Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATHYGLISVERÐUR STAÐUR 27. FEBRÚAR NÁMSKYNNING Í HÁSKÓLA ÍSLANDS www.hi.is ÚTLÁN innlánsstofnana til einstaklinga jukust um 70% frá árslokum 2003 til ársloka 2004, fóru úr 192 milljörðum í 333, að því er lesa má úr nýlegum tölum frá Fjármálaeftir- litinu. Á síðasta ársfjórð- ungi 2004, þ.e. frá 30. september og til ára- móta, jukust útlán inn- lánsstofnananna til ein- staklinga samtals um 41% eða 97,5 milljarða króna. Vanskil einstak- linga minnkuðu milli árs- loka 2003 og 2004 um tæp 18%. „Þetta endurspeglar aukin fjár- ráð heimilanna. Þau eru að auka lántökur sínar og væntanlega greiða þá niður skammtímaskuldir í leið- inni,“ sagði Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag- fræðingur hjá Alþýðu- sambandi Íslands, þegar Morgunblaðið leitaði álits hjá henni á þessari þróun. Ingunn telur þessi auknu útlán innláns- stofnana til einstaklinga einkum skýrast af því sem er að gerast á fast- eignamarkaðnum. „Að hluta til endur- speglar þetta væntingar fólks til mikils hagvaxt- ar á næstu árum og mik- illar bjartsýni í efnahagslífinu,“ sagði Ingunn. En er hægt að meta hvort í þessum auknu lántökum fólks felist aukin áhætta? „Lántökum fylgir áhætta, einkum ef tekjur aukast ekki að sama skapi. Þetta eru væntanlega langtímalán og í flestum tilvikum tengd fjárfest- ingu í húsnæði eða öðru slíku,“ sagði Ingunn. „Það fer einnig eftir því hvernig þessi lán eru samsett. Ef mikið er af erlendum lánum er fólk augljóslega að auka áhættu sína.“ Ingunn telur að þess séu dæmi að einstaklingar hafi tekið gengisbund- in lán til að fjármagna íbúðakaup. Hvað varðar minnkun vanskila einstaklinga, frá árslokum 2003 til ársloka 2004, sagði Ingunn greini- lega hafa orðið mikla breytingu á síðasta ársfjórðungi 2004. Þá hafi vanskilin minnkað um 1,75 millj- arða. Eignir og skuldir hækka Tölur frá hagfræðisviði Seðla- banka Íslands um útlán til einstak- linga frá innlánsstofnunum og fjár- festingalánasjóðum, t.d. Íbúðalána- sjóði, sýna að lán til einstaklinga höfðu hækkað um rúma 103 millj- arða frá árslokum 2003 til ársloka 2004. Þessi útlán voru 611 milljarð- ar í árslok 2003 en 714 milljarðar í árslok 2004. Sé efnahagur heimilanna í árslok 2003 borinn saman við spá um stöð- una í árslok 2004 kemur í ljós að rauneignir heimilanna, sem aðallega eru fasteignir og bifreiðar, muni hafa hækkað úr 1.251 milljarði í árs- lok 2003 í 1.361 milljarð í árslok síð- asta árs. Ekki er reiknað t.d. með verðmæti innbúa í þeirri tölu, en það hleypur á nokkrum hundruðum milljarða, að mati Kristjóns Kol- beins, viðskiptafræðings á hagfræði- sviði Seðlabankans. Þá er og vitað að einstaklingar eiga einnig töluvert hlutafé, þótt ekki liggi ljóst fyrir hvers virði það er. Talið er að heildareignir heimil- anna með lífeyrissjóðseign muni hækka úr 2.491 milljarði í 2.753 milljarða á sama tíma og talið er að skuldir muni hækka úr 776 millj- örðum í 850 milljarða. Samanburður á milli ára getur verið erfiðleikum háður, bæði vegna breyttra vinnureglna í flokkun t.d. útlána og eins vegna breyttra að- stæðna. Þannig benti Kristjón á að mikil fjölgun einkahlutafélaga geti skekkt samanburð á milli ára. Það sem áður var skráð sem eignir ein- staklinga, t.d. verðbréf eða fasteign- ir, er nú komið í eigu eignarhalds- félaga eða einkahlutafélaga sem oft eru í eigu sömu einstaklinga og áður voru skráðir fyrir þessum eignum. Lán bankastofnana til einstaklinga jukust um 41% á síðasta ársfjórðungi síðasta árs $'  ( ('' !!)  !!" !"! # $  %! &'  ' ( )  *+ , & (%)" * '-.$)" /%!' 0 !)"  *(%)" / "! -($)" %   12 3 4 )!0! -*!0! * /2!''- 5!0! ' * /2!''- 6/2!''-.$! 5!0! ' " /2!''- %) ! 5!0!$ 7 * /2!''- 5!0!$ 7 " /2!''- 6*(%) !' % !0 ,           *)+* &*, *-,- -,& ,&) -&! *! , *.! ,*"                                     ! " !#$ $ #     % Einstaklingar skulduðu 714 milljarða í árslok HÆKKAÐ íbúðaverð virðist þegar hafa étið upp ávinning ungs fólks af lækkaðri greiðslu- byrði vegna lækkaðra vaxta íbúðalána. Þá virðist vera farið að draga úr verðhækkunum á einbýli á bilinu 150–270 fermetrar að stærð, en ekkert lát virðist á hækkun stærstu eign- anna og eigna á bilinu 110–50 fermetrar að stærð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands vegna hækkunar á íbúðaverði, en skýrslan var rædd á fundi miðstjórnar ASÍ í gær. 100 milljarða aukning í fyrra Í skýrslunni eru raktar helstu skýringar á mikilli hækkun íbúðaverðs á síðustu miss- erum. Ein meginástæða þessa er rakin til breytinga á íbúðalánamarkaði með lækkun vaxta, rýmri veðheimildum og engu þaki á upphæð lána sem hafi leitt til þess að almenn- ingur hafi aðgang að meira lánsfé og á hag- stæðari kjörum en áður hafi þekkst. Áhrif þessara kerfisbreytinga á skuldir heimilanna séu gífurlegar, því þannig hafi nettóskuldir heimilanna aukist um rúma 100 milljarða króna í fyrra, en sambærileg aukning á árinu 2003 hafi verið um 20 milljarðar króna. „Við breytingar líkt og þær sem urðu á lánamarkaðnum á síðasta ári er ekki ólíklegt að í upphafi komi inn á markaðinn mikil upp- söfnuð eftirspurn. Það er líklegt að þannig sé það til dæmis hjá fólki sem áður var á leigu- markaði vegna skorts á eigin fé til húsnæðis- kaupa eða ungu fólki sem valdi að búa lengur heima hjá foreldrum og safna fyrir útborgun í íbúð. Ennfremur hjá þeim sem ekki hafa fram að þessu haft tök á að stækka við sig vegna skorts á lánsfé. Vel má hugsa sér að þessir hópar hafi í miklum mæli komið inn á fast- eignamarkaðinn núna, þegar færi hefur gef- ist, og aukið eftirspurnina nokkuð umfram það sem eðlilegt er,“ segir meðal annars. Þá kemur fram að framboð hafi verið minna en eftirspurn, meðal annars vegna skorts á byggingarlóðum og lóðaverð hafi hækkað umtalsvert á liðnum árum meðal ann- ars vegna útboða á lóðum. Þannig kemur fram að meðalverð á byggingarrétti í fjölbýli í Norðlingaholti í Reykjavík hækkaði um rúm 50% að meðaltali á árinu 2004 samanborið við árið 2003. Þá hafi spákaupmennska fasteignaheildsala ýtt frekar undir hækkanir, auk þess sem fjár- málafyrirtæki séu orðnir virkir þáttakendur á lóðamarkaði og taki þátt í útboðum á lóðum. Loks kemur fram að gert er ráð fyrir að lokið verði við um 3000 íbúðir í ár á landinu öllu. Árleg íbúðaþörf landsmanna sé talin nema um 1800 íbúðum og því megi búast við meira jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar þegar fram í sæki. Dregur úr hækkun á íbúðum sem eru 150–270 fermetrar að stærð, samkvæmt skýrslu ASÍ Hækkað íbúðaverð hefur étið upp ávinn- ing af lægri vöxtum Morgunblaðið/Golli Verð á raðhúsum og einbýlishúsum hefur hækkað umtalsvert meira en á íbúðarhúsnæði í fjölbýli á síðasta ári. Fermetraverð í sérbýli hækkaði um 14,5%, en í fjölbýli hækkaði verðið um 10,6%. MIKIÐ framboð af lánsfé, lágir vextir og góðar tekjur eiga stóran þátt í hækkun fasteignaverðs. Einn- ig má leiða getum að því að hækkun fasteigna nú sé svar við dulinni hækkunarþörf til margra ára, að mati Guðrúnar Árnadóttur, við- skiptafræðings og löggilts fast- eignasala hjá Húsakaupum. Hún minnir á að fasteignamark- aðurinn hafi farið í niðursveiflu 1989–90 og verið í lægð til 1998–99. Hann hafi rétt úr kútnum árið 2000 og sé enn á uppleið. Guðrún segir að framboðið af lánsfé nú eigi vart sinn líka í Ís- landssögunni. Lánastofnanir bjóði fasteignakaupendum hátt lánshlut- fall og láni meira að segja fyrir lán- tökukostnaði, þinglýsingu og stimp- ilgjöldum. Gamlar viðmiðanir, á borð við brunabótamat og fasteignamat, gilda ekki endilega lengur við veð- setningar heldur meta lánveitendur sjálfir veðsetning- arhlutfall eigna. Guð- rún bendir á að fast- eignamat eigi að endurspegla fast- eignaverð 1. nóv- ember árið á undan. Þegar eignir hækki jafnört og nú úreldist fasteignamatið hratt. Mælir ekki verðmætin rétt Brunabótamat mæli ekki verðmæti stað- setningar eða lóðar. Guðrún telur tíma- skekkju að miða við það. Með við- miðun við brunabótamat sé í raun verið að beina kaupendum frá borg- arkjörnum til úthverfa og skekkja eðlilega verðmyndun. Ef til vill er þróunin hér í átt til þess sem gildir í stórborgum, að því er Guðrún telur. T.d. í London og Stokkhólmi er fast- eignaverð í miðborgum allt að tífalt hærra en í úthverfum. Ef þessi þróun er að hefjast hér er innstæða fyrir mun meiri verðhækkunum miðsvæðis. Að mati Guðrúnar er ekki að slakna á spenn- unni á fasteignamark- aði og dæmi um að fast- eignir seljist á yfirverði. Hún segir fasteignir seljast vel á höfuðborgarsvæðinu, en einnig t.d. á Selfossi og á Austurlandi. „Það vantar eignir í sölu, en svo hefur orðið sú breyt- ing að t.d. ósamþykktar kjall- araíbúðir í miðborginni hafa nær horfið af markaði. Ef til vill er það enn eitt merki um að við séum að sækja fram á við í fasteignaviðskipt- um,“ sagði Guðrún. Telur innstæðu fyrir enn meiri hækkun Guðrún Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.