Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 77
ættu að hjálpast að við að sinna gestunum svo veislan verði sem ánægjulegust. Hafið ekki áhyggjur af því hvort þið hagið ykkur rétt. Notið bara heilbrigða skynsemi og hyggjuvitið. Allir gera mistök, og sjálfur geri ég oft mistök í veislum og það er allt í lagi. Aðalatriðið er að vilja öðrum vel, hvort sem það er Ína besta uppáhaldsfrænka eða Runki sem er alltaf svo geðvondur. Hvort aðrir eru kurteisir er svo þeirra mál. Fermingarbarnið getur haft til eftirfar- andi atriði til hliðsjónar: 1) Boðskort Flest fermingarbörn eru leikin í að setja ýmislegt upp í tölvunni og boðskort ættu ekki að vefjast fyrir þeim. Gott er að senda þau með u.þ.b. fjögurra vikna fyrirvara, svo allir geti tekið tímann frá. Taka þarf fram tilefnið, tíma og stað með leiðbein- ingum ef þörf er á. Einnig má setja „Svar óskast sem fyrst í síma eða á netfang …“ neðst; það er til þæginda að vita hve margir koma. Ágætt er að kortið sé með persónulegum texta, en gætið þess að skrifa ekki: „Þér/ ykkur er boðið.“ Það minnir á umsókn- areyðublað frá einhverri stofnun. Enginn vandi er að gera tvenns konar boðskort, annað fyrir einstakling og hitt í fleirtölu. Nýleg mynd má gjarnan fylgja með, en það er orðið ansi þreytt að setja smá- barnamynd. Að síðustu er ráðlegt að vera viss um að nöfn séu hárrétt stöfuð og heimilisföng rétt, með hjálp símaskrár. 2) Samskipti við veislugesti Ungi gestgjafinn á að taka á móti gest- unum, bjóða þá velkomna, þakka fyrir gjaf- irnar, ef um þær er að ræða, taka yfirhafnir af þeim, vísa þeim til stofu o.s.frv. Hann á að vera sýnilegur alla veisluna og hafa mál- bragð við alla gesti. Í lok veislunnar er svo nauðsynlegt að fylgja gestunum til dyra ásamt foreldrum sínum og þakka aftur fyr- ir sig. Í fyrra fór vinkona mín í veislu, þar sem fermingardrengurinn kom til dyra og tók við gjöfinni, en var jafnskjótt horfinn á braut. Vinkona mín sá hann varla allt boð- ið, því hann var inni í herbergi með vinum sínum í tölvuleik. Vinkona mín varð fúl því henni fannst þetta meira eins og skipti á gjöf og veitingum en fermingarveisla og það er dálítið til í því. 3) Ávarp Hæfilegt er að bjóða upp á veitingar u.þ.b. hálftíma eftir að boðið hefst, hvort sem allir eru komnir eða ekki. Þeir sem mæta á réttum tíma eiga ekki að gjalda fyrir ókurteisi þeirra sem koma of seint. Það er mjög flott ef fermingarbarnið hefur lítið ávarp tilbúið til þess að bjóða gestina velkomna og biðja þá að gjöra svo vel. Það þarf ekki að vera langt og gæti efnislega verið t.d. á þessa leið: „Kæru gestir! Mig langar að þakka fyrir að þið skylduð öll koma til að samgleðjast mér í dag og vona að við eigum góða stund sam- an. Að svo mæltu langar mig að biðja ykk- ur að gjöra svo vel og þiggja veitingar.“ Best er auðvitað að ungi gestgjafinn setji sinn eðlilega, persónulega blæ á það og gjarnan má bæta við smáhúmor, t.d. lýsingu á hvað fjölskyldan hafi verið sveitt í gærkvöldi. Ef fermingarbarnið treystir sér ekki til að standa upp fyrir framan alla er gott að fá mömmu eða pabba til að standa þá við hliðina á sér. 4) Skemmtiatriði Ef fermingarbarnið langar að sýna list- ir sínar getur það verið mjög skemmtilegt, en alltaf þarf að athuga að hafa slík atriði ekki löng í veislum. Gaman getur verið að biðja nákominn ættingja fyrirfram um að undirbúa smá- ræðu. En góð tækifærisræða er stutt og helst skemmtileg. Hún getur fjallað um fermingu hans sjálfs, góð ráð út í lífið, spaugileg atvik í lífi nýfermda barnsins o.s.frv. Þá er gott að hugsa fyrir annarri af- þreyingu, eins og t.d. litlu sönghefti, og gott er að biðja einhvern gest fyrirfram um að leika undir. Góðir samkvæmisleikir eru líka góður kostur, og þá er best að losa sig við alla spéhræðslu. Það er frábær eig- inleiki að geta gert grín að sjálfum sér. Við val á leikjum skal muna að góðlátlegt grín er alltaf best. 5) Gjafir Það er aldrei háttvísi að ætlast til gjafa, hvert sem tilefnið er. Fermingarbarn ætti ekki að skrifa pöntunarlista. Foreldrarnir vita oftast hvað barnið vanhagar um og geta komið því áleiðis á laumulegan hátt, en aðeins ef upplýsinga er óskað. Ekki er þó við hæfi að nefna mjög dýra hluti. Hins vegar þarf fermingarbarnið að hafa ákveðinn stað fyrir gjafirnar og gæta þess að kortið verði ekki viðskila við gjöf- ina sem búið er að taka upp. Það auðveld- ar manni að muna hver kom með hvað og meira gaman að þakka fyrir hugulsemina. Smekksatriði er hvort opna beri gjafir í boðinu sjálfu. Ef það er gert á aldrei að gera það fyrir framan alla gestina. Hugs- um okkur að Nína frænka hafi komið með dansk-íslenska orðabók, en Rósa frænka í hina ættina íslensk-danska orðabók. Þetta verður mjög vandræðalegt ef gjafirnar eru teknar upp fyrir framan alla. Og allra hallærislegast er að rétta gjafirnar upp og segja: Þetta er frá Palla frænda og Herm- ínu! Munum að það er ekki stærð eða verðmæti gjafarinnar, sem skiptir máli, heldur góður hugur sem býr að baki. 6) Þakkarkort Góður siður er að senda þakkarkort, gjarnan með mynd af sér á fermingardag- inn. Það getur verið á þessa leið: „Elsku Sigurbjörg og Atli! Bestu þakkir fyrir komuna í fermingarveisluna mína. Bókin á eftir að koma sér rosalega vel. Takk fyr- ir hugulsemina. Kveðjur í bæinn frá okkur öllum. Finnur Sveinsson.“ Einnig má benda á myndir úr veislunni á heimasíðu. Það er alltaf best að það sé persónulega orðað og kannski í samræmi við húmor viðkomandi. Ef peningagjöf hefur borist er skemmtilegt að tilgreina hvernig hún verður notuð. 7) Að lokum Umstangið og veislan eru ekki sjálf- sagður hlutur og þakklæti skal vera manni ofarlega í huga, en festum okkur vel í minni að reyna að halda lífsregluna þá bestu sem felst í fermingarheitinu. Góða skemmtun! Þokkalega. Jón heitinn Pálmason alþingismaður kom vorið 1971 í fermingarveislu Ívars Páls- sonar sem hér sést í nýjum sérsniðnum jakkafötum einsog fullorðinn maður. Í veislunni flutti Jón frumsamda vísu um fermingardrenginn: Þessi er öruggur, ötull og glaður, umvafinn geislum frá blikandi sól. Fermingardrengurinn framtíðarmaður fagnaðar njóti við hamingju skjól. Sigrún Jónsdóttir fermingarbarn ásamt móður sinni við glæsilegt hlaðborð 9. apríl 1967. Fermingarveisla Atla Vigfússonar á skírdag 26. mars 1970. Skólabræður úr Reykjahverfi ásamt ferming- arbarninu sem er lengst til vinstri. Ferming Atla 26. mars 1970. Kristjóna Þórðardóttir, Vigfús Bjarni Jónsson, Sigríður Atladóttir, Sigurveig Kristjánsdóttir og Björn Gunnar Jónsson. Karl Ágúst Úlfsson ásamt systrum sínum, Ingu og Lindu í ferming- arveislunni sinni vorið 1971. Allir dansa konga og Helgi Einarsson fer fremstur en hin- ir elta höfðingjann. Úr veislu Guðrúnar Sigurlaugar 1965. Ragnar Arnalds tók þessa mynd á fermingardaginn sinn vorið 1952. Í veisluna mættu stúlkurnar (f.v): dönsk vinkona, Brynja Benediktsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Helga Pálsdóttir. Og drengirnir (f.v) Styrmir Gunnarsson, Júlíus Egilsson, Jóhann Einvarðsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Morgunblaðið |77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.