Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 25 UMRÆÐAN NOKKUÐ er síðan umræður um sameiningu Tækniháskóla Íslands (THÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR) urðu opinberar. Í því samein- ingarferli gerðist margt sem ekki hefur farið hátt, en varðar stöðu ríkisháskólanna og hlýtur að teljast eðli- legt að háskólarnir frétti af. Samkvæmt háskólalögum flestra ef ekki allra háskóla hérlendis er há- skólaráð æðsta stjórn- vald skólans. Þótt há- skólaráð ríkisháskóla og einkarekinna há- skóla séu í eðli sínu ólík er í báðum til- fellum um stjórn skól- anna að ræða. Há- skólaráð ríkisháskól- anna eru skipuð einstaklingum úr hópi starfsmanna skólans, nemendum og ein- staklingum tilnefndum af ráðherra. Ráðherra er yfirvald stofnunar- innar og fulltrúi ríkisins sem er „eigandinn“ ef gerð er samlíking við einkaháskólana. Vilji eigandi leggja niður stofnun eða fyrirtæki sem undir hann fellur, þá er það í hans valdi. En það sem ég vil gera að umtalsefni er hvernig staðið er að því. Um aldir hefur það verið stefna háskóla að vera óháðir stjórnvöldum, þannig að ekki sé hægt að beygja vísindin undir póli- tískan vilja stjórnvalda á hverjum tíma. Að óska háskóla þess hlut- skiptis að pólitískt kjörinn ráð- herra sé óskorað æðsta stjórnvald hans er víðsfjarri frjálsri hugsun háskóla og býður hættunni heim. Engu að síður virðist það vera hlutskipti rektors Tækniháskólans, Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins og hún hefur sýnt í framkomu sinni við háskólaráð Tækniháskól- ans og fram kom í grein hennar í Morgunblaðinu á milli jóla og ný- árs. Vinnulagið við fyrirhugaða sam- einingu Tækniháskólans og Há- skólans í Reykjavík fylgir þessu sjónarmiði rektors Tækniháskólans út í ystu æsar, eða svo vitnað sé í orð rektors sjálfs: „Þó að há- skólaráð sé stjórn stofnunar þá eru það eigendur stofnunar (mennta- málaráðuneytið) sem fer með hið eiginlega vald sem stjórn fyr- irtækis á almennum markaði fer venjulega með, enda sitja þar þá fulltrúar eigenda sem ekki á að fullu við hér, í það minnsta eru fulltrúar kennara og fulltrúi nemenda ekki í um- boði eigenda í stjórn.“ Ef leggja á niður stofnun hlýtur að telj- ast eðlilegt að stjórn hennar sé sú fyrsta sem af því fær að vita, jafnvel þótt hún fái engu ráðið um ákvörð- unina. Það er ein- hvernvegin lýðræði- legra! Eigi ráðherra og rektor einir að stjórna þarf ekkert háskólaráð, ekkert lýðræði, enga umræðu – bara vald. Og þannig var staðið að málum hjá Tæknihá- skólanum síðasta sumar. Það er ljóst að umræða um sam- einingu Tækniháskólans og Há- skólans í Reykjavík hófst um mitt sumar 2004. Aldrei var haft sam- band við háskólaráð Tækniháskól- ans um þessar viðræður eða fyr- irætlan. Opinber tilkynning um sameininguna var birt í lok ágúst. Það var ekki fyrr en 30 mínútum áður en tilkynningin var lesin op- inberlega sem fulltrúum kennara í háskólaráði Tækniháskólans var sagt af fyrirhugaðri sameiningu. Að ekkert samráð sé við stjórn eða starfsmenn skólastofnunar við slíkar breytingar er alveg ótrúleg staðreynd. Auk rektors tók að sögn aðeins deildarforseti tækni- deildar þátt í þeim viðræðum fyrir hönd Tækniháskólans, engir aðrir voru upplýstir um málið, og há- skólaráði ekki einu sinni kynnt hvaða áform væru uppi um framtíð skólans, frekar en því kæmi þetta ekki við. Hver er staða annarra háskóla? Eru háskólaráðsmenn annarra há- skóla meðvitaðir um stöðu sína í ráðinu og stöðu ráðsins almennt gagnvart „eigendum“? Er þetta fordæmi sem hér er gefið þess eðl- is, að hægt sé láta það fram hjá sér fara? Ég bið starfsmenn annarra ríkisháskóla að athuga, að sé slíkt gert einu sinni átölulaust, þá má líta á það sem fordæmisgefandi. Tilgangur sameiningar Tæknihá- skólans og Háskólans í Reykjavík er ekki til umræðu hér. En það er ljóst að með svona vinnubrögðum á vettvangi háskóla er verið að leggja lýðræðið undir, því kjörin stjórn er stjórn, hvort sem for- manni hennar líkar betur eða verr. Um stjórn háskóla Ragnhildur Þórarinsdóttir fjallar um vinnulag við fyrirhugaða sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík ’Eigi ráðherra og rektor einir að stjórna þarf ekkert háskólaráð, ekkert lýðræði, enga umræðu – bara vald.‘ Ragnhildur Þórarinsdóttir Höfundur er kennari við frumgreinadeild THÍ og varamaður kennara í háskólaráði THÍ. Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítis- prédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar NÝLEGT svar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn á Alþingi um utanlandsferðir lækna hefur vakið nokkra athygli eins og alltaf þegar landinn og ferðalög eru ann- ars vegar. Morgunblaðið tekur fréttatilkynninguna hráa, bara sett stór fyrirsögn og engin tilraun gerð til að rýna í efnið og athuga hvort þarna leynist kannski verðlaun fyrir rann- sóknarblaðamann árs- ins 2005. Það að eitt fyr- irtæki skyldi neita að svara þar sem fyr- irspurnin átti ekki til- verurétt kom ekki fram, heldur að fyr- irtækið hefði ekki svarað fyrirspurninni sem merkir allt ann- að. Ég sá mig til- neyddan að hringja í blaðamann við mbl.is og benda á okkar rök. Þau voru tekin til greina og koma fram í sérstakri hliðargrein í blaðinu föstudaginn 4. feb. Þar með taldi ég að málið væri afgreitt en svo var ekki. Laugardaginn 5. feb. fjallar blaðið í nafnlausri grein í mið- opnu sem ber yfir- skriftina „Læknar í boði lyfjafyrirtækja“ um það að fyrirtæki mitt Austurbakki hf. hafi neitað að veita heilbrigðisráðuneyti upplýsingar og telur það fráleitt og hvorki hags- munum lækna né lyfjaiðnaðar til framdráttar. Þarna er þetta ágæta blað komið út í rekstrarráðgjöf að mínu mati og ber að þakka allar góðar ábend- ingar. Hins vegar er ég mjög ósam- mála hvernig blaðið tekur á málinu því þarna voru embættismenn Lyfjastofnunar að fara fram úr sjálfum sér og biðja um upplýs- ingar, sem þeir hafa ekkert með að biðja um. Þarna er klárlega um of- túlkun á reglugerðum að ræða og allar lagaheimildir skortir. Nýlega skrifaði Sigmundur Ernir grein í Fréttablaðið, þar sem hann tekur svo djúpt í árinni að íslenskir embættismenn séu sýnu verri en þeir dönsku kollegar sem þeir tóku við af. Morgunblaðið er af mörgum talið frjáls- hyggjublað og hefði ég því átt von á að það stæði með borgurunum gegn yfirgangi emb- ættisvaldsins. Í dag eru það læknar sem verða fyrir þessum yf- irgangi. Oft eru það al- þingismenn og lax- veiðiferðir þeirra, bankamenn að blaða- mönnum sjálfum ógleymdum. Læknar eru sú stétt sem fer hvað nákvæmast eftir skráðum siðareglum hvað varðar samskipti. Mættu blaðamenn, al- þingismenn og aðrir taka þá sér til fyrir- myndar. Þar sem ég starfa á mörgum sviðum við- skiptalífsins get ég full- yrt að þær ferðir sem læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk tekur þátt í á vegum míns fyrirtækis eru sam- kvæmt reglum og öll- um til sóma. Mikið væri gott ef sama væri hægt að segja um alla þjóðfélagsflóruna. En eitt er víst að útþráin er rík í okkur og virðist það eiga jafnt við um háa sem lága. Morgunblaðið á villigötum Árni Þór Árnason gerir athugasemd við skrif Morgunblaðsins Árni Þór Árnason ’Morgunblaðiðer af mörgum talið frjáls- hyggjublað og hefði ég því átt von á að það stæði með borg- urunum gegn yfirgangi emb- ættisvaldsins.‘ Höfundur er forstjóri Austurbakka hf. Í DAG og á morgun ganga stúd- entar við Háskóla Íslands til kosn- inga og leggur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, við Háskóla Íslands, verk sín í dóm kjósenda. Starfsárið sem senn er að renna sitt skeið á enda er sögulegt því sjaldan hefur starf ráðsins verið jafnviðburðaríkt. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að tímabilið hefur ein- kennst af baráttu og hefur Stúdentaráð ítrekað gripið til að- gerða til að verja hags- muni stúdenta. Ósanngjarnar regl- ur voru settar um greiðslufrest skrán- ingargjalda. Stúd- entaráð undir forystu Vöku mætti málinu af fullri hörku og vann sigur í því máli. Frest- ur var gefinn fram í byrjun júní sem hafði mikið að segja fyrir stúdenta enda flestir orðnir blankir í lok vetrar. Til tíðinda dró í skólagjaldaumræðunni í vor. Forysta Stúd- entaráðs mótmælti skólagjöldum og virkj- aði stúdenta með sér í baráttuna. Stúdentar sýndu samstöðu í verki og skrifuðu 4.705 stúd- entar undir yfirlýsingu gegn skólagjöldum. Þá fjölmenntu þeir fyrir utan að- albyggingu í öflugum fjöldamót- mælum og sigur vannst þegar menntamálaráðherra lýsti því yfir að ekki yrðu tekin upp skólagjöld í grunnnámi við Háskóla Íslands. Í sumar boðaði Háskólinn skert- an þann tíma sem Þjóðarbókhlaðan er opin þar sem sjálfu Háskóla- bókasafninu, helstu vinnu- og rann- sóknaraðstöðu háskólastúdenta, var skellt í lás klukkan 19 í stað 22 áður. Forysta Stúd- entaráðs tók þann slag og vann sigur í því máli. Tíminn sem haft var opið var lengdur á ný og tryggði Stúdentaráð, undir forystu Vöku, enn og aftur jákvæða niðurstöðu fyrir stúd- enta. Þá barðist forysta Stúdentaráðs gegn hækkun skráning- argjalda og sendi for- ystan frá sér vandaða greinargerð þar sem forsendur hækkunar- innar voru hraktar. Sú greinargerð var uppistaða í röksemd- arfærslu stjórnarand- stöðunnar sem and- mælti hækkuninni á Alþingi. Sá slagur er ekki búinn því við munum halda áfram að berjast gegn hækk- uninni enda hefur for- ysta Stúdentaráðs sýnt fram á að for- sendur hækkunar- innar eiga ekki við rök að styðjast. Vaka sýndi það margsinnis á starfs- árinu hve mikilvægt það er að innan skól- ans sé öflugur mál- svari starfandi fyrir stúdenta. Vaka mun áfram láta verkin tala, enda hafa aðferðir Vöku skilað árangri. Ég hvet stúdenta til að koma á kjörstað og setja við X við A. Frábær árangur Vöku Jarþrúður Ásmundsdóttir skrifar vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ Jarþrúður Ásmundsdóttir ’Í sumar boðaðiHáskólinn skertan þann tíma sem Þjóð- arbókhlaðan er opin þar sem sjálfu Háskóla- bókasafninu, helstu vinnu- og rannsóknar- aðstöðu há- skólastúdenta, var skellt í lás klukkan 19 í stað 22 áður.‘ Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.                       Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Aðalsveitakeppni félagsins er lok- ið með sigri Ný-ungar. Keppnin að þessu sinni var óvenju jöfn en aðeins munaði 13 stigum á sveit Ný-ungar sem hlaut 140 stig og sveitarinnar sem varð í sjötta sæti með 127 stig. Í sveit Ný-ungar spiluðu Garðar Garðarsson, Kristján Örn Kristjáns- son, Grethe Iversen, Gunnar Guð- björnsson, Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason. Sveit VÍS varð í öðru sæti með 134 stig en síðan komu sveitir Sparisjóðsins í Keflavík, Toyota, Benna pípara og SG-bíla. Nk. miðvikudag 9. febrúar hefst aðaltvímenningur félagsins. Spilað verður í 3 kvöld og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Spilað er í fé- lagsheimilinu á Mánagrund. Bridsfélag Kópavogs Þegar einni umferð er ólokið í sveitakeppninni, eru Siggi Sigurjóns og félagar í vænlegri stöðu. Staða efstu sveita: Sigurður Sigurjónsson 171 Ragnar Jónsson 148 Vinir 130 Jens Jensson 130 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Aðalsveitakeppni félagsins er nú rétt rúmlega hálfnuð, en fjórða um- ferðin í þessari skemmtilegu keppni var spiluð 3. febrúar sl. Úrslit um- ferðarinnar voru þessi: Örn Guðjónsson – Anton Hartmannsson21-9 Eyjólfur Sturlaugsson – Gísli Hauksson 21-9 Garðar Garðarsson – Birgir Pálsson 9-21 Grímur Magnúss. – Össur Friðgeirss. 19-11 Staða efstu sveita að loknum 4 um- ferðum er þessi: Grímur Magnússon 90 Birgir Pálsson 76 Örn Guðjónsson 67 Efstir í fjölsveitaútreikningi spil- ara eftir 4 leiki eru: Vilhjálmur Þór Pálsson 1,48 Björn Snorrason 1,26 Kristján Már Gunnarsson 1,26 Nánar um gang mála á heimasíð- unni www.bridge.is/fel/selfoss. Eldri borgarar í Hafnarfirði Föstudaginn 4. febrúar var spilað á 6 borðum. Úrslit í N/S: Einar Markússon - Sverrir Gunnarsson 114 Stígur Herlufsen - Sigurður Herlufsen 106 Bjarnar Ingimarss - Kristján Ólafsson 104 A/V Anton Jónsson - Einar Sveinsson 113 Jón R. Guðmunds - Kristín Jóhannsd. 105 Sófus Berthelsen - Haukur Guðmunds 104 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.