Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 27 UMRÆÐAN Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennu- öldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélag- inu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugs- un?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í MORGUNBLAÐINU 9. febr- úar sl. birtist grein eftir Árna Árnason, forstjóra Austurbakka hf., sem ber yfirskriftina Morgunblaðið á villi- götum. Tilefni greinar er umræða um boðs- ferðir lækna á vegum lyfjafyrirtækja og ósk- ir heilbrigðisyfirvalda um upplýsingar um þær ferðir. Í greininni er m.a. greint frá því að „embættismenn“ fari fram úr sjálfum sér og biðji um upp- lýsingar, sem þeir eigi ekkert með að biðja um og skortir lagaheimildir. Hér fer forstjórinn villur vegar í gagn- rýni sinni. Lyfjafyrirtæki fá starfsleyfi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra til lyfjadreifingar og framleiðslu. Heilbrigðisyfirvöld kappkosta að lyf fái markaðsleyfi hér á landi svo sjúklingar eigi kost á bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á og fái nauðsynleg lyf. Jafnframt er það hlutverk heil- brigðisyfirvalda að hafa eftirlit með markaðssetningu þeirra lyfja sem þau veita markaðsleyfi fyrir. Við verslun með lyf skal það ætíð haft til hliðsjónar að lyfjadreifing er hluti heilbrigðisþjónustu og starfs- mönnum við dreifinguna er ætlað að vinna með öðrum aðilum í heil- brigðisþjónustu að opinberum heil- brigðismarkmiðum. Það er jafn- framt markmið með lyfjalögum að tryggja eftir föngum gæði og ör- yggi lyfja og lyfjaþjónustu, auka fræðslu um lyfjanotk- un, sporna við óhóf- legri notkun og halda lyfjakostnaði í lág- marki. Lyfjafyrirtæki eru hluti heilbrigðisþjón- ustunnar, ásamt m.a. sjúkrahúsum, heilsu- gæslu, læknum og öðru heilbrigðisstarfs- fólki svo og heilbrigð- isyfirvöldum. Fram er komið í umræðunni að umræddar boðsferðir eru einkum til að kynna nýjungar og framfarir í þróun lyfja. Mjög strangar reglur gilda um markaðs- setningu lyfja þar sem áhersla er lögð á hlutlausar upplýsingar um lyf og gagnsemi þeirra. Einkum er heimilt að auglýsa og kynna lyf fyrir heilbrigðisstéttum en einungis svokölluð lausasölulyf fyrir almenn- ingi. Til að halda velli þurfa lyfja- fyrirtæki eðli málsins samkvæmt að koma afurð sinni á framfæri með markaðssetningu og kynningu og ættu allir að geta verið sam- mála um það. Að öðrum kosti yrði ekki notið þeirrar þekkingar sem er að finna innan lyfjafyrirtækj- anna í þágu sjúklinga og heilbrigð- iskerfisins alls. Eitt af markmiðum lyfjalaga er að auka fræðslu um lyfjanotkun en slík fræðsla getur t.d. farið fram hjá lyfjafyrir- tækjum, læknum og heilbrigðisyf- irvöldum. Í grein sinni telur forstjórinn heilbrigðisyfirvöld fara offari þegar óskað er eftir upplýsingum um boðsferðir lækna á vegum lyfjafyr- irtækja þar sem fram fer kynning eða fræðsla um lyf o.fl. Hafa þess- ar boðsferðir sætt mikilli gagnrýni í þjóðfélaginu og verið tilefni um- ræðna á Alþingi. Heilbrigðisyf- irvöldum er það mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um hvernig markaðssetningu lyfja er háttað, þ.á m. hvernig umræddum boðs- ferðum er háttað. Til að ná op- inberum heilbrigðismarkmiðum hverju sinni ber öllum hlutaðeig- andi, sem starfa í heilbrigðisþjón- ustu og teljast hluti hennar, að vinna sameiginlega að þeim mark- miðum svo sem að sporna við óhóf- legri notkun lyfja og halda lyfja- kostnaði í lágmarki. Lyfjafyrirtæki eru þar ekki undanskilin. Fulltrúar annarra lyfjafyrirtækja brugðust vel við fyrirspurn Lyfjastofnunar og veittu þær upplýsingar sem ósk- að var eftir um þessar boðsferðir. Þeir gerðu grein fyrir fjölda ferða, hvernig þessum ferðum er háttað og veittu skýringar á tilgangi þeirra. Slíkar upplýsingar eru mik- ilvægar til að eyða tortryggni sem kann að ríkja. Þær auka gagnsæi svo þjóðfélagið og allir hlutaðeig- andi eigi auðveldara með að skilja þörfina, og stuðla að því að slíkar ferðir keyri ekki úr hófi fram sem gæti unnið gegn opinberum heil- brigðismarkmiðum. Forstjóri Austurbakka hefur ekki séð ástæðu til að veita heil- brigðisyfirvöldum jafn sjálfsagðar upplýsingar og um ræðir. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið fór þess á leit við Lyfja- stofnun að hún aflaði upplýsinga enda hefur stofnunin eftirlit með lyfjafyrirtækjum. Forstjórinn telur hins vegar að um einkamál fyr- irtækisins sé að ræða sem „emb- ættismenn“ hafi ekkert með að biðja um og hefur því kosið að veita ekki upplýsingar um boðs- ferðir lækna á vegum fyrirtækis síns. Önnur lyfjafyrirtæki, sem starfsleyfi hafa hér á landi, komust ekki að þeirri niðurstöðu og veittu umbeðnar upplýsingar enda má ætla að þau hafi gert sér grein fyr- ir þörfinni á opinni umræðu um þessi málefni, m.a. þar sem þau eru hluti heilbrigðisþjónustunnar og reiðubúin að vinna með öðrum aðilum í heilbrigðisþjónustunni að opinberum heilbrigðismarkmiðum. Vonandi mun Austurbakki í fram- tíðinni veita umbeðnar upplýsingar sem engin leynd á að hvíla yfir og bregðast jafnvel við og önnur lyfja- fyrirtæki. Upplýsingagjöf lyfja- fyrirtækja á villigötum? Rannveig Gunnarsdóttir fjallar um leynd lyfjafyrirtækja ’Heilbrigðisyfirvöldkappkosta að lyf fái markaðsleyfi hér á landi svo sjúklingar eigi kost á bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á og fái nauðsynleg lyf.‘ Rannveig Gunnarsdóttir Höfundur er forstjóri/Executive Director Lyfjastofnun – Icelandic Medicines Control Agency.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.