Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 18

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 18
18|Morgunblaðið Hugrún Árnadóttir, eigandi Skóverslunar- innar Kron á Laugavegi 48, tíndi saman fyrir okkur nokkur pör af skóm sem eru vinsælir hjá fermingarbörnum. „Þetta eru skór á fermingarstelpur sem og alla aðra. Mér finnst þeir allir fallegir og ekk- ert paranna er með neinum svakahæl, það er svona svipuð hæð á þeim öllum,“ segir Hug- rún. „Annars er mjög misjafnt hvað stelp- urnar vilja. Sumar vilja vera í pæjudressi og þess vegna háum hælum við, en mér finnst sérstaklega áberandi í ár að fermingarstelpur vilji fallega flatbotna skó. Það er líka mikið um þannig skó, og með smáhæl. Fyrir tveimur ár- um voru ég, mamman og pabbinn að reyna að draga stelpurnar úr svakahælum. Nú eru þær mun meðvitaðri um að þær eru stelpur, þær vilja vera sætar og fínar og gera sér grein fyr- ir að það þarf ekki hæla til þess. Þessar ungu stelpur vita alveg hvað þær vilja og eru með skoðanir, það er mjög gaman.“ – Þetta eru mjög sumarlegir og sætir skór. „Já, skór kosta sitt, og allur fermingarpakk- inn, svo það er verið að hugsa um notagildið. Oft nota þau fermingarskóna annaðhvort sem jólaskó eða sumarskó. Þannig pæla þau líka í hvort skórnir passi t.d. við gallabuxur. En þetta eru allt æðislegir sumarskór.“ – Fyrir strákana hefurðu valið sportskó og rúskinnsskó. „Þessa skó geta strákarnir notað dags daglega eftir ferminguna. Það er mikið um að þeir noti jakkabuxurnar eftir fermingu og þá er fínt að eiga hversdagslegri skó við. Það er líka spurning hvort 13–14 ára strák- ur geti notað fermingarskóna á næstu jólum þar sem hann verður líklega búinn að stækka um númer. Og þar sem þeir eru ekki mikið í spariskóm kaupa þeir svona meiri hversdagsskó.“ – Eru fermingarbörnin löngu byrjuð að kaupa skó? „Já, þau sem ætla að nota jólaskóna sem fermingarskó byrjuðu í nóvember. Þá eru þau oft búin að finna fötin, eða finna jafnvel fötin út frá skónum, sem er alls ekkert óeðli- legt,“ segir Hugrún hjá Kron, Laugavegi 48. Þau vita hvað þau vilja Morgunblaðið/Golli Fermingarskórnir skipta sko máli. Sumir velja jafnvel fermingarfötin út frá þeim og allir passa upp á að geta notað þá aftur. Fermingaföt Smoking Íslenski búningurinn Fyrir unga menn á uppleið! Brúðarkjólaleiga Dóru - Suðurlandsbraut 50, Bláu húsin við Faxafen - Sími 568 2560 - www.brudarkjolaleiga.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.