Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 70
sjávarfangið. Bætið þá við söxuðu tómöt- unum. Sáldrið paprikudufti yfir. Bætið síðan strax við vatni/soði, grænmeti, saffran og salti. Látið sjóða á miðlungshita í um tutt- ugu mínútur. Bætið hrísgrjónum við, dreifið vel úr þeim og látið malla í um tíu mínútur. Lækkið þá hitann og látið malla í tíu mínútur til viðbótar. Látið jafna sig smástund áður en bor- ið er fram. Gott er að hafa grænt salat með. Smápítsur Meðal þess sem François býður upp á eru svokallaðar smápítsur sem eru lík- legar til að slá í gegn hjá ferming- arbörnunum og vinum þeirra. Þær eru mjög auðveldar í bakstri og François segir að áleggið á þeim geti í raun verið hvað sem er: pepperóní, skinka, paprika og sveppir, ansjósur eða hvað sem hug- ur fermingarbarnsins girnist. 600 ml volgt vatn 1 kíló hveiti 1 dl olía 15 g af geri 1 msk. sykur 24 g salt tómatsósa eða tómatar ostur óreganó álegg að vild Setjið vatnið í skál og blandið sykri og olíu saman við. Síðan er hveiti og geri bætt saman við og deiginu leyft að standa smástund. Bætið að lokum salt- inu út í og enn fær deigið að lyfta sér. Mótið litlar kúlur úr deiginu sem verða um 5 cm í þvermál þegar þær eru flattar út. Setjið einn dropa af góðri tómatsósu á pítsuna eða eina sneið af ferskum tómati sem hylur pítsuna allt að ½ cm frá brúninni. Kryddið með óreganó og setjið síðan álegg að vild of- an á. Forhitið ofninn upp í 200°C, setjið pítsurnar á heita plötuna og bakið í 7–10 mínútur. Berið á borð fyrir unglinga sem eldri pítsuaðdáendur. www.veislafons.is Morgunblaðið/Arnaldur Rjúkandi réttir úr suðri Paella og pitsur – þjóðarréttir matgæðinganna í suðri – eru fyrirtak í fermingarveislurnar í norðri Frakkinn François Fons gefur hér upp- skrift að þeim spennandi rétti paella sem er upphaflega frá Valencia á Spáni. Hann var áður fyrr notaður sem fjöl- skyldumatur, en er nú meira veislumat- ur fyrir fáa sem marga, upplagður í fermingarveislur sem önnur mannamót. Paella er löguð í sérhönnuðum pönn- um sem eingöngu eru ætlaðar fyrir hana. François segir einfalt að fara eftir uppskriftinni og í rauninni sé hægt að nota þess vegna bara eina tegund af kjöti, tvær tegundir eða það sem mann langar til. Ef paellan er aðalrétturinn segist hann reikna með 450 g af kjöt- meti á mann og þá eiga hrísgrjónin eftir að bætast við. Innihald í paellunni sem veisluþjónusta François býður upp á er svínakjöt, kjúklingar, humar, skötuselur, smokkfiskur, rækjur og tai-rækjur, hörpuskel, þrjár tegundir af bláskel, grænmeti og fleira, saffran og allt steikt og soðið í humarsoði. En að sjálfsögðu getur fólk valið sér paellu að eigin ósk Paella Eftirtalin hráefni eru uppistaða ein- faldrar paellu fyrir um átta manns. 500 g kjúklingakjöt 300 g svínakjöt, t.d. svínarif 250 g grænar baunir (frosnar) 150 g strengjabaunir 150 g smokkfiskur, sneiddur í litla bita 70 g rækjur 2 tómatar, saxaðir fínt 1 dl ólífuolía 8 dl vatn eða humar-/kjúklingasoð 1 tsk. paprikuduft 1,5 g saffran 400 g hrísgrjón salt og pipar Vilji menn fjölbreyttara hráefni má bæta við: 250 g kræklingur í skel og/eða skötuselur Skerið kjötið og fiskinn ef við á í bita, miða má við að kjötbitarnir séu á stærð við lítil egg en smokkfiskurinn í minni bitum. Hitið upp olíuna á stórri pönnu (helst paella-pönnu) og brúnið kjötið og síðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.