Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 10
10|Morgunblaðið Íslendingar til sjávar og sveita, fyrr og nú, fermast flestir. Langoftast er tekin mynd á þessum merkisdegi í lífi ferming- arbarnsins – ef barn skyldi kalla.  Hér gefur að líta fagran hóp ferming- arbarna sem öll eiga það sameiginlegt að vera orðin þjóðþekktir ein- staklingar.  Það er undir fermingarbörnum dagsins í dag komið að píra augun og geta sér til hver sé þar að fermast fyrir nokkr- um eða allnokkrum árum.  Gott getur verið að ímynda sér börnin með annan háralit, skegg, gleraugu eða jafnvel nokkur aukakíló til að sjá út hver sé þar á fermingarbrókunum.  Glöggskyggnustu fermingarbarnanna bíða glæsileg verðlaun. Skrifið nöfn einstaklinganna undir myndirnar og sendið okkur ásamt persónulegum upp- lýsingum fyrir sumardaginn fyrsta 21. apríl, því þá verður dregið úr réttum lausnum. Utanáskriftin er: Fermingargetraun Kringlunni 1 103 Reykjavík Hver er að fermast? Getraun fyrir glöggskyggn fermingarbörn með flottum verðlaunum Nafn: .................................................................................................................................. Fermingardagur og staður: ........................................................................................... Heimili: ............................................................................................................................. Staður: .............................................................................................................................. Sími: ................................................................................................................................... 1. VERÐLAUN: Kodak CX 7330 EasyShare stafræn myndavél frá Hans Petersen | Einfaldleikinn í fyrirrúmi, tekur vídeó með hljóði. Góður 1,6 skjár. Með CX 7330 færðu stórar og fal- legar myndir í allt að 28 x 35 cm. Notaðu 3x optískan aðdrátt og 3,3 x stafrænan aðdrátt til að draga myndefnið nær. 2. VERÐLAUN: Star Wars þríleikurinn á DVD frá Skífunni | Mátturinn er svo sannarlega til staðar í þessum DVD-pakka með fyrstu myndunum þremur. Glæsilegt fjögurra diska safn með köflum 4, 5 og 6 ásamt bónusdiski með rúmum fjórum klst. af aukaefni. 3. VERÐLAUN: Hugmyndir sem breyttu heiminum frá Eddu útgáfu | Hugmyndir manna um eilíft líf, heilagt stríð, brjálaða vísindamanninn og hjónaband byggt á ást eru meðal þeirra sem teknar eru til skoðunar í líflegum texta, skreyttum áhrifaríkum myndum. Fersk og sannfæranfi sýn á ýmsa grundvallarþætti mannlífsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.