Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði í utandagskrárumræðu
um þróun íbúðaverðs á Alþingi í
gær að það væri óeðlilegt ef lóðaút-
hlutun yrði að sérstakri tekjulind
sveitarfélaganna. „Sveitarstjórnir
hljóta að verða að gæta sín á því að
stuðla ekki með aðgerðum sínum að
hækkun fasteignaverðs,“ sagði hann
og hélt áfram. „Ég tel því koma til
álita að setja í lög ákvæði um grunn
lóðaverðs og mun láta kanna kosti
og galla slíkrar lagasetningar. Ég
hef í hyggju að ræða við sveitar-
félögin um þessi mál á næstu vik-
um.“
Ráðherra sagði, í þessu sam-
bandi, að ítrekað hefði komið fram
að lítið samstarf virtist vera milli
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
til að stuðla að jafnvægi í framboði
byggingarlóða. „Jafnframt hafa nú
að undanförnu borist fregnir af
geysiháum tilboðum við útboð sveit-
arfélaga á byggingarrétti. Jafnvel
má segja að sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu hafi fundið þarna
nýjan tekjustofn, því draga má í efa
að í öllum tilvikum hafi kostnaður
sveitarfélaganna af landakaupum og
gatnagerð verið jafnmikill og þeir
fjármunir sem þau innheimta fyrir
byggingarréttinn.“
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, var máls-
hefjandi umræðunnar. Hann sagði
m.a. að það liti út fyrir að Reykja-
víkurborg ætti eftir að græða um
átta til níu hundruð milljónir króna
á lóðabraski á Norðlingaholti.
Íbúðalánasjóður mikilvægur
Guðlaugur sagði í upphafi ræðu
sinnar að miklar verðhækkanir á
fasteignamarkaði kæmu illa niður á
ungu og efnalitlu fólki. Fasteigna-
verð í Reykjavík hefði hækkað um
20 til 30% undanfarin misseri og
leiguverð hefði hækkað um 70% frá
árinu 1997. Sagði hann ljóst að nið-
ursveifla á þessum markaði myndi
hafa alvarlegar afleiðingar; alvar-
legri afleiðingar en niðursveifla á
hlutabréfamarkaði.
Guðlaugur sagði að ýmsar þær
ástæður sem nefndar hefðu verið
fyrir hækkun fasteignaverðsins,
væru jákvæðar, svo sem aukinn
kaupmáttur, aukið aðgengi að ódýru
lánsfé og fasteignalán bankanna.
Opinberir aðilar gætu þó gert
ýmislegt til að halda þessum hækk-
unum í skefjum. Það hefði hins veg-
ar ekki gerst í Reykjavík. Þar hefði
verið viðvarandi skortur á lóðum í
tíð Reykjavíkurlistans og lóðaverð
hefði hækkað. Hann sagði að ef ein-
hver efaðist um lóðaskortinn í
Reykjavík ætti sá hinn sami að líta á
mannfjöldaþróunina á höfuðborgar-
svæðinu. Íbúum í Reykjavík hefði til
að mynda fjölgað um 13% á sl. tíu
árum, en íbúum í Kópavogi, þar sem
lóðaframboð væri meira, hefði fjölg-
að um 57% á sama tíma.
Hann sagði að þeir sem héldu því
fram að framboð á lóðum hefði ekki
áhrif á fasteignarverð yrðu að end-
urskoða allar hagfræðikenningar.
„Hagfræðin byggist nefnilega á
hinni frægu kenningu um framboð
og eftirspurn.“
Guðlaugur Þór lagði í lokin þrjár
spurningar fyrir ráðherra. Meðal
annars hvort ráðherra teldi að hlut-
verk Íbúðalánasjóðs myndi breytast
í ljósi hræringa á íbúðalánamarkaði.
Ráðherra svaraði því til að sjóð-
urinn hefði áfram mikilvægu hlut-
verki að gegna á íbúðalánamarkaði.
„Ég hef ítrekað sagt að það sé fullt
tilefni til að fagna þeim lágu vöxtum
sem nú bjóðast íbúðakaupendum
fyrir forgöngu Íbúðalánasjóðs,“
sagði ráðherra, „og það er von mín
að vextir muni halda áfram að
lækka. Ég tel hins vegar augljóst að
Íbúðalánasjóður hafi mikilvægu
hlutverki að gegna og að sjóðurinn
tryggi ákveðinn stöðugleika á íbúða-
lánamarkaði. Þrátt fyrir að sú
breyting sem orðið hefur á láns-
framboði sé jákvæð fyrir þróun ís-
lensks húsnæðismarkaðar er jafn-
ljóst að Íbúðalánasjóður og sú
fyrirgreiðsla sem sjóðurinn veitir er
forsenda fyrir jöfnum aðgangi al-
mennings að lánsfé til fasteigna-
kaupa óháð búsetu eða fjárhagslegri
forsögu. Það hefur ekki breyst.“
Hækkar í fleiri sveitarfélögum
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði í upphafi máls
síns að fasteignaverð hefði ekki
bara hækkað í Reykjavík, heldur í
öllum sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu. Síðan sagði hann: „Þó að
hækkandi lóðaverð hafi vissulega
einhver áhrif á fasteignaverð vita
allir að það er ekki meginskýringin
á fasteignahækkunum að undan-
förnu.“ Og hann bætti við: „Það er
ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um
að ráðast á mestu umsvifatímum í
efnahagslífi Íslendinga í að auka
verulega framboð á lánsfjármagni
til íbúðakaupa sem hlaut að leiða til
verulegra hækkana. Allir sáu það
fyrir og vissu, og ríkisstjórnin gekk
að því með opin augun.“
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði að við ættum einnig
að beina sjónum okkar að hlut bank-
anna. „Ég vek athygli á því að
Vinstri hreyfingin – grænt framboð
hefur farið þess á leit að gerð verði
ítarleg úttekt á þessu máli og hefur
lagt fram sérstakt þingmál um
eignatengsl bankanna inn á fast-
eignamarkaðinn. Ef bankarnir
koma þar beint að máli með beinu
eignarhaldi, eða óbeint með því að
fjármagna fasteignaheildsalana, eru
þeir brotlegir við landslög. Það er
undrunarefni að Fjármálaeftirlitið
hafi ekki fyrr tekið á þessum málum
á fastari hátt en gert hefur verið.“
Gunnar Örlygsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði að það
hlytu að vera einkennileg rök að
rekja hækkun fasteignaverðs til
lóðaskorts í fámennu landi. Einnig
væri undarlegt að kenna bönkunum
um. Það væri eðlileg þróun, eftir
einkavæðingu ríkisbankanna, að
þeir taki að sér fjármögnun á fast-
eignamarkaði. Sagði Gunnar, að
Íbúðalánasjóður ætti að fara af
samkeppnismarkaði og taka þess í
stað að sér það hlutverk að styðja
við veikari byggðir. Hins vegar væri
Íbúðalánasjóður heilagur kaleikur
sem enginn mætti stugga við.
Frjálslyndi flokkurinn væri eina
stjórnmálaaflið sem talaði fyrir slík-
um breytingum.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra í umræðum um þróun íbúðaverðs
Kemur til álita að setja í lög
ákvæði um grunn lóðaverðs
Morgunblaðið/Jim Smart
Stundum er glatt á hjalla á Alþingi, eins og þessi mynd ber með sér. Þau hlæja dátt, þau Björgvin G. Sigurðsson,
Jón Bjarnason, Dagný Jónsdóttir, Jón Gunnarsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Landsvirkjun
Deilt um
túlkun á
lánshæf-
ismati
DEILT var um túlkun á nýju láns-
hæfismati Landsvirkjunar í upp-
hafi þingfundar á Alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, var málshefjandi um-
ræðunnar. Hann vísaði í hálf-
fimmbirtingu greiningardeildar
KB-banka frá því í fyrradag og
sagði að þar kæmi fram að mats-
fyrirtækið Standard & Poor’s stað-
festi lánshæfismat Landsvirkjunar
en endurskoðaði horfurnar fyrir
fyrirtækið úr stöðugum í neikvæð-
ar.
„Ástæða þess að horfurnar eru
endurskoðaðar er að útlit er fyrir
að ríkið ætli að einkavæða Lands-
virkjun,“ sagði Steingrímur. „Með
öðrum orðum hangir lánshæfismat-
ið á ríkisábyrgðinni, á ábyrgð eig-
endanna, en byggist ekki á traust-
um rekstri fyrirtækisins.“ Hann
sagði þetta m.a. staðfesta að yf-
irlýsingar iðnaðarráðherra undan-
farna daga um framtíð Landsvirkj-
unar hefðu þegar skaðað fyrir-
tækið.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði hins vegar um
storm í vatnsglasi að ræða. „Það er
svo langt því frá að Standard &
Poor’s sé að gefa fyrirætlunum
stjórnvalda neikvæða umsögn.
Fyrirtækið staðfestir lánshæfisein-
kunn Landsvirkjunar; það er engin
breyting á lánshæfiseinkunninni.
Hún er áfram AA og horfurnar
stöðugar,“ sagði hún.
BIRKIR J. Jónsson, formaður iðn-
aðarnefndar Alþingis og þingmað-
ur Framsóknarflokks, sagði í um-
ræðum á Alþingi í vikunni, að hann
hefði miklar efasemdir um einka-
væðingu Landsvirkjunar.
Birkir sagði ljóst að með einka-
væðingu Landsvirkjunar fælist
mikil hætta á hækkun raforku-
verðs.
Framsóknarmenn ekki ginn-
keyptir fyrir einkavæðingu
„Þeir framsóknarmenn sem ég
hef rætt við innan flokksins og í
gegnum tíðina hafa ekki verið
ginnkeyptir fyrir því að einkavæða
Landsvirkjun,“ sagði hann. „Ég
lýsi […] yfir miklum efasemdum
um einkavæðingu Landsvirkjunar.
Það er nóg að horfa á
afdrif annarra þjóða í
því samhengi sem hafa
einkavætt raforku-
kerfið. Ég segi það hér
að ég hef miklar efa-
semdir um það og það
er ekkert í stefnu
Framsóknarflokksins
sem ætlar það að við
munum einkavæða
Landsvirkjun í fram-
tíðinni.“
Í tilkynningu frá
iðnaðarráðuneytinu og
fjármálaráðuneytinu,
frá síðustu viku, segir
að gert sé ráð fyrir því
að sameinað orkufyrirtæki, Lands-
virkjunar, RARIK og Orkubús
Vestfjarða, verði
breytt í hlutafélag,
þó eigi fyrr en á árinu
2008.
Stjórnarandstæð-
ingar hafa á Alþingi
mótmælt þeim
áformum harðlega.
Hjálmar Árnason,
þingflokksformaður
Framsóknarflokks-
ins, hefur m.a. lagt
áherslu á að þessi
mál hafi ekki verið
rædd í þingflokki
framsóknarmanna.
Þau verða væntan-
lega rædd á flokks-
þingi framsóknarmanna, sem hefst
á morgun.
Birkir J. Jónsson
Birkir J. Jónsson formaður iðnaðarnefndar Alþingis
Hefur efasemdir um einka-
væðingu Landsvirkjunar
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í
dag. Tvær utandagskrárumræður
eru á dagskrá. Kl. 10.30 verður um-
ræða um stöðuna í viðræðum um
verka- og tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Kl. 13:00 verður um-
ræða um samþættingu jafnrétt-
issjónarmiða í íslensku friðargæsl-
unni.
STARFSMENN slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli verða 122 1. júní
nk. þegar boðaðar uppsagnir koma
að fullu til framkvæmda. Fjöldi
þeirra var 153 í byrjun ágúst sl.
Mun þeim því fækka um 31 frá
ágúst 2004 til júní 2005.
Kom þetta fram í svari Davíðs
Oddssonar utanríkisráðherra við
fyrirspurn Steingríms J. Sigfússon-
ar, formanns Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs, á Alþingi í
gær.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli
er rekið af varnarliðinu, þ.e. það
borgar allan kostnað af starfsemi
þess. Því er skipt upp í slökkviliðs-
deild og flugþjónustudeild og fækk-
ar starfsmönnum í báðum deildun-
um.
Eftir breytingarnar verða fimm-
tán slökkviliðsmenn á hverri vakt í
stað átján nú, að sögn ráðherra.
„Samkvæmt upplýsingum frá
varnarliðinu er ástæðan fyrir þess-
um uppsögnum sú að sl. haust hafi
eftirlits- og úttektaraðilar frá
bandaríska sjóhernum tekið út
slökkvilið allra flugvalla sem banda-
ríski sjóherinn notar og greiðir
kostnað af. Niðurstaða þeirra varð-
andi Keflavíkurflugvöll hafi verið sú
að starfsmenn í slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli væru of margir
og fjöldi þeirra nokkuð yfir alþjóð-
legum kröfum og viðmiðunum.
Fækkun stöðugilda í slökkviliðinu
tekur mið af þessum alþjóðlegu
reglum.“
Ráðherra sagði að breytingarnar
hefðu ekki áhrif á flugöryggiskröfur
varðandi flugbrautirnar á Keflavík-
urflugvelli. „Slökkviliðið á Keflavík-
urflugvelli mun sem fyrr uppfylla
setta öryggis- og viðbragðsstaðla,“
sagði hann ennfremur.
Starfsmönnum
fækkar um 31