Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  Blaðbera vantar á Eyrarlandsveg og Skólastíg Upplýsingar í síma 461 1600 Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn UMHVERFISRÁÐ úthlutaði á fundi sínum í gær byggingarrétti á alls fimm reitum í Naustahverfi II, undir samtals 135 íbúðir. Eftir er að úthluta bygg- ingarrétti á tveimur reitum í þessum áfanga hverf- isins, undir samtals 105 íbúðir og verður það gert síðar. Þá er stefnt að því að úthluta á árinu lóðum í Naustahverfi undir 195 íbúðir til viðbótar, í einbýli og fjölbýli, eða samtals 435 íbúðir. Mikil uppbygg- ing á sér stað í hverfinu og þar spretta íbúðarhús upp hvert af öðru. Því til viðbótar hefur verið út- hlutað lóðum undir 160 íbúðir í Naustahverfi I sem framkvæmdir eru enn ekki hafnar við. Alls bárust tólf umsóknir um byggingarréttinn sem úhlutað var í gær. „Það fengu færri en vildu en þessi mikli áhugi kom ekki á óvart,“ sagði Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi Akureyr- arbæjar. Þeir sem fengu reiti nú voru verktakafyr- irtækin Hyrna, P. Alfreðsson, Gullströnd, Trétak og Timbra. „Við úthlutum reitunum til verktaka, sem hafa nú fjórar vikur til að vinna að skipulagi þeirra, en um þann þátt sjá þeir sjálfir,“ sagði Bjarni. Á öðrum reitanna sem ekki var úthlutað í gær er mikið jarðvegsdýpi og eins er þar gert ráð fyrir fimm hæða húsi og telur Bjarni að þessi atriði hafi haft áhrif á litla ásókn í reitinn en hvað hinn varðar kom ein umsókn til vara. „Við ákváðum því að geyma þessa reiti eitthvað áfram og sjá hvað setur,“ sagði Bjarni. Naustahverfi II afmarkast vestan við núverandi byggingasvæði í fyrsta áfanga hverfisins og svæði austan golfvallarins að Jaðri. Uppbygging í Nausta- hverfi hófst árið 2003, í maí það ár var fyrsta skóflu- stunga tekin að fyrsta íbúðarhúsinu en áður hafði verið ráðist í byggingu leikskóla í hverfinu. Áætl- anir ganga út á að Naustahverfi byggist upp á um 15 árum og þar muni verða 6–8 þúsund íbúar í full- byggðu hverfi. Vegna mikillar eftirspurnar verður að flýta gatnagerðarframkvæmdum í hverfinu, en áætlað er að þær verði boðnar út í byrjun sumars og að lóð- irnar á reitunum sem úhlutað var í gær verði bygg- ingarhæfar á komandi hausti. En það er víðar en í Naustahverfi sem áhugi er fyrir að byggja. Við Baldurshaga er ráðgert að byggja 40 nýjar íbúðir í fjölbýli og 15 við Mýrarveg. Þá er búið er að veita lóðir undir samtals 28 íbúðir við Akursíðu, Lindarsíðu og Arnarsíðu en fram- kvæmdir ekki hafnar og þá hafa verktakar til um- ráða 20 lóðir annars staðar í bænum. Hér því um að ræða lóðir undir samtals 700 íbúðir. Þessu til við- bótar er svo stefnt að því að byggja þríburaturna á Sjallareitnum svokallaða, með 150–170 íbúðum. Að jafnaði hafa um 150–180 íbúðir verið byggðar á ári á Akureyri á síðastliðnum þremur árum. Mikil ásókn hefur verið í lóðir í Giljahverfi og á einungis eftir að úthluta örfáum lóðum þar, þá hefur öllum lóðum sem til eru í Klettaborg verið úthlutað. „Sem betur fer er mikil eftirspurn eftir því að fá að byggja hér í bænum og það er greinilegt að mikil bjartsýni ríkir meðal verktaka,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Byggingarrétti undir 135 íbúðir í Naustahverfi úthlutað Stefnt að úthlutun á lóð- um undir 435 íbúðir í ár Morgunblaðið/Kristján Fasteignir Íbúðarhúsnæði sprettur upp eins og gorkúlur í Naustahverfi. Veðurguðirnir eru hliðholl- ir húsbyggjendum þessa dagana og þessir ágætu menn, sem voru að vinna við raðhús við Hamratún, gátu verið léttklæddir uppi á þaki. AKUREYRI Atvinnuleysi um 4% | Meðal- fjöldi atvinnulausra á Norðurlandi í janúar var 525 eða 4% en var 3,7% í desember sl. Atvinnulausum á Norð- urlandi eystra fjölgaði um 23 milli mánaða. Atvinnulausum körlum fjölgaði um 15 og var 3,3% í janúar en 3% í desember. Fjöldi atvinnu- lausra kvenna jókst um 8 og var 5% en 4,6% í desember. Á Húsavík voru 57 skráðir atvinnulausir í lok janúar. Utan Húsavíkur í Þingeyjarsýslum voru 53 skráðir atvinnulausir. Í heildina eru því 110 manns á at- vinnuleysisskrá á svæðinu að því er fram kemur á vef stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslu. Þar kemur einnig fram að á Akureyri voru 342 skráðir atvinnulausir á sama tíma. Landnám í Vesturheimi | Fjallað verður um landnám Íslendinga í Vesturheimi á námskeiði í Deiglunni á Akureyri á laugardag, 26. febrúar, frá kl. 10–16. Námskeiðið er á veg- um Þjóðræknisfélags Íslands sem hefur haft að meginverkefni að efla og auka samskipti okkar við skyld- menni okkar í Norður-Ameríku. „Námskeið Jónasar Þór miðla í senn mikilvægum fróðleik um merkan og áhugaverðan þátt í sögu okkar og eru vel fallin til að undirbúa þá sem ferðast vilja síðar um landnáms- svæði Íslendinga í Vesturheimi,“ segir í frétt um námskeiðið en enn er hægt að bæta við þátttakendum. Fiskmarkaður | Dr. Eyjólfur Guð- mundsson flytur erindi í Borga- spjalli auðlindadeildar Háskólans á Akureyri kl. 12 á föstudag, 25. febr- úar í kaffiteríu Borga, rannsókna- húss HA. Þar fjallar hann um Tsukiji, stærsta fiskmarkað í heimi, en hann er í Tókýó í Japan og þang- að hélt Eyjólfur síðastliðið sumar. Fjallað verður um sögu markaðar- ins, skipulag og hefðir auk þess sem sýndar verða myndir frá uppboðum og þeim vörum sem í boði eru. Eyjólfur Guðmundsson er lektor í fiskihagfræði við auðlindadeild Há- skólans á Akureyri. Fíkniefnamisferli | Lögreglan á Akureyri handtók tvo menn á þrí- tugsaldri sl. þriðjudag vegna gruns um þjófnað og ætlað fíkniefnamis- ferli. Við húsleit heima hjá öðrum þeirra fundust um 40 grömm af kannabisefnum en heima hjá hinum um 20 grömm af hassi, samkvæmt upplýsingum frá Daníel Snorrasyni lögreglufulltrúa. Þá lagði lögreglan hald á hnífa og önnur ólögleg vopn. Einnig fannst þýfi sem talið er að sé úr innbroti. Rannsókn málsins er að mestu lokið og var mönnunum sleppt að loknum yfirheyrslum í gær. Heimspekitorg | Þorsteinn Gylfa- son flytur fyrirlestur á heim- spekitorgi í dag, fimmtudaginn 24. febrúar, kl. 16.30 í stofu L101 Sól- borg og nefnist hann: Hvað eru tákn? Í erindi sínu veltir Þorsteinn því fyrir sér hvað tákn séu og hvaða hlutir geti með góðu móti talist til þeirra. Nemar sýna | Nemendur í fag- urlistadeild Myndlistaskólans opna sýningu í Kompunni í Kaup- vangsstræti 10 á föstudag, 25. febrúar, kl. 17. Sýningin er fjölbreytt og sýnd verða verk af ýmsum toga; mynd- bandsverk, hljóðverk, málverk, textaverk, skúlptúrar, ljósmyndir, teikningar, teiknimynd og inn- setning. Þetta er afrakstur verk- efnavinnu undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlista- manns. Sýningin verður opin um helgina, frá kl. 14 til 18 báða dag- ana. Tilboð | Tilboð hafa verið opnuð í verkið „Naustahverfi áfangi 2B“ en alls bárust fjögur tilboð í það. Framkvæmdaráð hefur sam- þykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Finn ehf., sem bauð rúmlega 11,1 milljónir króna. Önnur tilboð voru frá G. Hjálm- arssyni, tæplega 12,5 milljónir króna, GV Gröfum, 13,0 milljónir króna og Dalverki sem bauð tæp- lega 19,5 milljónir króna. Kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á rúmlega 14,3 milljónir króna. Verkið felst í að byggja Vörðutún í Naustahverfi. Húsnæði | Á fundi stjórnar Fast- eigna Akureyrarbæjar var lögð fram ósk um viðræður við félagið frá stjórnarformanni Símennt- unarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Símeyjar, um framlengingu á leigusamningi þeirra í Þórsstíg 4. Akureyrarbær á aðild að við- ræðum við erlenda aðila um stað- setningu álþynnuverksmiðju í bæn- um og hefur komið til tals að sú starfsemi verði í húsnæðinu að Þórsstíg 4. Stjórnin samþykkir því að þar til niðurstöður þeirra við- ræðna liggja fyrir sé ekki unnt að gera annað en ótímabundna leigu- samninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.