Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 8
Þorgerður Halldórsdóttir
og Marta Ólafsdóttir eru
nemendur í Árbæjar-
skóla. Einu sinni í viku
fara þær alla leið niður í
miðbæ í fermingarfræðslu
því þær ætla að fermast í
Kvennakirkjunni.
„Við fermumst allar sín í
hverju lagi.
Við fáum að ráða hvar og
hvenær við fermumst því
Kvennakirkjan er hluti af
þjóðkirkjunni,“ segja þær,
en enn ein stúlka fermist
með þeim. Áður hafa fimm
stúlkur fermst í Kvenna-
kirkjunni. „Fermingin er
mun persónulegri því maður
getur líka valið hvaða lög
eru flutt og sálm fyrir kór-
inn, og það er séra Auður
Eir sem fermir okkur,“ segir
Marta.
„Mér finnst það stórkost-
legt tækifæri að fá að ferm-
ast í Kvennakirkjunni,“
segir Þorgerður.
Þær segja að ferming-
arfræðslan sé mun frjálslyndari
en í öðrum kirkjum. Og að við
Auði Eir spjalli þær mikið um
sjálfar sig, hvernig þeim líði, líf
sitt og tilveru og hvaða álit þær
hafi á hlutunum. Þær taki virkan
þátt í fræðslunni í stað þess að
sitja bara og hlusta.
Þorgerður: Við tölum einnig um
hvernig okkur finnst Jesús hafa
hjálpað okkur með lífi sínu, viðhorfi
og störfum.
Marta: Við tölum mikið um kon-
urnar sem fylgdu Jesú, því yfirleitt
er mest fjallað um lærisveinana.
Þetta voru Marta og María og fleiri
konur sem ekki eru nefndar á nafn í
Biblíunni því þær hafa ekki þótt
mjög mikilvægar. Við tölum um hvað
þær gerðu og af hverju svona lítið er
minnst á þær.
Þorgerður: En þær fylgdu líka
Jesú og hjálpuðu til með störfum
sínum.
Marta: Og voru jafnmikilvægar
lærisveinunum í augum Jesú og
Guðs. Og það eru ekki nema ein
eða tvær málsgreinar um þær í
Biblíunni.
Guð er þess vegna kynlaus
– Hvað er kvennakirkjan?
Marta: Hún er hreyfing innan kirkj-
unnar sem vill benda á konurnar í lífi
Jesú og á það að Guð sé ekki endilega
karlkyns. Því ef Guð er karl, þá þýðir
það að karlar séu skapaðir í Guðs
mynd. Að þeir séu nær guði en kon-
urnar og því mikilvægari.
– Segið þið að Guð sé kona?
Marta: Nei, en hún gæti alveg eins
verið það. Kannski eitthvað mitt á milli,
eiginlega bara kynlaus.
Þorgerður: Kvennakirkjan eflir
sjálfstraust okkar og hún segir að kon-
ur séu jafn merkilegar og karlar og eigi
jafnan rétt og þeir. Auður talar alltaf
um „þau“ í staðinn fyrir „þeir“. Eins og
„Sæl eru þau sem eru miskunnsöm.“
Marta: Og svo endurskrifaði hún einn
af Davíðssálmunum svo hann mætti
markmiðum allra.
– Hvers vegna völduð þið Kvenna-
kirkjuna?
Þorgerður: Ég fer oft með mömmu
minni í guðþjónustu Kvennakirkjunnar
og það er svo gaman. Þar er hlegið,
klappað og er allt öðruvísi en í öðrum
kirkjum. Allt er mun tilfinninganæm-
ara, skemmtilegra og söfnuðurinn tekur
fullan þátt í guðþjónustunni í Kvenna-
kirkjunni.
Marta: Systir mín fermdist í kvenna-
kirkjunni. Mér fannst það vera
skemmtilegt svo ég ákvað að prófa. Og
mér finnst það mjög gaman að fermast
hér og Auður gerir fermingarfræðsluna
svo skemmtilega.
Þorgerður: Já, þetta er mjög per-
sónulegt og við erum hluti af þessu. Og
Auður Eir útskýrir allt svo vel.
Aukið sjálfstraust og trú á Jesú
– Hvar fermist þið?
Þorgerður: Ég fermist 12. mars í
Langholtskirkju. Ég hef alltaf verið svo
hrifin af henni þótt hún sé ekki í mínu
hverfi. Hún er svo falleg.
Marta: Ég hugsa að ég fermist í Ár-
bæjarkirkju en veit ekki alveg hvaða
dag. En það verður þegar vinkonur
mínar eru ekki að fermast svo að ég
geti mætt í veislurnar þeirra og þær
komið í mína.
– Hvað er það mikilvægasta sem þið
hafið lært?
Þorgerður: Trú mín á Jesú Krist hef-
ur aukist því nú skil ég verkin og kenn-
ingar hans betur. Svona vil ég líka
nefna aukið sjálfstraust sem kvenmað-
ur.
Marta: Mér finnst mikilvægast að
Auður kennir okkur að trúa á Guð og
sjálfan sig. Að geta treyst sjálfum sér
og fylgt orðum Guðs án þess að það
þurfi neitt að fara út í öfgar.
– Langar ykkur að starfa með
Kvennakirkjunni eftir fermingu?
Þorgerður: Já, ég ætla að halda
áfram að mæta í messu og ég vona að
kvennakirkjan verði hluti af mínu lífi.
Marta: Ég veit það ekki. Mér finnst
mjög gaman hér, en við erum ekki mik-
ið kirkjufólk. Förum stundum með
bænir en förum ekki oft í messu. En ég
kýs þessa kirkju frekar en aðrar.
– Viljið þið benda stelpum á að ferm-
ast í Kvennakirkjunni?
Þorgerður: Mér finnst að allar stelp-
ur sem vilja vaxa og þroska trú sína
ættu að fermast hér. Manni líður svo
vel og finnst maður svo sterkur.
Marta: Svo er líka svo gaman.
www.kvennakirkjan.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Þorgerður og Marta læra um konurnar sem fylgdu Jesú.
Að trúa á Guð
og sjálfan sig
Myndir/Hrafnhildur Bernharðsdóttir
8|Morgunblaðið
Í fyrsta sinn hefur verið gefin út í einni bók eftirmynd af eina varðveita
eiginhandarriti Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum
ásamt prentuðum texta þeirra.
Einn mesti dýrgripur á íslenskri tungu í fallegri útgáfu
sem verður ævarandi eign þess er hýtur.
Bókin er í stóru broti, bundin í alskinn og hvergi sparað
til þess að innihaldið fái notið sín sem best.
Gjöf sem vex með fermingarbarninu.
Bókin fæst í Kirkjuhúsinu, Hallgrímskirkju,
og Landsbókasafni (í Þjóðarbókhlöðu).
Passíusálmarnir
- vönduð gjöf
Laugavegi 54,
sími 552 5201
FERMING
Í FLASH
Kjólar • Pils
Toppar • Jakkar
Ótrúlegt úrval
Guð er vinkona mín sem hefur
aldrei brugðist mér.
Hún gengur með mér niður
Laugaveginn og Lækjarbrekku
og sest á móti mér við gluggann.
Hún uppörvar mig
og ég fer að skilja ýmislegt
sem ég skildi ekki áður.
Hún er alltaf svona.
Þótt mér finnist allt vonlaust
segir hún að það sé alls ekki von-
laust.
Það er ólýsanlega gott
að sitja á móti henni,
ég er ekki lengur hrædd við fólk
sem ég óttaðist áður.
Ég fæ nýtt álit á sjálfri mér.
Já, ég verð viss um að lífið sé gott
og hún og ég verðum
alltaf vinkonur.
23. Davíðssálmur
Kvennakirkjan er hreyfing innan kirkjunnar sem vill
benda á konurnar í lífi Jesú og að Guð sé ekki endi-
lega karlkyns.