Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 17
MINNSTAÐUR
Njarðvík | Framkvæmdir eru hafnar við bensínstöð Atlantsolíu í
Reykjanesbæ. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustung-
una að stöðinni sem er hin fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins.
Atlantsolía fékk lóð að Hólagötu 20 í Njarðvík, í næsta nágrenni við
Biðskýlið í Njarðvík, en þar var áður bensínstöð. Geir Sæmundsson
framkvæmdastjóri segir að stöðin verði opnuð eftir tvo til þrjá mánuði.
Hann er ánægður með staðsetninguna, segir að stöðin verði mjög mið-
svæðis í Reykjanesbæ.
Bensínstöðin verður eins og stöðin sem fyrirtækið tók nýlega í notk-
un á Sprengisandi í Reykjavík, þar verða tveir tankar með sjálfs-
afgreiðslu.
Framkvæmdir hafn-
ar á lóð Atlantsolíu
Víkurfréttir/Þorgils Jónsson
Veisla Boðið var upp á pylsu og kók í Biðskýlinu þegar framkvæmdir
hófust við bensínstöð Atlantsolíu. Geir Sæmundsson er hér með Árna
Sigfússyni og Viðari Má Aðalsteinssyni.
Grindavík | Ferðamálasamtök Suð-
urnesja (FSS) og Samband sveitar-
félaga á Suðurnesjum (SSS) boða til
fundar um ferðamál í Eldborg í
Svartsengi næstkomandi föstudag,
klukkan 13. Á fundinum verða flutt
erindi um ýmis svið ferðaþjónust-
unnar og umræður fara fram.
Mikilvægi ferðaþjónustunnar
fyrir sveitarfélögin er heiti erindis
sem Ólafur Örn Ólafsson bæjar-
stjóri í Grindavík flytur. Höskuldur
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
fjallar um framtíðaruppbyggingu
flugstöðvarinnar og aukna sam-
vinnu við ferðaþjónustuna. Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, ræðir
um framtíðarsýn og framlag fyr-
irtækja og stjórnvalda. Albert Al-
bertsson, aðstoðarforstjóri Hita-
veitu Suðurnesja, fjallar um
virkjanir, umhverfi og ferðaþjón-
ustu. Þá kynnir Rögnvaldur Guð-
mundsson ráðgjafi niðurstöður
könnunar á viðhorfi ferðafólks til
Suðurnesja.
Eftir kaffihlé verða pallborðs-
umræður með yfirskriftinni Sóknin
á Reykjanesi. Þátt taka Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
Guðjón Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri SSS, Ólafur Örn
Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík,
Sigurður Ásbjarnarson, bæjarstjóri
í Sandgerði, Sigurður Jónsson, bæj-
arstjóri í Sveitarfélaginu Garði og
Jón Gunnarsson, oddviti Vatns-
leysustrandarhrepps.
Fundarstjórar veða Kristján
Pálsson, formaður Ferðamála-
samtakanna og Guðbjörg Jóhanns-
dóttir atvinnuráðgjafi. Í frétta-
tilkynningu segir að fundurinn sé
öllum opinn.
Ferðamála-
ráðstefna
í Eldborg
Keflavík | Stjórn Keflavíkur,
íþrótta- og ungmennafélags, veitti
Sigurbirni Gunnarssyni starfs-
bikar félagsins fyrir árið 2004.
Hann hefur starfað fyrir íþrótta-
hreyfinguna í Keflavík og var
fulltrúi í stjórn Ungmennafélags
Íslands í átján ár. Einar Haralds-
son, formaður Keflavíkur, afhenti
Sigurbirni bikarinn á aðalfundi fé-
lagsins sem haldinn var fyrr í vik-
unni.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin á aðalfundinum en stjórnin
hefur verið óbreytt frá árinu 2001.
Með Einari í stjórn eru Kári
Gunnlaugsson, Þórður M. Kjart-
ansson, Sigurvin Guðfinnsson og
Birgir Ingibergsson.
Á fundinum voru veittar nokkr-
ar viðurkenningar. Rúnar V. Arn-
arson, formaður knattspyrnudeild-
ar, var sæmdur silfurmerki
félagsins fyrir tíu ára stjórn-
arsetu. Þá voru Erlingur Hann-
esson úr knattspyrnudeild, Hrann-
ar Hólm úr körfuknattleiksdeild,
Lilja Karlsdóttir úr badminton-
deild og Rúnar Georgsson úr
körfuknattleiksdeild sæmd brons-
merki félagsins fyrir fimm ára
stjórnarsetu.
Fékk
starfsbikar
Keflavíkur
SUÐURNES
♦♦♦
Veitingar á Garðskaga | Veit-
ingastaður verður í nýrri viðbygg-
ingu við Byggðasafnið á Garðskaga
sem Sveitarfélagið Garður er nú að
láta byggja. Gert er ráð fyrir að við-
byggingin verði tilbúin í vor. Bærinn
hefur nú auglýst eftir samstarfsaðila
um uppbyggingu veitingastaðarins
og rekstur.
♦♦♦