Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 39 TÍU íslensk ungmenni tóku þátt í Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fór um síðustu helgi í Ósló í Noregi. Keppt var í fimm aldurs- flokkum eins og hefð er til. Í elsta flokknum sem er fyrir 18–20 ára bar Dagur Arngrímsson (2304) örugg- lega sigur úr býtum með 5½ vinning af 6 mögulegum. Alls voru tólf þátt- takendur í flokknum en hinn ís- lenski keppandinn Björn Ívar Karlsson (2224) lauk keppni í 7.–11. sæti með 2½ vinning. Sænski skák- maðurinn Victor Nithander (2229) lenti í öðru sæti með 4½ vinning. Dagur sneri laglega á þann sænska í innbyrðis viðureign þeirra: (Sjá stöðumynd 1) Eftir að hafa lent í einhverjum erfiðleikum í byrjuninni hafði Degi tekist u.þ.b. að jafna taflið en með síðasta leik hvíts, 28. Hd3-f3? fékk svartur tækifæri til að snúa taflinu sér í vil. 28... Bxh3! 29. Dc4? Eftir þetta verður vinningurinn svörtum mun auðveldari. 29. Hd3 hefði verið mun gáfulegra og ekki óhugsandi að hvítur hafi einhverja von um að verða sér úti um mótspil. 29...Bg4! 30. Hxf6 Dxc4 31. bxc4 Kg7 32. Hxg6+ Það eru ill örlög að tapa skipta- mun en að öðrum kosti léki svartur Hd8-d2 og hvítur yrði manni undir. 32...hxg6 33. Ba4 He7 34. Kg2 Hd2 35. Hb1 Be3 36. Rh3 Bxh3+ 37. Kxh3 Hxf2 Hvítur er ekki á þeim buxunum að gefast upp svo að eina leiðin er að máta hann! 38. a3 f5 39. exf5 gxf5 40. g4 Kf6 41. gxf5 Hh7+ 42. Kg4 Hg7+ 43. Kh3 Bf4 44. axb4 Hh2#. Tafl- mennska Dags á mótinu var frísk- lega og var auðsætt að hann bar nokkuð höfuð og herðar yfir and- stæðinga sína. Þetta var eini meist- aratitill Íslendinga á mótinu en Guðmundur Kjartansson (2199) í næstelsta flokknum, 16–17 ára, lenti í öðru sæti með 4½ vinning. Hinn ís- lenski keppandinn Ágúst Bragi Björnsson (1790) fékk þrjá vinninga og lenti í 5.–8. sæti en Finninn Teemu Pudas (2065) vann mótið með 5 vinninga. Gengi íslensku keppendanna í flokki 14–15 ára var ekki eins og best hefði verið á kosið. Daði Ómarsson (1570) fékk 1½ vinning og lenti í ellefta sæti en Gylfi Davíðsson (1560) fékk hálfan vinning og lenti í tólfta og neðsta sæti. Norski skákmaðurinn Jon Ludvig Hammer (2273) vann flokk- inn af öryggi með 5½ vinning. Svan- berg Már Pálsson (1550) lenti í 5. sæti með 3½ vinning í flokki 12–13 ára en Hjörvar Steinn Grétarsson (1585) endaði keppni í 6.–7. sæti með 3 vinninga. Svíinn Alfred Krzymowski (1967) varð hlutskarp- astur í flokknum með 5 vinninga. Í yngsta flokknum sem er fyrir ellefu ára og yngri lenti Einar Ólafsson í öðru sæti með 4 vinninga. Dagur Andri Friðgeirsson kom í humátt á eftir með 3½ vinning og lenti í 5.–6. sæti. Efstur í flokknum varð And- ers Thingstad frá Noregi með 4½ vinning. Þegar litið var til þess hversu marga vinninga keppendur hverrar þjóðar fékk varð niðurstað- an þessi: 1. Noregur 34 vinninga 2. Svíþjóð 33 vinninga 3.–4. Danmörk og Ísland 32 vinninga 5. Finnland 30 vinninga 6. Færeyjar 20 vinninga Norðmenn eignuðust tvo Norður- landameistara en Íslendingar, Finnar og Svíar einn hver þjóð. Ár- angur íslensku keppendanna var vel viðunandi og ávallt ánægjulegt þeg- ar Norðurlandameistaratitli er landað til sögueyjunnar góðu. Hannes lenti í 7.–36. sæti í Cappelle la Grande Þegar síðast var skilið við Hannes Hlífar Stefánsson (2561) á skákmóti í Cappelle la Grande í Frakklandi hafði hann 5½ vinning af sjö mögu- legum. Í lokaumferðunum tveim mætti hann enskum skákmönnum, í þeirri áttundu gerði hann jafntefli við stórmeistarann Mark Hebden (2521) og í þeirri níundu gerði hann jafntefli við Simon Williams (2487). Þessi úrslit þýddu að hann lauk keppni með 6½ vinning og lenti í 7.– 36. sæti af 600 keppendum. Við nán- ari stigaútreikninga var talið að frammistaða hans hafi samsvarað 2603 elóskákstigum og að hann hefði verið fimmtándi í röðinni á mótinu en fyrirfram mátti búast við að hann væri tuttugasti sterkasti skákmaðurinn. Frammistaðan hef- ur í för með sér að hann hækkar að- eins á stigum en svo virðist sem tafl- mennska hans hafi verið vönduð sé mið tekið af eftirfarandi skák: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson (2561) Svart: Peter Velikov (2430) 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Rf6 7. f4 d6 8. Df3 Rbd7 9. g4 Rc5 10. g5 Rfd7 11. Bd2 b5 12. b4 Rxd3+ 13. cxd3 Bb7 Þegar Zigurds Lanka kom hing- að til lands í september 2002 og hélt fyrirlestraröð um Sikileyjarvörn kom þessi staða til skoðunar. Nem- andi hans, Viktor Bologan, tefldi með hvítu fallega skák árið 1994 gegn austurrískum alþjóðlegum meistara, Nikolas Stanec en sá lék 13... Rb6 í stöðunni. Búlgarski stór- meistarinn afræður að koma biskup sínum strax fyrir á löngu skáklín- unni en kemur ekki að tómum kof- unum hjá Hannesi. (Sjá stöðumynd 2) 14. O-O g6 15. Hac1 Dd8 Staðan ber með sér að svartur er á eftir í liðskipan en hefur þó bisk- upaparið og tiltölulega heilbrigða peðastöðu. Hvítur hefur það tromp í hendi að reiturinn á c6 sé illa varinn og að c-línan er undir hans yfirráð- um. Hann afræður því að hefja sókn áður en svartur fær tóm til að þróa menn sína. 16. Rd5! exd5 17. exd5 Bg7 17... Hc8 kom einnig til álita en eftir 18. Rc6 Bxc6 19. dxc6 Rb8 20. Hfe1+ Be7 21. Bc3 lítur hvíta stað- an vel út. 18. Hfe1+ Re5?! 18... Kf8 hefði verið nærtækara þó að færi hvíts fyrir manninn séu mikil eftir t.d. 19. Rc6 Dc7 20. Ra5 Db6+ 21. Kf1. Engu að síður hefði verið mun hagnýtara að þiggja manninn þar sem í framhaldinu fær hvítur töluvert betra tafl án þess að þurfa að taka mikla áhættu. 19. fxe5 dxe5 20. Rc6 Bxc6 21. Hxc6 O-O 22. Hec1 f5 (Sjá stöðumynd 3) Til þess að viðhalda frumkvæðinu þarf hvítur að tefla af nákvæmni. Hannesi tekst það með þeim hætti sem einkennir stíl hans, einfaldleika og rökvísi. 23. Hc7! He8 24. H1c6 e4 25. dxe4 Hxe4 26. d6! Be5 27. Dh3 h5 28. Db3+ Kh8 29. Dd5! Dg8 30. Hf7 Hd8 31. Hcc7 Bg7 31... Hxd6 gekk ekki upp vegna 32. Hh7+! Dxh7 33. Hc8+ Kg7 34. Db7+ og hvítur mátar. 32. Db7 De8 (Sjá stöðumynd 4) Það er óvenjulegt að sjá þreföld- un á sjöundu reitaröðinni en hvítur lætur hana af hendi svo að svartur nái ekki spili og þráskák meðfram e-línunni. 33. Hfe7! Hxe7 34. Hxe7 Dg8 35. Dc7 Bd4+ 36. Kf1 Hf8 37. d7 Dd5 38. Ke2 Ba1 39. He8 Dg2+ 40. Kd1 og svartur gafst upp enda leiða frekari skákir hans með drottning- unni til einskis. Þessi skák sýnir hversu vel Hannes getur telft og af- bragðs skilning hans á skáklistinni. Kollegi hans, Þröstur Þórhallsson (2455), lauk keppni með 6 vinninga og lenti í 59. sæti. Fyrirfram mátti búast við að hann lenti í 68. sæti en frammistaða hans samsvaraði 2442 stigum. Félagi Þrastar, Magnús Kristinsson (1430) fékk 3½ vinning og lenti í 491. sæti. Stefán endaði í 4. sæti. Stefán Kristjánsson lauk keppni í fyrsta laugardagsmótinu í Búda- pest með 7 vinninga af 12 mögu- legum. Hann lenti í 4. sæti en ung- versku skákmennirnir Tibor Fogarasi (2442) og Viktor Erdos (2453) urðu efstir og jafnir með 8 vinninga af 12 mögulegum. Árangur Stefáns samsvarar 2467 stigum og hækkar hann um 8 stig. Dagur Norðurlandameistari SKÁK Ósló 18.–20. febrúar 2005 NORÐURLANDAMEISTARAMÓT Í SKÓLASKÁK HELGI ÁSS GRÉTARSSON Stöðumynd 1 – Nithander – Dagur. Stöðumynd 2 – Hannes – Velikov. Stöðumynd 3 – Hannes – Velikov. Stöðumynd 4 – Hannes – Velikov. daggi@internet.is Dagur Arngrímsson Hannes Hlífar Stefánsson BRIDSHÁTÍÐ lauk sl. mánu- dagskvöld með glæsilegum sigri sveitar Garða og véla ehf. Sveitin hafði þá leitt mótið lengi og þar sem spilað var með Monrad-fyrirkomu- lagi spilaði sveitin ætíð við efstu sveitirnar. Sveitarforinginn, Símon Símonarson, er reyndar enginn ný- græðingur í brids. Hann spilaði í ára- raðir í landsliðinu lengst af með Jóni Ásbjörnssyni og enn í dag er kennd við þá félaga sagnvenja svokölluð Tarta en hérlendis alltaf nefnd Jón og Símon. Í sigursveitinni spiluðu auk Sím- onar þeir Rúnar Magnússon, Frið- jón Þórhallsson, Sigfús Örn Árnason og Stefán Guðjohnsen, margfaldur Íslandsmeistari, sem spilaði tvo fyrstu leikina en hefur að mestu hætt keppni á stærri mótum. Í öðru og þriðja sæti urðu banda- rískar sveitir en þar spiluðu nokkrir heimsþekktir spilarar og atvinnu- menn í brids. Þá ber að geta árang- urs sveitar Málningar sem endaði í fimmta sæti og skorti aðeins 3 stig í þriðja sætið en lokastaðan varð ann- ars þessi: Garðar og vélar 198 Sveit Simon Gillis 192 Sveit Steve Garner 178 Sveit Ralph Katz 176 Málning hf. 175 Skeljungur 173 Sparisjóður Siglufjarðar 172 Eins og áður sagði voru margir heimsþekktir spilarar meðal þátt- takenda. Þar á meðal Bretinn Tony Forrester sem hefir komið nokkrum sinnum á hátíðina sem nú var haldin í 24. sinn. Var hreint ótrúlegt að sjá þennan þekkta spilara spila á einu af neðstu borðunum í lokaumferðun- um. Í tvímenningnum sem lauk á laug- ardagskvöld röðuðu útlendingarnir sér fljótlega í efstu sætin og gáfu þau ekkert eftir þar til yfir lauk. Aðeins þrjú íslensk pör komust í tíu efstu sætin en þar spiluðu Sævar Þor- björnsson og Karl Sigurhjartarson best okkar manna og enduðu í þriðja sæti skammt frá pörunum sem náðu toppsætunum. Sigurvegarar urðu Daninn Lars Blakset og Svíinn Pet- er Fredin, skemmtilegir spilarar en Lars var að koma í ellefta sinn á Bridshátíð og farinn að þekkja sagnstíl landans nokkuð vel. Lokastaða efstu paranna í tví- menningnum: Lars Blakset – Peter Fredin 892 Olav Ellestad – Björnar Halderaker 854 Sævar Þorbjörnss. – Karl Sigurhj. 827 Rune Hauge – Tor Hellnes 687 Steve Garner – Howard Weinstein 637 Fred Moen – Ingvar Erga 550 Erik Saalesminde – Jan Petter Svends. 510 Geoff Hampson – Curtis Cheek 510 Páll Þórsson – Kjartan Ásmundsson 493 Hrólfur Hjaltason – Ásgeir Ásbjörnss. 479 Þá voru veitt verðlaun heldri spil- ara og þau fengu þekktir Bretar, Silverstone og Dixon. Hæsta kvennaparið var íslenskt þær Hrafn- hildur Skúladóttir og Soffía Daníels- dóttir og efsta parið sem karl og kona skipuðu var Sigurður Sverris- son og Hjördís Eyþórsdóttir ættuð úr Sandgerði en hefir búið í Banda- ríkjunum í fjölda ára og er atvinnu- maður í brids. Í lokin er vert að skoða spil úr 9. umferð sveitakeppninnar og fylgjast með sigurvegurunum í tvímenningn- um þeim Lars og Peter. Sagt er að Peter Fredin leggi alltaf mikið á stöðuna og hér má sjá stíl þeirra. Áttum er snúið til hagræðingar og nokkuð frjálslega farið með smáspil- in sem engu skipta. Norður ♠G104 ♥Á54 ♦6 ♣ÁK9765 Suður ♠Á98652 ♥54 ♦ÁG83 ♣D Suður hóf sagnir á tveimur spöðum sem lofaði sexlit og 10–13 punktum. Norður sagði 4 tígla og sýndi stuttlit í tígli og spaðastuðning. Fredin í suð- ur spurði þá um ása með 4 gröndum og sagði 6 spaða þegar Blakset sagð- ist eiga tvo. Útspil andstöðunnar var hjarta og nú fengu spilararnir fimm mínútna hvíld sem Peter Fredin sagnhafi gaf þeim vegna íhugunar. Ljóst er að laufaliturinn verður að liggja 3-3 hjá andstöðunni og Peter var fljótur að spila eftir hugsunina. Hann drap út- spilið með ás, spilaði laufi á drottn- ingu, tók tígulás, trompaði tígul, tók laufkóng og henti hjarta heima, trompaði hjarta, trompaði tígul í borði og tók laufaás og henti síðasta tíglinum. Nú átti sagnhafi Á9865 í spaða eftir á hendi og spilaði spaða- gosanum úr borði. Austur setti lítið og Fredin stakk upp ás. Þar með tapaði hann spilinu þar sem hjónin í spaða voru þriðju fyrir framan ásinn. Góð hugsun en bæði gat annað mannspilið verið blankt eða liturinn 2-2 hjá andstöðunni. Keppnisstjórar í mótinu voru Björgvin Már Kristinsson og Aron Þorfinnsson. Mótsstjóri var Elín Bjarnadóttir. Kristján B. Snorrason, forseti Bridssambandsins, afhenti verðlaun í mótslok ásamt hótelstjór- anum á Loftleiðum frú Hildi Ómars- dóttur. Íslenskur sigur í sveitakeppni á Bridshátíð Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sveit Garða og véla sigraði í sveitakeppninni á 24. Bridshátíð sem lauk nýliðinn mánudag. Frá vinstri: Rúnar Magnússon, Sigfús Örn Árnason, Símon Símonarson og Friðjón Þórhallsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.