Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 78
78|Morgunblaðið
Nú líður að fermingum og þeim und-
irbúningi sem þeim fylgir. Nokkuð al-
gengt hefur verið að fermingarbörn fari
í ljósabekki til að verða brún. Þessi
brúni húðlitur hefur verið tengdur úti-
veru og hreysti en er í raun merki um
þá óhollu athöfn sem ljósabekkjanotkun
er. Sem betur fer eru tímarnir að
breytast og æ færri fermingarbörn fara
í ljósabekki fyrir fermingu. Með því
minnkar hætta þeirra á húðkrabba-
meinum seinna á ævinni, hrukkumynd-
un og blettóttri húð. Tískan hefur einn-
ig breyst á þann veg að fyrirmyndir
ungmenna, til dæmis kvikmyndastjörn-
ur og poppstjörnur, vilja fæstar vera
brúnar lengur.
Sólböð
Útivera og hreyfing er nauðsynleg
fyrir flesta og er auðvitað af hinu góða.
Fólk á hins vegar ekki að liggja í sól-
böðum til að verða brúnt. Sérstaklega
eiga börn og unglingar ekki að stunda
sólböð og alls ekki að brenna í sólinni.
Sólbruni þýðir að húðfrumurnar hafa
skemmst og við sólbruna er stundum
lagður grunnur að húðkrabbameini sem
kannski kemur ekki í ljós fyrr en eftir
nokkur ár eða áratugi. Sérstaklega á að
vara sig á sólinni þegar hún er hæst á
lofti um hádegið en þá eru geislarnir
sterkastir.
Þeir sem eru úti í sólinni eiga að bera
á sig sólvörn með sólvarnarstuðli 25 eða
hærri á berskjaldaða húð. Yfirleitt dug-
ar ein teskeið á andlit og háls en sól-
vörnina þarf að bera á sig
á tveggja til þriggja
klukkustunda fresti. Í sól-
inni á að klæðast léttum
þéttofnum klæðnaði sem
hlífir húðinni fyrir geisl-
unum.
Ljósabekkir
Ljósabekkir gefa frá
sér sterka útfjólubláa
geisla af gerðinni UVA.
Rannsóknir benda til að
þessir geislar geti valdið
sortuæxlum. Flestir
læknar sem hafa kynnt
sér þessi mál mæla með
að fólk noti ekki ljósa-
bekki til að verða brúnt.
Ungmenni undir 18 ára
aldri ættu aldrei að nota
ljósabekki. Þetta er vegna
þess að ónæmiskerfi húð-
ar hjá börnum og ungling-
um er ekki eins þroskað
og hjá fullorðnum.
Stundum eru læknar
spurðir hversu marga
ljósatíma sé óhætt að fara
í áður en hætta á húð-
krabbameini skapist.
Þessu getur enginn svarað frekar en
spurningunni um hversu margar sígar-
ettur sé óhætt að reykja áður en hætta
verði á lungnakrabbameini.
Brúnkukrem og brúnkuvökvar inni-
halda efni sem gerir ysta lag húð-
arinnar brúnt. Efnið heitir di-hydrox-
yacetone (DHA). Þetta efni er talið
skaðlaust og á því að vera óhætt að
nota það. Ókostir eru að stundum verð-
ur húðin tímabundið flekkótt og í sum-
um tilfellum getur myndast ofnæmi fyr-
ir efninu. Liturinn sem verður á húðinni
eftir notkun brúnkukrema er alveg
óskyldur brúna litnum sem verður eftir
sólböð. Hann getur enst í nokkra daga
en stundum lengur. Þeir sem sækjast
eftir að vera brúnir ættu því frekar að
nota brúnkukrem og vökva en að
stunda sólböð eða ljósabekki.
Sólin og hrukkurnar
Fyrir utan að stuðla að myndun húð-
krabbameina valda útfjólubláir geislar
ýmsum öðrum skemmdum í húð. Segja
má að hver og einn hafi sinn sólarkvóta.
Hann er misstór eftir því
hversu næm húðin er fyr-
ir sólinni. Þegar kvótinn
klárast verður húðin
hrukkótt og mislit, brúnir
blettir myndast. Húðin
verður þunn og sumir frá
tugi rauðra hreistrandi
bletta sem eru forstigs-
breytingar fyrir flögu-
þekjukrabbamein. Þeir
sem eru næmastir fyrir
útfjólubláum geislum
byrja að verða hrukkóttir
og flekkóttir á þrítugs-
aldri. Þetta á sérstaklega
við þá sem hafa ljósa húð
og hafa verið mikið í sól-
böðum og/eða ljósabekkj-
um.
Sortuæxli
Síðustu 15 ár hefur
tíðni sortuæxla aukist
mikið á Íslandi sem og í
öðrum vestrænum lönd-
um. Sortuæxli eru lífs-
hættuleg húðkrabbamein
en séu þau skorin burtu á
frumstigi eru batahorfur
mjög góðar. Mesta aukn-
ing á Íslandi hefur orðið
hjá ungum konum.
Áhætta að fá sortuæxli er
meiri hjá þeim sem hafa
mjög marga fæðing-
arbletti, hafa svokallaða
óreglulega fæðingarbletti,
hafa ljósa húð sem verður
seint brún, hafa sól-
brunnið, hafa notað ljósa-
bekki eða hafa verið mik-
ið í sól.
Sortuæxli eru oft mjög
dökkir blettir sem eru
óreglulegir. Þau eru oft-
ast stærri en 6 millimetr-
ar og með óskarpa kanta.
Þau geta verið með
tveimur eða fleiri litum
og fólk klæjar stundum í
þau eða það vessar úr
þeim. Sortuæxlin skera sig oft úr öðr-
um fæðingarblettum á sama ein-
staklingi í útliti. Af framangreindu er
ljóst að mikilvægt er að forðast áhættu-
hegðun eins og sólböð og ljósabekkja-
notkun. Fylgjast þarf vel með fæðing-
arblettum og láta lækni skoða sig ef
grunur um illkynja blett vaknar. Sól-
vörn er mikilvæg.
Ástralar hafa þegar náð talsverðum
árangri með að upplýsa almenning um
hvernig eigi að verjast sólinni og að
fylgjast með blettum. Þeir hafa verið
með áróður í þessa veru í meira en 25
ár og síðustu árin hefur tíðni sortuæxla
í Ástralíu minnkað hjá ungu fólki og
dánartíðni af völdum þeirra er hætt að
aukast.
Steingrímur Davíðsson húðlæknir.
Sólbrún
fermingarbörn
Stundum eru læknar spurðir hversu marga
ljósatíma sé óhætt að fara í áður en hætta á
húðkrabbameini skapist. Því er ekki hægt að
svara frekar en hversu margar sígarettur sé
óhætt að reykja áður en hætta verði á
lungnakrabbameini.
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
'2
00
4
Fæst um land allt
Dreifingara›ili:
Tákn heilagrar
flrenningar
Til styrktar
blindum
Tilvalin
fermingargjöf
Videoupptökur
Pantanir
í s. 848 3219
Netfang:
music@mmedia.is
Tek upp fermingar
Set á VHS og DVD
Stafrænt hljóð
og mynd
Vídeóupptökur
Föstudaginn 11. mars kl. 16-19, laugardaginn 12. mars kl. 11-17.
Föstudaginn 18. mars kl. 16-19, laugardaginn 19. mars kl. 11-17.
Upplýsingar í síma 552 1783 — Netfang: s.orn@isl.i
Fermingarstyttur
Himneskir herskarar
verða með
tálgaðar fermingarstyttur
á Garðatorgi: