Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 15 ERLENT Höfundur og leikstjóri: Hávar Sigurjónsson Frumsýning í kvöld! LUIZ Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur heitið að hafa hendur í hári þeirra, sem myrtu bandaríska nunnu, Dorothy Stang, en hún var kunn fyrir bar- áttu sína í umhverfismálum og fyrir hags- munum fátæks og landlauss fólks. Þrír menn hafa nú verið hand- teknir, grunaðir um að vera riðnir við morðið. „Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en við höfum handtekið morðingjana,“ sagði Lula. „Stjórnin mun sýna og sanna, að það verður farið að lögum, að Amazon-svæðið tilheyrir okkur öllum.“ Stang, sem var 74 ára, var skotin sex skotum 12. febrúar síðastliðinn í búðum landlausra bænda í Anapu í Amazon-skóginum. Um 2.000 þeirra voru við útför hennar í síðustu viku. Stang var ötull talsmaður land- lausu bændanna, sem lengi hafa átt í útistöðum við stórbændurna, skóg- arhöggsfyrirtæki og braskara ýmiss konar. Eftir að hún var myrt sendi Lula 2.000 hermenn á vettvang til að koma í veg fyrir átök. Talsmaður hersins tilkynnti í gær, að þriðji maðurinn, Wilquilano Pinto, kallaður Eduardo, hefði verið handtekinn vegna morðsins og er hann grunaður um að hafa verið ann- ar tveggja, sem skutu Stang. Hinn, Rayfran das Neves Sales, var hand- tekinn á sunnudag 20 km frá Anapu en þar þekktist hann af myndum, sem lögreglan hafði dreift. Að sögn lögreglunnar hefur hann viðurkennt aðild sína að morðinu en ekki sagt hver hafi fengið hann til þess. Fengu þeir 1,2 millj. kr. fyrir morðið? Sá þriðji, Amair Feijole da Cunha, kallaður Tato, gaf sig fram við lög- regluna á laugardag en talið er, að hann hafi haft milligöngu um morðið fyrir búgarðseigandann Vitalmiro Bastos de Moura, eða „Bida“, en að sögn blaðsins O Estado de Sao Paulo greiddi hann morðingjunum tæplega 1,2 millj. ísl. kr. fyrir verkið. Lög- reglan í Brasilíu taldi í gær vera lík- ur á, að Bastos gæfi sig fram. Talsmaður stóru landeigendanna sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna, að Stang bæri „ábyrgð á eigin dauða“. Hún hefði hvatt landlaust fólk til að ráðast inn á annarra manna land og ekki valdið neinu „nema vandræðum í 20 ár“. Aðrir benda á, að stóru landeig- endurnir hafi sölsað undir sig land í opinberri eigu og meðal annars vegna þess hefur oft komið til átaka milli þeirra og landlauss fólks og um- hverfisverndarsinna. Eftir morðið á Dorothy Stang stofnaði Lula forseti þjóðgarð og al- friðað svæði á þessum slóðum í Para- ríki og er hann 8,2 millj. hektara, álíka stór og Austurríki. Þar hefur verið mikið um ólöglegt skógarhögg og landtöku. Voru stóru landeigend- urnir ekki ánægðir með það. Heitir að upplýsa morð á nunnu Talið að Dorothy Stang hafi verið myrt vegna baráttu fyrir hagsmunum landlausra bænda í Brasilíu Dorothy Stang Altamara. AFP. ALHVÍT jörð var víða í Frakklandi í gær og börnin í París, með Eiffel- turninn í baksýn, skemmtu sér þá við ýmsa vetrarleiki. Í Evrópu, austur um Asíu og víða í Norður- Ameríku er þessi vetur einn sá harðasti og snjóasamasti í manna minnum og virðist lítið lát vera á honum. Mikið snjóaði í Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi og sums staðar á Spáni og Ítalíu og setti það sinn svip á samgöngur og fjölda umferðarslysa í löndunum. Reuters Í greipum vetrarins PÁFAGARÐUR gaf í gær út fimmtu bók Jóhannesar Páls páfa II, þar sem hann fjallar m.a. um morðtilræðið við hann árið 1981 og fordæmir hryðjuverk sem birtingarmynd hins illa. Einn af leiðtogum þýskra gyðinga hefur gagnrýnt kafla í bókinni og segir að páfi líki þar fóstureyðingum við helför nasista gegn gyðingum. Hefur þessi kafli vakið reiði á meðal gyðinga en þýski kardinál- inn Josef Ratzinger, sem kynnti bókina á blaðamannafundi, sagði að orð páfa hefðu verið misskilin. „Páfi setur ekki helförina og fóst- ureyðingar á sama stall, hann ber ekki saman staðreyndir og kerfi,“ sagði hann. „Hann beinir athygli okkar að varanlegum freistingum mannkynsins og að þörfinni á því að varast duldar hættur hins illa.“ Paul Spiegel, formaður sam- taka gyðinga í Þýskalandi, hafði áður sagt að bókin sýndi að kaþ- ólska kirkjan skildi ekki eða vildi ekki skilja „að það er gífurlegur munur á fjöldamorðum og því sem konur gera við líkama sinn“. Ratzinger, sem er einn af nán- ustu samstarfsmönnum páfa og þykir mjög íhaldssamur, segir að í bókinni færi páfi rök fyrir því að hið illa hafi magnast gífurlega á tuttugustu öldinni með hjálp fasisma, nasisma og kommún- isma. Mannkyninu stafi enn hætta af hinu illa, meðal annars af „hryðjuverkasamtökum sem ógna sífellt lífi milljóna saklausra manna“. Í bókinni sakar páfi lýðræð- isríki um að leyna „alræðishyggju í nýrri mynd“, sem sé í andstöðu við fagnaðarerindið, með því að samþykkja lög sem heimila fóst- ureyðingar. „Þing sem semja og samþykkja slík lög þurfa að gera sér grein fyrir því að þau misnota völd sín og eru í andstöðu við lög- mál Guðs,“ skrifaði páfi. Hann minnti síðan á að það var „lög- lega kosið þing sem heimilaði kjör Hitlers í Þýskalandi á fjórða áratugnum“. Páfi hefur oft talað um návist djöfulsins og gerðir hins illa í heiminum, en í bókinni fjallar hann einnig um þá sannfæringu sína að guðleg hönd hafi bjargað lífi hans 1981 með því að beina byssukúlu tilræðismannsins, Ali Agca, frá mikilvægustu líffærum hans. Skrif páfa um fóstureyðingar gagnrýnd Gyðingar segja hann líkja fóstureyðingum við helförina Róm. AFP, AP. FORSETI Namibíu, Sam Nuj- oma, ætlar að gerast háskólanemi síðar á árinu þegar hann lætur af embætti eftir að hafa gegnt því í fimmtán ár. Nujoma, sem er hálfáttræður, ætlar að nema jarðfræði við Namibíuháskóla (Unam). Hann hefur verið heið- ursrektor skól- ans frá 1992. Lazarus Hangula, að- stoðarrektor háskólans, sagði að ákvörðun forsetans væri „fagn- aðarefni“ fyrir kennara og nem- endur skólans. „Nám hans hér í háskólanum verður örugglega ögrandi viðfangsefni fyrir okkur öll að mörgu leyti,“ bætti hann við og virtist skírskota til sterks persónuleika og stjórnsemi for- setans. Ekki er vitað hvort farið var í kringum reglurnar þegar umsókn forsetans var samþykkt. Hermt er að hann hafi ekki aflað sér nægrar menntunar til að fá að stunda háskólanám við venjulegar aðstæður. Forsetinn hefur oft sagt að í fjöllum Namibíu sé mikið af verð- mætum jarðefnum sem ekki hafi verið nýtt. Nujoma verður að öll- um líkindum elsti og auðugasti neminn við háskólann. Auk rausn- arlegra og skattfrjálsra eftirlauna fær hann opinberan bústað í höf- uðborginni, Windhoek, og rétt til að nota bíla á kostnað ríkisins. Hann getur einnig ráðið bílstjóra, garðyrkjumenn, matreiðslumenn, þjóna, þvottafólk, ritara, aðstoð- armenn og skrifstofufólk á kostn- að ríkisins. Forseti brýst til mennta Sam Nujoma Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.