Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR Bankastræti 3 • sími 551 3635 Póstkröfusendum • www.stella.is Snyrtistofa Lilju, Stillholti l4, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi l, Akureyri. Ný kremlína Útsölustaðir: Ný kremlína Moisturizing Formula • Dagkrem • Næturkrem Sn y r t i v ö r u r TRYGGINGAFÉLÖGIN þrjú, Sjóvá-Almennar, TM og VÍS þurfa að greiða alls 60,5 millj- ónir kr. í stjórnvaldssektir fyr- ir ólögmætt samráð í tengslum við að taka í notkun nýtt kerfi við mat á bílatjónum á árinu 2002. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu í gær. Sjóvá hefði brotið 10. gr. samkeppn- islaga með því að hafa átt í verðsamráði við TM og VÍS og fær Sjóvá 27 milljónir króna í sekt. Áður hafði samkeppnis- ráð gert sátt við VÍS um greiðslu 15 milljóna kr. sektar og TM um greiðslu18,5 millj- óna kr. Forsaga málsins er sú að í júlímánuði árið 2002 leitaði fyr- irtæki til Samkeppnisstofnunar, sem starfar við bifreiðaréttingar og -sprautun, og kvartaði yfir aðgerð- um sem tryggingafélögin höfðu grip- ið til í tengslum við að taka upp nýtt kerfi við mat á bifreiðatjónum, svo- kallað Cabas-kerfi. Fyrirtækið hélt því fram að tryggingafélögin ákvæðu einhliða það einingaverð sem þau væru tilbúin að greiða bifreiðaverk- stæðum fyrir viðgerðir. Verðið væri það sama hjá öllum félögunum og það benti til samráðs þeirra. Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að tryggingafélögin þrjú hafi ásamt fleirum unnið að því frá árinu 1999 að taka upp umrætt Cabas-kerfi. Þessu kerfi sé ætlað að staðla þá vinnu sem fram fer við tjónamat og byggist á fyrirfram ákveðnum ein- ingum í stað huglægs mats sem áður tíðkaðist. Tjónakostnaður er fundinn út með því að meta tjónið í Cabas- kerfinu til ákveðinna eininga, þannig að t.d. teljast skipti á bretti á bifreið af ákveðinni tegund ákveðinn fjöldi eininga. Upplýsingar um hve marg- ar einingar tiltekin tjón á ökutæki reiknast vera, eru að mestu staðlað- ar í samræmi við niðurstöður mæl- inga sem gerðar hafa verið af sænsk- um seljendum kerfisins. Almennt er ætlast til þess að verð á hverri Cabas-einingu sé samningsatriði milli verkstæðis og tryggingafélags. Í ákvörðun sinni gerir samkeppn- isráð ekki athugasemd við að trygg- ingafélögin hafi tekið Cabas-tjóna- matskerfið í notkun. Í ákvörðun ráðsins kemur hins vegar fram að tryggingafélögin hafi á árinu 2002 brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með tilteknu verðsamráði í tengslum við að taka kerfið í notkun. Þannig gerðu tryggingafélögin sameigin- lega samanburð á Cabas-kerfinu og eldra tjónamatsfyrirkomulagi. Samráð um hækkunarþörf Telur samkeppnisráð að í þessari samvinnu hafi falist samráð trygg- ingafélaganna um að meta hækkun- arþörf á tímagjaldi verkstæða og með því hafi félögin brotið gegn banni samkeppnislaga um verðsam- ráð. Þá telur samkeppnisráð, að trygg- ingafélögin hafi í kjölfar framan- greinds samanburðar komið sér saman um viðmiðunarverð sem þau hafi ætlað að nota í samningaviðræð- um við verkstæði um verð á Cabas- einingu. Einnig telur samkeppnisráð að tryggingafélögin hafi í kjölfar samanburðar á eldra matsfyrir- komulagi og Cabas-kerfinu haft samráð um kaupverð á viðgerðar- þjónustu af P. Samúelssyni ehf. sem rekur eitt stærsta bifreiðaverkstæði landsins. Í byrjun janúar óskaði VÍS eftir viðræðum við samkeppnisyfir- völd um að ljúka þessu máli með sátt. Lauk þeim viðræðum með undirritun sáttar 13. jan- úar sl. Eftir að TM og SA höfðu verið upplýst um þessa sátt óskaði TM einnig eftir slíkum viðræðum og lauk þeim með gerð sáttar 4. febrúar sl. Gerðu sátt um málið Samkeppnisráð segir að sáttin við VÍS og TM felist í að- alatriðum að félögin gangist við því að hafa ásamt Sjóvá haft með sér ólögmætt samráð í tengslum við að taka upp Cab- as-kerfið. Fallist VÍS á að greiða 15 milljónir í stjórn- valdssekt en TM 18,5 milljónir. Að mati samkeppnisráðs var eðlilegt að VÍS og TM greiddu lægri sekt- arfjárhæð en Sjóvá sökum þess að félögin óskuðu eftir og gerðu sátt um málið við samkeppnisráð og með því aðstoðuðu þau við að upplýsa þessi brot. Samkeppnisráð segir að mik- ilvægt sé að fyrirtæki hafi hvata til að vinna með samkeppnisyfirvöldum að þessu leyti. Þá bendir samkeppnisráð á að mismunur á sektarfjárhæð VÍS og TM helgist af því að VÍS sé umbunað fyrir að hafa fyrst félaganna náð sátt um málið við samkeppnisyfirvöld. Ekki hafi verið um ræða mismun- andi hlutdeild eða sök trygginga- félaganna í málinu. Samkeppnisráð sektar tryggingafélögin um 60,5 milljónir kr. fyrir ólögmætt samráð Félögin talin hafa komið sér saman um viðmiðunarverð Morgunblaðið/Kristinn SJÓVÁ fellir sig ekki við sektarákvörðun Samkeppnisstofnunar og mun áfrýja henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og eftir atvikum dómstóla. Sjóvá ber hæstu sektina, 27 milljónir króna, en Samkeppnisstofnun segir að eingöngu VÍS og TM hafi leitað sátta og aðstoðað við að upplýsa brotin. Þorgils Óttars Mathiesen forstjóri Sjóvár segir að fyrirtækið hafi átt í viðræðum við samkeppnisyfirvöld vegna málsins og hafi lát- ið af hendi öll umbeðin gögn. Því sé ekki ann- að hægt að segja en að Sjóvá hafi aðstoðað við rannsókn málsins. „Við vorum á hinn bóg- inn ekki tilbúin að samþykkja að við hefðum brotið gegn 10. grein samkeppnislaga vegna þess að við teljum að gögn málsins sýni fram á sakleysi okkar,“ segir Þorgils Óttar. „Sem dæmi má nefna að í tölvupósti Sjóvár til P. Samúelssonar, sem samkeppnisstofnun vísar til í niðurstöðu sinni en lætur hjá líða að birta, kemur fram að starfsmaður Sjóvár áréttar það við starfsmann P. Samúelssonar að hann sé eingöngu að tala fyrir hönd Sjóvár en ekki annarra tryggingafélaga. Við teljum þetta sýna fram á að við tókum ekki þátt í neinu samráði um verð á þjónustu. Samdi eitt og sér við verkstæði Það liggur hins vegar fyrir að samvinna var um að meta hlutfallslega þörf fyrir hækk- un á tímagjaldi hjá verkstæðunum til að þau væru jafnsett fyrir og eftir upptöku kerfisins. En Sjóvá samdi eitt og sér við hvert og eitt verkstæði fyrir sig um verð á þjónustu. Við teljum að samvinna við að meta áhrif af þess- ari breytingu sé ekki brot á samkeppnis- lögum.“ Þorgils tekur fram að Sjóvá hafi ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af þessari sam- vinnu. „Gögn málsins sýna fram á sakleysi okkar“ GUNNAR Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sem fær18,5 millj- óna kr. sekt fyrir hið ólöglega samráð við Sjóvá og VÍS, segist ekki sammála Samkeppnisstofnun um að efnisatriði málsins ættu að leiða til stjórnvalds- sekta eins og raunin varð. „Í sátt okkar fólst viðurkenning á því að hafa haft ólögmætt samráð við hin tryggingafélögin við að meta áhrif þess að taka upp Cabas-kerfið,“ segir hann. „En við tókum þá ákvörðun að gera sátt til að eyða ekki fé og fyrirhöfn í frekari málaferli. Ég tel þó að efnisatriði þessa máls réttlæti engan veginn sektir því það var fengin heimild hjá samkeppnisyfirvöldum til að taka Cabas-kerfið upp,“ segir Gunnar. Hann segir að það hafi verið vitað að tryggingafélögin unnu sameiginlega að því að taka kerfið upp með tilstuðlan Bílgreinasambandsins og bílgreinar- innar. Hópur tjónaskoðunarmanna fór yfir málið „Það var óhjákvæmilegt að sú breyting sem fólst í innleiðingu kerfisins varð að vinnast í samvinnu aðila. Það var myndaður hópur tjónaskoðunar- manna til að fara yfir málið og þeir unnu sitt starf í góðri trú. Þótt gagnrýna megi eitthvað eftir á, var það ekki með neinni vitund eða vilja neins að brjóta samkeppnislög. Þess vegna finnst mér mjög óeðlilegt af hálfu Samkeppnisstofnunar að beita sektum. Að mínu mati hefði TM átt að áfrýja ákvörðun hennar en úr því að VÍS gerði sátt, þá var ákveðið að gera líka sátt um málið og láta þar við sitja.“ „Efnisatriði málsins réttlæta ekki sektir“ VÍS, sem fær 15 milljóna kr. sekt fyrir hið ólöglega samráð við Sjóvá og TM, unir sekt- inni og vill láta málið heyra fortíðinni til. Að sögn Jóhanns Jóhannssonar deildarstjóra tjónadeildar VÍS vill félagið sætta sig við nið- urstöðu Samkeppnisstofnunar og greiða sekt- ina. „Málið snýst um vinnu sem fram fór árið 2002 og það er ljóst að hún hefur skilað sér í betri tjónamötum og -afgreiðslu og leitt til gegnsærra kostnaðarmats við tjón,“ segir hann. Tekur hann fram að VÍS hafi í upphafi leitað til samkeppnisyfirvalda varðandi málið en engar athugasemdir fengið þá. „Þrátt fyrir ákvörðun Samkeppnisstofnunar hefur ekki hallað á neytendur eða trygg- ingataka.“ Í fréttatilkynningu VÍS kemur m.a. fram að félagið viðurkenni brot á 10. gr. samkeppnis- laga í þremur tilvikum með því að hafa haft til- tekna samvinnu um að meta breytingaþörf á greiðslum til bifreiðaverkstæða í tengslum við innleiðingu Cabas-kerfisins. Einnig samvinnu um viðmiðunarverð á einingu í kerfinu á árinu 2002 og að hafa átt sameiginlegar viðræður við P. Samúelsson um innkaupsverð á viðgerðar- þjónustu af því fyrirtæki 2002. Hafa lært af þessu „Ég tel að menn hafi farið óvart yfir strikið,“ segir Jóhann. „Þegar vinnan fór af stað þá gerðu menn sér e.t.v. ljóst að það væri mögu- leiki á því að brotið hafi verið gegn 10. grein samkeppnislaga. Við viljum viðurkenna það, greiða sektina og horfa fram á veginn. Við höf- um lært ýmislegt af þessu og höfum miklu betri þekkingu á samkeppnisumhverfinu en fyrir nokkrum árum. Þótt félögin hafi ekki rætt viðmiðunarverð, verður að fara varlega í svona málum og skoða hlutina mjög náið.“ „Tel að menn hafi farið óvart yfir strikið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.