Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF REYKLAUST fólk, sem virðist ekki vera í neinni hættu á að fá hjartaáfall vegna þess að það hefur enga þekkta áhættuþætti eins og ættarsögu eða hækkaðan blóð- þrýsting og kólesteról, getur fyr- irvaralaust dottið niður með hjarta- áfall, því þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir á hjarta- og æða- sjúkdómum á umliðnum áratugum er enn um þriðjungur áhættuþátta óþekktur. Hóprannsókn Hjarta- verndar, sem staðið hefur yfir í hartnær fjörutíu ár, hefur leitt í ljós tvo þriðju af þeim áhættuþátt- um, sem geta leitt til hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis. Ljóst er að enn er langt í land. Brýnt er að rannsaka betur þá áhættuþætti, sem enn eru óútskýrðir. Hjarta- vernd býður upp á áhættumat þar sem helstu mælanlegu áhættuþætt- ir eru mældir. Verið er að þróa það áhættumat enn frekar þar sem öll sú þekking og tækni sem til staðar er, er notuð til að skilja hvernig hægt sé að framkvæma sem ná- kvæmust próf til að meta líkurnar á því að fá þessa sjúkdóma. Á ári hverju deyja um fimm hundruð Íslendingar af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Rann- sóknir Hjartaverndar hafa sýnt að á síðasta aldarfjórðungi hefur ný- gengi kransæðastíflu minnkað um 40% og dánartíðnin um 55% á sama tíma. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun eru hjarta- og æðasjúkdómar ennþá algengasta dánarorsökin hérlendis og í Evrópu allri. Forstigin geta verið einkennalaus Þessir sjúkdómar herja á fólk á besta aldri og oft banka þeir upp á öllum að óvörum enda gera hækk- aður blóðþrýstingur og hækkað kólesteról engin boð á undan sér. Forstig undirliggjandi æðakölk- unar geta því með öllu verið ein- kennalaus. Fólk, bæði konur og karlar, er hinsvegar hvatt til að láta mæla helstu mælanlegu áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma, t.d. kólesteról og blóð- þrýsting, ekki seinna en um fertugt og fyrr ef ættarsaga er til staðar. Með því að láta mæla þessa þætti gefst í sumum tilfellum tækifæri til að bregðast við í tíma því ljóst er að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að reyna með öllum tiltækum ráð- um að leggjast á eitt við að draga úr tíðni þessara sjúkdóma. Þeir kosta þjóðfélagið háar fjárhæðir. Hvert og eitt okkar getur haft veruleg áhrif með því að líta í eigin barm og haft með lífsstílnum áhrif á eigin heilsu. Hollar lífsvenjur Að sögn Ástrósar Sverrisdóttur, fræðslufulltrúa Hjartaverndar, er veruleg forvörn fólgin í því að fólk láti mæla mælanlega áhættuþætti reglulega og það sé upplýst um gildi hreyfingar og óhollustu reyk- inga. „Fólk getur annaðhvort kom-  HEILSA | Hjartaáfall Þriðjungur áhættu- þátta óþekktur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hvert og eitt okkar getur haft veruleg áhrif með því að líta í eigin barm og haft með lífsstílnum áhrif á eigin heilsu. Með nýjum kennsluhátt-um í greinum eins oghandavinnu og smíðimá auka fjölbreytni og gera námið skemmtilegt,“ segir Birna Guðmundsdóttir textílkenn- ari. Breytingin byggist á lotukerfi, sem nær til fimm list- og verkgreina þ.e. textíls, smíði, myndlistar, heim- ilisfræði og kennslu á tölvu. Sýningin var afrakstur sex vikna vinnu nemendanna og vakti hún verðskuldaði athygli en það voru listgreinakennarar við skólann sem höfðu veg og vanda af uppsetningu hennar. „Sýningin vakti gífurlega at- hygli og ánægju og þótti sýna fjöl- breytni í því sem nemendur eru að fást við,“ sagði Birna, „Þau fá í raun jafn- margar og sum reyndar fleiri kennslu- stundir en með gamla kerfinu þegar þau komu tvisv- ar í viku hálfan vet- urinn í hvert fag. Nýja kerfið hefur gefist mjög vel. Krakkarnir eru ánægðir og okkur kenn- urunum líkar þetta nokkuð vel. Helstu kostir eru fjölbreyti- leiki í því sem nemandinn er að fást við. Þau læra sömu grunnatriðin og áður og komast jafnvel yfir fleiri verkefni með þessu fyrirkomulagi.“ Lotukefið nær frá 1.–8. bekkjar og er nemendum í hverjum árgangi skipt í fimm hópa. „Okkur hefur reynst vel að kyn- skipta hópunum og er nokkur mun- ur á þeim verk- efnum, sem stelpur og strákar glíma við, til dæmis í smíðinni,“ segir Birna. Greinilegt er að stelpurnar nostra frekar við sín verk á meðan strákarnir vilja komast yfir meira en þetta er auðvitað ekki algilt. Í unglingadeild er boðið upp á val í list- og verkmennt. Nemandi getur valið um myndlist, glerlist, fatasaum, trésmíði, málmsmíði og heimilisfræði og er hver grein kennd allan veturinn. Þegar spurt er hvað sé skemmtilegast eru stelpurnar sammála um að það sé mótun í leir og að vinna með gler.  MENNTUN | Risaeðlur, ormar, lyklakippur, skeiðar og hálsmen Á foreldradegi sem nýlega var haldinn í Ár- bæjarskóla vakti sýning á verkum nemenda í list- og verkgreinum verðskuldaða athygli. Innan um hefðbundna muni eins og út- saum og barnanáttföt mátti sjá að list- rænir taktar nemendanna fá að njóta sín. Ormar: Stelpurnar í 5. bekk æfðu sig á saumavél og saumuðu beint, afturábak, áfram og sikksakk yfir kant og úr varð skrautlegur búta- saumsormur. Orminn má leggja á rúmið sitt eða vefja um hálsinn og láta sér þykja vænt um. Lyklakippa: Einbeitnin skín af þeim Kristján arssyni, í 5. bekk, þegar þeir hita og snúa up Hefðbundin verkefni og listrænir taktar Spegill og málmsmíði: Þær Jóhanna Sigurjónsdóttir, Jóna Guðrún Krist- insdóttir og Edda María Kjartansdóttir eru í 8. bekk. Þær hafa útbúið spegla í mósaíkramma, skorið út og pússað kristal í tré en skemmtilegast finnst þeim að vinna skartgripi og skeið í málmsmíði. Risaeðla: Ylfa Rúnarsdóttir í 5. bekk hannaði sjálf þessa risaeðlu. Hún teiknaði hana upp, prjónaði, þæfði ull í hausinn og útbjó vængi. Slepptu reykingum. Hreyfðu þig daglega. Borðaðu hollan mat. Haltu þig við kjörþyngd. Forðastu mikla streitu. Láttu mæla blóðþrýstinginn. Láttu mæla blóðsykurinn. Láttu mæla kólesterólið. Farðu í læknisskoðun. Hugsaðu vel um hjartað og hvettu fjölskyldu þína og þá, sem þér þykir vænt um, til að gera slíkt hið sama. Hjartans mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.