Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.1928.is
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480
Nýkomin sending af
gullfallegum húsgögnum
í hvítum lit og kirsuberjavið
Kr. 49.000
Kr. 16.900
Kr. 29.900
Kr. 9.500
Kr. 39.900 Kr. 17.500 Kr. 15.250
Kr. 22.500
Kr. 19.500
Borðstofuborð með 6 stólum, kr. 99.000
Obb-obb, ekkert ólöglegt káf, skila freyjunum aftur.
Alþingi hefur núsamþykkt lög umþriðju kynslóð far-
síma og er Póst- og fjar-
skiptastofnun veitt heimild
til þess að úthluta tíðnum.
Þá er það stofnunarinnar
að gefa þeim sem vilja fá
úthlutað tíðnum að gera
tilboð í þær í almennu út-
boði. Fyrir hverja tíðniút-
hlutun, sem er til fimmtán
ára, skal greiða 190 millj-
ónir króna. Þá er gerð
krafa um að útbreiðsla far-
símakerfisins nái til 60%
íbúa á tilgreindum svæð-
um á landinu.
Útboðslýsing Póst- og
fjarskiptastofnunar
Hvorki Síminn né Og Vodafone
hafa tekið afstöðu til þess hvort
þau muni sækjast eftir að fá út-
hlutað tíðnum fyrir þriðju kynslóð
farsíma. Áhuginn er vissulega fyr-
ir hendi en talsmenn fyrirtækj-
anna vísa til þess að Póst- og fjar-
skiptastofnun eigi eftir að semja
ítarlega útboðslýsingu þar sem
skilmálar útboðsins verði settir
fram. Afstaða þeirra muni því ekki
liggja fyrir fyrr en Póst- og fjar-
skiptastofnun hafi gengið frá út-
boðslýsingunni og ekki sé hægt að
ganga að því sem gefnu að þau
muni sækjast eftir að fá úthlutað
tíðnum.
Þá er bent á að þegar útboðslýs-
ing verði klár þurfi fyrirtækin,
sem ætli að sækjast eftir leyfi, að
leggja í töluverða vinnu þar sem
kveðið sé á um það í lögunum að
þau þurfi að leggja fram nákvæma
viðskiptaáætlun og áætlun um
hvernig þau ætli að uppfylla skil-
yrði laganna.
Talsmenn fyrirtækjanna vilja
ekkert gefa út um hvort þeir telji
verðið, 190 milljónir, fyrir að fá út-
hlutaðri tíðni sé of hátt eða ekki en
draga þó ekki dul á að þröng túlk-
un á því hvað teljist vera 60% út-
breiðsla á umræddum landsvæð-
um muni draga úr áhuga þeirra á
því að falast eftir tíðni. Í þessu
sambandi ber að hafa í huga að gíf-
urlega kostnaðarsamt er að koma
upp þriðju kynslóðarkerfi; tæknin
leyfir ekki mikla fjarlægð á milli
senda og því þarf mun fleiri senda
miðað við GSM-kerfið. Gera má
ráð fyrir að Síminn og Og Voda-
fone muni kanna möguleikann á að
koma upp kerfi í sameiningu enda
augljós hagkvæmni í því. Sam-
komulag þyrfti því að takast á milli
þeirra um það en um leið þyrfti að
láta reyna á það hvort slíkt sam-
starf myndi standast samkeppnis-
lög.
Tekið skal fram að þriðja kyn-
slóð farsíma er ekki bundin ákveð-
inni tækni en Evrópusambandið
og aðildarríki þess hafa tekið þann
pól í hæðina að nota UMTS-far-
símakerfið. Slíkt kerfi þarf sam-
kvæmt skilgreiningu að geta veitt
margvíslega þjónustu, s.s. há-
gæðasímtöl, faxsendingar, mynd-
síma og gagnaflutninga með mikl-
um hraða. Þá þarf það að ráða við
margmiðlun, þjónustu í mismun-
andi umhverfi umfram það sem
önnur kynslóð farsímakerfa eins
og GSM getur veitt. Fjarskipta-
fyrirtækin fylgjast vitaskuld af at-
hygli með framgangi mála enda
ljóst að með þriðju kynslóð far-
síma, með miklu meiri gagnhraða
en þekkist í GSM-kerfinu, opnast
möguleikar til þess að bjóða upp á
margs konar þjónustu og marg-
miðlun sem illmögulegt eða ekki er
hægt að bjóða upp á í núverandi
GSM-kerfi. Þarna mætti t.d. nefna
möguleikann á að horfa á myndir
eða myndbrot, fréttir o.s.frv í far-
símanum.
Þróunin miklu hægari
en menn höfðu átt von á
Ljóst er að Síminn og Og Voda-
fone munu fara sér í engu óðslega
að því er varðar þriðju kynslóðina;
þróunin í Evrópu hefur verið mikl-
um mun hægari en menn áttu von
á, notendur eru fáir og óvissa um
eftirspurnina eins og stendur. Tal-
ið er að notendur þriðju kynslóðar
farsíma séu 12–15 milljónir en not-
endur GSM-kerfisins eru aftur á
móti um 1,3 milljarðar í heiminum
öllum. Það virðist sem sagt ekki
vera nein gríðarleg eftirspurn þótt
endabúnaður sé nú allur fyrir
hendi og ljóst að sú mikla fjárfest-
ing sem stóru erlendu fjarskipta-
fyrirtækin lögðu fram til þess að fá
úthlutað tíðnum er ekki farin að
skila neinum tekjum að ráði.
Þá ber að hafa í huga að nú eru
fyrir hendi möguleikar á að bæta
og auka gagnagetu núverandi
GSM-kerfis sem aftur skapar
óvissu um framtíð þriðju kynslóð-
ar farsíma, a.m.k. í bili. Svokölluð
EDGE-tækni, sem þegar er verið
að gera tilraunir með hér á landi,
eflir enn frekar burðargetu GSM-
fjarskiptakerfa og nær skrefinu
lengra en GPRS og getur gert
fjarskiptafyrirtækjum mögulegt
að veita enn fjölbreyttari þjónustu
handa notendum.
Fjarskiptafyrirtæki almennt
hafa til þessa frekar lagt áherslu á
að bæta núverandi kerfi með nýrri
tækni en að byggja upp kerfi fyrir
þriðju kynslóð farsíma. Miklu
skiptir væntanlega fyrir íslensku
fjarskiptafyrirtækin hvort slík
tækni myndi teljast til þriðju kyn-
slóðarinnar að því er varðar
ákvæðið um 60% útbreiðslu á
landsbyggðinni í væntanlegri út-
boðslýsingu Póst- og fjarskipta-
stofnunar.
Fréttaskýring | Þriðja kynslóð farsíma
Óvissa um
áhuga á leyfum
Fjarskiptafyrirtækin bíða eftir útboðs-
lýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar
Fjarskiptafyrirtækin bíða útboðslýsingar.
Alþingi samþykkir lög um
þriðju kynslóð farsíma
Hvorki Síminn né Og Voda-
fone hafa tekið ákvörðun um það
hvort þau muni falast eftir leyf-
um fyrir þriðju kynslóð farsíma.
Ljóst er að kostnaðurinn við að
byggja upp slíkt kerfi er geysi-
mikill. Meiri óvissa virðist vera
um hvort markaðurinn sé í raun
tilbúinn fyrir nýja kynslóð far-
síma eins og stendur og hefur
þróunin í Evrópu verið hæg og
notendurnir eru tiltölulega fáir
enn sem komið er.
arnorg@mbl.is
TÍU hafa sótt um stöðu fréttastjóra
Útvarpsins en umsóknarfrestur rann
út sl. mánudag. Kári Jónasson, sem
verið hefur fréttastjóri í tæplega 20
ár, lét af störfum í haust. Átta af tíu
umsækjendum eru fréttamenn hjá
RÚV og sá níundi er fyrrverandi
fréttamaður þar. Umsækjendur eru:
Arnar Páll Hauksson, fréttamaður,
Auðun Georg Ólafsson, markaðs- og
svæðissölustjóri, Björn Þorláksson,
fréttamaður, Friðrik Páll Jónsson,
starfandi fréttastjóri, Hjördís Finn-
bogadóttir, fréttamaður, Jóhann
Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2,
Kristín Þorsteinsdóttir, rekstrarhag-
fræðingur og fyrrverandi fréttamað-
ur, Óðinn Jónsson, fréttamaður,
Pálmi Jónasson, fréttamaður, og Þór-
hallur Jósepsson, fréttamaður.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri tjáði Morgunblaðinu að ákvörð-
un um ráðningu yrði vart ljós fyrr en
undir lok mánaðarins. Áður en um-
sóknirnar fara til umfjöllunar hjá út-
varpsráði munu Guðbjörg R. Jóns-
dóttir, starfsmannastjóri, og Bogi
Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs,
ræða við umsækjendur og veita um-
sögn. Þær umsagnir fara til útvarps-
ráðs sem metur umsækjendur og að
því loknu fer málið til útvarpsstjóra
sem ræður fréttastjóra.
Tíu umsækjendur um stöðu
fréttastjóra Útvarpsins
,,NÝ Afríka í mótun“ er yfirskrift op-
ins málþings sem Háskóli Íslands,
Þróunarsamvinnustofnun Íslands og
Norræna Afríkustofnunin gangast
fyrir laugardaginn 12. febrúar kl. 14–
16 í Hátíðasal HÍ. Á þinginu munu
nokkrir afrískir sérfræðingar í mál-
efnum álfunnar leitast við að varpa
ljósi á þann margþætta vanda sem
ríki í Afríku sunnanverðri glíma við.
Þátttakendur í málþinginu koma úr
hópi tuttugu og fimm sérfræðinga um
málefni Afríku sem koma hingað til að
sitja ráðstefnu Norrænu Afríkustofn-
unarinnar um ungt fólk í afrískum
borgum. Þeir verða með stutta fram-
sögu um málefni S-, A- og V-Afríku og
gefa innsýn í þann hluta sem lýtur að
sérgrein hvers og eins, ítarlega verð-
ur einnig farið í þau málefni sem
snerta hitabeltið, þau sett í afrískt
samhengi og tengd við þá umræðu
sem á sér stað í heiminum. Að því
loknu verða opnar umræður með
gestum málþingsins.
Frummælendur á málþinginu
verða þau Henning Melber, forstöðu-
maður Norrænu Afríkustofnunarinn-
ar, Winnie Mwangi frá Kenýa, Fibian
Kavulani Lukalo frá Kenýa, Amin
Kamete frá Simbabve, Muhammad
Kabir Isa frá Nígeríu og John Bobuin
Gemandze frá Kamerún.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er sérstakur heiðursgestur
málþingsins og flytur hann opnunar-
ávarp. Málþings- og umræðustjóri er
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
prófessor í mannfræði við HÍ.
Málþing um
„nýja Afríku“
♦♦♦