Morgunblaðið - 09.02.2005, Page 29

Morgunblaðið - 09.02.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 29 MINNINGAR Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu og sýndu samhug við andlát og útför FRIÐGEIRS KRISTJÁNSSONAR, Bröttuhlíð 17, Hveragerði. Jórunn G. Gottskálksdóttir, Kristján Friðgeirsson, Guðbjörg Thoroddsen, Gottskálk Friðgeirsson, Edda Sverrisdóttir, Gróa Friðgeirsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Rúnar Friðgeirsson, Össur Friðgeirsson, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Síðari kona Sigurðar var Lilja Bernhöft. Hún annaðist Sigurð af ástríki og mikilli umhyggju eftir að heilsu hans fór að hraka. Ég votta Lilju, Baldri og Gísla, svo og eiginkonum þeirra og börnum, mína dýpstu samúð. Minning um góðan mann lifir og verður afkom- endum hans gott veganesti í lífsbar- áttunni. Blessuð sé minning Sigurðar Baldurssonar. Jóhannes Ásgeirsson. Í dag verður til grafar borinn Sig- urður Baldursson hæstaréttarlög- maður, minn góði gamli vinur, og mig langar að senda honum fáein kveðjuorð. Ég kynntist honum einhvern tíma á sjöunda áratugnum. Þannig stóð á að það hafði komið í minn hlut að annast skattframtal fjölskyldunnar. Mér fannst það kvíðvænlegt enda var ég nýbúin að frétta af heimilis- föður sem þjáðist svo af framtals- kvíða, að hann grýtti hveiti og sykri í eldhúsgólfið sitt, þar sem það dreifð- ist eins og nýfallinn snjór. En hvað var til bragðs að taka? Mér var bent á að leita til Sigga Bald (eins og hann var ævinlega kallaður) sem þá vann á lögfræðistofu Ragnars Ólafssonar á Laugavegi 18. Er ekki að orðlengja að uppfrá því varð hann óbrigðul hjálparhella mín í skipulagi fjármála. Það kom sér heldur betur vel þegar ég flutti nokkru síðar til Kaup- mannahafnar með fjölskyldunni. Hann tók að sér endalausa snúninga vegna námslána og íbúðarsölu, sem aldrei verður full þakkað. Ráðgjöf skorti heldur ekki. Hann brýndi fyr- ir mér að hugsa aldrei sem svo að greidd skuld væri glatað fé. Og muna að fara beina leið að borga inn á skattaskuldir ef ég eignaðist aur. Þegar ég var spurð hvort ég hefði ekki áhyggjur af fjármálunum gat ég alltaf svarað: ,,Nei, þær liggja allar hjá lögmanni í skúffu við Laugaveg- inn.“ Á skrifstofu Sigga Bald á Lauga- vegi og síðar á Klapparstíg, var opið hús í hádeginu, þar sem dreif að margt skemmtilegt fólk (heil hersing af stórbrotnum öndum, eins og Siggi orðaði það) lagði nesti sitt í sameig- inlegt borðhald. Þetta varð hinn kunni klúbbur sem gekk undir nafn- inu Gnægtir og var þar oft glatt á hjalla. Ómögulegt er að telja upp alla gestina, en þeir komu úr ýmsum átt- um og voru á ýmsum aldri og margir fengu gælunöfn hjá gestgjafanum. Þeir elstu eru nú látnir, eins og Gunnar Eggertsson, náfrændi Guð- mundar Böðvarssonar skálds, sem vann hjá tollstjóra og var kallaður tollheimtumaðurinn eftir Nýja Testamentinu, enda bjartur og góð- legur, og Gísli Ásmundsson, kennari og lista þýðandi. Í yngsta hópnum voru hins vegar systkinabörn Sigga og synir hans báðir, Baldur og Gísli, sem þjálfuðust þarna í skemmtileg- heitum og sagnalist, og þeirra vinir. Þá vil ég nefna að um skeið leigði Siggi tveimur listamönnum vinnu- stofur í hluta af húsnæðinu, þeim Hjörleifi Sigurðssyni og Sigríði Björnsdóttur, sem barist hefur fyrir að nota list til lækningar sjúkum. Þarna var Siggi í essinu sínu, því satt að segja átti regluverk lögfræð- innar ekki hug hans allan. Eins og synir hans og frændur hafa orðað það svo fallega var afstaða hans sú að ýta frá sér köldum grauti grárra daga og töfra fram kryddið í tilver- unni með skondnum sögum og vís- um. Já, hann vildi afbyggja hið við- tekna og hátíðlega. Gott dæmi um það var rýni hans á verðlaunakvæði Davíðs Stefánssonar vegna Alþing- ishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hann fann tvöfalda merkingu í hin- um frægu línum skáldsins: Synir og farmenn hins frjálsborna anda, þér leituðuð landa því hann áttaði sig á að á þeim tíma var áfengisbann á Íslandi og landabruggarar höfðu flykkst á Þingvöll og falið framleiðslu sína í hraungjótum kringum þingstaðinn. Dulmálið var einnig augljóst í ann- arri frægri hendingu kvæðisins, sem í meðförum ljóðrýnis varð svona: Sjá, dagar koma, ár og aldir líða og ein gin stöðvar tímans þunga nið. Þjálfaðir söguskýrendur áttuðu sig auðvitað strax á því hvað skáldið var að fara, þótt að færi fram hjá verðlaunanefndinni. Reyndar taldi Siggi þennan boðskap skáldsins hafa átt sinn átt í að bannlögin voru num- in úr gildi á 4. áratugnum, og bætti við þessari spaklegu athugasemd: Sá er ekki ófullur sem er áhyggjufull- ur … Siggi hefur aldrei hikað við að gera grín að sjálfum sér, eins og sjá má af lýsingu hans af því þegar hann eitt sinn lotinn og þreyttur fór í nudd og teygjur hjá Róshildi Sveinsdóttur sérfræðingi í heilan vetur og skrifaði um vorið: ,,Ég er orðinn svo teinrétt- ur af meðferðinni hjá henni að höf- uðið á mér sést þegar horft er aptan á mig, en áður sýndist ég vera haus- laus. Fólk segir ég sé í laginu eins og upphrópunarmerki, en var áður eins og spurningarmerki. Auk þess hef ég fengið nýtt göngulag, en var áður allur í hnjánum og skjalatöskunni eins og Örbrún einkaritari minn orðar það.“ Hann Siggi bar gæfu til að eiga tvær góðar konur. Sú fyrri var Anna Gísladóttir, húsmæðrakennari. Í brúðkaupi þeirra var sögð þessi ágæta saga: ,,Hjón sem lengi höfðu lifað saman í mikilli eindrægni áttu silfur- eða kannske gullbrúðkaup og voru spurð: hvernig fóruð þið að þessu? Eiginmaðurinn varð fyrir svörum: ,,Við gerðum með okkur samning, ég skyldi leysa öll stór vandamál, en daglegt amstur kæmi í hlut konu minnar.“ ,,Og gekk það eftir? Hvernig reyndist þetta?“ Eig- inmaðurinn: ,,Það komu engin stór- mál upp á!“ Þess má geta að Anna er dóttir Gísla Ólafssonar bakara sem áður fyrr rak fyrirtæki sitt í Þingholts- stræti og var bróðir Sigurjóns mynd- höggvara. En þegar þau höfðu búið lengi saman og komið sonum sínum vel út í lífið fór samt svo að þau slitu samvistir. Siggi eignaðist seinna aðra góða konu, Lilju Bernhöft, og gerði þá játningu. Þá sagði hann: „Ég lít ekki við öðru en bakaradætrum – ég er svo mikill sætabrauðsdrengur.“ Ég veit að minn gamli vinur hefði ekki viljað neina væmni eða slepju- skap þessa heims né annars, svo ég ætla að kveðja hann með orðum sem hann sagði oft við mig: ,,Drottinn elti þig á röndum!“ um leið og ég þakka honum fyrir svo margt gamalt og gott og sendi fjölskyldu hans og vin- um samúðarkveðjur. Inga Huld Hákonardóttir (Stæðan). Siggi Bald hefur kvatt. – Á þeim árum sem hann rak lögmannsskrif- stofu sína á Klapparstíg 26, leigði ég hjá honum um skeið ágæta vinnu- stofu. Hjá honum var gott að leigja og andrúmsloftið var ætíð gott og manneskjulegt. Ekki spillti, að Hjör- leifur Sigurðsson leigði líka hjá hon- um stóra og góða vinnustofu. Enda þótt Siggi hafi leigt okkur Hjörleifi hvoru fyrir sig þessar stóru vinnu- stofur, þá hafði hann sjálfur líka gott rými fyrir sína lögmannsskrifstofu. Jafnframt var kaffistofan mjög rúm- góð og kom það sér oft vel; t.d. á föstudögum, um hádegisbil, þegar vinir Sigga Bald komu þar saman með nestissnarlið sitt; og kom þá fyr- ir, að tappi var dreginn úr rauðvíns- flösku. Sannarlega fannst mér skemmti- legt og hugvekjandi að hitta þessa vini hans Sigga Bald. Það gaf mér tækifæri til að hitta þetta ágæta fólk með hugsjónir og skoðanir. Frjáls- lega var spjallað um daginn og veg- inn – og ekki hikaði fólk að segja sín- ar meiningar eða jafnvel að hneykslast á ýmsu í samfélaginu; þó var langt frá því að alltaf væru allir sammála. – Svona voru föstudags- fundirnir í kaffistofunni hjá honum Sigga Bald. Fólk gladdist yfir sam- verunni og andinn lyftist. Skopsögur og skrítlur voru sagðar, – þar var Siggi Bald hrókur alls fagnaðar. Hann var sérlega skemmtilegur frá- sagnarmaður og flutti sögur sínar af leiftrandi snilld. Ár eru liðin síðan ég hitti Sigga Bald síðast, en minningin um hann er lifandi og björt í huga mér og ég þakka honum innilega hin gömlu og góðu kynni sem gleymast ei. Sigríður Björnsdóttir. Æ, nú er hann Siggi Bald farinn. Þeim fjölgar óðum sem hverfa sjón- um og samleið hafa átt lengri eða skemmri en hann Siggi Bald verður manni drjúgur í varðveizlu kærra minninga. Hann var fornvinur okkar beggja, Margrétar og minn. Og honum eig- um við það að þakka að við rötuðum í Vogahverfi á frumbýlingsárum og skutum þar rótum, og nutum gull- aldar þess hverfis þegar það blómg- aðist af vorgróðri Íslands. Við vorum ung við Margrét og dreymdi aldrei drauma um auðsæld. Við sátum í hárri byggingu og sáum út á hafið og Esjuna af sameiginleg- um svölum íbúanna og fyrir neðan okkur voru fjölbreytileg fyrirtæki en hið næsta alheims og innanlandsat- hygli á fréttum sem var af mikilli skilvísi vinsað og fært í búning af þjónustuhugsjónum við þjóðina. En af einhverri ofstjórnaróreiðu í æðstu stjórn húsnæðis vorum við óvænt vegalaus og vísað út á hjarnið. Þá mætir Margrét honum Sigga Bald rétt fyrir utan húsið. Æ, Siggi minn, veiztu ekki af einhverju lausu húsnæði til leigu? Ég kann miklu betra ráð, segir Siggi fjölvís og hollur. Og svo kom hann til okkar upp alla stigana léttur og lýsandi um kvöldið, upp á fimmtu hæð. Og það skipti engum togum að hann sannfærði okkur um að ekkert vit væri í því að láta aurana í leiguhít heldur væri eina vitið að eignast hús- næði. Þá réðust heldur betur örlög. Því við vissum ekki fyrr, og var eins og hendi væri veifað eins og sagt er stundum af minna tilefni, en að Siggi Bald var búinn að fræða okkur um réttindi til lífeyrissjóðsláns og koma okkur í byggingarfélag áður en við vissum af, ganga frá öllu snyrtilega og svipti burt öllum okkar hugsjón- um um að festa okkur ekki í fjár- málagerningum og öðru vafstri sem eign fylgdi. Þannig var sá góði drengur okkur gæfusmiður. Og fylgdi þessari miklu gjöf að búa nærri Önnu og Sigga í raðhúsi. Siggi var oft á ferð um hverfið, hvarvetna kærkominn og uppörvandi og gerði sér aldrei mannamun eftir metorðum eins og ýmsum hættir til. Hann fylgdist með hag nágrannanna og stuðlaði að hagsbótum fyrir ótrúlega marga af greiðvikni og mennskri alúð. Hann varð fastheldinn á fróðleik sinn og skemmtiatriði sem maður hafði gam- an af að fylgjast með þó það sama kæmi upp, – það fór honum vel. Oft undraðist maður minni hans og natni við að geyma í huga sér þjóðleg verð- mæti og ekki sízt hve vel honum lét að vitna í bækur Halldórs Laxness, dýran kveðskap, og skringilegan leirburð af ýmsum toga úr mann- legri umferð án tímamarka. Siggi Bald var góður drengur. Ég veit að hann var grandvar lögmaður og gætti af veglyndi og alúð hags- muna sinna skjólstæðinga, varkár að flytja mál fyrir dómstólum og virti lög og ætlaðist til réttsýni, fjarri klækiskap og íþróttabrellum. Mann- kostir hans blikna ekki í huga okkar vina hans. Hvað eru gallar? Eins og tryggð umfram ratvísi við stjórn- málahugsjónir sem eru sviknar af ábyrgðarmönnum, og afhjúpuð brigðin. Hvað getur maður sagt þótt hreinlyndir átrúnaðarmenn neiti að horfast í augu við að það er kominn annar tími með öðrum viðmiðum og ærnum vanda sem þarf að mæta með nýrri sýn. Siggi var góður maður og hreinlyndur og gæddur réttlætisþrá. Mislengi endist dýrðin í glitsölum Bakkusar þótt hirðmennirnir haldi prúðmennsku. Og til lengdar hlýtur að daprast fjör þótt hirðsiða sé gætt og stílvitundin haldist og umgengn- isprýði. Hljómurinn týnist og glösin klingja ekki lengur. Þegar bezt gegndi í hirðsölum glitruðu perlur sem menn vörpuðu fram af fingur- gómum og endurómur nærði sátana og gesti af mörgu sem dýrast var kveðið um aldir með þessari þjóð flutt af þrá og ást á helgum dómum. Þá naut Siggi Bald sín oft og eins og góðir sögumenn og talsmenn þá tendraðist hann upp ef vel var hlust- að og fór á kostum. Eftir að Siggi flutti í vesturbæinn fækkaði fundum okkar en vissum alltaf hvor af öðrum, tengdir síma- þráðum og vináttu. Það er til marks um tryggð Sigurðar að hann hringdi í okkur Margréti ævinlega á tylli- dögum og sem betur fer oftar. En Siggi Bald á eftir að fylgja manni áfram þegar hugurinn þreifar aftur fyrir sig um farinn veg að kærum minningum. Thor Vilhjálmsson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Baldursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þórður Kristinsson. Félagslíf Norðurljós og örnefni á myndakvöldi FÍ Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður í kvöld kl. 20.00. Jóhann Ísberg sýnir glæsilegar myndir, sem nýttar eru við merk- ingar á örnefnum víða um land. Svavar Sigmundsson, forstöðu- maður Örnefnastofnunar, segir frá verkefninu, þar sem ljós- myndirnar eru notaðar og helstu áherslum í söfnun örnefna um þessar mundir. Á myndakvöldinu sýnir Jóhann Ísberg einnig einstæða kvik- mynd af norðurljósunum yfir Íslandi. Myndakvöldið hefst kl 20.00 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6. Kaffiveitingar í hléinu. Aðgangseyrir kr. 600  HELGAFELL 6005020919 IV/V  GLITNIR 6005020919 I I.O.O.F. 9  18502097½  I I.O.O.F. 7  185297½  I.O.O.F.181852988½II* Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Listmunauppboð Listmunir Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrir viðskiptavini leitum við að góðum verkum eftir Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Nínu Tryggvadóttur, Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Krist- ján Davíðsson, Jóhann Briem, Louisu Matt- híasdóttur, Jón Stefánsson og Mugg. Ennfremur hausamyndum eftir Kjarval. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, sími 551 0400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.