Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 28
28|Morgunblaðið Í versluninni Lavita á Laugaveginum fást skemmtilegir krossar sem er mikið í tísku hjá bæði strákum og stelpum að hafa um hálsinn. Í raun eru þetta kaþ- ólsk talnabönd, handgerð af nunnum í Póllandi. Þar fást einnig skemmtilegir skór sem stelpur hafa verið að kaupa sem ferm- ingarskó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmti- legir kross- ar og skór Alexander James Smart gengur í Haga- skóla og fermist 19. mars í Neskirkju. Hann mun án efa skera sig úr bróðurparti fermingarbarnanna, enda ætlar hann að fermast í skotapilsi. „Ég er hreykinn af því að vera Skoti, og þess vegna vil ég fermast í skotapilsi,“ segir Alexander, sem hefur alltaf búið á Íslandi. Afi hans er hins vegar frá Aber- deen og amman frá Buckie, rétt hjá Aber- deen. „Ég hef aldrei komið þangað, bara til Glasgow. Mamma og pabbi fóru ein- mitt þangað til að kaupa það sem vantaði upp á klæðnaðinn, en pilsið er gamalt pils sem pabbi minn átti þegar hann var á sama aldri og ég.“ Alexander segir enga sérstaka hefð í fjölskyldunni að vera í skotapilsi á tyllidögum, reyndar hafi for- eldrar hans frekar verið á því að hann fermdist í jakkafötum eins og aðrir strák- ar. „Ég fékk áhuga á því að ganga í skota- pilsi þegar Skotarnir komu hingað að keppa í fótbolta fyrir þremur árum. Mér fannst flott að sjá þá í pilsunum og þá fékk pabbi hugmyndina að draga upp pilsið, og keypti sér sjálfur nýtt skotapils,“ útskýrir Alexander. Pils þeirra feðga er með Campbell-munstri sem er munstur ætt- bálksins sem afafjölskylda hans tilheyrir. – Verður ekki gaman að vera eini strák- urinn sem fermist í pilsi? „Jú, mér finnst skotapils flott og vil endilega fermast í því.“ Morgunblaðið/Jim Smart Hreykinn af því að vera Skoti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.