Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigfús GuðniSumarliðason fæddist í Félagshúsi í Ólafsvík 6. nóvember 1925. Hann lést á St Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 12. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sumar- liði Sofanías Árna- son, f. á Brimisvöll- um í Fróðarhreppi 28. október 1891, d. 17. apríl 1930 og Petrína Guðríður Pétursdóttir, f. á Brimisvöllum í Fróðárhreppi 10. ágúst 1892, d. 9. nóvember 1987. Systkini Guðna eru: 1) Pétur Árni, f. 3.sept. 1917, d. 4. mars 1943, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, f. 16. ágúst 1917, d. 1. nóv. 1999. Börn þeirra eru Birna Guðríður, f. 1940, Anna Svandís, f. 1942 og Pétra Árný, f. 1943. 2) Sófanías Sigurbjörn, f. 28. nóvember 1918, d. 22.5. 1919. 3) Óskar, f. 25. júní 1920, d. 1. júní 1971, kvæntur Jó- hönnu Margréti Þorgeirsdóttur, f. 6. sept. 1926, börn þeirra eru Gunnhildur, f. 1950, Katrín, f. 1951, Pétur Árni, f. 1952, Þor- geir, f. 1955, Sumar- liði, f. 1955, Krist- berg, f. 1957, Hafsteinn, f. 1959 og Margrét Dröfn, f. 1963. 4) Aðalsteina, f. 22. feb. 1923, gift Þórði Þórðarsyni, f. 1. nóv. 1923, börn þeirra eru Egill, f. 1948, Þórður, f. 1950, stúlka, f. 23. feb.1952, d. 25. feb. 1952, Karítas Anna, f. 1956, Svanfríður, f. 1959 og Guðríður, f. 1963. 5) Sumarliði Guðbjartur, f. 30. júlí 1927, d. 17. feb. 1953.’ Guðni var ókvæntur og barn- laus. Hann ólst upp í Ólafsvík og stundaði sjómennsku alla sína starfsævi. Hann tók virkan þátt í hinum ýmsu félagsstörfum, var m.a. fyrsti formaður Sjómanna- dagsráðs Ólafsvíkur og sat í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur í mörg ár. Guðni var meðhjálpari við Ólafsvíkurkirkju í fjölda mörg ár. Guðni verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fengið hefur hvíldina elskulegur frændi okkar Guðni Sumarliðason. Svo var komið fyrir Guðna að dauð- inn var honum líknandi. Hann hræddist ekki dauðann, hann hafði sterka trú sem styrkti hann í þessu lífi. Trúum við því að hann sé kominn á þann stað þar sem eilíft ljós ríkir. Guðni var enginn venjulegur frændi, hann var stór hluti af okkar lífi.Hann var ókvæntur og barnlaus og bjó með ömmu Guðríði. Aðeins var eitt hús á milli okkar, því eðlilega mikill samgangur og margs að minn- ast. Í minningunni var alltaf gaman hjá Guðna, hann var alltaf svo hress og kátur við okkur krakkana og mjög stríðinn. Oft er hann kom yfir á kvöldin og mamma var að reyna að koma okkur krökkunum í svefn, sagðist hann skyldi vera fljótur að svæfa okkur. Þá byrjaði nú fjörið fyr- ir alvöru. Endaði þetta oftast þannig að við vorum búin að ærslast í rúm- inu og mjög vel vakandi! Var Guðni þá fljótur að láta sig hverfa áður en mamma gat þakkað honum fyrir „hjálpina“. Eru okkur minnisstæðir allir skeggkossarnir og nefkossarnir sem við fengum þegar Guðni kom af sjón- um. Kom hann þá við í forstofunni og fékk kaffisopa hjá mömmu. Var það fastur siður að hann tók okkur upp nuddaði skeggbroddunum við kinn- arnar á okkur svo við æptum og skríktum. Þetta endaði alltaf með mjúkum nefkossi. Í æskuminning- unni er sjómannadagurinn og allur undirbúningurinn fyrir hann stór. Þá var mikið að gera hjá Guðna og betra fyrir okkur að flækjast ekki fyrir, nema við gætum gert gagn. Heimili ömmu og Guðna var undirlagt vegna undirbúnings fyrir daginn og nýttust þá kraftar okkar helst við gerð sjó- mannadagsmerkjanna. Guðni var mikill matmaður enda kokkur til sjós í mörg ár og er okkur minnisstæðust rúgbrauðstertan hans sem alltaf var glæsilega skreytt með rjóma og Nóa- konfekti, ekkert til sparað. Árið 1992 veikist Guðni og missti heilsuna. Var það honum og okkur öllum mikið áfall. Við tóku erfið ár þar sem getu og styrk hans hrakaði mjög. Síðustu ár sín lá Guðni á St Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi, þar sem mjög vel var hugsað um hann og honum leið vel. Má segja að þar hafi Guðni eignast sína aðra fjölskyldu. Erum við fjölskyldan mjög þakk- lát starfsfólki spítalans, fyrir alla þá ást og umhyggju sem það sýndi Guðna. Megi minningin um góðan frænda lifa með okkur. Svanfríður Þórðardóttir, Guðríður Þórðardóttir. Hann Guðni frændi minn, sem kenndi mér að blóðga fisk, verður jarðsunginn í dag. Þótt hann ætti engin börn sjálfur, var hann föðurleg fyrirmynd og leiðbeinandi minn, eins og margra annarra ungra og upp- kominna, sem vorum honum sam- ferða til sjós og lands. Hann var hart mótaður af þeirri lífsbaráttu efnis og anda sem háð var í upphafi 20. aldar, og þeirri reynslu að sjá lífsstreng sinna nánustu slitinn æ ofaní æ, svo ekki dylst hver ræður. Afi minn og amma hófu búskap í Ólafsvík í skugga þeirra ægilegu sjó- slysa er áttu sér stað árin 1912, 1914 og 1918, er kostuðu 29 vaska sjó- menn lífið. Það tók byggðarlagið ára- tugi að rétta sig úr því broti, safna áræði og kröftum til athafna. Þegar Guðni var á 5. ári lést afi úr berklum heima í Félagshúsi. Á dánarbeðinum bað hann ömmu að fela sig guði, hann yrði þeirra styrkur. Sú ósk var leiðarljós hennar og barnanna alla tíð. Amma stóð ein eft- ir með börnin 5, við upphaf heims- kreppunnar miklu, í byggðarlagi sem enn var í sárum, og ekkert framund- an annað en að selja húsið, skipta upp heimilinu og senda börnin á sveit, til vandalausra. Það voru góðir menn sem björg- uðu fjölskyldunni, keyptu húsið og gáfu ömmu kost á að borga það til baka, þegar drengirnir hefðu aldur til að afla fjár. Þau áttu Katrínu langömmu og Svein Skúlason öðrum fremur að bakhjarli, þótt efnin væru lítil. Sveinn var aðgætinn hagleiksmaður og átti lítinn árabát sem oftast var nefndur „skektan hans Sveins“. Eins og eldri bræðurnir fór Guðni að róa sem drengur á skektunni með Sveini, langt innan við fermingu. Sveinn var einkar glöggur á mið og kenndi drengjunum að þekkja Víkina eins og lófa sína. Sveinn hafði fyrir þeim það áræði, útsjónarsemi og aðgætni sem Guðni nam, nýtti og miðlaði öðrum. Um lífs- dansinn mikla við hafölduna, sem bæði gefur og tekur, og átti eftir að slæma kaldri krumlu sinni í hann harðar og oftar en afborið verður. Guðni var kominn á unglingsár þegar byggðarlagið tók að rétta við eftir heimskreppuna með tilkomu frystihússins og dekkbátanna. Hann varð fyrir alvarlegu slysi 17 ára gamall um borð í dragnótarbát er olli höfuðáverkum, sem háðu honum mjög allan fyrri helming ævinnar. Og veturinn eftir slysið drukknaði Pétur bróðir hans með vélbátnum Ársæli sem fórst við Garðskaga. Pétur lét eftir sig barnshafandi eiginkonu og tvær kornungar dætur. Guðni hafði brennandi áhuga á öllu því sem til framfara horfði bæði í fé- lags- og atvinnulífi byggðarlagsins, hann gladdist innilega yfir hverju skrefi sem tókst að stíga fram á við og lagði þar oft drjúga hönd á plóg. Þar má nefna forystu hans í Sjó- mannadagsráði og ötula vinnu fyrir Sjómannadaginn í Ólafsvík í hart nær þrjá áratugi, starf að verkalýðs- málum, ungmennafélagsmálum og fleiru. Rétt rúmlega tvítugir keyptu þeir bræður Guðni og Sumarliði ásamt föðurbróður sínum, Lúðvík Krist- jánssyni, vélbátinn Haföldu frá Vest- mannaeyjum. Þeir voru fyrstir til að gera út á þorskanet í Breiðafirði, en útgerðin var erfið. Þeir urðu fyrir því áfalli að missa í sjóinn unglingspilt sem var með þeim og fá síðan lík hans í dragnótina um 2 mánuðum síðar. 17. febrúar 1953 tók Sumarliða út af Haföldu og hann drukknaði. Víglundur Jónsson keypti síðar bát- inn, sem fórst sama veturinn, þá var Þórður Halldórsson frá Dagverðará mjög hætt kominn. Næstu árin var Guðni stýrimaður á bátum, lengst á m/b Bjarna Ólafs- syni með bræðrunum Jónsteini og Leifi Halldórssonum. Sumarið 1962 var Guðni með m/b Bjarna Ólafsson á dragnót fyrir Halldór Jónsson, en allir stærri bátarnir voru fyrir norðan á síld. Hann var að fara í róður snemma morguns og gekk nið- ur Skálholtstúnið, en blautt var á. Það vildi svo illa til að hann missti fótanna og skall svo harkalega niður á herðarnar að hann hlaut veruleg bakmeiðsli af. Næsta árið var hann alveg frá vinnu og tekjulaus, en átti í meiðslunum mörg ár eftir það. Í þessum veikindum tók hann þá ákvörðun, að upp frá því mundi hann sinna kölluninni og þjóna guði og mönnum. Hann lagði skipsstjórn á hilluna, lærði af móður sinni og syst- ur að búa til mat og var eftir það kokkur á bátum, lengst af á m/b Matthildi með Kristmundi Halldórs- syni. Hann starfaði ötullega fyrir kirkjuna, að kristniboðsmálum og var óþreytandi stoð og stytta þeirra er leituðu til hans og hjálpar voru þurfi. Í ársbyrjun 1980 keypti hann trefjaplastskel að trillubát og fékk okkur bræðurna í félag með sér, þannig að Þórður vann að vélarnið- ursetningu og öllum frágangi, en Yoko kona mín safnaði fyrir vélinni og öðrum fylgihlutum. Þetta var mikill gleði- og upp- skerutími. Gamall draumur hans var nú að rætast, Guðni var nú að upp- skera að hluta það sem hann hafði sáð til, er hann lofaði okkur að vera með sér um borð í bátum og tók okk- ur með í róðra þegar við vorum drengir. Þórður var bæði laginn og natinn við að útbúa bátinn eins og Guðna best líkaði, enda varð þeim vel til vina, oft var glatt á hjalla í bíl- skúrnum og eldhúsinu hjá mömmu sem oft hellti aukalega uppá könn- una þennan vetur og vor. Atli Már systursonur minn var á 3. ári og öll- um stundum í kring um frændur sína í bílskúrnum hjá afa. Nú var eins og Guðni væri kominn í hlutverkið hans Sveins, hann sagði til og leiðbeindi, en naut starfskrafta þeirra yngri. Hann var sinn eigin húsbóndi og starfaði að því sem hann hafði mest yndi af. Atli Már á góðar minningar frá því er Guðni kenndi honum að meðhöndla bátinn og leyfði honum stundum að skreppa út fyrir bryggjuhausana á sumarkvöldum til að draga fisk. Það var honum mest gleði að kenna ungviðinu að bjarga sér, enda var hann óþreytandi að leiðbeina okkur og hvetja til að tak- ast á við verkin. Guðni naut þess í 12 ár að róa á Maríu hvert sumar. En sumarið 1992 fékk hann heilablóðfall úti á sjó og komst þó til hafnar Ólafsvík á óskilj- anlegan hátt. Þar lauk hans síðasta róðri og við tóku erfið ár hrakandi heilsu. Síðustu árin lá hann rúmfastur á St. Franciskus-spítalanum í Stykk- ishólmi, naut þar einstaklega góðrar aðhlynningar og vináttu starfsfólks- ins sem varð í raun hans nánasta fjöl- skylda. Orðin karlmenni og drenglyndi hafa fengið dýpri merkingu í hugum okkar við kynnin af honum, en ella hefði orðið. Hann var glaðsinna og hreinskiptinn, hann gladdist af ein- lægni yfir því sem fagurt var og gott, en allt í fari og háttsemi manna, sem var lífinu og lífgjafanum andstætt, var honum andstyggð. Systur mínar tvær fengu það hlut- skipti að vera við dánarbeð hans, finna styrk og frið þess sem ekkert brestur, er hann fól önd sína guði á hinstu stundu. Egill Þórðarson. Í dag kveðjum við frá Ólafsvíkur- kirkju mætan og virtan samborgara, Guðna Sumarliðason sjómann. Vegna heilsubrests mátti Guðni sæta því hlutskipti að vera án starfsgetu í um 13 ára tímabil eða frá því hann varð 66 ára að aldri, þar af hefur hann dvalist 8 ár á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þar sem hann lést hinn 12. febrúar sl. Þungbærastur var þar sá hlutinn sem málfötlun hans var því mestan hluta þessa tímabils hef- ur hann getað numið það sem við hann var sagt en nær ekkert getað tjáð sig. Þetta var þung raun fyrir mann sem mikið hafði komið við sögu hér og þekkti því vel til mála enda verið hér virkur í sjómennsku, fé- lags- og menningarmálum. Auk þessa hafði hann starfað að málum kirkju og kristni, m.a. verið með- hjálpari við í Ólafsvíkurkirkju í 22 ár, styrkti langtímum saman við margt starfið á kristilegum vettvangi, bæði hér heima og erlendis. Guðni giftist aldrei eða stofnaði til fjölskyldu. Hann bjó alla tíð með móður sinni meðan henni entist aldur og heilsa. Fjölskylda Guðna mátti mæta þeirri þungu raun að faðir þeirra systkina féll frá árið 1930 eftir langvarandi veikindi. Guðni var þá 5 ára og yngsti sonurinn aðeins 3ja ára. Móðirin axl- aði nú það hlutverk að hafa með höndum forsjá 5 barna sem hún og gerði alla tíð með miklum sóma. Við, börn og unglingar hér í þorp- inu, tókum fljótlega eftir sterkri samheldni og samstöðu fjölskyld- unnar í Félagshúsi á Snoppu; áber- andi var góð framkoma þeirra og hve vel þau undu hlutskipti sínu þótt ekki væri alltaf af miklu að taka. Þeim var mikill styrkur að því að í næsta húsi við þau bjó Katrín, amma þeirra og sambýlismaður hennar, fjölfróður, aldraður maður. Þau reyndust þeim mikil stoð og stytta. Sveinn Skúla- son, sambýlismaður Katrínar, gekk börnunum í afa stað. Uppfræddi hann bræðurna um allt er varðaði sjómennsku og grundvöll fiski- mennskunnar, miðlaði þeim þekk- ingu sem bræðurnir námu, þá ungir að árum. Á uppvaxtarárum okkar piltanna í þorpinu, utan venjulegrar skólagöngu þess tíma, var ekki ann- að frekast við að vera en fjaran, sjór- inn, gamla höfnin þá í byggingu og – að svo miklu leyti sem við vorum fær- ir um, skepnuhirðing. Á síðari hluta 4. áratugarins var forvitni okkar því að mestu leyti bundin við höfnina og fór þar nánast ekkert fram hjá okkur sem þar gerðist. Þilfarsbátar sem þá voru keyptir hingað voru í okkar huga stórviðburðir, ekki hvað síst eftir að hraðfrystihús tók til starfa og til varð heilsársvinnustaður, pening- ar fóru að streyma hér um og öll merki uppbyggingar voru fyrir hendi í þorpinu. Hér horfðu því tugir pilta aðeins í eina átt, að bátunum, fiskilín- um og dragnótarveiðum. Fimmti áratugurinn færði hingað til lands mikla spennu. Heimsstyrjöld var skollin á, mikil eftirspurn eftir fryst- um fiskafurðum, bátum fjölgaði hér, allsherjaruppbygging átti sér stað hér í Ólafsvík. Guðni haslaði sér fljót- lega völl á dragnótabátum en þar varð hann fyrir alvarlegu slysi við að festast í dragnótarspili báts sem hann var á, hlaut hann þar höfuð- meiðsli sem álitið var að hann kæm- ist yfir en hann var þá aðeins 17 ára gamall. Þegar frá leið varð reyndin nú önnur. Þrátt fyrir þetta stefndu þeir bræður fram á við og festu kaup á öflugum báti, „Haföldunni“ árið 1948. Hafaldan var hið traustasta skip. Guðni rak bátinn í um 5 ár en snemma á því tímabili hafði hann orðið fyrir því áfalli að missa Sum- arliða bróður sinn í hörmulegu slysi í línuóðri. Sumarliði var mikill efnivið- ur sem sjómaður og öllum mikill harmdauði. Þetta varð Guðna mikið áfall og jók á honum álagið því bát- urinn var að mörgu leyti erfiður hér í höfninni, sérstaklega vegna þess hversu djúpristur hann var. Guðni hafði um tíma haft mikinn áhuga á að prófa að veiða í þorskanet. Fordómar gagnvart hugmyndinni voru ríkjandi; það yrði erfitt sökum mis- dýpis og harðra strauma. Dr. Lúðvík Kristjánsson – en hann og Guðni voru bræðrasynir – hvatti frænda sinn og studdi í þessum efnum. Guðni hóf þessa tilraun í mars 1953; þorskanetin voru lögð í grunnan sjó á Skarðsvík. En þá skeði það óhapp sem batt enda á útgerðarsögu Guðna, – að bátur hans losnaði frá bryggju þegar mannskapurinn var í landi utan einn. Rak bátinn í suðaust- an hvassviðri upp á klappir norðan við höfnina. Tókst með naumindum að bjarga þeim manni sem þar var um borð en báturinn gjöreyðilagðist þarna á Norðurtanganum. Hin miklu tíðindi af tilraun Guðna voru hins vegar þau að þorskanetin hans á Skarðsvíkinni voru full af þorski. Varð það því öðrum hvatning að skipta nú yfir á net. Ýmsir erfiðleikar voru þó til staðar til að byrja með en Vélsmiðjan Sindri hér í Ólafsvík leysti þá með sóma með hönnun og smíði nýrra netadreka og nýrri gerð netaspilsskífa. Bylting hafði orðið í fiskveiðum á norðanverðu Snæfells- nesi og við Breiðafjörð, í kjölfarið hófst stöðug uppbygging á svæðinu, allt fram á þennan dag. Guðni hætti síðar útgerðarrekstri. Af ýmsum or- sökum hafði álagið orðið honum um megn auk einkenna afleiðinga höfuð- slyssins forðum sem gerðu vart við sig og fylgdu honum æ síðar. Því réð SIGFÚS GUÐNI SUMARLIÐASON Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.