Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 28
28|Morgunblaðið
Í versluninni Lavita á Laugaveginum
fást skemmtilegir krossar sem er mikið í
tísku hjá bæði strákum og stelpum að
hafa um hálsinn. Í raun eru þetta kaþ-
ólsk talnabönd, handgerð af nunnum í
Póllandi.
Þar fást einnig skemmtilegir skór sem
stelpur hafa verið að kaupa sem ferm-
ingarskó.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmti-
legir kross-
ar og skór
Alexander James Smart gengur í Haga-
skóla og fermist 19. mars í Neskirkju.
Hann mun án efa skera sig úr bróðurparti
fermingarbarnanna, enda ætlar hann að
fermast í skotapilsi.
„Ég er hreykinn af því að vera Skoti, og
þess vegna vil ég fermast í skotapilsi,“
segir Alexander, sem hefur alltaf búið á
Íslandi. Afi hans er hins vegar frá Aber-
deen og amman frá Buckie, rétt hjá Aber-
deen. „Ég hef aldrei komið þangað, bara
til Glasgow. Mamma og pabbi fóru ein-
mitt þangað til að kaupa það sem vantaði
upp á klæðnaðinn, en pilsið er gamalt pils
sem pabbi minn átti þegar hann var á
sama aldri og ég.“ Alexander segir enga
sérstaka hefð í fjölskyldunni að vera í
skotapilsi á tyllidögum, reyndar hafi for-
eldrar hans frekar verið á því að hann
fermdist í jakkafötum eins og aðrir strák-
ar.
„Ég fékk áhuga á því að ganga í skota-
pilsi þegar Skotarnir komu hingað að
keppa í fótbolta fyrir þremur árum. Mér
fannst flott að sjá þá í pilsunum og þá fékk
pabbi hugmyndina að draga upp pilsið, og
keypti sér sjálfur nýtt skotapils,“ útskýrir
Alexander. Pils þeirra feðga er með
Campbell-munstri sem er munstur ætt-
bálksins sem afafjölskylda hans tilheyrir.
– Verður ekki gaman að vera eini strák-
urinn sem fermist í pilsi?
„Jú, mér finnst skotapils flott og vil
endilega fermast í því.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Hreykinn af því að vera Skoti