Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mig langar til að minnast hennar Magn- eu frænku í örfáum orðum. Sem ungur drengur var ég mikið hjá ömmu og afa í Reykjavík, á Brekkustígnum, á sumrin. Magnea, móðursystir mín, bjó þar líka en hún var á þessum tíma þerna á m/s Mánafossi. Síðar þegar kom að því að hún hóf búskap keypti hún efstu hæðina á Brekkustíg 8 af afa. Ég var þá orðinn nógu gamall til að ráða við pensil og málaði með henni íbúðina. Í lok þess sumars, sem laun fyrir hjálpina, bauð hún mér með sér í siglingu á Mánafossi til Felixstowe og Hamborgar. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda og er mér mjög minnisstæð. Þegar skipið valt mikið þá var einfaldlega best að gera sér upp magapínu og liggja í koju og láta Magneu stjana við sig, sem hún gerði með bros á vör. Mér er minnisstætt frá þessum árum hvað það var framandi að koma á Brekkustíginn til hennar, þar var alltaf til sælgæti frá „útlönd- um“ eitthvað sem maður fékk ekki annars staðar og einnig ýmislegt annað góðgæti sem var ekki á borð- um þar sem ég og við systkinin kom- um á þessum árum. Eftir að ég fór að vinna á Króknum urðu ferðirnar í bæinn stopulli en þegar ég kom til Reykjavíkur hélt ég alltaf til á Brekkustígnum hjá ömmu og afa og á loftinu hjá Magneu og Rúnari. Oft vantaði okkur eitthvað norður á Sauðárkrók sem þurfti að útvega í hvelli. Þá var alltaf hægt að hringja í Magneu og hún bjargaði því og sendi norður. Þegar ég síðan flutti til Reykjavíkur 1984 bjó ég á Brekku- stígnum fyrst og styrktust þá böndin enn frekar. Þegar ég síðan hafði stofnað fjölskyldu hér sinnti hún börnunum mínum eins og þau væru hennar ömmubörn og náði hún að tengjast sterkum böndum við þau. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni á þann hátt sem ég hef gert og að börnin mín hafa fengið að njóta hennar líka. Fjöldinn allur af fleiri minningum hrannast upp, t.d. tengdum gamlárs- kvöldi en þeim höfum við eytt saman undanfarin ár og Magnea hefur þá eldað kalkún, skorið hann og sagt sömu söguna á meðan við mikil hlátrarsköll þó allir vissu hvað kæmi næst. Á mínu heimili er Magnea syrgð mikið, og undravert að sjá hversu náin hún hefur verið börn- unum mínum þó sérstaklega Ingu Valdísi. Í því sannast málshátturinn að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Hugur okkar er hjá ykkur, Rúnar, og strákunum ykkar, Rúnari og Tomma, missirinn er mik- ill en við stöndum saman og kom- umst yfir hann þannig. Rúnar, oft hefur gefið á bátinn hjá þér í gegn- MAGNEA DAGMAR TÓMASDÓTTIR ✝ Magnea DagmarTómasdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1946. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut hinn 6. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 15. febrúar. um tíðina, stundum hefur skollið á þig brot í lífsins ólgusjó fyrir- varalaust en þú hefur staðið þau af þér til þessa og gerir það einnig nú. Tómas Dagur, Sigurbjörg, Pálmar, Inga Valdís og Íris Arna. Kveðja frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Magnea Tómasdóttir var ein af þeim íslensku kjarnakonum sem gengu til hvers starfs með brenn- andi áhuga á verkefninu, ákveðin og fumlaus. Hún byrjaði ung að árum að vinna hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, fyrst í fylgd með móð- ur sinni, þá barn að aldri, og allar götur síðan. Hún þekkti söguna og var óþreytandi að miðla af þekkingu sinni sem kom sér vel í önn dagsins. Henni fylgdi ferskur andblær og gott var að eiga hana að þegar á móti blés. Magnea barðist við erfiðan sjúk- dóm. Hún kvartaði aldrei, sagði að það gæti verið verra. Samstarfskonur í Mæðrastyrks- nefnd kveðja kæra vinkonu með söknuði og þakka samfylgdina. Ragnhildur G. Guðmunds- dóttir, formaður. Fallin er frá eftir stutt veikindi mikil sæmdarkona, Magnea Dagmar Tómasdóttir. Hún hafði að vísu lengi þurft að kljást við sykursýki en síð- ustu áföllin voru snörp og drógu hana skyndilega og óvænt til dauða. Við vorum sem ein fjölskylda í Tali og á því heimili voru húsmæð- urnar lengstan tímann tvær, Valdís og Magnea. Í mínum huga voru þær eitt. Þær umvöfðu okkur starfsmenn og vildu allt fyrir okkur gera. Í fyrstu sá reyndar Valdís ein um okk- ur en þegar umsvif jukust í Tali var ljóst að bæta þurfti við starfskrafti í mötuneytinu. Ég bað þá Valdísi að líta í kringum sig eftir liðsauka. Henni væri best treystandi til að velja með sér samhentan liðsmann. Enda fór það svo að frá fyrsta degi er Magnea kom til okkar varð hún ein af hópnum. Meðal ungra starfs- manna í nýju fyrirtæki þarf mikla handleiðslu og ögun. Þá var eldhúsið og mötuneytið fasti punkturinn. Þar voru vikulegu starfsmannafundirnir haldnir, þangað var allur viðurgjörn- ingur til gesta sóttur, þar sóttum við okkar kaffi og hittumst á matmáls- tímum, þar var hægt að ræða lands- ins gagn og nauðsynjar. Við bjugg- um þröngt og alloft voru fundir því haldnir í matsalnum og þurfti allt að ganga upp til að ekki rækist á mat- málstíma. Þarna var Magnea í ess- inu sínu, lagði gott til mála og fylgd- ist með. Þær Valdís voru líka með okkur í öllu, jafnt uppátækjum með starfsmannafélaginu sem og sigrum í samkeppnisbaráttunni. Fóru með okkur og köllunum sínum góðu í ferðir og á skemmtanir á vegum fyr- irtækisins. Við starfsmennirnir fylgdumst með þeim KR-ingunum í baráttunni, en Magnea var öflugur liðsmaður á þeim bæ. Það var fyrst eftir að ég hætti að starfa með Magneu í Tali og gerðist borgarstjóri sem ég kynntist sumum öðrum hliðum hennar. Hún sinnti sjálfboðaliðsstarfi hjá Mæðrastyrks- nefnd og líknarstörfum hjá Hvíta- bandinu af mikilli fórnfýsi. Á báðum stöðum starfaði hún af eðlislægri þörf fyrir að láta gott af sér leiða. Þegar skjótt skipast veður í lofti, eins og nú á þessari vetrartíð, erum við enn á ný minnt á hverfulleika mannlegs lífs. Hve stundin á jörðu er dýrmæt og hve mikilvægt er að rækta sinn garð. Okkur finnst að alltof fljótt sé klippt á strenginn hennar Magneu, sem gaf svo mikið þar sem hún starfaði. Megi góður Guð vera með Rúnari, börnum henn- ar, ættingjum og vinum. Við sem eft- ir erum eigum minningu um góða konu sem vann sínum og vandalaus- um vel og af heilindum. Þórólfur Árnason. Okkur langar í örfáum orðum, að kveðja vinkonu okkar, hana Magneu Tómasdóttur, sem svo sviplega var hrifin á brott, langt fyrir aldur fram. Ekki hvarflaði að undirrituðum, er við fórum í eina af mörgum leik- húsferðum okkar í gegnum árin þ. 29. jan. s.l. og áttum saman notalega kvöldstund með þeim hjónum, eins og svo oft áður, að það yrði okkar síðasta samverustund með Magneu. En enn og aftur sannast hið for- kveðna, að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Magnea var mikill dugnaðarfork- ur, og heil í öllu, sem hún tók sér fyr- ir hendur, hún var félagi í hinum ýmsu félagasamtökum, m.a. Mæðra- styrksnefnd, og Hvítabandinu, þá var hún mikill og einlægur fé- lagsmaður KR og lét sig aldrei vanta á KR-leikina, og var þá óspör á að hvetja sína menn til dáða, ennfremur var hún félagi og starfaði með KR- konum. Með Magneu er horfin á brott góð vinkona og mikill kven- skörungur. Viljum við hér með senda eftirlif- andi eiginmanni hennar Rúnari og sonunum Rúnari yngri, Tómasi og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir, vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Guðmundur og Erla, Vilhjálmur og Helga Pála. Kveðja frá Hvítabandinu „Skjótt hefur sól brugðið sumri,“ kvað Jónas Hallgrímsson þegar sorgin kvaddi dyra og dimmdi yfir. Þessi ljóðlína kom mér í hug þegar Magneu var kippt burt frá okkur svo skyndilega og eftir sitjum við starfs- systur hennar í Hvítabandinu, sorg- mæddar og hnípnar. Við sjáum nú á eftir dugmikilli fé- lagskonu með miklum trega, sem féll frá langt um aldur fram. Því þrátt fyrir heilsuleysi síðustu ára brást hún aldrei kvenfélaginu sínu, en lagði því lið fram á síðasta dag. Sjö ára gömul steig hún sín fyrstu skref í þágu Hvítabandsins þegar hún fór að selja merki félagsins með móður sinni og öðrum félagskonum og börnum þeirra sem stóðu frá morgni til kvölds fyrir utan kjörstaði hér í Reykjavík þegar kosið var til alþingis eða í bæjarstjórn. Einnig skokkaði hún með fundar- boð eða prjónles og aðra handavinnu milli félagskvenna sem voru að und- irbúa basar, en það voru helstu fjár- öflunarleiðir félagsins um áratuga skeið, sala handavinnu félagskvenna á bösurum og merkjasala. Hvítabandið hefur starfað með miklum blóma í 110 ár og er næst- elsta kvenfélag sem starfandi er í Reykjavík. Það vann fyrst að bind- indismálum en síðar að líknarmálum og hefur tekist að hrinda í fram- kvæmd umfangsmiklum mannúðar- og velferðarmálum. Þegar saga Hvítabandsins er skoðuð kemur í ljós hve hlutur kvenna hefur verið stór í mótun félags- og heilbrigðis- mála á Íslandi. Móðir Magneu, Dagmar Sigurð- ardóttir, var í hópi þeirra kraftmiklu kvenna sem helguðu félaginu starfs- krafta sín í um fjörutíu ára skeið. Dagmar gekk í Hvítabandið 1953 og starfaði þar af elju og ósérhlífni, sat í stjórn þess frá 1972–1975 og var snemma kjörin fulltrúi í Mæðra- styrksnefnd og starfaði þar óslitið til 1990 að hún hætti þar fyrir aldurs sakir. Magnea fylgdi í fótspor móður sinnar og fór lengi vel með henni á fundi í Hvítabandinu án þess að vera meðlimur. En hún gekk formlega í félagið 1996 og var þá kjörin í stjórn þess frá 1996–2002, fyrstu tvö árin sem meðstjórnandi og síðar varafor- maður í fjögur ár. Hún starfaði einn- ig af miklum krafti sem fulltrúi Hvítabandsins í Mæðrastyrksnefnd allt til dauðadags. Magnea var hávaxin og glæsileg kona með dökk tindrandi brún augu, rösk í fasi, hjálpsöm og tillögugóð. Hún talaði oft af miklum eldmóði á fundum svo að fundarkonur hrifust með henni, en hún lá heldur ekki á skoðunum sínum ef hún hafði aðra skoðun á málum sem rædd voru, enda hreinskilin og með mikla rétt- lætiskennd. Hún sá um bókhald félagsins síð- ustu ár af mikilli trúmennsku, lærði tölvubókhald og vann við það í sjálf- boðavinnu eins og öll önnur störf sem hún vann fyrir félagið. Fyrir það viljum við þakka henni af heilum hug. Innihaldsríku og annasömu lífi er lokið. En við sem trúum því að við förum á æðri svið eftir þetta líf, vilj- um trúa því að hún hafi verið kölluð til annarra hjálpar- og líknarstarfa. Við kveðjum Magneu með ein- kunnarorðum Hvítabandsins: Fyrir Guð – heimilið – þjóðina. Blessuð sé minning hennar. Við sendum eiginmanni hennar og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Erla Jónsdóttir, formaður. Starfsfélögum Magneu Tómas- dóttur hjá Og Vodafone var brugðið þegar tilkynnt var um ótímabært andlát hennar í upphafi síðustu vinnuviku. Magnea var ein þriggja dugnaðarkvenna er sinna mötuneyti félagsins og hafði hún starfað óslitið hjá félaginu í fimm ár þegar hún lést, eða frá upphafi árs 2000. Í desember síðastliðnum fór hún í aðgerð á auga vegna afleiðinga syk- ursýki og gerði ráð fyrir að mæta aftur til vinnu í upphafi nýs árs. Af því varð þó ekki þar sem hún þurfti óvænt að undirgangast tvær augn- aðgerðir í janúar og lést í kjölfar seinni aðgerðarinnar. Áður en Magnea kom til starfa hjá Og Vodafone var hún um langt skeið sjálfstætt starfandi. Hún rak lengi vel söluturn í vesturbæ Reykjavíkur og síðar kaffistofu í Síðumúlanum með fram því sem hún annaðist heimili og uppeldi tveggja sona í tíð- um fjarvistum eiginmannsins, sem var sjómaður til margra ára. Með þessa reynslu í farteskinu kunni hún að standa fyrir sínu. Hún veitti birgjum sem mötuneyti félagsins skipti við aðhald og hikaði ekki við að láta birgjana vita teldi hún þá ekki standa sig sem skyldi. Hún bjó yfir ríkri réttlætiskennd og var ófeimin við að hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Magnea undi því vel að vera orðin launþegi og laus undan áhyggjum og amstri sem oft fylgir því að standa í eigin rekstri. Hún sat þó ekki iðju- laus utan vinnutíma því að afloknum vinnudegi tóku félagsmálin við. Hún var gallharður stuðningsmaður KR og virkur þátttakandi í félagsskap KR-kvenna. Það vissu ef til vill færri að Magnea sat í stjórn Hvítabands- ins um skeið og starfaði með Mæðra- styrksnefnd. Magnea var vön því að hafa mikið fyrir stafni og ef um hægðist á einum vettvangi var aukið við annars staðar. Hjá Og Vodafone gekk Magnea til starfa sinna af miklum dugnaði. Hún kunni vel til verka í eldhúsinu en sætti sig ekki við kyrrstöðu. Hún vildi stöðugt bæta sig og hafði frum- kvæði að því að auka við þekkingu sína með því að sækja tölvunámskeið og ýmis námskeið í matargerð. Lær- dómurinn var vel nýttur, starfsmenn nutu nýrra rétta og Magnea sá um að koma vikulegum matseðlum mötuneytisins á tölvutækt form. Tölvuþekkingin nýttist Magneu einnig til að fylgjast með því sem var að gerast innan félagsins. Þegar færi gafst frá amstrinu í eldhúsinu settist hún fyrir framan tölvuna, fór á Netið til að finna nýjar uppskriftir, skoðaði innra net fyrirtækisins og las tölvu- póstinn sinn. Þó Magnea væri ekki gömul var hún með eldri starfsmönnum Og Vodafone og brá lit á lífið á vinnu- staðnum með þroska sínum og reynslu. Hún sýndi félaginu hollustu með vel unnum verkum og talaði jafnan um vinnustað sinn af stolti og virðingu. Hún tók þátt í félagslífi starfsmanna, hvort heldur um var að ræða fínar árshátíðir eða óvissuferð- ir með tilheyrandi slarki og hafði ómælda ánægju af. Magnea hafði góða kímnigáfu og hafði gaman af því að ærslast þegar við átti. Á árleg- um þrifa-/búningadegi félagsins í fyrra naut hún þess að mæta til leiks íklædd KR-búningi með hvíta hár- kollu og andlitsmálningu. Í annríki vinnudagsins gafst því miður aldrei tími til að ræða æsku og mótunarár. Ég veit þó að Magnea var uppalin í Vesturbænum og leit ávallt á sig sem Vesturbæing. Það breyttist ekki þrátt fyrir langa bú- setu í Kópavogi. Samviskusemi var ríkur þáttur í hennar fari og í þau fáu skipti sem hún var frá vinnu vegna veikinda þótti henni það mjög miður. Hún var með sykursýki á háu stigi en sætti sig ekki við að sjúk- dómurinn stýrði lífi sínu og gaf því hvergi eftir. Sjúkdómurinn ágerðist hratt og undanfarna mánuði mætti hún stundum til vinnu sárlasin. Nú nýtur hennar ekki lengur við. Það er varla hægt að minnast á Magneu án þess að nefna Valdísi, samstarfskonu hennar hjá Og Voda- fone og félaga í KR-konum, í sömu andrá. Þær störfuðu hlið við hlið all- an starfsaldur Magneu hjá félaginu og er missir Valdísar mikill. Fyrir hönd samstarfsfélaga hjá Og Vodafone vil ég að leiðarlokum þakka Magneu fyrir samstarf og samveru. Ég sendi Rúnari eigin- manni hennar og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magneu Tómasdóttur. Ragnhildur Ragnarsdóttir. Ég kynntist Magneu fyrst árið 1997, þegar ég byrjaði að vinna hjá henni í Smábitanum. Þrátt fyrir ald- ursmuninn varð strax mikill vin- skapur með okkur og tíminn sem ég vann hjá henni var mjög skemmti- legur, enda var hægt að segja Magn- eu allt. Umræðuefnin voru allt milli himins og jarðar og iðulega átti Magnea góð ráð í pokahorninu, þó að við værum kannski ekki alltaf sam- mála. Stundum varð okkur líka sundurorða en það leystist sem bet- ur fer alltaf strax, enda fljótt úr okk- ur báðum. Hún var alltaf góð við Viktoríu dóttur mína, sparaði hvorki afmælis- né jólagjafir, enda dýrkaði Viktoría hana. Það kom líka fyrir að skroppið var upp að Húsafelli, þar sem þau Rúnar áttu bústað. Það voru skemmtilegar ferðir, mikið spilað og spjallað. Einu sinni bauð Magnea mér í minnis- stæða ferð til London. Það var ein- staklega ánægjulegt ferðalag og við skemmtum okkur konunglega sam- an. Þó að það séu liðin næstum sex ár síðan ég hætti að vinna hjá Magneu héldum við alltaf góðu sambandi og hún var dugleg að heimsækja mig. Hún var dugleg að kippa mér með á KR-leiki, sama hvort það var fótbolti eða körfubolti, enda var hún mikill KR-ingur. Þegar ég kynntist mann- inum mínum þótti henni ekki verra að hann skyldi halda með KR og hringdi iðulega til að spyrja hvort við ætluðum ekki á leikinn. „Þú veist hvar ég verð,“ sagði hún, enda sat hún alltaf á sama stað á KR-vell- inum. Þóri fannst gaman að ræða við hana um boltann en þau voru ekki beinlínis samherjar í enska boltan- um svo stundum urðu umræðurnar býsna fjörugar! Mér brá í brún þegar hringt var í mig og mér sagt að Magnea væri dáin. Það var erfitt að trúa því, en því miður staðfesti Hrefna það þegar ég hringdi í hana. Mér fannst þetta ekki síður átakanlegt af því að Hrefna og Tómas sonur Magneu eru nýbúin að eignast dóttur. Lísa Margrét dóttir Rúnars sonar hennar var í miklu uppáhaldi og ekki að efa að litla prinsessan hefði orðið það líka og þá ekki síður barnið sem Rúnar og Guðrún eiga von á núna í febrúar. Kæri Rúnar, Rúnar yngri, Guð- rún, Tómas, Hrefna og barnabörn. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Ég veit hvað missir ykkar er mikill. Rakel Elín Garðarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.