Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Námskeiðinu er ætlað að bæta og efla þekkingu og færni
þátttakenda í samskiptum og sölumennsku erlendis.
Lögð verður áhersla á hagnýta leiðsögn í flestu sem snýr
að sölumennsku almennt og dregin upp raunsæ mynd af
því umhverfi sem bíður sölumanna erlendis. Þessir tveir
áhersluþættir verða tvinnaðir saman á þann hátt að það
nýtist þátttakendum með beinum og praktískum hætti, þegar
á hólminn er komið.
Námskeiðið verður haldið 3. mars kl. 13.00 -17.00 og
4. mars kl. 9.00 - 13.00 n.k. að Laugavegi 170.
Skráning þátttöku fer fram í síma 511 4000 eða með því að
senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is. IMG
tekur við skráningum á vefsíðunni, www.img.is.
Leiðbeinendur:
Þorgeir Pálsson, B.S. í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og
ráðgjafi hjá IMG og Kristinn Tryggvi Gunnarsson, MBA og
ráðgjafi hjá IMG.
erlendis
Námskeiðið er haldið í samstarfi Útflutningsráðs
Íslands og IMG. Á námskeiðinu er fjallað um
starf sölumanna á erlendum mörkuðum og þau
atriði sem einkenna sölustarf erlendis.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Sölumennska
M
IX
A
•
fí
t
3. mars kl. 13-17 og 4. mars kl. 9-13
Sérblaðið
bílar
Porsche reynsluekið
í Sevilla
Nýr Hyundai
H1 kynntur
Askjan opnar fyrir
Daimler Chrysler
á morgun
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær karlmann um fimm-
tugt af ákæru um tilraun til mann-
dráps en hann var sakaður um að
veita leigubílstjóra lífshættulegan
skurð á hálsi sl. sumar. Meirihluti
dómsins sagði rannsókn lögreglunn-
ar í Reykjavík „stórlega ábótavant“
og að óupplýst væri hver hefði veitt
leigubílstjóranum áverkann. Einn
dómari skilaði sératkvæði og taldi
rétt að dæma manninn í fimm ára
fangelsi.
Maðurinn átti að sitja í gæslu-
varðhaldi fram á föstudag í ljósi
dómsins hefur honum væntanlega
verið sleppt úr haldi í gær.
Árásin var framin aðfaranótt 27.
júlí sl. fyrir utan Vesturgötu 69.
Leigubílstjórinn hafði ekið fjórum
mönnum að húsinu og var að ganga
eftir því að fargjaldið yrði greitt
þegar hann var skorinn á háls.
Skurðurinn var um 18 cm langur og
munaði aðeins nokkrum millimetr-
um að barkakýlið færi í sundur og
hefði skurðurinn verið um 1–2 cm
dýpri hefði slagæð rofnað.
Leigubílstjórinn sagði að einn
mannanna hefði setið í farþegasæti
fram í og hinn ákærði verið kominn
út úr bílnum. Þeir hefðu átt orðastað
um hver ætti að greiða fargjaldið og
því hefði glugginn bílstjóramegin
verið opinn að fullu. Lýsti hann því
að ákærði hefði farið með hönd í
vasa, að því að hann taldi til að ná í
peninga. Hann hefði þá litið til hægri
en þá fundið eitthvað heitt leka niður
hálsinn á sér. Hann hefði litið upp og
séð ákærða yggldan á svip vera að
draga höndina að sér.
Leigubílstjórinn fór strax út úr
bílnum, leitaði skjóls í anddyri húss-
ins nr. 69 og hringdi í lögregluna. Í
samtali við Morgunblaðið skömmu
eftir árásina sagði hann að í fyrstu
hefði hann ekki gert sér grein fyrir
því hversu alvarlegt sárið var.
„Sjokkið kom ekki fyrr en ég áttaði
mig á því að ég gat stungið hendinni
inn í hálsinn á mér,“ sagði hann.
Hnífurinn sem notaður var við árás-
ina fannst aldrei þrátt fyrir mikla
leit.
Hinn ákærði neitaði sök og sagð-
ist viss um að hann hefði ekki ráðist
á leigubílstjórann, jafnvel þó að
hann myndi afar lítið eftir atvikum
næturinnar. Fyrir dómi kom fram
að hann verður árásargjarn með víni
og hafði áður en til árásarinnar kom
hótað mönnum með hnífi. Þá hótaði
hann lögreglumönnum sem hand-
tóku hann um nóttina að þeir yrðu
skornir á háls, án þess að þeir hefðu
nokkru sinni nefnt að hann hefði
verið handtekinn vegna gruns um
árásina.
Þrír karlmenn sem voru meðreið-
armenn ákærða voru, líkt og hann
sjálfur, allir mjög ölvaðir. Mest var
að græða á framburði þess sem sat
við hliðina á leigubílstjóranum en
hann kvaðst þó fyrir dómi ekki hafa
séð ákærða leggja til bílstjórans með
hnífnum heldur einungis dregið þá
ályktun. Vildi hann ekki útiloka að
fleiri hefðu verið fyrir utan bílinn.
Þegar hann tilkynnti árásina til
Neyðarlínu á sínum tíma fullyrti
hann þó að ákærði hefði ráðist á
leigubílstjórann og við yfirheyrslur
hjá lögreglu sagðist hann ekki vera í
neinum vafa um að svo hefði verið.
„Ekkert af þessu var gert“
Í niðurstöðu dómsins er rannsókn
málsins verulega gagnrýnd. Þar er
m.a. bent á að lögregla hefði fundið
lítinn vasahníf á öðrum farþega bíls-
ins en ekkert kæmi fram í gögnum
málsins um hvort hann hefði verið
rannsakaður. Fram hefði komið hjá
fangaverði að hún hefði spurt lög-
reglumennina sem handtóku hann
hvort þeir þyrftu ekki að hafa hníf-
inn en þeir svarað að svo væri ekki,
þeir hefðu skoðað hnífinn og útilok-
að væri að hann hefði verið notaður
við árásina. Fangavörðurinn mundi
að hnífurinn var mjög lítill og virtist
nánast ónotaður. Þá kemur fram að
engin vettvangsrannsókn hefði verið
gerð á húsnæðinu sem hann var
handtekinn í og fatnaður hans og
annarra farþega var ekki rannsak-
aður til að kanna hvort á honum
væru blóðslettur.
Samkvæmt dómnum óskuðu
stjórnendur rannsóknarinnar eftir
sakbendingu en skv. vitnisburði lög-
reglumanna vannst ekki tími til
þess. Þess í stað fór fram „mynd-
fletting“ þar sem leigubílstjórinn
bar kennsl á mann sem hann kvaðst
álíta að væri hinn ákærði. Dómurinn
taldi rétt að verjandi hins ákærða
yrði viðstaddur en honum var ekki
gefinn kostur á því.
„Einsýnt er að rannsókn á hnífn-
um … rannsókn á fatnaði þeirra,
sem handteknir voru, og vettvangs-
rannsókn á húsnæði því sem fjór-
menningarnir voru á leið í, sem mað-
ur sást hlaupa í áttina að og
sakbending hefðu getað haft mikla
þýðingu. Ekkert af þessu var gert,
en ljóst er að rannsóknir þessar, ein
eða fleiri saman, hefðu getað haft úr-
slitaþýðingu um niðurstöðu máls-
ins,“ segir í dómsniðurstöðunni. Þar
sem allan vafa skal skýra ákærða í
hag var hann sýknaður af meirihluta
dómsins. Skaðabótakröfu leigubíl-
stjórans upp á tæplega 2,9 milljónir
króna var vísað frá dómi. Allur sak-
arkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Guðjón St. Marteinsson og Arnar
Þór Jónsson mynduðu meirihluta
dóms. Kolbrún Sævarsdóttir sótti
málið af hálfu ríkissaksóknara og
Hilmar Ingimundarson hrl. var til
varnar. Guðbjörn Eggertsson hdl.
var réttargæslumaður leigubílstjór-
ans.
Sýknaður af því að skera
leigubílstjóra á háls
Verulegar
athugasemdir
gerðar við rann-
sókn lögreglu
Morgunblaðið/Þorkell
„MAÐUR deilir ekki við dómarann
en ég er á hinn bóginn ekki endilega
sammála öllu því sem kemur fram í
dómnum,“ sagði Hörður Jóhannes-
son yfirlögregluþjónn í Reykjavík
þegar hann var inntur eftir áliti á
sýknudómnum vegna árásarinnar á
leigubílstjórann.
Hörður er yfirmaður rannsóknar-
deilda lögreglunnar í Reykjavík. Í
samtali við Morgunblaðið benti hann
á að framburður leigubílstjórans og
vitnis sem sat við hlið hans í bílnum
hefði verið skýr og á einn veg; hinn
ákærði hefði framið árásina. Þá
minnti hann á að Hæstiréttur hefði
oftar en einu sinni staðfest gæslu-
varðhaldsúrskurði yfir manninum á
grundvelli sömu gagna og ákæran
var byggð á og að héraðsdómur hefði
klofnað í afstöðu sinni þegar hann
var sýknaður.
Hörður sagði að frá upphafi hefði
það, af hálfu lögreglu, legið nokkuð
ljóst fyrir hver framdi árásina og
rannsóknin miðast við það. Á hinn
bóginn væri það hárrétt ábending
hjá dómnum að ýmislegt hefði betur
mátt fara. Það væri hlutverk lög-
reglu að safna sönnunargögnum og
eftir á að hyggja mætti taka undir
ýmislegt í gagnrýninni. Hann hyggst
fara vel yfir dóminn og málið í heild
sinni. „Fljótt á litið finnst mér samt
ekki að þeir gallar á rannsókninni
sem tilgreindir eru, vera svo þýðing-
armiklir að tilefni sé til að kalla þá
verulega annmarka líkt og gert er í
dómnum,“ sagði Hörður.
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík
Ýmislegt mátti betur fara
HELGI I. Jónsson héraðsdómari
skilaði sératkvæði í málinu og taldi
sekt ákærða hafna yfir skynsam-
legan vafa. Taldi hann að enginn
annar hefði getað veitt leigubílstjór-
anum áverkann og að með fram-
burði bílstjórans og mannsins sem
sat frammí væri sekt ákærða sönn-
uð. Sá annmarki á rannsókn lög-
reglu að ekki var lagt hald á hníf í
eigu annars farþega og hann rann-
sakaður haggi ekki niðurstöðu um
sekt.
Í sératkvæðinu kemur fram að
skurðurinn var yfirleitt á bilinu 1–2
sm en allt upp í 4–5 sm þar sem
hann var dýpstur. Þegar skoðað var
ofan í sárið mátti sjá móta fyrir
barkanum, munnvatnskirtli og til-
teknum vöðva. Fram kemur að
áverkinn hefur valdið leigubílstjór-
anum miklu tjóni, sérstaklega á sál
en einnig líkama. Taldi Helgi að
ákærði ætti að sitja í fangelsi í fimm
ár, sem er lágmarksrefsing fyrir til-
raun til manndráps, og greiða leigu-
bílstjóranum um 1,1 milljón króna.
Sératkvæði Helga I. Jónssonar dómstjóra
Sekt hafin yfir skynsamlegan vafa