Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR Njarðvík | Framkvæmdir eru hafnar við bensínstöð Atlantsolíu í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustung- una að stöðinni sem er hin fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Atlantsolía fékk lóð að Hólagötu 20 í Njarðvík, í næsta nágrenni við Biðskýlið í Njarðvík, en þar var áður bensínstöð. Geir Sæmundsson framkvæmdastjóri segir að stöðin verði opnuð eftir tvo til þrjá mánuði. Hann er ánægður með staðsetninguna, segir að stöðin verði mjög mið- svæðis í Reykjanesbæ. Bensínstöðin verður eins og stöðin sem fyrirtækið tók nýlega í notk- un á Sprengisandi í Reykjavík, þar verða tveir tankar með sjálfs- afgreiðslu. Framkvæmdir hafn- ar á lóð Atlantsolíu Víkurfréttir/Þorgils Jónsson Veisla Boðið var upp á pylsu og kók í Biðskýlinu þegar framkvæmdir hófust við bensínstöð Atlantsolíu. Geir Sæmundsson er hér með Árna Sigfússyni og Viðari Má Aðalsteinssyni. Grindavík | Ferðamálasamtök Suð- urnesja (FSS) og Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum (SSS) boða til fundar um ferðamál í Eldborg í Svartsengi næstkomandi föstudag, klukkan 13. Á fundinum verða flutt erindi um ýmis svið ferðaþjónust- unnar og umræður fara fram. Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir sveitarfélögin er heiti erindis sem Ólafur Örn Ólafsson bæjar- stjóri í Grindavík flytur. Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fjallar um framtíðaruppbyggingu flugstöðvarinnar og aukna sam- vinnu við ferðaþjónustuna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræðir um framtíðarsýn og framlag fyr- irtækja og stjórnvalda. Albert Al- bertsson, aðstoðarforstjóri Hita- veitu Suðurnesja, fjallar um virkjanir, umhverfi og ferðaþjón- ustu. Þá kynnir Rögnvaldur Guð- mundsson ráðgjafi niðurstöður könnunar á viðhorfi ferðafólks til Suðurnesja. Eftir kaffihlé verða pallborðs- umræður með yfirskriftinni Sóknin á Reykjanesi. Þátt taka Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SSS, Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, Sigurður Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, Sigurður Jónsson, bæj- arstjóri í Sveitarfélaginu Garði og Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps. Fundarstjórar veða Kristján Pálsson, formaður Ferðamála- samtakanna og Guðbjörg Jóhanns- dóttir atvinnuráðgjafi. Í frétta- tilkynningu segir að fundurinn sé öllum opinn. Ferðamála- ráðstefna í Eldborg Keflavík | Stjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, veitti Sigurbirni Gunnarssyni starfs- bikar félagsins fyrir árið 2004. Hann hefur starfað fyrir íþrótta- hreyfinguna í Keflavík og var fulltrúi í stjórn Ungmennafélags Íslands í átján ár. Einar Haralds- son, formaður Keflavíkur, afhenti Sigurbirni bikarinn á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var fyrr í vik- unni. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin á aðalfundinum en stjórnin hefur verið óbreytt frá árinu 2001. Með Einari í stjórn eru Kári Gunnlaugsson, Þórður M. Kjart- ansson, Sigurvin Guðfinnsson og Birgir Ingibergsson. Á fundinum voru veittar nokkr- ar viðurkenningar. Rúnar V. Arn- arson, formaður knattspyrnudeild- ar, var sæmdur silfurmerki félagsins fyrir tíu ára stjórn- arsetu. Þá voru Erlingur Hann- esson úr knattspyrnudeild, Hrann- ar Hólm úr körfuknattleiksdeild, Lilja Karlsdóttir úr badminton- deild og Rúnar Georgsson úr körfuknattleiksdeild sæmd brons- merki félagsins fyrir fimm ára stjórnarsetu. Fékk starfsbikar Keflavíkur SUÐURNES ♦♦♦ Veitingar á Garðskaga | Veit- ingastaður verður í nýrri viðbygg- ingu við Byggðasafnið á Garðskaga sem Sveitarfélagið Garður er nú að láta byggja. Gert er ráð fyrir að við- byggingin verði tilbúin í vor. Bærinn hefur nú auglýst eftir samstarfsaðila um uppbyggingu veitingastaðarins og rekstur. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.