Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 22

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 22
22|Morgunblaðið „STÓRIR glampandi, fallegir steinar einkenna skart- gripatískuna í ár,“ segir Axel Eiríksson, sem rekur skart- gripaverslun í Mjóddinni. Hann segir margar steinategundir koma til greina, meðal annars svonefnda cirkonia-steina. Slíkir steinar séu mun ódýrari en demantar, en auðvitað standi demantar alltaf fyrir sínu. Axel segir t.d. hringa með stórum steinum vinsæla. „Stein- arnir eru alltaf að verða stærri frekar en hitt,“ segir hann. Einnig þyki flott að hafa litla steina meðfram stóra stein- inum. Spurður út í litina segir hann: „Bleiki liturinn er ráð- andi þessa stundina, t.d. ljósbleikur. Einnig er mikið um aðra ljósa liti, s.s. ljósbláan og hvítan.“ Hann segir ekki bara vinsælt að hafa steina á hringum, heldur einnig á armböndum, á eyrnalokkum og á háls- menum. Þannig sé t.d. mikið um hálsmen með krossa og hjörtu alsett glitrandi steinum. Ekki megi heldur gleyma úrunum. „Nú er í tísku að hafa steina allan hringinn í kringum skífuna,“ segir hann. Úrin eru þannig ekki bara úr heldur einnig áberandi og flottir skartgripir. Axel segir að þessi tíska eigi við um alla aldurshópa kvenna; fermingardömurnar, mömmurnar og ömmurnar. En hvað um karlana, ganga þeir ekki með skartgripi? „Jú,“ svarar hann. „Karlar kaupa sér herrahringi og arm- bönd. Síðustu árin hefur til dæmis verið vinsælt meðal þeirra að kaupa armbönd úr stáli eða silfri, þó auðvitað sé alltaf miklu, miklu meira um það að konur gangi með skartgripi.“ Morgunblaðið/Golli Stórir og glampandi steinar Eddufelli 2 – Bæjarlind 6 s. 557 1730 – s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 – lau. frá kl. 10-16 Glæsilegur fatnaður fyrir ferminguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.