Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 31
vert væri. Enn vofir ljárinn yfir mörgum starfsmönnum, með beinum sem óbeinum hótunum um upp- sagnir, og veit enginn hvar borið verður niður næst, þegar sá heggur, sem hlífa skyldi. Vinnuandi innan safnsins markast nú mjög af þeim óhug, sem þar ríkir meðal margra starfsmanna, og hlýtur það að vera til mikils baga. Enn sem fyrr er skorað á starfsmenn að hrista af sér drungann og segja hug sinn á opinberum vett- vangi, með rökstuddum dæmum um það, sem helst hefur miður farið; af nógu er að taka. Óvíst er, hvort stjórn safnsins hef- ur fjallað um margt það, sem betur mætti fara innan veggja stofnunar- innar. Ókunnugleiki á vandamál- unum mun þar væntanlega hamla sem og eðli sumra málanna, sem eru sérlega viðkvæm. Má þar sem lítið en alkunnugt dæmi nefna bráðræðislega uppsögn tiltekins starfsmanns, sem við nánari athugun reyndist vera of tengdur stjórnarmanni til þess að staðið yrði við uppsögnina af hálfu safnsins, sem var því dregin til baka eftir hæfilegar viðræður. Á það skal þó minnt, að stjórn safnsins kann, eft- ir atvikum, að bera sömu ábyrgð á því, sem miður fer, og fastráðnir yf- irstjórnendur þess. Má Háskóli Ís- lands, sem á tvo menn í stjórninni, síst af öllu kikna undan eftirlitsskyldu sinni í þessu efni. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 31 UMRÆÐAN GEPLÆKNAFÉLAG Íslands heldur vísindaþing á Akureyri helgina 25.–27. febrúar nk. Birtar verða niðurstöður vísindarann- sókna íslenskra geðlækna í fjöl- breyttri dagskrá þingsins og með- al annars fjallað um innlendar rannsóknir á erfða- fræði geðklofa, not- endakannanir á þjón- ustu við geðsjúka á geðdeildum auk þess sem niðurstöður fjölda annarra rann- sókna verða ræddar. Talsverð umræða hefur undanfarið verið í fjölmiðlum um skipulag geðheilbrigð- ismála og að þörf sé á breyttum áherslum með virkri þátttöku sjúklinga í meðferð og jafnvel lokun geð- deilda. Kveikjan að þessari um- ræðu var ráðherraráðstefna í Finnlandi þar sem heilbrigð- isráðherrar í Evrópu funduðu og lögðu áherslu á sjálfseflingu sjúk- linga (empowerment) og þjónustu við sjúklinga utan stofnana. Þessi umræða er ekki ný af nálinni og er gleðilegt að öflug hagsmuna- samtök sjúklinga skuli hafa náð fótfestu hér á landi. Umræðan um hlutverk og ábyrgð geðlækna hef- ur þó verið á misskilningi byggð. Elín Ebba Ásmundsdóttir, for- stöðuiðjuþjálfi á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, (LSH) skrifar í Mbl. 16.2.05 : „Sérfræðingar í geð- sjúkdómaflokkunarkerfinu hafa völdin, ákveða hvar þörfin sé, styrkleikann og hvaða úrlausnir skuli velja.“ Í sama blaði tekur Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar undir og vill að öllum geðdeildum á Íslandi verði lokað, nema kannski bráðamóttöku, enda líði þar öllum illa og meðferðin snúist aðallega í kringum lækna og lyfjagjafir sem oft séu ónauð- synlegar. Má af þessum ummæl- um helst ráða að geðlæknar beri ábyrgð á skipulagi geðheilbrigð- isþjónustu og beri ekki hag sjúk- linga fyrir brjósti. Ekkert er þó fjær lagi, geðlæknar leggja sig fram um að veita góða meðferð og vilja ekkert frekar en að geðsjúkir haldi sinni reisn og séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Á geðsviði LSH hafa orðið mikl- ar breytingar á sl. 5–10 árum. Uppbygging hefur verið á Barna- og unglingageðdeild og breyttar áherslur í áfengis- og vímuefna- meðferð. Hins vegar hafa á síð- ustu 7 árum verið lögð niður um 100 legupláss, bæði bráðapláss og endurhæfingar/vistunarpláss án samráðs við geðlækna og án þess að viðeigandi úrræði hafi tekið við. Má því segja að gríðarleg „af- stofnanasering“ hafi átt sér stað hér á sl. árum og LSH lagt of- uráherslu á skamm- tímameðferð og bráðaþjónustu á kostnað langtíma- meðferðar og end- urhæfingar. Eft- irmeðferð hefur í auknum mæli verið vísað til heilsugæslu- lækna og langir bið- listar eftir þjónustu hafa myndast á einkastofum geð- lækna. Fækkun legu- plássa hefur leitt til þess að mikið álag er nú á bráðadeildum og meðallegutími kominn niður í 12– 16 daga. Þetta þýðir í raun að margir sjúklingar útskrifast of snemma og þurfa oftar en ekki endurinnlögn að skömmum tíma liðnum. Endurhæfingardeildir eru tepptar af langveikum sjúklingum sem bíða eftir búsetu/vistunar úr- ræðum og biðlisti eftir endurhæf- ingu á geðdeildinni á Reykjalundi (sem tilheyrir ekki LSH) er rúm- lega ár. Geðsjúkdómar eru mjög stór flokkur sjúkdóma og fólk er mis- veikt. Fordómar eru í þjóðfélaginu gagnvart geðrænum veikindum og þung skref fyrir marga að leita sér aðstoðar. Þjónustustigin þurfa að vera mismunandi og fjölbreytt og mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni. Sem betur fer leggjast fæstir inn á geðdeild, en eftir bráðaveikindi þar sem ein- staklingur hefur þurft sjúkra- húsvist þarf að taka við skilvirk sérhæfð endurhæfing með mögu- leika á innlögn eftir eðli veikinda sjúklings. Ekki er raunhæft að leggja niður legudeildir á geðsviði með öfgakenndum aðgerðum, ekki frekar en hægt er að leggja niður hjartadeildina eða skurðdeildina. En breytinga er þörf og rétt að mörgu er ábótavant í þjónustu við geðsjúka og þörf á endurbótum. Geðlæknar sem vinna alla daga með sjúklinga eru fyrstir til að taka undir það. Sjúklingasamtök og aðstandendasamtök eru oft öfl- ugasti þrýstihópurinn til að ýta á stjórnvöld varðandi úrbætur og starfa þau yfirleitt í góðri sam- vinnu við sérfræðinga. Markmiðin eru þau sömu, að stuðla að því að sjúklingar fái bestu meðferð sem völ er á. Engin ástæða er hins vegar til þess að gera störf geð- lækna tortryggileg í augum al- mennings frekar en annarra lækna. Í þessu samhengi hefur það vakið furðu meðal félaga Geð- læknafélags Íslands að forysta Samfylkingarinnar hafi 19. feb. sl. haldið ráðstefnu um málefni geð- sjúkra án þátttöku geðlækna. Spurning er hvort þetta endur- spegli ríkjandi viðhorf Samfylk- ingarinnar gagnvart læknum og þá sérstaklega geðlæknum. Geðlæknar á Íslandi eru vel menntaðir og hafa flestir hlotið menntun sína á virtum háskóla- sjúkrahúsum í Evrópu eða Banda- ríkjunum og þekkja vel hvernig skipulag geðheilbrigðisþjónustu er háttað á bestu stöðum í heiminum. Sú þekking hefur því miður nýst takmarkað hér á landi. Vegna þunglamalegs stjórnskipulags sjúkrastofnana eins og Landspít- ala – háskólasjúkrahúss hafa geð- læknar, sem bera faglega ábyrgð á meðferð sinna sjúklinga, ekki haft að sama skapi stjórnunarlega ábyrgð. Sem formaður Geðlækna- félags Íslands legg ég til að áhrif geðlækna á stefnumótun í geðheil- brigðismálum og læknisþjónustu við geðsjúka verði aukin og for- ystuhlutverk geðlækna í góðri samvinnu við geðsjúka og aðstand- endur þeirra verði undirstrikað. Með þessu móti tel ég að hags- munum geðsjúkra verði best borg- ið en geðlæknar munu, eins og þeir hafa hingað til gert, setja hagsmuni sjúklinga í fyrsta sæti. Um geðheilbrigðismál Guðlaug Þorsteinsdóttir fjallar um vísindaþing á Akureyri ’Hins vegar hafa á síð-ustu 7 árum verið lögð niður um 100 legupláss, bæði bráðapláss og end- urhæfingar/vistunar- pláss án samráðs við geðlækna og án þess að viðeigandi úrræði hafi tekið við.‘ Guðlaug Þorsteinsdóttir Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ STANDA yfir viðræður skóla- yfirvalda Landakotsskóla og borg- arfulltrúa um aðgerðir vegna fjár- hagsvanda skólans. Af því sem ég hef heyrt og lesið virðist sem borg- arstjórn vilji taka yfir stjórn skólans og minnka þar með möguleika for- eldra sem vilja velja skóla fyrir börn sín um einn. Ég hef ekki heyrt sann- færandi rök fyrir því hvers vegna óæskilegt sé að til séu einkareknir skólar heldur þvert á móti; þar sem opinberlega reknir skólar og einka- reknir skólar eru til staðar hafa rann- sóknir sýnt að þar myndast jákvæð samkeppni og allir njóta. Landakots- skóli er elsti barnaskóli landsins og hefur verið skjól margra kynslóða. Skólinn hefur farið í öldudali en aldrei jafn krappan og nú Er þar um að kenna hve markvisst hefur verið dregið úr fjárframlögum til skólans og einnig annarra einka- rekinna skóla. Mér er spurn hvers vegna er mitt barn, sem er nemandi í Landakots- skóla, minna virði en barn sem er nemandi í samsvarandi stærð skóla á vegum borgarinnar? Borgarmeirihlutinn talar um að foreldrar hafi val um aðra skóla en hverfiskólana á vegum borgarinnar en svo er ekki í reynd. Skólarnir geta aðeins tekið við ákveðnum fjölda barna og ekki mikið svigrúm ef fleiri sækja um en tilheyra hverfinu. Mér er minnisstætt þegar ég starfaði sem leikskólastjóri þegar skólastjóri í ónefndum skóla hringdi í mig til að fá upplýsingar um nemanda hjá mér sem átti umsókn í grunnskólann. Svo vildi til að barnið var ljúfur og greind- ur nemandi en eftir samtalið varð mér hugsað til hvað ef barnið hefði átt í einhverjum vanda? Hefði því þá verið neitað um vistun? Í Landakoti eru alls konar börn sem eiga alls konar foreldra Ástæður fyrir því að foreldrar barnanna í Landakoti hafa valið þennan skóla framyfir sína hverf- isskóla eru jafnmargar og þeir eru margir. Við hjónin völdum þennan skóla vegna þess hversu lítill hann er, umhverfi notalegt og starfsfólk með eindæmum hlýlegt og metnaðarfullt. Við höfðum þetta val en hvað verð- ur í næstu framtíð? Er stefna meiri- hluta í stjórn Reykjavíkurborgar að Reykjavík verði eina höfuðborgin í vestrænu lýðveldisríki þar sem for- eldrar geta ekki leitað til einkarek- inna skóla kjósi þeir svo? Er það eitt- hvað til að hreykja sér af? Ég vona að ráðamenn sjái að sér og veiti Landakotsskóla þann fjárhags- lega styrk sem hann á svo sannarlega skilið. SIGRÍÐUR I. HJALTESTED, Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík. Landakotsskóli Frá Sigríði I. Hjaltested, sem á börn í Landakotsskóla NÚ ER upp risin hersing smekkvísra gáfumanna sem vilja friða hús og heimili okkar er búum við Laugaveg. Við íbúar hinna minnisverðu húsa fögnum vita- skuld áhuga annarra á húseignum okkar og lífshögum, en uggir að friðunin muni kosta okkur stórfé eða tekjutap vegna kvaða sem al- mannavaldið gæti á okkur lagt. Við ætlum ekki að leggjast gegn því að hús sé varðveitt af þeirri ástæðu til dæmis, að þar hafi uppáhaldsljóðskáld einhverra fagurkera komið og drukkið kaffi eða aðrar veigar. Á því höfum við ekki skoðun. En ef menn vilja varðveita byggingar þá geta varð- veislusinnar tæplega ætlast til að eigendur húseigna við Laugaveg borgi einir þann brúsa. Við leggjum því til að þær hús- eignir sem friða skal verði keypt- ar af hinu opinbera, borg eða ríki, á markaðsverði, annaðhvort með frjálsum samningum eða í eignar- námi. Að öðrum kosti verði eig- endum og íbúum við Laugaveg heimiluð gjaldtaka af vegfarend- um og húsaskoðunarfólki, eins og tíðkast á öðrum söfnum. Guðmundur Ólafsson Eigur annarra Höfundur er hagfræðingur og íbúi við Laugaveg. Langur laugardagur Það er enginn laugardagur eins og Langur laugardagur - látið lesendur Morgunblaðsins vita af því! Skilafrestur á pöntunum og efni er til kl. 16 þriðjudaginn 1. mars. Hafðu samband við okkur í síma 569 1111 Sími 569 1111 | Fax 569 1110 | augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.