Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 34

Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Notaðu tímann til þess að hugsa um vináttuna. Kona spurði vitring eitt sinn að því hvernig hún gæti aflað sér fleiri vina. Svar hans var: Sýndu öðrum vinsemd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn í dag til þess að velta fyrir þér afstöðu þinni til for- eldra, kennara og yfirmannsins. Þú vilt vera löghlýðin og sam- vinnuþýð manneskja. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Veltu fyrir þér ferðalögum eða bú- ferlaflutningum til fjarlægra staða. Eða möguleikum til æðri mennt- unar og verkefnum á sviði fjöl- miðlunar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Á nýju tungli er ekki vitlaust að hugsa um hvernig hægt er að hnýta lausa enda í tengslum við sameiginlegar eignir. Komdu ein- hverju í verk sem þú hefur frest- að. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nýtt tungl er beint á móti þínu merki, sem þýðir að þú þarft að leggja sérstaklega mikið á þig í samskiptum við þína nánustu, ekki síst maka og félaga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Veltu því fyrir þér hvernig hægt er að bæta vinnuaðstöðu þína. Kannski er nóg að þú breytir við- horfinu til vinnunnar. Ef þú hefur gaman af viðfangsefnum þínum þarftu aldrei að vinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugur þinn er hjá smáfólkinu þennan mánuðinn. Listir, róm- antík, orlof og skemmtanir eiga líka hug þinn allan. Þig þyrstir í tilbreytingu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Heimili og fjölskylda eru þér of- arlega í huga um þessar mundir. Þú vilt að nánasta umhverfi þitt sé öruggt, ástríkt og í jafnvægi. Sýndu gott fordæmi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhverjir í bogmannsmerki hafa átt í vandræðum í samskiptum við systkini að undanförnu. Hvernig væri að rétta fram sáttahönd? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu um veraldlegar eigur þínar á nýju tungli. Ert þú eigandi dauðra hluta í kringum þig, eða eiga þeir þig? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er sjálfur í fyrirrúmi þennan mánuð. Fólk og tækifæri sogast að þér. Það er í lagi að hugsa stundum fyrst um sjálfan sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu þess að fá næga hvíld. Þú getur ekki verið allt í öllu fyrir alla öllum stundum, ef þú skilur. Nú væri ráð að draga sig eilítið í hlé. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú ert spennandi, óvenjuleg og eftir- minnileg manneskja sem vill koma miklu til leiðar ef hægt er. Þú kýst frelsi og vilt láta kylfu ráða kasti en ert jafnframt vinnusöm og afkastamikil. Orð þín og gerðir eru öðrum innblástur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Náman, námsmannaþjónusta Lands-banka Íslands, veitir árlega náms-styrki til viðskiptavina sinna í fram-haldsskólum og jafnt innlendum sem erlendum háskólum. Umsóknarfrestur um náms- styrk rennur út 11. febrúar nk. en á síðasta ári voru veittir styrkir til náms í afar fjölbreyttum greinum. Einn af styrkþegum Námunnar er Kristbjörn Orri Guðmundsson líffræðingur, en hann vinnur nú að doktorsrannsókn á sviði blóðmeina og sameindalíffræði við læknadeild HÍ og er við- fangsefni hans að kanna hvaða gen, þekkt og óþekkt, eru tjáð í mismunandi undirflokkum blóðmyndandi stofnfrumna úr mönnum og meta breytingar sem verða á tjáningu þeirra þegar frumurnar sérhæfast í átt til mismunandi frumugerða blóðvefjarins. „Rannsóknin er grunnrannsókn, eitt stykki í púsluspili líffræði stofnfrumunnar, nokkurs konar innlit í líf frum- unnar,“ segir Kristbjörn Orri og bætir við að niðurstöður rannsóknanna geti veitt mikilvæga innsýn inn í þá sameindalíffræðilegu ferla sem stjórna vexti og sérhæfingu blóðmyndandi stofn- frumna. „Aukin þekking á líffræði stofnfrumna er mjög mikilvæg á mörgum sviðum líf- og læknisfræði, m.a. í rannsóknum á hvítblæði og við stofnfrumuígræðslur,“ segir Kristbjörn og leggur um leið áherslu á farsælt samstarf við fjölmarga aðila, bæði leiðbeinendur og sam- starfsmenn. Hvernig hefur styrkurinn frá Námunni hjálp- að þér við þitt nám? „Styrkurinn hefur m.a. nýst mér í tengslum við þann hluta verkefnisins sem ég hef unnið að og mun vinna að í Bandaríkjunum.“ Hvað getur orðið umsækjendum að vopni í umsókninni? „Að hafa umsóknina ítarlega og greinargóða þ.e.a.s. skýra vel frá námsferli og fyrri reynslu. Einnig að senda með umsókninni birtar greinar og lokaritgerðir. Að auki tel ég mikilvægt að skýra eins vel og hægt er frá framtíðaráformum því þau sýna hvert námsmaðurinn stefnir. Að lokum má nefna að það styrkir umsóknina að senda með henni meðmælabréf.“ Hvaða þýðingu hafa svona styrkir fyrir rann- sóknastarf hér á landi? „Þar sem fjármagn til grunnrannsókna er af skornum skammti hérlendis hafa styrkir sem þessi mikla þýðingu, hvort sem þeir eru notaðir til framfærslu eða til kaupa á vörum til rann- sókna. Að auki eru styrkirnir mikil viðurkenning til nemenda og hvatning að halda áfram á sömu braut.“ Námsstyrkir | Námsmannaþjónusta Landsbanka Íslands veitir námsstyrki til viðskiptavina Styrkir hafa mikla þýðingu  Kristbjörn Orri Guð- mundsson er fæddur í Reykjavík 18. nóv- ember 1970. Hann lauk B.Sc.-námi í líffræði frá líffræðiskor HÍ 1995 og M.Sc. námi í lífvís- indum frá læknadeild HÍ 1999. Hann stundar nú doktorsnám í lífvís- indum við læknadeild HÍ. Kristbjörn hefur starfað í Blóðbankanum frá 1996 að ýmsum rannsóknarverkefnum auk þess að vinna í klínísku prógrammi sem snýr að ígræðslu eig- in blóðmyndandi stofnfrumna. Kristbjörn er kvæntur Björgu Guðmundsdóttur líffræðingi og eiga þau þrjár dætur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 brumhnappar, 8 hefja upp, 9 brotna, 10 mánaðar, 11 haldist, 13 pílára, 15 karlfugl, 18 sundfuglar, 21 bein, 22 slöngvuðu, 23 mjúkan, 24 geðslag. Lóðrétt | 2 garm, 3 þurfa- lingur, 4 tekur, 5 kjánum, 6 feiti, 7 hrun, 12 móðurlíf, 14 greinir, 15 síðast af öllu, 16 rengdu, 17 gras- flöt, 18 styrkir, 19 dútla, 20 brún. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 búbót, 4 nýtur, 7 lokið, 8 göfgi, 9 ala, 11 skap, 13 gata, 14 ostra, 15 fúlt, 17 tólf, 20 bar, 22 gifta, 23 ábata, 24 niðra, 25 apana. Lóðrétt | 1 belgs, 2 bukka, 3 taða, 4 naga, 5 tafla, 6 reika, 10 litla, 12 pot, 13 gat, 15 fegin, 16 lyfið, 18 óraga, 19 flasa, 20 bala, 21 ráma.  Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9, postu- línsmálning kl. 9 og kl. 13 bókaormar, leshringur kl. 13.30, vinnustofa opin. Ásgarður | Þorrablót SÁÁ verður haldið laugardaginn 12. febrúar í Ás- garði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 19. Miðasala hjá SÁÁ í Síðumúla 3–5. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spil- að bridge, vist, fótaaðgerð. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnud. 13. feb. kl. 14. 2. dagur í 4. daga keppni. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús kl. 13–16. Vilborg Gunnarsd. leiðbeinir við leir- vinnu og málun á gler. Spilað, teflt, spjallað. Kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa félagsins er opin kl. 10 til 11.30. Félagsvist er spiluð kl. 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara á RÚV, síðdeg- isdans kl. 14.30–16.30, húsið opnað kl. 14, Guðmundur Haukur leikur, kaffi og terta, dansstjórar Matthildur Guð- mundsd. og Jón Freyr Þórarinss., söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlaskóla kl. 16.20 í stofu V24. Bridgeklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Lax- dæla í umsjá Arngríms Ísbergs heldur áfram á miðvikudögum kl. 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11 glerskurður kl. 13. Í Garðabergi er handavinnuhorn og bridge kl. 13, Hrafnkell Helgason með fyrirlestur kl. 16 FEBG. Opið hús í Holtsbúð kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 undirbún- ingur fyrir íþróttahátíð F.Á.Í.A. sem hefst kl. 14 í Íþróttamiðstöð v/ Austurberg, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14.30 kóræfing. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður og hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línudans kl. 11, myndmennt og glerskurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15 klippimyndir kermik o.fl., um- sjón Sigrún. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30. Námskeið í mynd- list kl. 15–18. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið öllum opið. Listasmiðja og Betri stofan; Gler- skurður og frjáls handavinna. Fótaað- gerðarstofa 897–9801. Hárgreiðslu- stofa 568–3139. Bókmenntaklúbbur annað kvöld kl. 20–21.30. Uppl. í s. 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Keila í Mjódd á morgun, fimmtudag, kl. 10. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Jóga, teygjur slökun fyrir eldri borgara í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 op- invinnustofa, kl. 14 félagsvist–kaffi– verðlaun opin fótaaðgerðastofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum, kl. 13– 14 Spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, fót- snyrting kl. 9.30, morgunstund kl. 10, kóræfing kl. 13, verslunarferð kl. 12.30, lesklúbbur kl. 15.30 í setustofu á 3.h. Þórðarsveigur 3 | Opið hús, handverk kl. 13.30–16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekk- ur) kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12. Fyrirbænir, hugleiðing og tónlist. Hádegishressing á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.–16. Spil, föndur, ferðalög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börnum í Sel- ásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börnum í Selásskóla kl. 16–17. Áskirkja | Hreyfing og bæn í neðri safnaðarsal milli 11 og 12 í dag. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar í Haukshúsum frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. KFUM&K barnastarf fyrir 9–12 ára börn frá kl. 17.30–18.30. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist – altarisganga – fyrirbænir. Léttur málsverður. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára kl. 16.30. TTT, 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja | Barnastarf 69 ára kl. 17.15 –18 á neðri hæð. Dómkirkjan | Bænastund í hádegi alla miðvikudaga 12.10–12.30. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Prestar og kirkjuverðir taka við fyr- irbænaefnum. Garðasókn | Foreldramorgnar á mið. kl. 10 til 12. Fyrirlestur mánaðarlega. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverður eftir stundina. Þjónað fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla mið. kl. 8. Hugleiðing, altarisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal á eftir. Námskeiðið Lifandi steinar hefst kl. 20. Fræðsla og upplifun af leyndardómum messunnar. Skráning á Biskupsstofu, sími 535 1500. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamvera hefst kl. 18 með léttri máltíð. Kl. 19, Biblíulestur fyrir alla fjöl- skylduna. Vörður Leví Traustason tal- ar. Barna- og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10– 12 ára og 13–17 ára. Kálfatjarnarkirkja | ALFA-námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar, haldin í þægilegu umhverfi á manna- máli. Miðvikud. kl. 19–22 til 23. mars. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Guð sér allt“ Lúk 12.4–7. Ræðu- maður: Jónas Þórisson, Hanna Gísla- dóttir segir frá dvöl sinni í Ástralíu. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg- isbænagjörð með orgelleik – fyr- irbænir. Kl. 12.30 súpa og brauð (300 kr.). Starf eldri borgara kl. 13–16. Fjöl- breytt dagskrá. Leitið upplýsinga í síma 520–1.300. Markúsarguðspjall lesið og rætt frá kl. 19.30–20.15 í safn- aðarheimili Langholtskirkju. Umsjón hefur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu- morgunn. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkju- dyrum. Kl. 13.30–16 öskudagsgleði for- eldrafélags Laugarnesskóla og kirkj- unnar. Kl. 19, fermingar-Alfa. Kl. 20.30 unglingakvöld Laugarneskirkju. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 13. Passíusálmarnir, gildi og merking þeirra. Umsjón dr. Sig- urður Árni. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, leikir og föndur. Kór Neskirkju, æfing kl. 19. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.