Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 50
50|Morgunblaðið
Það verður varla fallegra en þegar Ragnhildur og María í
Blómahönnun, Listhúsinu í Laugardal, skreyta borð.
Hér gefa þær hugmyndir að tveimur fermingarborðum,
einu stelpulegu og bleiku með vörum úr versluninni Sipa,
Laugavegi 67. Hitt er lime-grænt fyrir strákana – eða jafn-
vel stelpurnar líka. Vörurnar eru úr versluninni Í húsinu,
Kringlunni.
„Við ákváðum að keyra á einföldum skreytingum, það er
mikil eftirspurn eftir þeim núna, en við útbúum skreytingar
allt eftir óskum hvers og eins varðandi liti, form og allt
annað,“ segir Ragnhildur. „Okkur finnst mjög gaman að fá
fermingarbörnin inn til okkar og vinna borðið út frá þeirra
hugmyndum og gera skemmtilega skreytingu sem höfðar
til þeirra – þetta er nú þeirra dagur.“
Á bleika borðið notuðum við hvít vaxbox sem við bæði
seljum og leigjum út, þau eru vatnsþétt og fallegt er að
setja blóm í þau eins og er á myndinni og hafa á miðju
borðsins, einnig er mjög fallegt að setja fermingarkertið of-
an í svona vaxbox og setja blómakrans í kring.
Við notuðum einnig ýmsa kristalsteina sem við seljum til
að punta miðjuna á borðinu, bæði glæra og í litum, pallíett-
ur á vír og bleikar fjaðrir til að ná fram fínleikanum, sem
er vafið utan um servíetturnar með hnífapörunum.
Hár vasi með Flamingó, stráum og gullfiskum, setur
skemmtilegan blæ á hátíðarborðið.
Á græna borðið notuðum við hvít vaxbox með lime-
grænum nellikum og fermingarkerti í miðjunni, hægt er að
hafa boxið eitt eða fleiri saman. Glitsteinar og lengjur með
grænum doppum mynda líka fallega tengingu við borðið.
Plexiglerið setur flottan, frísklegan blæ á borðið.
Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal leigir út alla vasa,
vaxbox, plexigler og reyndar gullfiskana líka – við bendum
fermingarbörnum og foreldrum á að líta til okkar niður í
Listhúsið í Laugardal eða skoða heimasíðuna okkar,
www.blomahonnun.is – sjón er sögu ríkari.
Flamingó
og fiskar
Morgunblaðið/Jim Smart