Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Friðgeir Gríms-son fæddist í
Reykjavík 7. október
1909. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 15. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bryndís Jónsdóttir
húsmóðir, f. 15.8.
1886, d. 1973, og
Grímur Ásgrímsson
verkamaður og
steinsmiður, f. 13.4.
1880, d. 1973. Systk-
ini Friðgeirs eru
Jóna Magnea, f.
1916, d. 1972, Ásgeir Haraldur, f.
1918, d. 1996, og Halldór Alexand-
er, f. 1919.
Friðgeir var tvíkvæntur. Hann
kvæntist 8. okt. 1930 Eyrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 11. október 1908,
d. 7. nóvember 1936. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur
Sigurðsson, f. 1885, d. 1949, og
Þóra Egilsdóttir, f. 1878, d. 1932.
Dóttir Friðgeirs og Eyrúnar er
Bergþóra Bachmann (Lillý), f.
1929, gift Baldri M. Stefánssyni, f.
1928. Börn þeirra eru Stefán Rún-
ar, f. 1952, Friðgeir Magni, f.
1954, Egill Brynjar, f. 1957, Eyrún
Fjóla, f. 1959, d. sama ár, og Ey-
rún Þóra, f. 1960.
í Reykjavík en var snemma sendur
til ýmissa starfa í sveit og á sjó.
Veturinn 1927–8 er hann vetrar-
maður á Nesjavöllum og kynnist
þar Eyrúnu fyrri konu sinni. Hann
hóf nám í bifvélavirkjun og lauk
síðar vélvirkjun í vélsmiðjunni
Hamri hf. og við Iðnskólann í
Reykjavík. 1931. Vélstjóri frá Vél-
skóla Íslands 1933 og stundaði sjó
næstu árin, síðast á b/v Garðari.
Eyrún lést 1936 en haustið 1938
hóf Friðgeir nám í tæknifræði í
Mittweida í Þýskalandi, m.a. fyrir
áeggjan Eyrúnar. Friðgeir lauk
námi í véla- og flugtæknifræði
1940 og kom þá heim með
Petsamóförum um haustið og
kynntist síðari konu sinni Guð-
rúnu Soffíu í þeirri ferð. Eftir
þetta stundaði hann kennslu við
Iðnskólann í Reykjavík og Vél-
skóla Íslands og varð eftirlitsmað-
ur við Verksmiðju- og vélaeftirlit
ríkisins, síðar Öryggiseftirlit rík-
isins og nú Vinnueftirlitið. Stund-
aði framhaldsnám 1957–61 og
lauk Dipl. Ing. prófi í vélaverk-
fræði við háskólann í Aachen í
Þýskalandi. Friðgeir hélt áfram
starfi sínu hjá Öryggiseftirliti rík-
isins og var forstjóri þess frá
1970–1979. Helstu áhugamál Frið-
geirs hafa verið frístundamálun,
ljóð, sund og útivist til fjalla og
heiða. Helstu félagsstörf hafa ver-
ið störf í sóknarnefnd og þátttaka
í starfi Oddfellow reglunnar.
Útför Friðgeirs fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Friðgeir kvæntist 2.
maí 1943 síðari eigin-
konu sinni, Guðrúnu
Soffíu Gísladóttur, f.
18. desember 1912, d.
26. desember 2003.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli Ein-
arsson, f. 1880, d.
1916 og Sigríður
Magnúsdóttir, f. 1879,
d. 1970. Börn Frið-
geirs og Guðrúnar
Soffíu eru: 1) Gísli
Halldór, f. 1943,
kvæntur Lilju Sigurð-
ardóttur, f. 1942.
Börn þeirra eru Guðrún Soffía, f.
1969, Laufey, f. 1970, Sigurgeir, f.
1974, Þóra, f. 1976, Sigurður
Bjarni, f. 1978 og Hanna, f. 1982.
2) Grímur Rúnar, f. 1948. Fyrri
kona hans er Þorbjörg Kristín
Jónsdóttir, f. 1949. Börn þeirra
eru Guðrún Elsa, f. 1974 og Frið-
geir, f. 1976. Síðari kona Gríms er
Halldóra Björnsdóttir, f. 1958.
Sonur þeirra er Grímur Björn, f.
1988. 3) Sigríður Sólveig, f. 1952,
gift Leifi Þorsteinssyni, f. 1949.
Börn þeirra eru Steinunn, f. 1979
og Eymundur Sveinn, f. 1985.
Barnabarnabörnin eru 24 og
barnabarnabarnabörnin 3.
Friðgeir er fæddur og uppalinn
Hvenær sem kallið kemur,
kaupir sig enginn frí.
Þar læt ég nótt, sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
Leyfi mér að leggja þessi orð Hall-
gríms Péturssonar í munn tengda-
föður míns sem kvaddi þennan heim
15. febrúar rúmlega 95 ára gamall,
tilbúinn að leggja í ferðalagið sem
bíður okkar allra, sáttur við Guð og
menn, búinn að skila sínu og gott bet-
ur ef eitthvað er. Þó svo 350 ár skildu
á milli hans og Hallgríms áttu þeir
trúartraustið sameiginlegt, traust á
þeim Guði sem stjórnar öllu best.
Þetta kemur greinilega fram í ljóðum
Friðgeirs sem nokkrir félagar hans í
Oddfellowreglunni gáfu út í tilefni 95
ára afmælis hans í fyrra haust.
Ég elska þig Guð, sem gafst mér líf og sál.
Ég elska þig meira en lýsir hjartans mál.
Elska þig Guð, sem gafst þinn einkason,
elskað svo mættum þig í trú og von.
Annað sem greinilega kemur fram
í ljóðum Friðgeirs er aðdáun, vænt-
umþykja og virðing fyrir íslenskri
náttúru. Þetta sýndi hann í verki með
því að takast á hendur gönguferðir
með bakpoka og tjald löngu áður en
það komst í tísku. Hún Sigga Solla
mín hefur sagt mér að undirbúning-
urinn hafii stundum tekið lungann úr
vetrinum á undan. Eitt árið tókst
hann á hendur ferð úr Lónsveitinni
yfir fjöllin og niður í Fljótsdal.
Ferðafélagi hans var Karl Sæmunds-
son kennari, sem lést í fyrra haust
háaldraður eins og Friðgeir. Þá var
enginn vegur kominn inn Kjarrdals-
heiði eins og nú. Þeir þurftu líka að
vaða Skyndidalsána sem ekki er á
færi neinna aukvisa. Mér þótti alltaf
gaman að hlusta á hann segja frá
þessari ferð sem stundum gat verið í
bundnu máli. Á þeim slóðum varð Við
Snæfell, eitt af fallegustu ljóðum
Friðgeirs til.
Snæfell brýtur röðulgeislaglóð
er geislum slær á jökulfannir breiðar.
Sem efst á dalsins blárri brún ég stóð
mér blika vötn um öræfi og heiðar.
Við héldum áfram, áfram seint um kvöld
og ætluðum svo langt á þessum degi
en reistum síðla létt og lítil tjöld,
þá læddist að mér ofurlítill tregi.
Þetta er fyrsta erindið af fimm í
kvæðinu. Ljóðið flutti Friðgeir af
mikilli snilld og innlifun þegar vinir
og vandamenn fögnuðu með honum
þegar hann varð 95 ára. Ég þekki
svæðið sem ort er um, skáldið hef ég
þekkt í liðlega 30 ár og hef dálæti á
ljóðum. Kannski er ég ekki alveg
hlutlaus í mati mínu, en fyrir mér eru
það snillingar í meðferð íslenskrar
tungu sem setja saman orð svo að úr
verður slíkur texti.
Annað sem Friðgeir stundaði í frí-
stundum var listmálun. Ein mynda
hans prýðir kápu ljóðabókarinnar.
Sennilega geta ekki margir höfundar
státað af slíku.
Heimili mitt prýða þrjár stórar
myndir eftir hann, allar af íslensku
landslagi auk nokkurra smærri. All-
ar þessar myndir þykir mér afar
vænt um. Þegar ég fæ gesti inn á
heimilið og málverkin ber á góma
nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi finnast
mér myndirnar fallegar, í öðru lagi
eru þær málaðar eftir ljósmyndum
sem ég hef tekið og í þriðja lagi er
málarinn tengdafaðir minn. Ég sit
oft og nýt þess að horfa á þær, ekki
síst þegar ég er einn með sjálfum
mér.
Þegar lítið er yfir lífshlaup Frið-
geirs þá liggur við að það sé hálf reyf-
arakennt, svo margbrotið er það.
Þetta kemur vel fram í löngu viðtali
sem birtist við hann í Morgunblaðinu
síðla sumars 2003. Þar var yfirskrift-
in: Galdurinn er að brosa framan í
spegilinn. Þetta segir heilmikið um
persónuna Friðgeir Grímsson, alltaf
stutt í glens og grín. Mig langar að
draga fram tvennt úr þessu viðtali.
Fyrri konu sína missti Friðgeir að-
eins 27 ára gamall. Í framhaldi af því
hélt hann til Þýskalands til náms í
tæknifræði. Eftir tvær annir sumarið
1939 kom hann heim í sumarfrí. Í
september um haustið skall seinni
heimstyrjöldin á og útlit var fyrir að
þar með væri námið fyrir bí. En
vegna velgengni í námi fékk hann
eindregna hvatningu frá rektor skól-
ans um að koma aftur út og ljúka
námi. Allt gekk þetta eftir, Friðgeir
fór aftur til Þýskalands og lauk námi
í véltæknifræði vorið 1940. Þó hugs-
anlegt sé að hann hafi ekki gert sér
fulla grein fyrir hversu alvarlegt
ástandið mundi verða, hefur þurft
heilmikinn kjark til að kasta sér út á
þennan ís. Í þessu sem öðru í sínu lífi
er ég viss um að Friðgeir hefur sett
sitt traust á Guð sem gengið hefur
með honum gegnum lífið allt.
Heim til Íslands kom hann haustið
1940 með hinni frægu Petsamoferð
Esjunnar. Þetta voru örlagaríkir
dagar fyrir Friðgeir því einhvers
staðar úti á miðju Atlantshafi kynnt-
ist hann seinni konu sinni Guðrúnu
Soffíu Gísladóttur hjúkrunarfræð-
ingi sem var að koma frá Danmörku
úr sérnámi í geðverndar- og barna-
hjúkrun. Þeirra sambúð varaði í
rúmlega 60 ár. Guðrún lést á annan
dag jóla 2003.
Lengstan hluta starfsferils síns
vann Friðgeir hjá Öryggiseftirliti
ríkisins. Ég held að ekki sé ofílagt að
halda þvi fram að hann hafi átt stór-
an þátt í að byggja upp þá stofnun.
Að því kom að yfirmannaskipti
voru fyrirsjáanleg. Eðlilega hafði
Friðgeir augastað á stöðunni en þar
sem hann var ekki verkfræðingur
kom hann ekki til greina.
En til að gera langa sögu stutta
tók hann sig upp frá konu og börn-
um, hélt aftur til Þýskalands, lauk
námi í vélaverkfræði, settist í stöðu
öryggismálastjóra sem hann gegndi
þar til hann lét af störfum fyrir 25 ár-
um.
Á þessum árum komu eiginleikar
Guðrúnar vel í ljós. Hún hafði mikinn
metnað fyrir hönd manns síns og
uppskar samkvæmt því. Þegar
minnst er á þetta tímabil í lífshlaupi
Friðgeirs verður ekki hjá því komist
að minnast á systkini Guðrúnar, þau
Sólveigu og Sigurgeir sem studdu
systur sína og börnin þá sem endra-
nær. Þó svo ég hafi ekki tengst fjöl-
skyldunni fyrr en löngu seinna, er ég
sannfærður um að Friðgeir er mér
sammála um að þetta þríeyki, eins ég
hef valið að kalla þennan systkina-
hóp, hefur skipt sköpum fyrir hans
feril.
Það var mikið lán fyrir Friðgeir að
eignast Guðrúnu fyrir konu. Það var
ekki bara að hún skilaði sínu launaða
dagsverki vel og styddi við bakið á
manni sínum og börnum, heldur var
hún skyldmennum manns síns bak-
hjarl bæði í orði og á borði án þess að
krefjast eins eða neins. Um þann
þátt mætti skrifa langt mál.
Sá sem hér heldur á penna hefur
verið tengdur Friðgeiri í rúmlega 30
ár. Verði ég og hún Sigga Solla mín,
litla stelpan hans, jafnsátt með okkar
einkalíf, eins og mér finnst að þau
Guðrún og Friðgeir og hafi verið,
kvíði ég engu. Vonandi að eitthvað sé
líkt með skyldum.
Kæri vinur og félagi, hafðu þökk
fyrir það sem þú gafst mér og börn-
um mínum. Það hefur reynst okkur
gott nesti í lífinu. Hvíl þú í friði.
Leifur Þorsteinsson.
Að fanga hugsun eða líðan í orð og
setningar, missir marks. Minning-
arnar æða um hugann, myndbrot frá
liðnum árum. Ég var staddur á fundi
þegar systir mín hringdi og færði
mér fréttirnar af fráfalli afa míns.
Lítið svigrúm fyrir svipbrigði, enda
held ég að slíkt hefði ekki verið í anda
afa. Þótt hann hafi verið þekktur fyr-
ir mikla lífsgleði, húmor og listhneigð
var hann eigi að síður mjög jarð-
bundinn. Aldrei gleymdi hann hver
hann var, bakgrunni sínum og lífs-
hlaupi. Hann þótti mjög vinnusamur
og tók ekkert sem gefið í lífinu. Allir
gátu leitað til afa og þegið góð ráð.
Vissulega gat hann verið ákveðinn en
ég tel það frekar bera vott um stað-
festu hans og heilindi frekar en löst.
Friðgeir Grímsson varð 95 ára og
hafði á langri ævi upplifað viðburða-
ríka tíma. Þannig séð var andlát hans
eðlilegur hluti af lífsins gangi. En við
mannfólkið erum eigingjörn á þá sem
okkur þykir vænst um og viljum
enga breytingu. Sjálfur hafði ég um-
gengist afa minn allnáið á yngri árum
og því upplifi ég mig hér í hópi þeirra
eigingjörnu. Í minningunni horfi ég
til ógleymanlegra tíma er ég sem
barn bjó á heimili afa veturlangt og
fékk þar góðan stuðning eða fagran
sumardag í Tívolí Kaupmannahafn-
ar. Þá koma upp myndbrot frá tím-
um með honum, sérstaklega ferð til
Vestfjarða þar sem við ferðuðumst
einir fallega haustdaga árið 1967 og
gistum í tjaldi. Á meðan hann heim-
sótti vinnustaði tíndi ég aðalbláber
og svo slógum við upp veislu að lokn-
um vinnudegi við tjaldið okkar. Á
kvöldin fyrir svefn lásum við úr Nýja
testamentinu. Afi minn var trúaður
maður og rækti starfið í kirkjunni
ávallt mjög vel. Ég held að það hafi
auðveldað mér að umgangast trúna á
eðlilegan og fallegan hátt. Afi minn
var okkur öllum, sem þekktu hann,
gott fordæmi og ég vil trúa því að við
eftirlifandi niðjar hans séum öll tals-
vert ríkari af kynnum okkar og ná-
vist við hann í gegnum árin.
Blessuð sé minning Friðgeirs
Grímssonar.
Friðgeir Magni Baldursson.
Elsku besti afi.
Þegar ég lít til baka á ég erfitt með
að finna orð sem lýst geta þeim frá-
bæru og yndislegu stundum sem ég
hef átt með þér. Ég naut góðs af því
að búa rétt hjá þér á Sundlaugavegi
24, en þangað fór ég oft eftir skóla í
mörg ár, þar sem þú og amma voruð
búin að taka til mat handa mér og
stundum kom það fyrir að þú varst
búinn að gera eitthvert listaverk úr
brauðinu sem ég átti að fá. Ég gleymi
því seint þegar ég kom að matar-
borðinu og við mér blasti skip úr
brauði, eitthvað sem aðeins þú gast
gert. Það má segja að minn fyrsti
skóli hafi verið á Sundlaugaveginum,
þar sem þú kenndir mér að lesa,
skrifa og reikna. Eftir kennslu fórum
við saman niður í bæ að gefa önd-
unum og fengum okkur eitthvað gott
að drekka á Lækjarbrekku, en þar
var stundum tekinn aukatími í stærð-
fræði. Ég áttaði mig fyrst á því hvað
ég ætti magnaðan afa þegar ég varð
orðinn svona 12 ára, því ekki nóg með
það að þú kenndir mér stærðfræði,
heldur einnig nokkur tök í garðinum
þar sem ég hjálpaði þér að halda hon-
um við og þegar við fórum upp á bíl-
skúrsþak saman, þegar þú varst
kominn yfir áttrætt. Þú varðst í raun
aldrei gamall, varst síungur enda
tala vinir mínir enn um það þegar þú
komst með pizzu heim til okkar, þá
sögðu þeir við mig ,,vá hvað þú átt
svalan afa“.
En nú ert þú kominn yfir móðuna
miklu til hennar ömmu sem þú unnir
svo heitt. Takk fyrir allar stundirnar
sem þú hefur gefið mér, þú varst
besti afi í heimi.
Eymundur Sveinn Leifsson.
Þegar ég hugsa um afa fyllist ég
þakklæti en á sama tíma sárum sökn-
uði. Afi var einstakur, hann var alltaf
svo fullur af lífsgleði. Það var svo
margt sem hann hafði upplifað, bæði
erfiða og áhugaverða hluti. Hann
ferðaðist um heiminn þegar síðari
heimsstyrjöldin var í gangi og fór í
nám erlendis þegar hann var í kring-
um fimmtugs aldurinn. Einnig var
hann duglegur að ferðast um Ísland
og hélt sér í formi með því að fara í
laugarnar í Laugardalnum. Afi var
ungur þegar hann missti fyrri eig-
inkonu sína. Hann átti langt og far-
sælt hjónaband með seinni eiginkonu
sinni en amma dó fyrir rúmu ári.
Friðgeir var sérstaklega skemmti-
legur og góður afi. Það eru fáir sem
komast með tærnar þar sem hann
var með hælana. Svo hæfileikaríkan
og einlægan mann án alls hroka er
erfitt að finna. Við systkinin gátum
svo sannarlega litið upp til afa okkar
og verið stolt af því að vera barna-
börnin hans.
Hann var alltaf svo hress og kom í
öll jólaboð, jafnvel nú um síðustu jól.
Mér fannst einhvern veginn að þar
sem afi minn væri svona hraustur og
lífsglaður þá myndi hann aldrei fara
frá okkur heldur verða eilífur. Hann
sagðist líka ætla að verða hundrað og
þriggja og skildi ekkert í því hvað
fólkið á elliheimilinu var allt gamalt
og lúið.
Við systkinin eigum öll mjög
margar og góðar minningar frá
Sundlaugaveginum. Þangað var allt-
af svo gaman að koma og borða kæf-
una hennar ömmu. Síðan gátum við
yngstu krakkarnir setið tímunum
saman og hlustað á hljómplöturnar
sem hann setti iðulega á fóninn fyrir
okkur. Í mestu uppáhaldi voru Dýrin
í Hálsaskógi og Kardimommubær-
inn. Á meðan við sátum og hlustuðum
gægðist apinn Níels yfir bækurnar.
Ég hlakkaði alltaf svo til að afi myndi
lífga hann við með því að setja hönd-
ina inn í hann og láta hann tala en afi
var snilldar búktalari. Þetta átti hug
minn og hjarta og vakti alltaf mikla
kátínu. Það var líka svo spennandi að
fá að koma upp á loft og skoða öll
málverkin. Afi tók sér alltaf tíma til
að sýna okkur málverkin því hann
var jú alltaf að mála ný málverk.
Kímnigáfan og stríðni hans voru allt-
af í besta lagi. Hann gat fengið alla til
að hlæja hvort sem hann fór með
frumsamdar gamanvísur með milli-
spili á munnhörpu eða stríddi ömmu.
Þá þóttist hann ekki heyra hvað hún
sagði og bætti oft við: „ha“ og ein-
hverju sem rímaði. Það brást ekki,
þetta var drepfyndið í hvert einasta
skipti. Heyrnin var farin að gefa sig
og háði það honum einna helst í því
að fylgjast með samtölum í mann-
fjölda. Hann dró sig stundum til baka
vegna þessa. Þetta síðasta ár var
honum erfiðara en fyrri árin vegna
andláts ömmu. Hún var svo stór hluti
af hans lífi að það var erfitt að sjá
hann sakna hennar svona sárt. Það
var samt stutt í gleðina. Hann mátti
ekki sjá neinn auman eða grátandi án
þess að slá á létta strengi bara til að
létta viðkomandi lundina. Ég hef allt-
af hlakkað til að heimsækja afa og er
mesta eftirsjáin fólgin í því að hafa
ekki eytt meiri tíma með honum. Sér-
staklega núna síðustu árin bara til að
hlusta á alla viskuna sem hann hafði
að geyma, því það er svo ótal margt
sem níutíu og fimm ára maður veit.
Hann átti góða ævi og var mjög sátt-
ur við allt og alla. Hann átti frið við
Guð og menn og gott orðspor fór af
honum því hann var maður sem stóð
við sín orð.
Mér þótti svo vænt um að heyra að
hann átti tvo uppáhalds hluti á elli-
heimilinu sem hann geymdi í skál á
borðinu. Þetta var klóran hennar
ömmu sem minnti hann á hana og ap-
inn Níels sem öllum þótti svo vænt
um. Það yljar mér um hjartarætur að
vita að það sem mér er einna kærast í
minningunni var honum líka kært.
Við áttum skemmtilegar stundir
með honum sem börn og innilegar
stundir sem fullorðið fólk. Sérstak-
lega áttum við dýrmætar stundir á
þessu síðasta ári þegar hann þurfti
svo á væntumþykju okkar að halda. Í
fyrsta skipti á ævinni upplifði ég eins
og ég þyrfti að vernda og taka utan
um hann. Ég minnist sérstaklega bíl-
túrsins okkar þar sem ég leiddi hann
þéttingsfast út í bíl og átti mjög inni-
legt samtal við hann. Þetta er minn-
ing sem ég á eftir að halda fast í.
Hann var góð fyrirmynd í því
hvernig á að njóta lífsins og horfa á
það með jákvæðni og tilhlökkun. Já-
kvæða lífsviðhorfið endurspeglaðist
mjög í orðum hans um að brosa fram-
an í spegilinn á hverjum einasta degi.
Við erum svo sannarlega rík að hafa
kynnst svona göfugum manni og eig-
um mikla arfleifð í honum. Afi treysti
Drottni og óttaðist ekki dauðann því
hann vissi að hann ætti örugga
himnavist.
F.h. systkinanna,
Þóra Gísladóttir.
Landið er fagurt
lýsa jöklar
langt á haf út
leggur birtu.
Fyllir hjarta
ferðamannsins
framaþrá
og fyrirbæna.
(Friðgeir Grímsson.)
Þá er hafin hinsta ferðin, „langt á
FRIÐGEIR
GRÍMSSON