Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 70

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 70
sjávarfangið. Bætið þá við söxuðu tómöt- unum. Sáldrið paprikudufti yfir. Bætið síðan strax við vatni/soði, grænmeti, saffran og salti. Látið sjóða á miðlungshita í um tutt- ugu mínútur. Bætið hrísgrjónum við, dreifið vel úr þeim og látið malla í um tíu mínútur. Lækkið þá hitann og látið malla í tíu mínútur til viðbótar. Látið jafna sig smástund áður en bor- ið er fram. Gott er að hafa grænt salat með. Smápítsur Meðal þess sem François býður upp á eru svokallaðar smápítsur sem eru lík- legar til að slá í gegn hjá ferming- arbörnunum og vinum þeirra. Þær eru mjög auðveldar í bakstri og François segir að áleggið á þeim geti í raun verið hvað sem er: pepperóní, skinka, paprika og sveppir, ansjósur eða hvað sem hug- ur fermingarbarnsins girnist. 600 ml volgt vatn 1 kíló hveiti 1 dl olía 15 g af geri 1 msk. sykur 24 g salt tómatsósa eða tómatar ostur óreganó álegg að vild Setjið vatnið í skál og blandið sykri og olíu saman við. Síðan er hveiti og geri bætt saman við og deiginu leyft að standa smástund. Bætið að lokum salt- inu út í og enn fær deigið að lyfta sér. Mótið litlar kúlur úr deiginu sem verða um 5 cm í þvermál þegar þær eru flattar út. Setjið einn dropa af góðri tómatsósu á pítsuna eða eina sneið af ferskum tómati sem hylur pítsuna allt að ½ cm frá brúninni. Kryddið með óreganó og setjið síðan álegg að vild of- an á. Forhitið ofninn upp í 200°C, setjið pítsurnar á heita plötuna og bakið í 7–10 mínútur. Berið á borð fyrir unglinga sem eldri pítsuaðdáendur. www.veislafons.is Morgunblaðið/Arnaldur Rjúkandi réttir úr suðri Paella og pitsur – þjóðarréttir matgæðinganna í suðri – eru fyrirtak í fermingarveislurnar í norðri Frakkinn François Fons gefur hér upp- skrift að þeim spennandi rétti paella sem er upphaflega frá Valencia á Spáni. Hann var áður fyrr notaður sem fjöl- skyldumatur, en er nú meira veislumat- ur fyrir fáa sem marga, upplagður í fermingarveislur sem önnur mannamót. Paella er löguð í sérhönnuðum pönn- um sem eingöngu eru ætlaðar fyrir hana. François segir einfalt að fara eftir uppskriftinni og í rauninni sé hægt að nota þess vegna bara eina tegund af kjöti, tvær tegundir eða það sem mann langar til. Ef paellan er aðalrétturinn segist hann reikna með 450 g af kjöt- meti á mann og þá eiga hrísgrjónin eftir að bætast við. Innihald í paellunni sem veisluþjónusta François býður upp á er svínakjöt, kjúklingar, humar, skötuselur, smokkfiskur, rækjur og tai-rækjur, hörpuskel, þrjár tegundir af bláskel, grænmeti og fleira, saffran og allt steikt og soðið í humarsoði. En að sjálfsögðu getur fólk valið sér paellu að eigin ósk Paella Eftirtalin hráefni eru uppistaða ein- faldrar paellu fyrir um átta manns. 500 g kjúklingakjöt 300 g svínakjöt, t.d. svínarif 250 g grænar baunir (frosnar) 150 g strengjabaunir 150 g smokkfiskur, sneiddur í litla bita 70 g rækjur 2 tómatar, saxaðir fínt 1 dl ólífuolía 8 dl vatn eða humar-/kjúklingasoð 1 tsk. paprikuduft 1,5 g saffran 400 g hrísgrjón salt og pipar Vilji menn fjölbreyttara hráefni má bæta við: 250 g kræklingur í skel og/eða skötuselur Skerið kjötið og fiskinn ef við á í bita, miða má við að kjötbitarnir séu á stærð við lítil egg en smokkfiskurinn í minni bitum. Hitið upp olíuna á stórri pönnu (helst paella-pönnu) og brúnið kjötið og síðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.