Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 43 Flugöryggisfundur Fimmtud. 24. febrúar 2005, Hótel Loftleiðum kl. 20.00 Farið yfir flugatvik og flugóhöpp Þormóður Þormóðsson rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa. Kynning á hinu nýja flugfélagi Lands- flugi ehf. Tyrfingur Þorsteinsson flugrekstrarstjóri. Stuttmynd. Fis umhverfis Ísland 2004 eftir feðgana Arnar og Ágúst Guðmundsson. Kvikmynd um flug að vetrarlagi. Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðs. Kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar. Allt áhugafólk um flugmál velkomið FLUGMÁLAFÉLAG ÍSLANDS, Rannsóknarnefnd flugslysa, Öryggisnefnd FÍA, Flugbjörgunarsveitin, Flugmálastjórn Íslands, Félagslíf Landsst. 6005022419 VII Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Valborg Kristjánsdóttir og Örn Rúnarsson. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  1852248  9.III Fimmtudagur 24. febrúar. Gospel samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Samkoman verður í umsjón Gospelkórs Fíladelfíu. Vitnisburðir. Allir eru velkomnir. Mánudagur 28. febrúar. Fræðslukvöld í Þríbúðum, Hverf- isgötu 42, kl. 19:30. Gestur kvöldsins Mike Bradley. Allir eru velkomnir. www.samhjalp.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Stofnfundur DC-3 vinafélags Íslands Fimmtudaginn 3. mars nk. verður haldinn stofnfundur DC-3 vinafélags Íslands í Bíósal Hótels Loftleiða og hefst hann kl. 17.15. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Setning: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla undirbúningsnefndar. 3. Lög félagsins lögð fram til samþykktar, breytinga eða synjunar. 4. Kosning 7 manna stjórnar og 2 varamanna. 5. Kosning skoðunamanna reikninga og endur- skoðanda. 6. Ákvörðun um árgjald. 7. Ávarp frá Danske DC-3 vennerne. 8. Önnur mál. Eftir kaffiveitingar verður myndin á Grænum vængjum sýnd. Allt áhugafólk um verndun og viðhald okkar ástkæra DC-3, Páls Sveins- sonar, er boðið velkomnið. Undirbúningsnefndin. Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher- bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. ICELAND Express hefur gert styrktarsamning við Hjartaheill. Leggur Iceland Express samtök- unum til fjölda flugmiða á þessu ári. Flugmiðarnir verða samkvæmt samningnum nýttir á tvennan máta. Annars vegar verður fjöl- skyldum hjartveikra barna boðið til útlanda og hins vegar verður ákveðinn fjöldi miða nýttur til þátttöku í erlendu samstarfi. Hjartaheill hefur fram til þessa ekki tekið þátt í alþjóðlegu sam- starfi, þrátt fyrir að það sé mik- ilvægt fyrir samtökin. Neistinn, sú deild innan Hjarta- heillar sem annast málefni hjart- veikra barna og aðstandenda, á 10 ára afmæli á þessu ári og er þetta um leið vegleg afmælisgjöf frá Ice- land Express. Fjölskyldur sem fá þennan glaðning frá Iceland Ex- press verða látnar vita, þegar líður nær sumri. Fjölskyldurnar verða valdar með aðstoð félagsráðgjafa sem unnið hefur með Hjartaheill. Samningur sem þessi er Hjarta- heill ómetanlegur og styrkir allar helstu stoðir samtakanna, segir í fréttatilkynningu. Samningurinn undirritaður í húsnæði Iceland Express við Suðurlands- braut. Frá vinstri: Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheillar, og Birgir Jónsson, sölu- og markaðsstjóri Iceland Express. Iceland Express gengur til liðs við Hjartaheill VERZLUNARSKÓLI Íslands verður 100 ára á þessu ári og verður þess minnst með margvíslegum hætti allt árið. Föstudaginn 25. febrúar kl. 11 verður opnuð sýning í Kringlunni á myndum úr starfi skólans frá upphafi til þessa dags. Sýningin verður á spjöldum og í sérstökum margmiðlunarbúnaði. Myndir eru úr skólalífinu, af húsa- kynnum og annarri aðstöðu nem- enda og kennara, af starfsfólki í dagsins önn og nemendum við leik og störf. Auk þess er brugðið á leik með myndir af þjóðþekktu fólki og áhorfendum. Myndir úr sögu Verzlunarskólans Hátíð viðskipta- og hagfræðideildar HÍ UPPSKERUHÁTÍÐ viðskipta- og hagfræðideildar verður haldin föstu- daginn 25. febrúar á þriðju hæð í Odda, kl. 12.15. Gylfi Magnússon, forseti viðskipta- og hagfræðideildar, opnar hátíðina. Veitt verður viðurkenning fyrir hæstu meðaleinkunn að loknu prófi á fyrsta ári fyrir skólaárið 2003–2004. Það er Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar sem veitir verðlaun- in, en verðlaunaféð er 200.000 kr. Sú sem hlýtur verðlaunin að þessu sinni er Linda Garðardóttir, nemi í hag- fræðiskor. Meistararitgerðir sem fá ein- kunnina 9,0 og yfir eru verðlaunaðar ár hvert af deildinni. Hollvinafélag deildarinnar veitir til þess peninga- verðlaun að fjárhæð 250.000 kr. Árið 2004 hlutu 7 einstaklingar þessa ein- kunn. Verðlaunahafar meistararit- gerða eru: Arney Einarsdóttir, Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Áshildur Bragadóttir, Hallur Páll Jónsson, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, Sig- ríður Þrúður Stefánsdóttir og Sigrún Kjartansdóttir. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, veitir síðan verðlaun fyrir bestu við- skiptahugmyndirnar 2004. Fyrstu verðlaun fyrir útivistar- og ráðstefnu- áfanga „Riverhill Resort“ sem er ís- lenskur ævintýra- og ráðstefnudval- arstaður, hljóta Agnar Freyr Helgason, Guðrún Valdís Arnardótt- ir, Irene Fynn og Torfi G. Yngvason. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Ís- lands og ORF Líftækni hafa gert með sér samkomulag um samstarf á næstu árum. ORF Líftækni hefur frá upphafi starfað í umhverfi og húsakynnum Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins (RALA) og hefur náið samstarf skapast við rannsóknarstarfsemi stofnunarinnar sem hefur þjónað báðum aðilum vel. „Í kjölfar þess að RALA er nú orðin hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýjar víddir og mögu- leikar skapast í samstarfi skólans og ORF Líftækni. Á grundvelli þessara breytinga og farsæls sam- starfs hafa fyrirtækið og háskólinn orðið sammála um að efla þetta samstarf á næstu árum. Samkvæmt samkomulaginu munu aðilar auka gagnkvæm afnot af tækjabúnaði, þar sem það á við, auk þess eiga samráð um nýjan búnað sem þjónar eflingu rann- sókna. Sérfræðingar ORF Líftækni munu koma að kennslu og kynningu á líftækni í háskólanum auk þess sem stefnt er að því að nemendum gefist færi á að vinna rannsóknar- verkefni á starfsvettvangi fyrirtæk- isins,“ segir í fréttatilkynningu. Fremri röð f.v.: Áslaug Helgadóttir, Ágúst Sigurðsson, Júlíus B. Krist- insson og Einar Mäntylä. Aftari röð f.v.: Björn L. Örvar, Martin Wilhelm, Jón Ingi Benediktsson og Þorsteinn Tómasson. Í samstarfi á sviði líftækni Ráðgjöf um áhættu- hegðun við HIV-próf Á GÖNGUDEILD smitsjúk- dóma á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi (LSH) hefur verið ákveðið að bjóða þeim einstaklingum sem koma í HIV-próf viðtal við hjúkrun- arfræðing. Um er að ræða ráðgjöf um áhættuhegðun sem getur leitt til HIV- smits. Það er einstaklingnum sem óskar eftir HIV-prófi í sjálfs- vald sett hvort hann þiggur þessa ráðgjöf eða fer ein- göngu í blóðpróf. Allir starfs- menn göngudeildar smitsjúk- dóma eru bundnir þagn- arskyldu. Hjúkrunarfræðingur á göngudeild smitsjúkdóma er við mánudaga kl. 8–16, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 8–12. LEIÐRÉTT Massachusetts, ekki Manhattan Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá þætti íslensks vís- indamanns í Kaliforníu, Hannesar Högna Vilhjálmssonar, í þróun tölvuleiks fyrir Bandaríkjaher sem nýtast á til kennslu í grundvallarat- riðum í arabísku fyrir hermenn sem eru á leið til Íraks. Í fréttinni sagði að Hannes hefði búið í Boston og lok- ið þar doktorsgráðu við Manhattan Institute of Technology. Hið rétta er að sjálfsögðu að skólinn í Boston heitir Massachusetts Institute of Technology. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.