hafa áhrif á umhverfi sitt. Sá áhugi er mikill auður sem mikilvægt er að halda við og virkja til frambúðar. Á blaðamannafundi sem Norræn lýð- ræðisnefnd hélt í fyrradag og greint var frá í blaðinu í gær, kom fram sú tillaga að skapaðar verði forsendur til þess að auka pólitíska virkni almennings á Norðurlöndum, ekki einungis á kosn- ingadaginn, heldur allt kjörtímabilið. Lagt er til að það verði gert með svo- kölluðum borgaralegum tillögum, þjóð- aratkvæðagreiðslum og aukinni nýtingu á upplýsingatækni til að efla þátttöku- lýðræðið, til að mynda í formi umræðu- torga á Netinu. Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðing- ur og formaður lýðræðisnefndarinnar, sagði megintillögu nefndarinnar lúta að því að norrænu ríkin og sjálfstjórnar- svæðin móti hvert um sig eigin stefnu til að treysta lýðræðið. Telur hún mikil- vægt að grípa til aðgerða til að auka og jafna hlut borgaranna í lýðræðislegum ákvörðunum, hvort heldur sem er hjá sveitarfélögum eða í landsmálum, en einnig er lagt til að þekking á lýðræðinu sé efld og almenningur uppfræddur um rétt sinn. Morgunblaðið hefur um langt skeið lagt áherslu á nauðsyn þess að efla og þróa lýðræði með markvissum hætti og tekur því undir þá tillögu nefndarinnar að „stofnaður verði vinnuhópur sem fylgi eftir tilmælum nefndarinnar, miðli þekkingu, hvetji til lýðræðisrannsókna, samræmi tölfræði og safni bestu starfs- aðferðum í lýðræðisástundun Norður- landabúa“, en þannig lýsti Kristín til- lögunni í blaðinu í gær. Kristín benti á að minnkandi kosninga- og stjórnmála- þátttaka Norðurlandabúa væri visst áhyggjuefni – ef til vill vegna þess að fólk hafi meiri áhuga á einsmálshreyf- ingum en stjórnmálaflokkum. Það er vissulega umhugsunarvert, ekki síst þar sem stjórnmálaflokkarnir eru einn af stólpum lýðræðiskerfisins, eins og haft er eftir Kristínu. Það er því ærin ástæða til að efla rannsóknir á lýðræði með sem víðtækustum hætti og þá ekki síður um- ræðu um nýja möguleika í þróun þess, útfærslu og framkvæmd. Þannig aukast til mikilla muna líkurnar á að hægt verði að virkja sem flesta til að taka þátt í ákvarðanatöku um sameiginleg málefni samfélagsins. P a f v d a m l f s h r P á m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.